Morgunblaðið - 10.03.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Sigur Jóhanns Hjartarsonará Úkraínumanninum Pav-el Eljanov í 4. umferðReykjavíkurskákmótsins
er stærsta afrek okkar manna á
mótinu til þessa og gefur vísbend-
ingu um að Jóhann muni taka þátt
í baráttunni um efstu sætin. Eftir
umferðina var Tyrkinn Mustava
Yilmaz einn efstur með fullt hús
vinninga en Jóhann var í 2.-7. sæti
með 3½ vinning.
Margir íslenskir skákmenn hafa
staðið sig vel, t.d. hinn 15 ára
Birkir Ísak Jóhannesson sem hef-
ur hlotið þrjá vinninga. Með sömu
vinningatölu eru Hannes Hlífar
Stefánsson og Þröstur Þórhalls-
son.
Frídagur var í gær en hliðar-
viðburðir voru m.a. „Fischer-
random mót“ og um kvöldið
spurningakeppnin „pub-quiz“.
Áður en fjórða umferð hófst á
fimmtudaginn var slegið upp
stúlknaskákmóti í tengslum við
ungversku skákkonuna Susan
Polgar en Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra afhenti verðlaun í
mótslok. Batel Goitom sigraði.
Skák Jóhanns og Eljanovs
fylgir hér. Jóhann, sem var með
svart, jafnaði taflið auðveldlega,
náði síðan frumkvæðinu og knúði
fram sigur með nokkrum hárbeitt-
um leikjum:
Pavel Eljanov – Jóhann
Hjartarson
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0
Rc6 8. d5 Re7 9. b4
„Byssustingur“ er þetta afbrigði
kallað og var mikið í tísku í kring-
um síðustu aldamót. Í dag hafa
slík afbrigði tapað gildi sínu, m.a.
vegna reiknigetu „skákvélanna“.
9. … a5 10. Ba3 He8 11. bxa5
Hxa5 12. Bb4 Ha8 13. a4 c5!
Mikilvægur leikur. Hvítur getur
hirt peðið á d6 með 14. dxc6 Rxc6
15. Bxd6 en eftir 15. … Rd4 hefur
svartur nægar bætur.
14. Ba3 Ha6 15. Rd2 Hf8 16.
Bb2 Re8 17. Rb5 f5 18. exf5?!
Það lifnar heilmikið yfir stöðu
svarts eftir þessi uppskipti. Betra
var 18. Ha3.
18. … gxf5!
Eins og hver einasti skólastrák-
ur í Úkraínu veit drepa menn aft-
ur með peði á f5 í kóngsindverskri
vörn.
19. f4 Rg6 20. fxe5 Rxe5 21.
Ha3 Bd7 22. Da1 De7 23. He1
Dh4
24. g3?
Hæpinn leikur því nú mun
framrás f-peðsins aukast að afli.
24. … Dh6 25. Rf3 Rg4 26.
Bxg7 Rxg7 27. Bf1 f4!
Auðvitað. Leikurinn var Eljanov
sérstaklega erfiður því hann var
að komast í mikið tímahrak.
28. gxf4?
Og hér var betra að leika 28.
Dc1.
28. … Hxf4 29. He7 Rf6 30. Rc7
Hb6 31. He2
Eljanov er alveg búinn að missa
tökin, m.a. vegna þess að það er
enginn samgangur í liðsafla hvíts.
31. … Hxc4 32. Re6 Hc1 33.
Da2 Hb4 34. Hg2 Hg4!
Hvítur er leppaður fram og til
baka. Það er engin vörn í þessari
stöðu.
35. Hb3 Rxe6 36. dxe6 Bxe6
– og Eljanov gafst upp.
