Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
✝ Marín Svein-björnsdóttir
(Maja) fæddist að
bænum Á í Unadal
1. apríl 1923. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á
Sauðárkróki 2.
mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinbjörn
Sigurður Svein-
björnsson, f. 27.
maí 1893, d. 27. júlí 1990, og
Jóhanna Símonardóttir, f. 21.
október 1899, d. 11. desember
1988. Systkini hennar eru:
Anna Hallfríður, f. 28. ágúst
1921, d. 18. apríl 2017, Alfreð
Elías, f. 26. apríl 1924, Sig-
urlaug, f. 19. september 1927,
Sigurður Bjarni, f. 28. ágúst
1935, d. 18. apríl 2002, Guðrún,
f. 24. október 1937, og Ásdís
Hulda, f. 8. mars 1940.
Marín ólst upp að Á í Unadal
til 1934 að hún fluttist að Ljóts-
stöðum með foreldrum sínum
og systkinum. Þann 26. janúar
1967 giftist Marín Hjalta Gísla-
syni, f. 26. janúar 1930, d. 8.
ágúst 2011. Hann var sonur
Önnu Þuríðar Pálsdóttur, f. 1.
janúar 1902, d. 23. desember
1986, og Gísla Benjamínssonar,
f. 8. júní 1891, d. 19. mars
1976. Systur hans eru Hrefna,
f. 27. ágúst 1921, Svafa, f. 10.
desember 1924, og Hólmfríður
Rósa (Lilla), f. 28. janúar 1944.
Dóttir Hjalta og Marínar er
Anna Hulda
Hjaltadóttir, f. 24.
ágúst 1971. Maður
hennar er Sig-
urður Hólmar
Kristjánsson, f. 15.
febrúar 1972.
Þeirra synir eru:
Kristján Hjalti Sig-
urðsson, f. 12. maí
1995, maki Álf-
heiður Kristín
Harðardóttir, f. 29.
janúar 1996, og dóttir Andrea
Nótt, f. 19. ágúst 2013, Hallur
Aron Sigurðsson, f. 12. ágúst
1998, og Jónas Pálmar Norð-
fjörð Sigurðsson, f. 23. septem-
ber 2003.
Marín og Hjalti hófu búskap
að Sælandi á Hofsósi og fluttu
svo 1981 á Kárastíg 7 á Hofsósi
er Anna móðir Hjalta flutti til
þeirra. Marín vann við hefð-
bundin sveitastörf auk þess
sem hún vann sem saumakona.
Hún lærði að sauma karl-
mannaföt hjá Andrési Andr-
éssyni klæðskera og kjólasaum
hjá Dýrleifu Ármann. Hún
vann við saumaskap meðal ann-
ars hjá Belgjagerðinni og Hag-
kaupum auk þess að sauma
heima og eftir að hún hóf bú-
skap á Hofsósi saumaði hún ís-
lenska fánann ásamt fleiru á
saumastofunni á Hofsósi.
Marín verður jarðsungin frá
Hofsóskirkju í dag, 10. mars
2018, og hefst útförin klukkan
11.
Elsku mamma mín. Ég veit
að pabbi hefur glaðst að fá þig
til sín.
Móðir góð svo mild og hlý
við matargerð og vökur,
börnin sækja ennþá í
ömmu pönnukökur.
Þessi ferskeytla sem samin
var um þig á níræðisafmælinu
lýsir þér best. Þú varst klett-
urinn í lífi okkar, varst kær-
leiksrík við alla sem þér kynnt-
ust, tókst á við lífið af rósemi,
lífsgleði og nægjusemi auk þess
að baka óendanlegt magn af
pönnukökum.
Ég hugsa oft um hvað ég var
heppin að eiga þig sem móður.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og studdir mig í því sem ég
tók mér fyrir hendur. Ég hef þá
trú að ég hefði ekki orðið það
sem ég er í dag nema með hjálp
ykkar pabba og þið eigið heiður
skilið fyrir að hafa komið
stelputryppinu til manns. Þið
pabbi verðið alltaf fyrirmyndir
mínar í lífinu en það er að miklu
að stefna að fylgja í fótspor
ykkar.
