Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Hún Helga syst- ir hefði orðið 61 árs 8. maí næst- komandi. Ég var aðeins eins og hálfs árs þegar ég varð stóra systir þín. Mamma sagði mér að ég hefði verið algerlega dáleidd af þér og tók titilinn sem stóra systir mjög hátíðlega. Í hvert skipti sem þú misstir snudduna var ég þar til að gefa þér hana aftur. Við urðum fljótt mjög nánar systur og lékum okkur saman í sandhrúgunni í bakgarðinum þangað til við vor- um orðnar nógu gamlar til að fara á róló. Við vorum mjög ólíkar að eðlisfari og eiginlega snerist hlutverkið litla systir/stóra systir við á þessum tíma. Þú varst sú sem safnaðir skóflun- um og sandfötunum okkar sam- an þegar við fórum heim frá róló og boltunum og sippubönd- unum þegar við urðum aðeins eldri. Þú varst alltaf ótrúlega dugleg að passa upp á dótið okkar. Á kvöldin færðum við rúmin okkar saman og sú sem var síð- ust í rúmið þurfti að gilla (kitla) hina 100 sinnum á hendinni, þú vannst næstum því alltaf og yfirleitt varstu sofnuð áður en ég komst upp í hundrað. Þú varst yfirleitt glöð, kát og skemmtileg og gast gleymt þér heilu dagana í dúkku- og búðar- leik. Oft reyndir þú að fá mig með í leikinn en ég hafði bara ekki þolinmæði til þess, nema einu sinni. Þú hafðir fengið svona litla búð og dollu með Machintosh í jólagjöf. Búðin var með fullt af litlum skúffum, skápum og hillum. Þú varst aldrei mikið fyrir að borða nammi, alveg öfugt við mig sem var alger nammigrís og þarna sat ég allan daginn og keypti nammimola þar til búðinni var lokað kl. 18 og þú skemmtir þér alveg konunglega. Við systurnar fórum allar í dans og þar varst þú í essinu þínu. Að fara í fallegan kjól, kápu og svarta glansandi lakkskó, það varst bara þú. Ég man eftir því að það var tekin mynd af okkur og þá kipptir þú Helga Haraldsdóttir ✝ Helga Haralds-dóttir fæddist 8. maí 1957 í Reykjavík. Hún lést 10. mars 2016. Útför Helgu fór fram í kyrrþey. kjólnum aðeins út fyrir kápuna svo hann sæist. Við áttum yndis- legt sumar á Seyðisfirði hjá Helgu og Kalla móðurbróður okkar. Þú varst nú alger grallari og til í ýmislegt, eins og þegar við fengum róðrarbát póst- meistarans að „láni“. Það vant- aði nú reyndar árarnar, en við fundum bara tvær flatar spýtur og svo rerum við af stað. Einu sinni lentum við undir bryggj- unni og vorum rétt komnar fram hjá holræsisrörum þegar innihaldið gusaðist út úr þeim og munaði aðeins hársbreidd að við fengjum það yfir okkur, þá sagðir þú stopp og póstmeist- arinn fékk frið með bátinn sinn. Við skiptum liði á unglingsár- unum en væntumþykjan var alltaf til staðar. Við giftumst og eignuðumst börn og þar sem samskipti voru ekki eins auð- veld þá og í dag leið stundum langur tími milli þess að við hittumst, en þegar við svo kom- um saman var glatt á hjalla. Það var alltaf gott að koma til þín og yndislegustu stundir sem ég man eftir eru í eldhúsinu þínu, fyrst á Bugðulæk og svo á Rauðalæknum. Þú bjóst alltaf yfir svo mikilli ró ef á þurfti að halda en um leið svo frábærlega skemmtileg og með smitandi yndislegan dillandi hlátur. Síðustu árin leið varla svo dagur að við værum ekki í sím- sambandi. Við gátum talað sam- an í tímavís og spiluðum bridge á