Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt sam-
komulag borgarinnar við Veður-
stofu Íslands um mælireiti í Reykja-
vík. Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins sátu hjá við
afgreiðslu málsins. Kostnaður
Reykjavíkurborgar vegna þessa
samkomulags er áætlaður 65 millj-
ónir króna.
Samningurinn byggist á vilja-
yfirlýsingu sem borgarstjóri og fjár-
mála- og efnahagsráðherra undirrit-
uðu 2. júní 2017, um að vinna
sameiginlega að þróun og skipu-
lagningu á lóðum í Reykjavík sem
eru ýmist í eigu eða umráðum ríkis-
ins. Færsla veðurmælireitsins við
Veðurstofuna er forsenda þess að
taka megi svæðið, sem markast af
Bústaðavegi og Kringlumýrarbraut,
austan við núverandi húsnæði Veð-
urstofu Íslands, nefnt Veðurstofu-
hæðin, til deiliskipulags og upp-
byggingar íbúðarhúsnæðis. Áætlað
er að á reitnum geti risið allt að 150
íbúðir. Áformað er að þarna rísi
íbúðabyggð sem henta á náms-
mönnum, tekjulágum og ungu fólki
til fyrstu kaupa.
Færast í „Litlu Öskjuhlíð“
Svo hraða megi þeirri vinnu og
stytta þann samanburðartíma sem
nauðsynlegur er, til að ná samfellu í
veðurmælingum í Reykjavík, felur
samningurinn einnig í sér uppbygg-
ingu veðurstöðvakerfis, tíu stöðva í
borginni og nærumhverfi hennar.
Stefnt er að flutningi veðurmæl-
ireits á nýja lóð vestan megin við
húsnæði Veðurstofunnar á Bústaða-
vegi 7, oft nefnda „Litlu Öskjuhlíð“ .
Reykjavíkurborg kostar uppbygg-
ingu veðurstöðvakerfis í borginni.
Annarsvegar byggingu fimm nýrra
stöðva og hinsvegar nauðsynlegar
lagfæringar þeirra fimm stöðva sem
þegar eru í rekstri.
Forráðamenn Veðurstofunnar
svo og veðurfræðingar höfðu
áhyggjur af þeirri röskun sem gæti
orðið á samfelldum mælingum í
borginni með flutningi, en þessar
mælingar hafa staðið samfellt yfir
vel á aðra öld, eða samfellt í 148 ár.
Fjölmargir veðurfræðingar lýstu yf-
ir áhyggjum sínum í grein sem þeir
rituðu í Morgunblaðið í fyrrasumar.
En nú hefur samkomulag tekist um
málið.
Tillaga liggur fyrir um staðsetn-
ingu veðurstöðvanna, en unnið verð-
ur með borginni að frekari útfærslu
á þeim tillögum. Nýjar veðurstöðvar
verða: Fossvogsdalur, Elliðaárdalur
eða Víðidalur, Laugardalur eða
Geirsnef, Miðbær/Hljómskálagarð-
ur og Nesvöllur, Seltjarnarnesi.
Endurnýjun eða flutningur núver-
andi veðurstöðva: Veðurstofureitur,
núverandi mælireitur verði fluttur í
„Litlu Öskjuhlíð“, Hólmsheiði,
Korpúlfsstaðavöllur, mælir fluttur
frá Keldnaholti, Geldingarnes og
Reykjavíkurflugvöllur.
Grunnþættir mældir
Gert er ráð fyrir mælingum á öll-
um núverandi þáttum veðurs í nýj-
um Veðurstofureit og öllum grunn-
þáttum veðurs, vindhraða, vindátt,
lofthita og loftraka á öðrum mæli-
stöðvum. Auk þessara grunnþátta
verður úrkoma mæld á flestum
stöðvum. Einnig er fyrirhugað að á
einhverjum stöðvum verði skyggni
og skýjafar mælt auk þess sem
gerðar verið tilraunir með mælingar
á mengun.
Í samkomulaginu er tiltekið að
nýr mælireitur skuli vera af svipaðri
stærð og núverandi mælireitur eða
um 1.000 fermetrar með nærvernd-
arsvæði af svipaðri stærð og fyrir
núverandi mælireit, þ.e. 10.000 fer-
metrar. Reiturinn skal vera grasi
gróinn, afgirtur sléttur flötur þar
sem leitast skal við að fjarlægð til
hindrana í landslagi, gróðurs eða
mannvirkja sé meira en tíföld hæð
þeirra.
Borgin og Veðurstofan semja
um flutning á veðurmælum
Áformað er að skipuleggja hverfi 150 íbúða á Veðurstofuhæð í Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veðurstofuhæðin Stofnunin rekur umfangsmikið kerfi mælitækja. Samfelldar mælingar hafa staðið yfir í 148 ár.
Veðurstofan telur
að framtíð-
arstaðsetning
Veðurstofunnar á
Veðurstofuhæð-
inni og staðsetn-
ing á nýjum mæli-
reit ásamt upp-
byggingu
veðurstöðvakerfis
í Reykjavík upp-
fylli kröfur um áreiðanleika sam-
felldra veðurmælinga innan höf-
uðborgarsvæðisins. Þetta segir Árni
Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar.
