Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 24
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, hefur þegið boð Kims Jong-uns,
leiðtoga Norður-Kóreu, um að koma
til samningaviðræðna um kjarn-
orkuáætlun Norður-Kóreu. Hvíta
húsið greindi frá þessu í fyrrinótt, að
íslenskum tíma.
Stefnt er að því að halda fundinn í
lok maí. Þetta verður í fyrsta sinn
sem sitjandi forseti Bandaríkjanna
hittir leiðtoga Norður-Kóreu.
Leiðtogar Rússlands, Kína, Japans
og Suður-Kóreu lýstu yfir ánægju
sinni með hinn fyrirhugaða fund.
AFP-fréttastofan hafði eftir Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,
að fundurinn yrði skref í rétta átt.
Hann kvaðst vona að af fundinum
yrði því það væri sannarlega þörf á
að bæta ástandið á Kóreuskaganum.
Kínverjar hvöttu báða leiðtogana til
að fækka kjarnorkuvopnum á Kóreu-
skaga. gudni@mbl.is
Þjóðarleiðtogar Kim og Trump.
KIM OG TRUMP FUNDA
Ræða kjarnorku-
vopn á Kóreuskaga
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
Skoðaðu úrvalið á carat.is
Glæsilegt úrval
Trúlofunar og
giftingarhringir
í öllum litum og gerðum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Margir þjóðarleiðtogar hafa veru-
legar áhyggjur af mögulegu al-
þjóðlegu viðskiptastríði í kjölfar
þess að Bandaríkjaforseti ákvað að
leggja nýja tolla á innflutt stál og
ál. Málið er afar umdeilt innan og
utan Bandaríkjanna og hefur efna-
hagsráðgjafi forsetans, Gary
Cohn, sagt af sér vegna málsins.
Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, skrifaði á fimmtudag
undir tilskipun þess efnis að inn-
heimta skuli 25% toll af innfluttu
stáli og 10% af innfluttu áli. Sagð-
ist Trump koma á þessum tollum
til að vernda bandarískan stál- og
áliðnað þar sem „þessi iðnaður
hefur þurft að sæta aðförum frá
erlendum ríkjum. Við verðum að
vernda bandarískt verkafólk og
bandarísk fyrirtæki,“ hefur AFP
eftir Trump.
Vekur áhyggjur
Verndartollarnir og yfirlýsingar
Trumps um málið hafa sætt harðri
gagnrýni leiðtoga annarra ríkja og
Evrópusambandinu. Kínverjar eru
ósáttir við orð Trumps í sinn garð.
„Sagan sýnir að viðskiptastríð er
aldrei rétt aðferð til þess að leysa
vandamál. Í hnattvæddum heimi
væri viðskiptastríð mistök. Afleið-
ingarnar eru eingöngu skaðlegar.
Kína þarf að mæta slíku með rétt-
mætum og nauðsynlegum aðgerð-
um,“ hefur New York Times eftir
utanríkisráðherra Kína, Wang Yi.
Talsmaður japanskra stjórn-
valda, Yoshihide Suga, hefur sagt
fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkj-
anna ógna viðskiptakerfi heimsins
og að Japan muni leita leiða til að
komast hjá tollunum í samstarfi
við yfirvöld í Washington.
Brigitte Zypries, efnahagsráð-
herra Þýskalands, segir Trump
hafa komið á „tollum sem fara
gegn reglum Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar“ (WTO). Stjórn-
völd í Suður-Kórea sögðust í gær
ætla að senda formlega kvörtun til
WTO vegna málsins. Suður-Kórea
er í þriðja sæti á lista yfir ríki sem
selja mest af stáli til Bandaríkj-
anna.
Aðgerðum svarað
Snörp orðaskipti milli leiðtoga
Evrópusambandsins og Trumps
urðu í byrjun vikunnar. Trump fór
á Twitter og sagði að þegar millj-
arðar bandaríkjadala væru í húfi
væru „viðskiptastríð af hinu góða“.
Því svaraði Donald Tusk, forseti
ráðherraráðs Evrópusambandsins,
og sagði að viðskiptastríð væru
slæm og auðvelt væri að tapa
þeim. „Markmið Evrópusambands-
ins er að viðhalda lífi í heims-
viðskiptum og það mun, ef telst
nauðsynlegt, vernda evrópska
hagsmuni með viðeigandi aðgerð-
um.“ Cecilia Malmström, við-
skiptastjóri ESB, tilkynnti að sam-
bandið mundi svara aðgerðum
Trumps og leggja tolla á hnetu-
smjör, bandarískt viskí, trönuber,
appelsínusafa, mótorhjól, gallabux-
ur, stál og aðrar iðnaðarvörur.