netinu. En fyrst og fremst elskuðum við hvor aðra. Helga mín litla systir. Það hefur alltaf verið sérstakt band á milli þín og mín. Það er svolít- ið langt á milli endanna í augna- blikinu, en það slitnar aldrei. Ég sakna þín og þú munt alltaf búa í hjarta mér og vera að ei- lífu elsku litla systir mín. Við systurnar fjórar áttum yndislega æsku saman, Rann- veig elst og Dagmar yngst. Það var stórt skarð höggvið í systrahópinn þegar þú kvaddir og við söknum þín allar meira en orð fá lýst, en geymum dýr- mætar minningar um elsku systur okkar í hjörtum okkar. Þín systir Sigrún Haraldsdóttir. Meira: mbl.is/minningar á Gömlu Borg, þar sem þau Lísa voru með skemmtanir og veit- ingar við góðan orðstír. Við Böðvar höfðum iðulega startað þar dansinum hér áður fyrr. Ógleymanleg eru ferðalögin með Búrfellssystkinum og mök- um þeirra. Bæði á Hornstrandir og til Akureyrar, þaðan sem far- ið var í Fjörður og gengið út að Þönglabakka og á fleiri staði þar um kring. Þau hafa fengið í vöggugjöf skemmtilega frásagn- argáfu og fróðleiksfýsn, þekktu bæði gróður og landslag. Það voru forréttindi að fá að vera með þeim. Við Sverrir vottum Lísu og fjölskyldu innilega samúð. Blessuð sé minning Böðvars Pálssonar. Kristrún Stefánsdóttir. Látinn er sveitarhöfðinginn og bóndinn Böðvar Pálsson, Búr- felli, Grímsnesi. Sveitirnar eystra verða óneit- anlega snauðari við fráfall þeirra sem þar hafa sett sterkan svip á mannlífið og uppbygginguna til langs tíma, samanber Böðvar, og síðan hefur hver og einn sinn sérstaka karakter sem gefur svæðunum mikið gildi. Vonandi halda aðrir áfram að taka við keflinu eystra svo sveit- irnar megi halda áfram að dafna og blómstra. Böðvar var stæðilegur á velli og fastur fyrir þegar á þurfti að halda, léttur í lund og bauð af sér góðan þokka hvar sem hann fór. Ég minnist þess að hafa komið fyrst þá ungur að árum á höfð- ingjasetrið Búrfell eftir kraft- göngu yfir Búrfell með skóla- félögum í Ljósafossskóla. Síðan var farið í messu í Búr- fellskirkju og drukkið kakó hjá heiðurshjónunum þar á bæ ásamt Böðvari og fleirum. Jafnframt minnist ég Böðvars sem hvatamanns í ungmenna- félaginu Hvöt sem og í skóla, íþrótta- og sveitarstjórnarmál- um og ýmsum málum tengdum bændasamtökunum og fleiru. Einnig þegar spurðist um sveitirnar eystra að Böðvar væri búinn að ná sér í myndarlega konu af norskum ættum og að þau ætluðu sér að byggja upp nýbýli á Búrfelli 3. Að sjálfsögðu þótti þetta mjög jákvætt fyrir sveitina, þ.e. þegar ung og myndarleg hjón ætluðu að setjast þar að með búskap og annan rekstur. Böðvar var einnig með jarðýtu og fleiri tæki til hinna ýmsu verka í Grímsnesi og víðar og minnist ég þess þegar hann ruddi mikla skafla síðla vetrar upp Grafning eftir snjóþungan vetur svo hægt væri að koma ol- íu, fóðurbæti og fleiru á bæi í uppsveitinni. Þetta þótti merkisviðburður í þá daga, því sjaldan höfðu vegir verið ruddir með þessum hætti í efri hluta Grafnings. Yfirleitt urðu heimamenn að handmoka sjálfir skafla í klifum og víðar ef koma þurfti vörum á vetrum á bæi sem og til annarra ferða. Willys-jepparnir voru liprir og þrautseigir í þessum ferðum sem stundum voru hálfgerðar hættu- ferðir, t.d. þegar verið var að þræða einstigi