„Það er mikil áskorun að halda
veðurmælingum innan þéttbýlis
ótrufluðum til langs tíma. Skipu-
lagsbreytingar, nýbyggingar og
gróðurfarsbreytingar eru ráðandi
þáttur í því. Til dæmis mun helg-
unarsvæði núverandi reits aldrei
koma fullkomlega í veg fyrir áhrif á
veðurmælingar frá slíkri þróun.
Áform um nýtingu Veðurstofuhæð-
arinnar er dæmi um þetta en stað-
fest er í drögum að samkomulagi
milli ríkis og borgar frekari uppbygg-
ing á íbúðarhúsnæði á austurhluta
hæðarinnar,“ segir Árni.
Hann segir mjög mikilvægt fyrir
Veðurstofuna að í drögunum komi
fram að „Reykjavíkurborg mun
tryggja að tekið verði fullt tillit til
starfsemi Veðurstofunnar á svæðinu
til framtíðar …“. Með varanlegri
uppbyggingu á aðstöðu Veðurstof-
unnar á núverandi stað sé tryggt að
mælingar og sjónmetnar mælingar
myndi sem næst órofna heild.
Í samningi milli Reykjavík-
urborgar og Veðurstofunnar, sem
samþykktur var í borgarráði, sé jafn-
framt búið að tryggja annars vegar
framtíðarstaðsetningu mælireitsins
á nálægum friðuðum stað og hins
vegar net 10 mælistöðva innan borg-
arsvæðisins. Með tilkomu 5 nýrra
mælistöðva og uppfærslu á þeim 5
sem fyrir eru, eins og gert er ráð fyr-
ir í samningnum, sé ennfremur verið
að auka verulega umfang og gæði
veðurmælinga á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Á grundvelli þeirra eykst þjón-
usta Veðurstofunnar sem færir
borginni tækifæri til að auka þjón-
ustu sína við íbúa,“ segir Árni.
Tryggir áreiðanleika mælinga
STAÐSETNING VEÐURSTOFUNNAR Á SAMA STAÐ ER TRYGGÐ
Árni
Snorrason
Nafnanefnd Reykjavíkur hefur
gert tillögur að götuheitum á lóð-
inni númer 2 við Austurbakka
Reykjavíkurhafnar.
Nefndin leggur til að sá hluti
Pósthússtrætis sem liggur milli
Tryggvagötu og Geirsgötu verði
endurnefndur Steinbryggja. Hún
leggur til að gata sem lögð verður á
Austurbakkanum, næst fyrir vestan
fyrirhugaða byggð, að hóteli, verði
kölluð Bryggjugata. Þá er lagt til
að gatan sem liggur milli Stein-
bryggju og Kalkofnsvegar, samsíða
Tryggvagötu og Geirsgötu, verði
nefnd Kolagata.
Á aðalteikningum arkitekta hef-
ur gata sem liggur frá Tryggva-
götu, í gegnum alla lóðina, yfir
Geirsgötu að Hörpu, verið kölluð
Reykjastræti.
Nefndin telur það heiti ekki við
hæfi og leggur til að gatan verði
nefnd Tónagata.
Borgarráð samþykkti að vísa til-
lögum um heiti gatna sem liggja
innan lóðarinnar til umsagnar lóð-
arhafa. sisi@mbl.is
Leggja til götuheiti
á Hörpureitnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erlendum ferðamönnum sem komu
um Keflavíkurvöll fjölgaði um 8% í
febrúar frá því sem var á sama
tíma í fyrra. Voru þeir samtals
160.078 samkvæmt brottfarartaln-
ingum, en það er um 11.700 fleiri
en í febrúar í fyrra. Þetta er sam-
bærileg fjölgun og síðustu mánuði.
Sé febrúarmánuður fyrri ára hafð-
ur sem viðmið er hins vegar að
hægja á þeirri fordæmalausu fjölg-
un ferðamanna sem verið hefur
undanfarin ár – til að mynda 47,2%
2016-2017.
Fjöldi Breta og Bandaríkja-
manna stendur í stað Af þeim sem
Ísland heimsækja og flugu utan í
síðustu mánuði eru Bretar og
Bandaríkjamenn stærsti hópurinn.
Alls voru þetta um 47 þúsund
manns eða nærri helmingur þeirra
sem um Leifsstöð fóru.
Brottförum fólks af öðru þjóð-
erni fjölgar, svo sem fólki frá Aust-
ur-Evrópu og Asíu. Hlutfallslega
mest Pólverjum sem voru ríflega
tvöfalt fleiri í febrúar í ár en í
sama mánuði í fyrra. Ferða-
málastofa telur að þetta séu í tals-
verðum mæli Pólverjar sem búi á
Íslandi og vinni hér, en skreppi síð-
an til Póllands í frí.
Íslendingar á faraldsfæti
Brottfarir Kínverja, Japana,
Hong Kongbúa, Indverja, Taívana,
Singapúrbúa og Suður-Kóreubúa
voru um 11,6% af heildarfjölda
brottfara í febrúar sl. en byrjað var
að telja fimm síðasttöldu þjóðernin
sérstaklega í júní á síðasta ári.
Um 40 þúsund Íslendingar fóru
utan í febrúar í ár eða 14,4% fleiri
en í febrúar í fyrra. Samtals voru
brottfarir Íslendinga í janúar og
febrúar um 70 þúsund. sbs@mbl.is
Færri fljúga af landi brott
Pólverjarnir
fara heim í frí
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðamenn Hægir á fordæmalausri
fjölgun sem verið hefur síðustu ár.