Þú varst alltaf jákvæð og tal-
aðir fallega um alla samferða-
menn þína. Þú varst alltaf minn-
ug og vissir hvar hlutirnir voru
þó að þú hefðir tapað sjóninni
og í samræðum um lífið og at-
burði líðandi stundar mundir þú
oft betur en þeir sem yngri
voru. Alltaf varstu vel til höfð á
mannamótum og hugaðir að út-
litinu alla tíð. Það er ótrúlegt að
minnast þess hvað þú varst skýr
og hress til síðasta dags og því
finnst okkur sem eftir stöndum
þú hafa yfirgefið okkur helst til
fljótt þrátt fyrir að vera að
nálgast 95 árin. En þú hefðir
ekki viljað hafa þetta öðruvísi
því það hefði ekki átt við þig að
vera rúmföst.
Mikill er missir okkar sem
eftir lifum en við eigum minn-
ingar um einstaka konu. Með
kærri þökk fyrir þær stundir
sem við áttum saman.
Anna Hulda og fjölskylda.
Elsku Mæja okkar. Nú ertu
komin til þeirra sem farnir eru
á undan. Okkur langar að þakka
þér fyrir allar góðu stundirnar
sem þú áttir með okkur. Alltaf
varstu til staðar og tókst á móti
okkur með hlýhug, kærleika og
rósemd. Það var ætíð bjart yfir
þér, þú fórst þínu fram með ró-
legheitum og af staðfestu. Elsku
Mæja okkar, innilegar þakkir
fyrir allt og megi þú njóta bless-
unar með ástvinum í drauma-
landinu. Við geymum minningu
þína í hjartastað.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blómi
er verður að líta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Ásdís Hulda Sveinbjörns-
dóttir og fjölskylda.
Marín
Sveinbjörnsdóttir
amma tileinkaði sér munum við
afkomendur hennar sem eftir lif-
um halda í heiðri um ókomna tíð.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Steingrímur Páll Þórðarson.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
elsku ömmu mína, sem mér þótti
óendanlega vænt um. Það voru
forréttindi að fá að verða henni
samferða í þessu lífi.
Hennar fallega, hlýja og góða
hjarta hefur slegið sinn síðasta
slátt, enda búin að gefa svo mikið
af sér. Stórfjölskyldan hennar var
umvafin ást og umhyggju alltaf.
Áhrif ömmu náðu langt út fyrir
það sem myndi kallast hefðbundin
ömmustörf. Amma var mér fyr-
irmynd í mörgu: sjálfstæð, vilja-
sterk, hörkudugleg og alltaf já-
kvæð. Amma hélt vel utan um
fjölskylduna, sem skipti hana öllu
máli, og það var ávallt ljóst að
heiðarleiki, hollusta, góðvild og
gjafmildi voru leiðarljós hennar í
lífinu.
Það er sárt að kveðja, en ég ylja
mér um ókomna tíð við minningar
um allar þær góðu stundir sem við
áttum saman. Ósjaldan kom mað-
ur kaldur, blautur og svangur inn
til ömmu eftir að hafa verið úti að
leika. Þá sagði hún manni að setj-
ast á lærið á sér og yljaði á manni
hendurnar, sló létt á mallann og
sagði: „Það er nú tómahljóð í
þessum!“ Í framhaldinu bauð hún
manni að kíkja í búrið.
Það kom aldrei haust án þess
að við færum í berjamó, þó að
vissulega hafi alltaf verið mokað
meira upp í sig en nokkurn tím-
ann í einhvern dall. Ósjaldan var
farið í Hróaldsstaði, en stundum í
Haga, með viðkomu á Ásbrands-
stöðum þar sem við keyptum okk-
ur gúmmískó og bismarck--
brjóstsykur hjá Runa.
Við bökuðum oft kleinur eins
og enginn væri morgundagurinn.
Engar kleinur brögðuðust betur
en ömmu kleinur.
