Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
OCEAN MIST
Modus Hár og Snyrtistofa
Smáralind | harvorur.is
REF Stockholm er 12 ára gamalt
Professional haircare merki
Ocean Mist er 100 % Vegan ,
sulfate, Paraben, glúten
og Cruelity free
Verð 2.560 kr.
Sjá nánar á harvorur.is
Árni Þór Hallgrímsson,badmintonþjálfari hjáTBR, á 50 ára afmæli í
dag. Hann hefur þjálfað hjá
TBR síðan 1990 auk þess sem
hann var landsliðsþjálfari frá
2007 til 2013.
Árni varð sautján sinnum
Íslandsmeistari í badminton,
einu sinni í einliðaleik,
tíu sinnum í tvíliða og sex
sinnum í tvenndarleik. Hann
keppti einnig á Ólympíu-
leikunum í Barcelona árið
1992, en á þeim leikum var í
fyrsta sinn keppt í badminton.
Þar vann hann einn leik en
tapaði þeim næsta auk þess
sem þeir Broddi Kristjánsson
töpuðu í tvíliðaleik. Hann var
því eini Íslendingurinn sem
hafði unnið leik á ólympíuleikum þar til Ragna Ingólfsdóttir keppti
á Ólympíuleikunum í London árið 2012. „Eftir að Ragna hætti höf-
um við ekki átt neinn spilara sem hefur staðið mjög framarlega á
alþjóðavettvangi. Það er mikil samkeppni núna í öllum íþrótta-
greinum og það er hægt að stunda nánast allar greinar í Laug-
ardalnum núna. Fimleikar hafa verið mjög vinsælir undanfarið og
því hefur eiginlega vantað stelpur í badminton og fleiri greinum
hef ég heyrt.
Fyrir utan badminton þá fer Árni fer reglulega að veiða, í golf
og er í Golfklúbbi Reykjavíkur. „Svo held ég mikið með Southamp-
ton í enska boltanum og náttúrlega ÍA.“ Árni var fyrirliði ÍA í
fimmta flokki í fótbolta, sem varð Íslandsmeistari en þeim hópi
voru kappar eins og Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason og
Valdimar Kr. Sigurðsson. „En svo fór ég alveg út í badmintonið og
flutti suður sextán ára.“
Íslandsmót unglinga í badminton verður haldið á Akranesi um
helgina og Árni verður því á fullu að vinna í dag en heldur síðar
upp á afmælið með fjölskyldunni. „Svo er ég búinn að ákveða að
fara loksins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár í fyrsta sinn í tilefni af tíma-
mótunum, núna er ég búinn að kaupa miða og allt.“
Árni er í sambúð með Ingibjörgu Hreindal Ásgeirsdóttur. Börn
þeirra eru María f. 1993, Sigríður f. 1996, en hún er Íslandsmeistari
í tvíliðaleik, og Sigurbjörg, f. 2006, og fóstursonur Árna er Jóhann
Páll Jóhannsson, f. 1990, Barnabörnin eru Anthony Þór, Atlas Máni
og Victor Leó.
Íslandsmeistarar Feðginin Árni
og Sigríður.
Staddur í heima-
bænum um helgina
Árni Þór Hallgrímsson er fimmtugur í dag
G
uðfinna Thorlacius fædd-
ist í Reykjavík 10.3.
1938 og ólst upp í Vest-
urbænum. Hún gekk í
Miðbæjarskólann og
síðar Gagnfræðaskólann við Hring-
braut. Á sumrin var hún í sveit á
Varmalæk í Borgarfirði hjá hjón-
unum Jarþrúði Grétu Jónsdóttur og
Jakobi Jónssyni. Þangað fór hún
fyrst 7. ára gömul og var þar í 14
sumur.
Guðfinna lauk landsprófi og stund-
aði nám í MR og lauk þar stúdents-
prófi 1958. Hún lauk námi sem hjúkr-
unarfræðingur við Hjúkrunarskóla
Íslands 1961, fór í framhaldsnám í
kennslufræði hjúkrunar í Árósum og
lauk kennaraprófi árið 1964.
Guðfinna var hjúkrunarfræðingur
á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá 1961,
var hjúkrunarframkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Guðfinna Thorlacius, hjúkrunarfræðingur og kennari – 80 ára
Fjölskyldan Guðfinna og Aðalgeir með dætrum sínum þremur, talið frá vinstri: Margréti, Guðfinnu og Kristjönu.
Félagslynd og alltaf með
eitthvað á prjónunum
Tollý og Tollý Mæðgurnar og nöfnurnar sem báðar eru kallaðar Tollý.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.