í mjóum klifum. Að sjálfsögðu þáði Böðvar kaffi og meðlæti hjá móður minni á Nesjavöllum eftir ferð- ina upp Grafning og síðan var haldið til baka eftir gott spjall til að breikka ruðningana í klifun- um við Hagavík, Ölfus- og Úlf- ljótsvatn sem voru mjó og mikill bratti niður á jafnsléttu og því varð að vanda til verka við ruðn- inginn eins og Böðvari var einum lagið. Eins og fyrr er getið þá var Böðvar ásamt bústörfum odda- maður fyrr í sveitarstjórnar- og landbúnaðarmálum fyrir héraðið sem og hin síðari ár í ýmsum nefndum allt til síðasta dags. Hin síðari ár hafði Böðvar snúið sér að öðrum þáttum á jörð sinni og eiginkona hans að rekstri á kaffihúsi til síðasta sumars á Gömlu-Borg ásamt fleiri kjarnakonum með aðstoð Böðvars og fleiri kappa á svæð- inu. Gott og þarft framtak að byggja upp gamla samkomuhús- ið á Borg og fá líf í húsið á ný og vonandi verður svo áfram. Böðvari þökkum við góð kynni og gott viðmót fyrr og síðar. Megi Guð vernda Böðvar og minningu hans og gefa fjölskyld- unni ljós og styrk til framtíðar. Lísu, fjölskyldunni og vinum Böðvars sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Elskulegur bróðir minn er lát- inn. Þótt hann væri orðinn 81 árs finnst mér hann kveðja alltof fljótt. Hann hafði af svo miklu að miðla, fróður, skemmtilegur, hagmæltur og þessi ljúfmennska sem gerði nærveru hans svo notalega. Ótal minningar frá bernsku- dögum koma upp í hugann. Við áttum umhyggjusama og góða foreldra. Mikið var af kátum krökkum á Búrfelli, við vorum fimm systkinin, tvær frænkur í austurbænum og margir sumar- krakkar. Við krakkarnir áttum bú út við læk, þar voru bakaðar miklar blómakökur. Böðvar stjórnaði vegagerð og smíði vörubíla sem voru dregnir eftir nýlögðum vegunum. Á vetrum var skautasvell niður allar mýr- ar, niður á tjarnir og skíðabrekk- ur í fjallinu. Við vorum svo hepp- in að við túnhliðið bjó maður sem gaf okkur krökkunum bæði skíði og skauta og tók okkur með í slíkar ferðir þegar hann var heima. Oft var ég send að sækja hesta, sem voru stundum lengst inn með fjalli. „Taktu Böðvar með þér,“ sagði pabbi. Böðvar tók á rás, því hann vildi ekki láta trufla sig frá sínum leikjum en ég náði honum fljótt, enda næst- um fjórum árum eldri. Ég hafði komið mér upp tveimur fanta- brögðum, og spurði hvort hann vildi gamla eða nýja lagið, hann valdi. Aldrei kom til að beita þyrfti þessum brögðum, því hann var orðinn ljúfur eins og lamb og við töltum af stað í mesta bróðerni. Böðvar og Lísa kynntust á balli á Borg, hún var þá 17 ára falleg blómarós og þau voru glæsilegt par. „Elsku Lísa ljósið mitt, ég læt mig um þig dreyma.“ Í þessum dúr var kveð- skapur Böðvars til Lísu. Við systkinin og makar höfum farið saman í ferðalag á hverju sumri eftir að börnin okkar voru vaxin úr grasi, t.d. Hornstrandir, Lónsöræfi, Eyjabakka og Kan- ada svo eitthvað sé nefnt og höf- um við öll notið þessara ferða- laga og samvista. Nú seinni árin eftir að hægð- ist um hjá Böðvari og hann var að útrétta á Selfossi kom hann oft til mín í morgunkaffi og voru það gæðastundir. Þau Lísa og Böðvar hafa verið frábærir gestgjafar í gegnum tíðina, Lísa meistarakokkur og Böðvar þessi ljúfi húsbóndi, hef- ur maður oft notið