Loks voru það jólin, en þau
skipuðu stóran sess hjá fjölskyld-
unni, og sér í lagi vegna þeirra
hefða sem við eigum ömmu að
þakka. Laufabrauðsskurður
snemma í desember, ég að
skreyta jólatréð hennar á Þor-
láksmessu og að stórfjölskyldan
komi saman á jóladag eru dæmi
um slíkar hefðir.
Þrátt fyrir að ég hafi búið í út-
löndum síðastliðin 15 ár héldum
við góðu sambandi. Ég verð ætíð
þakklát fyrir þann tíma sem við
náðum að eiga saman á Vopna-
firði, nú í október og desember
síðastliðnum. Innst inni vissum
við báðar að við vorum að kveðjast
þrátt fyrir að það væri ekki rætt.
Amma vildi að ég eignaðist gift-
ingarhringinn sinn og því nýtti ég
þann tíma til að fá hana til að
segja mér söguna á bak við hring-
inn. Það er notalegt að ylja sér við
þá hugsun að sú frásögn var okk-
ar síðasta spjall.
Fyrir utan allar góðu minning-
arnar á ég ömmu líka margt að
þakka. Eitt stendur þó upp úr
meira en annað, ömmu var mikið í
mun að maður gleymdi ekki upp-
runa sínum. Það var alveg sama
hversu lengi maður var að heim-
an; þegar við spjölluðum saman
minnti hún mann ávallt á ræturn-
ar og það að vera sáttur við hlut-
skipti sitt í lífinu, hvert sem það
var.
Að fylla skarð ömmu verður
ekki auðvelt en ég hugga mig við
þá tilhugsun að nú er hún loksins
sameinuð afa á ný. Guð hefur
fengið nýjan engil til að vaka yfir
okkur.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Hvíldu í friði.
Þín nafna,
Þorgerður Þórðardóttir.
Elsku langamma.
Það hefur alltaf verið hluti af
því að koma til Vopnafjarðar að
heimsækja ömmu Þorgerði.
Ömmu sem á steininn en er samt
ekki amma Steina heldur amma
Þorgerður, mamma ömmu
Steinu. Það jafnast ekkert á við
kaffi bak við hús í garðinum hjá
ömmu og það var alltaf gaman að
spjalla við ömmu. Amma fylgdist
með okkur leika á steininum.
Steinninn var ýmist fjall, stökk-
pallur eða Disney-land og góður
staður til að stilla sér upp fyrir
góða mynd. Manni fannst maður
vera orðinn stór þegar maður
komst upp á steininn sjálfur. En
ef við vorum of lítil fengum við
stól hjá ömmu.
Langamma var mjög flink að
mála og teikna og við eigum mik-
ið af fallegu dóti og jólaskrauti
sem hún bjó til og er orðið hluti
af jólunum okkar, eins og jóla-
sveinapokinn undir jólakortin og
allt fína skrautið sem við setjum
á jólatréð og hugsum þá til lang-
ömmu.
Langamma átti alltaf ís í
frystikistunni og í þau örfáu
skipti sem svo var ekki skutlaðist
hún bara út í búð á rauða bílnum
að kaupa hann. Hún átti líka oft
eitthvert gott kex.
Í eldhúsinu hennar ömmu var
dagatal sem gaman var að skoða
og það var líka gaman að leika
sér í græna stólnum með fjar-
stýringunni.
Amma var góð kona með fal-
leg brún-græn augu sem elskaði
okkur öll mjög mikið. Henni
fannst best í heimi að búa á
Vopnafirði og henni fannst veðr-
ið alltaf gott þar. Hún sat oft í
græna stólnum í stofunni og við
lékum okkur á gólfinu fyrir fram-
an hana þarna hjá svarta styttu-
hundinum hjá sjónvarpinu. Hún
var alltaf tilbúin að spjalla við
okkur.
Við munum aldrei gleyma þér.
Kveðja,
Arnór Freyr Arnarson,
Aníta Ósk Arnardóttir og
Júlía Bjarklind Arnardóttir.
