Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Þegar ég lít yfir kennsluferil minn birtast ótal skemmtilegarmyndir frá liðnum árum. Ef ég er að því spurð hvaða greininnan íslenskunnar mér hafi þótt ánægjulegust stendurekki á svari. Það voru fornbókmenntirnar okkar og ekki síst eddukvæðin Völuspá og Hávamál. Rétt fyrir hrun, þegar við vorum að lesa í Völuspá um Gullveigu og græðgina sem hafði af- drifarík áhrif á goðaheiminn, gall við í einum nemanda: „Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast núna“ og aðrir samsinntu því. Krökkunum gekk ekki síður að ná sambandi við Hávamál og miklar vangaveltur urðu um dyggðirnar sem þar eru boðaðar, svo sem vináttu, kurteisi og hófsemi. Til að lífga upp á kennsluna var nemendum skipt í hópa, sem fjalla skyldu um hina ýmsu efnisþætti kvæðisins. Einn hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri dapurlegt að höf- undur skyldi ekki gera ráð fyrir neinu framhaldslífi og aðrir voru hneykslaðir á að kvæðið boðaði fals og lygi en á einum stað eru menn hvattir til að vera eindregnir vinir vina sinna en svarnir óvinir fjenda sinna. Þegar ég spurði sakleysislega hvort þetta væri ekki svona enn þann dag í dag, þ.e. að menn væru mis- jafnlega trúir vinum sínum og hefðu stundum hag af því að vingast við forna fjendur, voru ekki allir á sama máli en þegar ég benti á nokkur dæmi úr pólitíkinni virtust margir taka undir boðskapinn. Þetta var algengara áður en farsímar, fartölvur, snjallsímar og önnur slík tæki urðu til þess að trufla kennsluna og koma í veg fyrir svona notaleg samskipti kennara og nemenda en slík tæki voru samt smám saman farin að ryðja sér til rúms. Honum varð svolítið hált á því stráknum sem átti að útskýra fyrir bekknum hvort hóf- semin, sem er svo fallega lofsungin í kvæðinu, næði líka til vinátt- unnar. Hann snaraði sér upp að kennaraborðinu með fartölvuna opna og sagði hátt og snjallt: „Við eigum að gæta hófsemi í kynlíf- inu.“ Þarna setti að mér óstöðvandi hlátur sem smitaðist út um allan bekkinn en drengurinn með fartölvuna kafroðnaði og lýsti yfir að hann hefði ekkert haft með þetta að gera, einhver annar í hópnum hefði verið að fikta í glósunum hans. Við vorum lengi að ná okkur eftir þetta hláturskast sem lauk með því að ég sagði þeim að hvergi í 164 vísum Hávamála sé fjallað um kynlíf nema hvað á einum stað segi ljóðmælandi að hættulegt sé að sofa í faðmi galdrakindar. Hættulegt að sofa í fangi galdrakindar Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Byltingin sem varð við stjórnarkjör í verkalýðs-félaginu Eflingu er staðfesting á því, sem ýmsarvísbendingar hafa verið um, að hin hefðbundnaverkalýðsforysta hefur misst jarðsamband. Það er ekki hægt að útiloka að kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur og meðframbjóðenda hennar muni hafa keðjuverkandi áhrif innan annarra verkalýðsfélaga. Það eru að verða kynslóðaskipti í forystu verkalýðs- félaganna. Í sögulegu samhengi eru þetta merkileg tíðindi en þau eru jafnframt ein af mörgum birtingarmyndum þeirra um- brota, sem verið hafa í íslenzku samfélagi frá hruni. Þótt merkilegt kunni að virðast varð hrunið ekki sú þjóð- félagslega hreinsun, sem ætla hefði mátt. Þvert á móti varð ein af afleiðingum þess sú að tiltölulega fámennir þjóð- félagshópar virðast hafa tekið höndum saman, meðvitað eða ómeðvitað, um að nýta sér aðstöðu sjálfum sér í hag. Þetta finna og sjá almennir borgarar mjög skýrt og þess vegna er til staðar djúpstæð