Þá vekur athygli að vörurnar
eru mestmegnis framleiddar í ríkj-
um þar sem Trump þarf að sigra í
næstu forsetakosningum ef hann
ætlar að ná endurkjöri. Einnig eru
þessar vörur að miklu leyti fram-
leiddar í kjördæmum áhrifamikilla
þingmanna repúblikana og gæti
það því haft veruleg áhrif á af-
stöðu þeirra. Þá hefur t.a.m. Paul
Ryan, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, mótmælt aðgerð-
um Trumps, en Harley Davidson
mótorhjólin eru framleidd í heima-
ríki hans, Wisconsin.
Reynst illa
George W. Bush, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, ákvað árið 2002
að setja innflutningstolla á stál í
þeim tilgangi að vernda þarlenda
stálframleiðendur. Fyrrverandi
starfsmenn Hvíta hússins, sem
störfuðu þar í forsetatíð Bush,
sögðu við Washington Post á
þriðjudag að verndartollar af
þessu tagi hefðu reynst illa.
Afleiðing aðgerða Bush var að
200.000 störf töpuðust í fram-
leiðslugreinum sem háðar eru
stáli, samkvæmt skýrslu Trade
Partnership Worldwide.
Verndartollar Trumps á stál
og ál vekja hörð viðbrögð
Þjóðarleiðtogar hafa áhyggjur Gagnaðgerðum hótað Gæti farið fyrir WTO
AFP
Verndartollar Forseti Bandaríkjanna undirritar tilskipun um nýja tolla í viðurvist stál- og áliðnaðarmanna.
Veldur áhyggjum
» Bandaríkin leggja 25% toll á
innflutt stál og 10% toll á inn-
flutt ál.
» Árið 2002 töpuðust um
200.000 störf í Bandaríkj-
unum vegna tolls á stál.
» Evrópusambandið hyggst
svara aðgerðunum með nýjum
tollum á bandarískar vörur.
» Tollarnir stríða hugsanlega
gegn reglum WTO.
Grænlensk sendinefnd sem fór á
kaupstefnu um skemmtisiglingar í
Flórída sneri heim full bjartsýni, að
sögn hins grænlenska Sermitsiaq.
Útgerðir skemmtiferðaskipa
sýna mikinn áhuga á siglingum til
Grænlands og stefna að því að bæta
því við sem áfangastað fyrir skip
með allt að 2.500 farþega.
Búið er að skylda skipin til að
vera með grænlenska hafnsögu-
menn um borð við Grænland. Jakob
Nordstrøm hjá grænlensku hafn-
söguþjónustunni segir að þetta hafi
orðið til þess að stórar útgerðir sem
ekki hafa reynslu af siglingum á
norðurslóðum þori nú að senda skip
sín þangað. gudni@mbl.is
Fleiri skemmti-
ferðaskip
GRÆNLAND
Mannabein sem fundust á Kyrra-
hafseyjunni Nikumaroro árið 1940
voru líklega af flugkonunni frægu
Ameliu Earhart, að því er fram kem-
ur í bandaríska vísindaritinu Foren-
sic Anthropology. BBC greindi frá.
Earhart og Fred Noonan, flugleið-
sögumaður hennar, hurfu sporlaust
yfir Kyrrahafi 2. júlí 1937. Ótal kenn-
ingar og getgátur komu fram um ör-
lög þeirra en nú virðist gátan leyst.
Richard Jantz, prófessor við Ten-
nessee-háskóla, stýrði rannsókninni.
Flórída-háskóli greindi fyrst frá nið-
urstöðunum. Þar er talið að líkams-
leifarnar sem fundust á eynni Nik-
umaroro, um 2.900 km suðvestur af
Hawaii, tilheyri Earhart. Vitað var
að hún var á þeim slóðum þegar hún
hvarf í tilraun sinni við að fljúga í
kringum hnöttinn.
Breskur leiðangur kannaði eyna
árið 1940 og fann þá hauskúpu og
fleiri bein sem talin voru vera af
karlmanni, kvenskó, verkfæri sjóliða
eins og Fred Noonan átti og flösku af
Benedictine-líkjör en Earhart var
vön að taka hann með sér.
„Menn grunaði þá að beinin gætu
verið líkamsleifar Ameliu Earhart,“
skrifaði dr. Janz. Beinin 13 sem
fundust voru send til Fiji þar sem dr.
D.W. Hoodless sagði að þau væru af
karlmanni. Dr. Janz sagði að rétt-
arbeinafræði hefði þá verið á frum-
stigi og líklega hefði Hoodless kom-
ist að rangri niðurstöðu. Beinin
týndust og varð því að styðjast við
mælingar sem gerðar voru á þeim.
Dr. Janz hlóð mælingum inn í For-
disc, tölvuforrit sem réttarmann-
fræðingar nota, og bar saman við
hæð og líkamsvöxt Earhart. Niður-
staðan var sú að 99% samræmi væri
með beinunum og líkamsvexti Ear-
hart. gudni@mbl.is
Beinin líklega af
Ameliu Earhart
Ráðgátan um flugkonuna leyst
Ljósmynd/Harris & Ewing
Amelia Earhart Hún varð fyrst
kvenna til að fljúga yfir Atlantshaf.