Vanaviðbrögðin kosta
Indverskir skákmenn hafa sett
mikinn svip á Reykjavíkur-
skákmótin undanfarin ár. Nihal
Sarin, sem er 13 ára, og Rames-
hbabu Pragnandahaa, 12 ára, tefla
annað árið í röð á mótinu. Stór-
hættulegir báðir tveir eins og
dæmin sanna. En þeir eiga samt
ýmislegt ólært, samanber þetta
dæmi úr 3. umferð:
Pragnanandahaa – Cornette
Síðasti leikur svarts var 26. …
Hd8-d1+ (betra var 26. … Bd1)
Indverjinn var á „sjálfstýring-
unni“ og svaraði um hæl með 27.
Hxd1 og eftir 27. … Bxd1 sættust
þeir á skiptan hlut þremur leikj-
um síðar. Athugun á stöðunni
leiddi í ljós að hvítur gat leikið 27.
Bf1! og svartur er bjargarlaus þar
sem 27. … Hxc1 er svarað með
millileiknum 28. Dxb3+ og síðan
fellur hrókurinn óbættur.
Jóhann lagði Eljanov
og er í toppbaráttunni
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skákmót Susan Polgar, fyrrver-
andi heimsmeistari kvenna, fylgist
með baráttunni í Hörpu.
Ég tek þátt í evr-
ópsku samstarfsverk-
efni um félagsleg áhrif
sjálfkeyrandi bíla og
mun sjálfsagt láta í mér
heyra um það mál síð-
ar.
En það vakti strax
athygli mína að fyrsta
markmið samstarfsins
var að þróa samræmd-
an alþjóðlegan orða-
banka um hugtök og heiti sem varða
málefnið. Það var rökstutt með því
að rannsóknir sýni að tungumál og
menning gegni lykilhlutverki við að
ná fram sameiginlegum skilningi á
málum og því sé sameiginleg orða-
notkun afar gagnleg.
Alþjóðavæðingin
Þetta er tímanna tákn. Þróun
nýrra hugtaka og heita hefur á síð-
ustu árum og áratugum gengið hratt
fram vegna örra tæknibreytinga og
þróunar flestra fræðigreina og
myndunar nýrra viðgangsefna á
flestum sviðum mannlífs. Þessi hug-
tök og heiti eru jafnan sameiginleg
flestöllum tungumálum og oftast á
ensku eða leidd af latínu. Markaður
fyrir kennslubækur á æðri skólastig-
um, raunar bækur fyrir flesta les-
endahópa, hefur orðið alþjóðlegur;
lesendur um allan heim lesa sömu
bækurnar sem eru nánast einvörð-
ungu á ensku. Þótt þetta eigi síst við
um góðbókmenntir er ljóst að fræði-
menn og annað fagfólk, jafnvel ferða-
menn, hvaðanæva nota sömu heiti og
hugtök og nota þau eins.
Fyrir ákveðin notkunarsvið tungu-
mála byggist orðanotkun því í aukn-
um mæli á sameiginlegu alþjóðlegu
orðasafni. Þannig þrengir í
ákveðnum skilningi að áður að-
skildum sjálfstæðum tungumálum:
án tökuorða eru þau notuð á sífellt
afmarkaðri sviðum. En samt er nýi
orðaforðinn oftast sveigður að tungu-
málunum, sem í sjálfu sér ættu að
lifa ágætu lífi áfram með honum.
Notkun alþjóðlegra tökuorða er
alls staðar mjög áberandi og þótt
tungumál hafi alltaf skarast og hug-
takanotkun fræðigreina ekki síst
gengur þessi þróun afar hratt fram
um þessar mundir og er eitt af ein-
kennum alþjóðavæðingar.
Þetta virðist afskaplega gagnlegt í
heimi þar sem samskipti og sam-
vinna gengur þvert á landamæri og
heimsálfur og almenningur og sér-
fræðingar í flestum löndum, þó ekki
öllum, geta nú lært eitt hugtakasett
fyrir hverja sérhæfða grein mannlífs
og fræða og orðið með notkun þess
gjaldgengir í nútíma umræðu.