þess að vera gestur þeirra. Þau hafa átt miklu barnaláni að fagna, eiga einn son og fjórar dætur, allt myndarlegt og gott fólk. Elsku Lísa og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ingunn Pálsdóttir. Böðvar á Búrfelli, einn af höfðingjum Grímsnesinga, er fallinn frá. Eins og fréttin um lát hans hér í blaðinu sl. þriðjudag ber með sér munu þeir ekki margir þættirnir í málefnum sveitarinnar, þar sem hann kom ekki að með mannkosti sína og var þar oft bæði kjölfesta og drifkraftur. Ég kynntist honum ekki fyrr en á hans efstu árum, en á þann veg, að ég hlýt að minnast hans með virðingu og þökk. Ég á rætur í Grímsnesinu. Afi minn, sr. Stefán „sterki“ Steph- ensen, var prestur á Mosfelli. Ég hef verið að skrifa sögu hans. Meðal þeirra sem þar koma fram eru báðir afar Böðvars. Annan þeirra, næsta nágranna sinn, Diðrik Stefánsson í Vatnsholti, mat sr. Stefán svo mikils fyrir manngildi, vináttu og hollustu, að hann studdi Diðrik með ráð- um og dáð og vildi allt fyrir hann gera. Við hinn, Böðvar Magnússon, síðar bónda á Laugarvatni, lenti sr. Stefán í ritdeilum og gekk þar lengra en honum sæmdi. Þetta var afa mínum erfitt, en Böðvar kom á móti honum með drengilega sátt, sem ekki verður betur lýst en með orðum Sal- ómons konungs: Sá sem sigrar sjálfan sig er meiri en sá sem vinnur borgir. Sú vinátta, er af því spratt, varð svo mikil og ein- læg, að aldrei var minnst á deilu- málið, en þeir tveir tóku höndum saman í hugsjónastarfi fyrir Laugardalinn. Þegar Laufey, dóttir Böðvars, varð kirkjuhaldari við Dómkirkj- una, kynntist ég Búrfellsfjöl- skyldunni og fann þá fljótt, að arfurinn frá Vatnsholti og Laug- arvatni hefur verið þar auðlegð á vöxtum og vex enn með yngstu kynslóðinni. Það bættist svo við, sem Lísa Thomsen eiginkona Böðvars bar með sér. Þessi vel menntaða 18 ára Reykjavíkur- mær, er strax aðlagaðist sveita- lífinu, hefur ekki bara staðið öfl- ug við hlið manni sínum þar sem þau hafa gefið börnum sínu sterka og fagra framtíðarsýn. Hún hefur einnig verið sveitung- unum mikils virði á hinu félags- lega sviði. Það hefur verið ynd- islegt að sækja þau heim, njóta veitinga hennar, syngja með Böðvari við harmónikuleik hans og skynja í leiðinni, hvers vegna heimilið á Búrfelli var valið til að sýna Raisu Gorbashevu, meðan maður hennar sat fundinn í Höfða, að íslensk bændaheimili eru mörg höfðingjasetur. Böðvari hafa verið mjög kær hugsjónasamtök, sem eiga sér kjörorðin: Vinátta, kærleikur, sannleikur. Þetta eru þrír hlekk- ir samtengdir og leiða af sér dýr- mætar eigindir hvar sem þeir fá að njóta sín í mannlegu lífi. Böðvar Pálsson varð mér strax sannur, kærleiksríkur vinur. Ég veit, að þannig reyndist hann svo víða, hinn góði drengur, sem einnig sannaði fleyg orð: Þar sem mannkostirnir eru, þar eru mannalætin óþörf. Ég bið góðan Guð að blessa Böðvar á Búrfelli og gefa ást- vinahringnum huggun trúarinn- ar, sem segir okkur, að vinir aldrei vinum týna, þótt víki til hans heim. Þórir Stephensen. Kveðja frá Hásteinsbræðrum Fallinn er frá einn af okkar elstu og tryggustu bræðrum, Böðvar Pálsson, bóndi. Böðvar Pálsson var einn af burðarásun- um í starfi Oddfellowstúkunnar Hásteins á Selfossi frá stofnun hennar árið 