reiði, sem brýzt fram með ýmsum hætti. Sólveig Anna og hennar fólk hittu á eina slíka æð. Afleiðingin verður sú, að fram undan kunna að vera á næstu misserum meiri óróatímar á vinnumarkaði en verið hafa í áratugi. Það þýðir ekki að hefja upp gamalkunn- ugt raus um að öfgahópar í verkalýðsfélögunum séu að setja þjóðfélagið á hvolf. Grundvöllur að því hefur verið lagður á Alþingi sjálfu og fyrir allra augum. Í bók minni, Uppreisnarmenn frjáls- hyggjunnar – byltingin, sem aldrei varð, sem út kom fyrir síðustu jól, lýsi ég þeim athöfnum Alþingis með eftirfar- andi hætti (bls. 123-124): „Þeir sem eru inni í valdahringnum notfæra sér aðstöðu sína út í yztu æsar. Nýleg dæmi um það eru launaákvarð- anir kjararáðs, sem snúa að fámennum hópi æðstu emb- ættismanna, þingmönnum og ráðherrum, og eldri dæmi eru eftirlaunaréttindi opinberra starfsmanna og þing- manna og ráðherra. Í öllum tilvikum er byggt á lögum, sem Alþingi hefur sett. Upphaflega eru drög að lögunum samin í ráðuneytum, þar sem sömu æðstu embættismenn og ráð- herrar koma við sögu, og þeir setja inn í lagadrögin for- sendur sem kjararáð á að byggja á ákvarðanir um launa- kjör höfundanna sjálfra. Þessi lög eru svo samþykkt á Alþingi af þingmönnum sem eiga sömu hagsmuna að gæta vegna þess að kjararáð ákveður líka launakjör þeirra svo og ráðherra. Kjararáð útskýrir svo ákvarðanir sínar með því að því beri að úrskurða á þennan veg vegna þess að lög- in gefi fyrirmæli um það. Bjarni Benediktsson, þá fjár- málaráðherra, lýsti fyrirhuguðum bónusgreiðslum til starfsmanna þrotabús Kaupþings sem „sjálftöku“ sumarið 2016. En hvaða orð á að nota yfir það fyrirkomulag. sem hér er lýst?“ Bókarhöfundur hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til að átta sig á því, að þessar launahækkanir kjararáðs yrðu svo notaðar sem forsenda fyrir því að hækka laun kjara- ráðsmanna sjálfra eins og nú er komið í ljós! Þær hækkanir eru byggðar á hækkun launavísitölu, sem að sjálfsögðu hefur hækkað m.a. vegna umræddra ákvarðana kjararáðs. Þingmenn allra flokka nema Pírata eru eins og kunnugt er í þagnarbandalagi um þessi mál. Það er misnotkun valds af þessu tagi sem hefur skapað jarðveg fyrir uppreisnir við stjórnarkjör bæði í VR og Efl- ingu. Í Kastljósi RÚV sl. miðvikudagskvöld kom fram að þessi tvö félög ásamt verkalýðsfélögunum á Akranesi og Húsavík, sem eiga sér lengri sögu sem andófsfélög innan verkalýðshreyfingarinnar, hafi nú samanlagt yfir 50% full- trúa á ASÍ-þingi. En þrátt fyrir þau hrikalegu mistök, sem hér hafa verið gerð og Alþingi og æðstu stjórnvöld bera alla ábyrgð á, ekki „talíbanarnir“ í verka- lýðsfélögunum, eins og einn viðmælandi minni lýsti uppreisnarmönnum á þeim vettvangi, heldur lífið áfram og það þarf að bregðast við fyrirsjáanlegum vanda á vinnumarkaði áður en það verður orðið of seint. Í því sambandi er hyggilegt fyrir ríkisstjórnina að átta sig á að mesta herveldi heims, Bandaríkjunum, hefur ekki enn tekizt að ráða niðurlögum talíbana í Afganistan. Það gátu Sovétríkin forðum daga ekki heldur. Og vegna þess að ríkisstjórnin var svo heppin að verka- lýðsfélögin ákváðu að skjóta átökum á vinnumarkaði á frest fram til næstu áramóta er enn tími til stefnu. Sá tími verður til einskis nema stjórnmálamennirnir horfist í augu við eigin mistök. