Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 46
Norrænu tónlistarverðlaunin voru afhent í Ósló um síðustu helgi í tengslum við tónlistarhátíðina by:Larm. Pistilritari var á staðnum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Greinarhöfundur situr í dóm- nefnd Norrænu tónlistarverð- launanna (Nordic Music Prize), verðlauna sem stofnað var til árið 2010 en fyrsta árið sigraði Jónsi okkar með plötunni Go. Í ár vor- um við með þrjá fulltrúa á tólf platna stuttlista – það mesta sem við mörlandar höfum átt – og voru það þau Högni, Alvia Is- landia og Björk. Allt kom fyrir ekki og verðlaununum hampaði Susanne Sundfør fyrir plötu sína Music for People in Trouble. Hún var vel að þessu komin; platan ein sú besta frá síðasta ári, en Íslend- ingurinn í manni beit að sjálf- sögðu harkalega í vörina þegar þetta var tilkynnt. Yggldi sig jafnvel. Allt tal um sameiginlega þætti norrænnar popptónlistar er vandkvæðum bundið. Það er eðli- lega vilji til að stilla fram ein- hverju sameiginlegu (það er hent- Norðurlandarokk ugt markaðslega) en það sést hins vegar (og heyrist) að margir og ólíkir hlutir eru í gangi í þessum löndum. Þessi norræni tónn er því ansi fjöltóna ef svo mætti segja. Til að blómleg tónlistarmenning fái þrifist á þessum svæðum er hins vegar nauðsynlegt að halda henni að væntanlegum hlust- endum og margt gott starfið er unnið að því leytinu til og með Norrænu tónlistarverðlaununum er leitast við að stimpla það inn að margt popplegt þrekvirkið er unnið hér á norðurslóðum ár hvert. Tónlistarhátíðin by:Larm, sem skýldi verðlaunaafhending- unni ef við getum sagt sem svo, er mikilvægasta „bransa“-hátíð Norðurlanda, því að samfara tón- leikum um alla borg, sem hafa að langmestu leyti að gera með ný- leg bönd frá Norðurlöndunum, eru erindi, ráðstefnur, fundir og allsherjar samkrull allra þeirra sem keyra þennan heim vopnaðir lyklaborðum og netfangalistum. Eftir verðlaunahátíðina settist ég niður með kollegum mínum í nefndinni ásamt fleiri spöðum, fulltrúum frá útgáfum eins og Rough Trade og Domino. Við hliðina á mér sat Rob nokkur Yo- ung, breskur tónlistarblaðamaður sem var eitt sinn ritstjóri Wire og er höfundur Electric Eden, frá- bærs rits um breska þjóðlaga- tónlist og vinnur hann nú að bók um Can. Young lét falleg orð falla um Jóhann okkar Jóhanns- son á verðlaununum og þakkaði ég honum mikið og vel fyrir það. Tónleikum var svipt upp linnulítið eins og segir og þefaði maður af kornungum bílskúrs- sveitum á vel sveittum rokk- » Tónlistarhátíðinby:Larm, sem skýldi verðlaunaafhending- unni, ef við getum sagt sem svo, er mikilvæg- asta „bransa“-hátíð Norðurlanda. 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudaginn 11. mars kl. 14: leiðsögn með Magnúsi Gottfreðssyni prófessor Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudaginn 11. mars kl. 14-16: Þjóðbúningadagur Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 29.04.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafni Árnesinga (LÁ) í Hvera- gerði í dag kl. 14. Þjórsá þar sem Borghildur Óskarsdóttir hefur unn- ið innsetningu, umhverfisverk, í safnið og Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign þar sem verk í eigu safnsins eru til skoðunar. „Í verkinu Þjórsá skrifar Borg- hildur nýjan kafla í heildarverk sitt og setur rannsóknina á fjölskyldu- sögunni í fyrirbærafræðilegt sam- hengi. Áherslan er ekki lengur á ættfræðina og frásagnir fólksins af baráttunni við sandinn, heldur á beina náttúrutengingu vitundar- innar við umhverfið,“ skrifar Æsa Sigurjónsdóttir í sýningarskrá. Í tilkynningu frá safninu kemur fram að með því að setja sýninguna Þjórsá upp samhliða sýningu á verkum úr safneign LÁ verði spurningar um mat á verðmætum og gildi varðveislu enn áleitnari. Í safneign LÁ eru varðveitt um það bil 550 listaverk. „Með sýningunni Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign er sjónum einkum beint að þeim verkum sem nýlega hafa bæst í safneignina en einnig að nokkrum öðrum verkum sem flest hafa ekki verið sýnd áður í safninu. Heiti sýn- ingarinnar vísar í það að undir- staða safnastarfs er safneignin og hún er varðveitt til þess að vera öðrum uppspretta til frekari sköp- unar bæði nú og á komandi tímum,“ segir í tilkynningu. Meðal höfunda eru Einar Jónsson, Ásgrímur Jóns- son, Valtýr Pétursson og Valtýr Stefánsson. Sýningarstjóri beggja sýninga er Inga Jónsdóttir. Þær standa til 10. maí og aðgangur er ókeypis. Ljósmynd/Sigurður Bogi Þjórsá Borghildur Óskarsdóttir Tvær sýningar í Listasafni Árnesinga Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is ég varð bara óvart fokking ást- fangin nefnist sýning sem Hildur Ása Henrýsdóttir opnar í Grafík- salnum, Tryggvagötu 17 (sjávar- megin), í dag milli kl. 17 og 19. Um er að ræða þriðju einkasýning lista- konunnnar sem útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. Samkvæmt upplýsingum frá lista- konunni samanstendur sýningin af málverkum, teikningum, skúlptúr- um og myndbandsverki sem fjalla á einlægan hátt um upplifun hennar á höfnun og ástarsorg. „Flest verka minna spretta út frá eigin reynslu, þar með talið á þessari sýningu,“ segir Hildur og tekur fram að hún noti listina mikið til úrvinnslu eigin tilfinninga og upplifana. Um sýningartitilinn segir hún: „Yfirleitt tengjum við það að verða ástfangin við eitthvað jákvætt, gott og spennandi, en þegar ástin er óendurgoldin virkar þetta meira eins og að detta á rassinn eða lenda í óhappi. Þetta vísar líka til þess þegar sambandið var þess eðlis að því var aldrei ætlað að verða eitt- hvað þó mann langaði í eitthvað meira, þá upplifir maður ástina sem óvelkomna tilfinningu. Síðan þarf maður að díla við tilfinningalegu þynnkuna af höfnuninni,“ segir Hildur og bendir á að hún sé langt í frá sú eina sem þurft hafi að takast á við þessar tilfinningar. „Ég vona því að margir geti tengt við þessa reynslu. Markmið mitt í flestum verka minna er að glíma við ýmis konar tabú og prívat upplifanir og skoða opið og skapa umræðu. Ég nota sjálfa mig sem fórnarlamb eða tilraunadýr í þeim rannsóknum.“ Aðspurð segist Hildur hafa unnið sýninguna frekar hratt á síðustu mánuðum og í góðri samvinnu við Birki Karlsson sýningarstjóra. „Við erum vinir frá fornri tíð. Hann dreg- ur mig á fætur aftur þegar ég kemst í þrot og beitir rökhugsun þegar ég er búin að ofhugsa hlutina. Hann er ákveðin ljósmóðir fyrir mig.“ Að sögn Hildar gegnir tónlist stóru hlutverki á sýningunni, en tónlistarstjórn er í umsjón söngva- skáldsins Svavars Knúts. „Mörg verkanna heita eftir lögum sem ég hef verið að hlusta á,“ segir Hildur sem leikur sjálf á ukelele og syngur í myndbandsverki. „Svavar Knútur sá um þjálfun og upptökur á hljóði fyrir það verk. Ég er ekki tónlist- armaður, en ákvað fyrir þetta til- tekna verk að spila lag og syngja,“ segir Hildur sem ætlaði á sínum yngri árum að verða leikari. „Eftir útskrift úr menntaskóla setti ég stefnuna á myndlistina, en lauk fyrst BA-námi í nútímafræði frá Há- skólanum á Akureyri áður en ég þorði að taka skrefið. Mér fannst myndlistin betur ná að sameina þau svið sem ég hef alltaf haft áhuga á þegar kemur að skapandi greinum. Myndlistin í dag er það opin að þú getur allt í senn verið hálfgerður leikari, teiknari og tónlistarmaður í sköpunarverkinu.“ Sýningin stendur til 25. mars og verður opin mið. til fös. kl. 17-19 og um helgar kl. 14-18. Hildur mun sjálf sitja yfir sýningunni og ræða við gesti um verkin sé þess óskað. Morgunblaðið/Hanna Reynsla „Flest verka minna spretta út frá eigin reynslu, þar með talið á þessari sýningu,“ segir Hildur Ása. „Eins og að detta á rass- inn eða lenda í óhappi“  Hildur Ása opnar ég varð bara óvart fokking ástfangin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.