Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er alls staðar fiskur og grjótnóg
af honum,“ sagði Birgir Sigurðsson,
skipstjóri á Maron GK 522, undir há-
degi í gær. Þeir voru þá að draga net-
in í Garðsjó norður af Garðskaga, en
neta- og færabátar hafa mokfiskað
þar síðustu daga. Á sama tíma hefur
heldur dofnað yfir línuveiðum eftir að
loðnan gekk fyrir Reykjanesið og fór
í efsta sæti á matseðli þorsksins.
„Hér eru færabátar og netabátar í
einum haug í blíðuveðri og menn eru
að fá svakalega flottan fisk,“ sagði
Birgir.„Loðnan hefur verið að skríða
inn fyrir Garðskagaflösina og fisk-
urinn hefur nóg að éta. Ég er búinn
að vera í þessu í 40 ár með marga
báta og held að síðustu ár hafi aldrei
annar eins bingur af fiski gengið
hérna inn á svæðið til hrygningar.
Við erum búin að safna svo miklum
fiski í gegnum árin að það horfir til
vandræða.“
Birgir kom inn til Njarðvíkur upp
úr hádegi með um 12 tonn úr tæplega
50 netum. Á miðvikudag reru þeir á
Maroni frá Grindavík og tvílönduðu
þá til að auðvelda verkunina í landi,
16-17 tonn í hvort skipti af hálfsprikl-
andi fiski, eins og Birgir orðar það.
„Þetta var algjört bingó á miðviku-
daginn,“ segir hann.
Mikið líf í Sandgerði
Mikið líf hefur verið við höfnina í
Sandgerði síðustu daga og 30-40
bátar landað þar daglega. Auk
heimabáta landa þar hátt í 20 að-
komubátar víðs vegar að af landinu,
sem koma árvisst á vertíð í Sandgerði
í mars-apríl. Blíða og nánast sléttur
sjór hefur verið síðustu daga og fyrir
þá hraðskreiðustu er aðeins 15-20
mínútna sigling frá Sandgerði á mið-
in norðan við Garðskaga. Þar hafa
margir bátar verið á tiltölulega litlu
svæði.
Fimm löndunarkranar eru í Sand-
gerði og þegar mest hefur gengið á
síðdegis og bátarnir komið hver af
öðrum að landi hafa menn oft þurft
að bíða eftir að komast að. „Þeir hafa
verið að fá mjög góðan fisk og óhætt
að segja að þetta sé góð vertíð þó svo
að margt hafi breyst frá vertíðar-
stemningunni sem var í gamla daga,“
segir Þórhallur Ásgrímsson, hafn-
arvörður í Sandgerði.
Vegna brælu og mikillar öldu gátu
minni bátarnir lítið róið frá Grindavík
fram eftir febrúarmánuði. Síðustu
daga hefur verið mjög góður afli í net
og í lok febrúar og byrjun mars var
gott fiskirí á línuna. Þar hafa 12-14
bátar landað síðustu daga, sam-
kvæmt upplýsingum Arnfinns Ant-
onssonar hafnarvarðar.
Marsmánuður byrjar vel
Yfir fjögur þúsund tonnum var
landað í febrúar í höfnum Snæfells-
bæjar; Rifi, Ólafsvík og Arnarstapa,
að sögn Björns Arnaldssonar hafn-
arstjóra. Þrátt fyrir leiðindatíð segir
hann að nokkuð þétt hafi verið róið
og mánuðurinn sé á pari við febrúar
síðustu ára. Það eigi þó ekki við um
síðasta ár þegar tíu vikna sjómanna-
verkfall stóð til 20. febrúar.
Björn segir að marsmánuður byrji
ágætlega og nefnir að Steinunn SH
hafi fengið 52 tonn í dragnót á þriðju-
dag. Stóru línubátarnir í Rifi, Tjald-
ur, Örvar og Rifsnes, sem eru með
beitningarvélar um borð, hafi landað
upp í 100 tonnum eftir þrjá daga.
Minni línubátarnir hafi komið með
frá sex tonnum upp í 17-18 tonn eftir
daginn.
Síðustu daga hefur meðalverð á
fiskmörkuðum verið frá rúmlega 200
krónum upp í 240 krónur fyrir kílóið
af óslægðum þorski.
Alls staðar fiskur og grjótnóg af honum
„Við erum búin að safna svo miklum fiski í gegnum árin að það horfir til vandræða,“ segir Birgir
Sigurðsson, skipstjóri á Maron GK Góður afli í net og á handfæri en dofnað hefur yfir línufiskiríi
Morgunblaðið/RAX
Afslappaður Birgir Sigurðsson við komuna til Njarðvíkur í gær. Vel hefur fiskast undanfarið og segir Birgir að mikið af hrygningarfiski sé á ferðinni.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Löndunarbið Þegar bátarnir koma inn til Sandgerðis á svipuðum tíma síðdegis er oft bið eftir löndunarkrana.
,,Febrúarmán-
uður var auðvit-
að erfiður hjá
okkur eins og
öðrum vegna
veðurs en það
hefur verið allt
annað og betra
upp á síðkastið.
Það er að færast
vertíðarstemn-
ing yfir veiðina
hér syðra og ufsaveiðin er að
aukast,“ segir Jóhannes Ellert Ei-
ríksson, skipstjóri á Ottó N. Þor-
lákssyni RE, í samtali heimasíðu
HB Granda.
Ottó hefur verið að veiðum suð-
vestur og vestur af Reykjanesi und-
anfarna daga en skipið á að vera
komið til hafnar í Reykjavík í fyrra-
málið. ,,Við höfum ekkert norður á
Vestfjarðamið að sækja þegar þessi
tími er kominn. Hefðbundin vertíð-
arstemning með tilheyrandi þorsk-
gengd og sem betur fer er ufsa-
veiðin að glæðast,“ segir Jóhannes
meðal annars.
Vertíðarstemning að
færast yfir veiðina
Jóhannes Ellert
Eiríksson