Íslenska leiðin
Það kom mér samt í opna skjöldu
að samstarfið um sjálfkeyrandi bíla
ætlaði sér að mynda einn orðabanka
fyrir allar þátttökuþjóðir um við-
fangsefni sín. Við Íslendingar höfum
lagt mikið á okkur við að þýða öll
hugtök og fræðiheiti; jafnvel orð á
öllum sviðum mannlegrar virkni. Í
því efni hefur ríkissjóður verið veit-
ull, en nánast lokaður þegar kemur
að því að þróa áfram sömu viðfangs-
efni og fræðigreinar eða mynda nýj-
ar.
Íslenskir námsmenn og síðan
fræðimenn og sérfræðingar þurfa
því að kunna sér-
íslenskan orðaforða auk
hins alþjóðlega og nota
hann í töluðu og rituðu
máli hér innanlands.
Þetta er væntanlega
einsdæmi í heiminum
og leggur töluverðar
byrðar á herðar fræði-
mönnum og gæti átt
þátt í því að einangra
íslenska fræðaheiminn,
t.d. verið þröskuldur
fyrir þá við ritun greina
fyrir alþjóðlegan vett-
vang. Þá er það svo að fræðigreinar
ritaðar á ensku, alþjóðamálinu í dag,
fá afar lítinn lestur innanlands og ég
tek það fram að ég er kunnugur ís-
lenskri fræðigreinaútgáfu. Þeir sem
nota alþjóðamálið taka því nánast
ekki þátt í innlendri umræðu. Þetta
getur líka átt við greinar almenns
eðlis án þess að ég þekki það.
Tölvumálin
Jafnvel á sviði upplýsingatækni,
þar sem mikill hluti heita og hugtaka
kemst úr notkun innan áratugar, hef-
ur verið ötullega unnið. Langt hefur
verið gengið við að íslenska stýri-
kerfi og meginhugbúnaðarpakka á
markaði; hvort tveggja hugbúnað
sem breytist afar hratt með nýjum
útgáfum og tekur jafnvel eigind-
legum breytingum af og til, sum
kerfin breytast á hverjum sólarhring
– og enn sem fyrr borgar ríkissjóður.
Ný umræða
Í hverri viku, jafnvel á hverjum
degi, birtast greinar eftir lærða og
leika sem spá tafarlausum dauða ís-
lenskunnar ef ríkissjóður borgar
ekki enn meira; oft er ekki ljóst í
hvaða tilgangi. Í þessum hópi eru
jafnvel fræðimenn sem sjálfir sækj-
ast eftir opinberum styrkjum og geta
því ekki talist hlutlausir í um-
ræðunni. Ekkert bendir þó til annars
en að íslenskan standi sterkar en
nokkru sinni fyrr og sérstaklega í
samanburði við hina alþjóðlegu þró-
un. Ef fram heldur sem horfir munu
aðeins tvö tungumál verða heildstæð
og eiga orð fyrir flesta hluti mann-
legrar virkni eftir 50-100 ár: enska
og íslenska. Það að ungt fólk læri
ensku betur en áður þýðir ekki eitt
og sér að íslenskukunnáttu hraki,
öðru nær.
Stöðug þýðing alþjóðlegra heita og
hugtaka gæti verið Kínamúr sem
enginn byggir nema við. Mögulegt er
að hluti þjóðarinnar fari ekki yfir
þennan múr og einangrist á ákveðinn
hátt, sem er núna tilfellið með marga
fræðimenn.
Alþjóðavæðingin á sér marga mál-
svara hér á landi, en ekki á sviði
tungumálaþróunar. Hér með er kall-
að eftir nýrri nálgun umræðunnar
frá því sem verið hefur.
Þróun alþjóðlegs
orðaforða
Eftir Hauk
Arnþórsson
»Nýr orðaforði á flest-
um sviðum mannlífs
og virkni er gjarnan
sameiginlegur öllum
tungumálum og minnk-
ar heiminn. Viljum við
að íslenskan sitji hjá?
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
haukura@haukura.is
Allt um sjávarútveg
Amino bitar
Í 30 g pokanumer
passlegur skammur af
próteini (26,4 g í poka).
Inniheldur 88%prótei
og engin aukaefni.
88%prótein
100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Einfaldle a hollt
og gott
snakk