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið að verða við óskum eins þingmanns Pírata um að efna til umræðna á Alþingi um stöðuna á vinnumarkaðnum. Fram hefur komið að Jón Þór Ólafsson hafi óskað eftir slíkum umræðum frá því í desember. Hættan er hins vegar sú, að hin unga sveit, sem situr í ríkisstjórn Íslands og hefur ekki af eigin raun upplifað þau hrikalegu átök sem orðið geta á vinnumarkaði og það gífurlega tjón sem af þeim getur leitt fyrir sam- félagið allt, skilji ekki hvað um er að ræða. Með einhverjum hætti verður „valdahringurinn“, sem ég leyfði mér að kalla þennan hóp í fyrrnefndri bók, að gefa eftir af sinni „sjálftöku“. Starfshópur ríkis- stjórnar og aðila vinnumarkaðar, sem skilaði áliti um miðjan febrúar og varð ekki sammála, nefndi „fryst- ingu“ launakjara umræddra hópa. Um þá tillögu hafa engar umræður orðið. Það ætti hins vegar að auðvelda þau samtöl, sem eru fram undan, að verkalýðsforingi nýrrar kynslóðar, Sól- veig Anna Jónsdóttir, sem á sér reyndar djúpar rætur í stjórnmálahreyfingum jafnaðarmanna og sósíalista á síðustu öld – reyndar í Sjálfstæðisflokknum líka(!) – á að baki starf innan forystuflokks ríkisstjórnarinnar, VG. Uppreisnin í Eflingu og undiröldur samfélagsins Það eru hafin kyn- slóðaskipti í verka- lýðshreyfingunni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Böðullinn drepur alltaf tvisvar, íseinna skiptið með þögninni, sagði Elie Wiesel. Alræðisstjórnir tuttugustu aldar reyndu að eyða öll- um ummerkjum um fórnarlömb sín, helga þau þögninni. Eitt mikilvæg- asta hlutverk sagnfræðingsins er að rjúfa þessa þögn, segja frá þeim, sem faldir voru bak við gaddavírs- girðingar og gátu ekki látið af sér vita. Velflestir, sem sluppu lifandi úr þrælabúðum kommúnista, og skrif- uðu endurminningar sínar, segja þá, sem eftir urðu, hafa grátbeðið þá um að skýra umheiminum frá ósköpunum. Þá hefðu þeir ekki þjáðst til einskis, ekki þurfa að ótt- ast að vera drepnir í annað sinn með þögninni. Almenna bókafélagið gefur nú út ritröð, sem ég ritstýri, með bókum um alræðisstefnuna og fórnarlömb hennar. Árið 2015 komu út Greinar um kommúnisma eftir heimspeking- inn Bertrand Russel jarl, Konur í þrælakistum Stalíns eftir Elinor Lipper og Aino Kuusinen og Úr álögum eftir Jan Valtin, en sú bók olli hörðum deilum á Íslandi 1941. Árið 2016 komu út á ný fimm bækur. Leyniræðan um Stalín, sem Khrústsjov hélt 1956, varð íslensk- um stalínistum mikið áfall. El cam- pesino er eftir Valentín González, sem var herforingi í spænska borg- arastríðinu og slapp á undraverðan hátt úr vinnubúðum Stalíns. Tvær bókanna eru um Eystrasaltslöndin, Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum eftir eistneska bókmenntafræðing- inn Ants Oras og Eistland: Smáþjóð undir oki erlends valds eftir sænsk- eistneska blaðamanninn Anders Küng. Þjónusta, þrælkun flótti er eftir ingríska prestinn Aatami Ku- ortti. Ingríar eru náskyldir Finnum, bjuggu við botn Finnska flóa og eru nú að hverfa úr sögunni. Árið 2017 komu út Nytsamur sak- leysingi eftir finnska sjómanninn Otto Larsen, Ráðstjórnarríkin: Goð- sagnir og veruleiki eftir Arthur Koestler, sem hafði mikil áhrif á bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík 1946, og Ég kaus frelsið eftir Viktor Kravtsjenko. 100 milljónir manna týndu á 20. öld lífi af völdum kommúnismans. Böðlinum mun ekki takast að drepa í annað sinn, með þögninni. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Böðullinn drepur alltaf tvisvar FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 O ttó A ug lýsin g astofa teppaflísar Sterkar og einfaldar í lögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.