1992. Böðvar gekk til liðs við Oddfellowregluna árið 1991 og varð svo einn af stofn- félögum stúkunnar Hásteins árið 1992. Stúkan naut frá upphafi elju og dugnaðar Böðvars í öllu félagsstarfi. Böðvar varð yfir- meistari stúkunnar árin 1996- 1998 og gegndi fjölmörgum öðr- um trúnaðarstörfum innan henn- ar. Böðvar var kallaður til búða árið 1995. Böðvar tók Stórstúku- stig árið 2001 og var varastór- fulltrúi í stúkunni árin 2009- 2013. Böðvar gerðist stofnfélagi í búðunum, Odda á Selfossi, árið 2014. Böðvari voru veittar við- urkenningar fyrir störf sín innan stúkunnar og Oddfellowreglunn- ar, m.a. fyrrverandi meistara- stjörnu og 25 ára fornliðamerki. Böðvar beitti sér m.a. fyrir því að stúkan fékk í hendur landspildu í landi Ásgarðs í Grímsnesi, þar sem stunduð var skógrækt um langt árabil. Böðvar var einnig prímus mótor í starfi stúkunnar utan hins reglulega Oddfellowstarfs og mætti gjarnan með harmónik- una sína og söng og spilaði bræðrum og mökum til mikillar ánægju. Böðvar og Lísa fóru yf- irleitt með í ferðir stúkunnar bæði innanlands og til útlanda. Böðvar sótti stúkustarfið og annað Oddfellowstarf af miklum áhuga og lét sig yfirleitt aldrei vanta þar sem við Hásteins- bræður komum saman. Var til þess tekið að þótt heilsa og þróttur væri farinn að minnka síðastliðið haust vantaði Böðvar ekki og var hann mættur til starfa fyrstur manna. Böðvar var sveitarhöfðingi að gömlum íslenskum hætti og bjó að Búr- felli í Grímsnesi myndarbúi ásamt konu sinni, Lísu Thom- sen. Böðvar var mikill félags- málamaður og þjónaði sveit sinni um áratugaskeið sem hreppsnefndarmaður, oddviti og hreppstjóri. Vann hann á því sviði mikil þrekvirki sem sveit- arfélagið hefur notið alla tíð. Böðvar tók virkan þátt í mann- úðar- og líknarstörfum stúk- unnar, en þau eru hornsteinn og þungamiðja í starfi Oddfellow- reglunnar. Ekki síst má minn- ast þess að hann studdi og tók þátt í því er stúkan gaf Sjúkra- húsi Suðurlands kapellu í ný- byggingu stofnunarinnar og á síðasta ári þegar lífsmarkatæki var gefið til sömu stofnunar í samvinnu við systurstúku okkar Þóru á Selfossi. Bæði þessi verkefni eru stór og voru mikið átak fyrir fámenn félög. Til- greina mætti fjölmörg önnur mannúðar- og líknarverkefni sem stúkan tók þátt í, þó slíkur listi væri of langur í þessa grein, en Böðvar átti þar alla tíð drjúgan hlut að máli og gekk oft fram fyrir skjöldu á þeim vett- vangi. Við ferðalok kveðjum við Hásteinsbræður Böðvar með miklum söknuði og jafnframt þakklæti fyrir ógleymanleg 26 ár í samstarfi bæði við alvöru- þrungnar aðstæður og í léttum leik á góðum stundum. Eigin- konu Böðvars, Lísu Thomsen, börnum þeirra, tengdabörnum og afkomendum færum við inni- legar samúðarkveðjur með kærri þökk fyrir áralanga, ánægjulega og góða samfylgd sem stúkan okkar og Oddfel- lowreglan okkar hefur átt með fjölskyldunni. Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, yfirmeistari st. nr. 17 Hásteins á Selfossi. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, bróðir, afi og langafi, ÁRNI EYVINDSSON, Sólteig, Hrafnistu, lést fimmtudaginn 8. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Fjóla Valdís Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.