Sólin skein á Vopnafirði þegar
við sóttum Þorgerði heim. Þor-
gerður var amma Helga Más
æskuvinar míns. Hún tók á móti
okkur með útbreiddan faðminn.
Veitingar voru dregnar fram og
mikið spjallað um líðandi stund.
Hún átti dótakassa eins og
sannri ömmu sæmdi. Börnin
dunduðu með leikföngin á meðan
fullorðna fólkið spjallaði. Hún
rifjaði upp liðnar stundir þegar
við vinirnir vorum litlir og spil-
uðum fótbolta á túninu ofan við
húsið hennar. Við komum inn eft-
ir leikinn og fengum hressingu.
Hún hlustaði ætíð af þolinmæði
og áhuga á lýsingu okkar á leikn-
um. Það skipti minnstu hver
hafði sigur. Kærleikur skein frá
hjarta hennar þegar hún rifjaði
upp fallegar minningar um vin-
áttu tveggja drengja.
Hún átti sinn þátt í að styrkja
þá vináttu með gæsku sinni og
gestrisni.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auð-
mjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
Og þó að í vindinum visni,
á völlum og engjum hvert blóm.
Og haustvindar blási um heiðar,
með hörðum og deyðandi róm.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
(Þorsteinn Gíslason)
Ég þakka yndislegri konu vin-
áttu og góð kynni. Aðstandend-
um Þorgerðar viljum við senda
hugheilar samúðarkveðjur.
Ásgeir Hannes Aðalsteinsson
og fjölskylda.
FALLEGIR LEGSTEINAR
til 15.mars
af öllum legsteinum
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Afsláttur
Elskuleg eiginkonan mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma
BETA EINARSDÓTTIR
hjúkrunarkona, Langholtsvegi 39,
lést föstudaginn 2. mars á Skjóli.
Útför fer fram þriðjudaginn 13. mars
klukkan 15. í Áskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Fjalarr Sigurjónsson
Anna Fjalarsdóttir Gísli Skúlason
Máni Fjalarsson Anna Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN WAYNE WHEAT,
Prestastíg 6,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans sunnu-
daginn 4. mars. Jarðarförin fer fram frá
Guðríðarkirkju mánudaginn 12. mars klukkan 13.
Jón Óskar Jónsson Wheat María Kristinsdóttir
Benjamín Jónsson Wheat Elva Dögg Guðbjörnsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ALDA MARKÚSDÓTTIR,
lést laugardaginn 3. mars.
Hún verður jarðsungin frá Neskirkju
miðvikudaginn 14. mars klukkan 13.
Margrét Eggertsdóttir Guðbjörn Sigurmundsson
Hildur Guðbjörnsdóttir
Árni Guðbjörnsson
Alda Kristín Guðbjörndóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGI MÁR ALDAN GRÉTARSSON,
sjálfstætt starfandi leiðsögumaður
og verktaki,
lést af slysförum miðvikudaginn 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 13. mars klukkan 15.
Hulda Hjaltadóttir
Atli Már Aldan Ingason
Magni Freyr Aldan Ingason
Maríanna Ingadóttir Atli Dungal Sigurðsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
TORFHILDUR STEINGRÍMSDÓTTIR,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 7. mars.
Sálumessa verður sungin í St. Jósefskirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 13. mars klukkan 15.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Sagnfræðisjóð
Dr. Björns Þorsteinssonar í Háskóla Íslands njóta þess.
Guðrún U. Martyny Donald W. Martyny
Ólafur Sigurðsson Anna Bergsteinsdóttir
Pétur Már Sigurðsson Stefanía Jónsson
María Sigurðardóttir Örn Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og frænka,
INGIBJÖRG GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR,
síðast til heimilis að Álftamýri 56,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 28. febrúar.
Jarðsungið verður frá Háteigskirkju
föstudaginn 16. mars klukkan 13.
Guðjón H. Ólafsson Þrúður Hjelm
Hólmfríður J. Ólafsdóttir
Sigrún Ólafsdóttir Bergur Bergson
Fróði Ólafsson Bergþóra Njálsdóttir
Brynjar H. Bjarnason Bjargey Ingólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn