Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
● Þrjár konur
munu koma nýjar
inn í fimm manna
stjórn Símans í kjöl-
far aðalfundar á
fimmtudaginn. Þær
eru Helga Valfells,
Ksenia Nekrasova
og Sylvía Kristín
Ólafsdóttir. Fyrir í
stjórninni eru Bertr-
and B. Kan og Birgir
Sveinn Bjarnason. Stjórnarmennirnir
verða sjálfkjörnir á aðalfundi. Heiðrún
Jónsdóttir og Stefáni Árni Auðólfsson
gáfu ekki kost á sér annað tímabil. Sig-
ríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Sím-
ans, féll frá hinn 8. janúar.
Nekrasova starfar sem ráðgjafi en var
áður framkvæmdastjóri á sviði fjar-
skipta, fjölmiðlunar og tækni hjá UBS In-
vestment Bank í London. Sylvía Kristín
er deildarstjóri Jarðvarmadeildar Lands-
virkjunar og Helga er framkvæmdastjóri
Crowberry Capital GP sem fjárfestir í
sprotum.
Síminn greindi frá því í tilkynningu til
Kauphallar í gær að stjórn félagsins hefði
borist bréf frá Eaton Vance Management
með tillögu um að félagið skipaði tilnefn-
ingarnefnd fyrir stjórn og verður tillagan
lögð fyrir aðalfundinn.
Þrjár konur koma nýjar
inn í stjórn Símans
Helga
Valfells
STUTT
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Vöxtur netþjónabúa gerði það meðal
annars að verkum að raforkunotkun
jókst um 3,7% í fyrra og var í sam-
ræmi við spár þrátt fyrir að tafir hafi
orðið á uppbygg-
ingu tveggja um-
fangsmikilla
verkefna. Í gegn-
um tíðina hefur
vöxtur verið um
2%. Þetta segir
Guðmundur Ingi
Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets,
í samtali við
Morgunblaðið.
Þær tafir sem
hann vísar til er uppbygging kísil-
vera á Bakka og í Helguvík sem
stefnt var á að yrðu gangsett á síð-
asta ári.
„Við sjáum fram á ágætan vöxt í ár
vegna þess að netþjónabúum fjölgar
ört. Netþjónabú þarfnast mikillar
orku og mikil eftirspurn eftir orku er
frá þeim,“ segir hann. „Til saman-
burðar stóðu samningaviðræður við
stærri viðskiptavini í stóriðju yfir í
nokkra mánuði og það tók tvö til þrjú
ár að reisa verksmiðjurnar. Samn-
ingar við fulltrúa netþjónabúa taka
alla jafna mun styttri tíma og vænt-
ingar eru um að netþjónabúið sé
komið í rekstur eftir 6-12 mánuði.“
Straumhvörf í orkubransanum
Guðmundur Ingi mun flytja erindi
á vorfundi Landsnets sem fram fer í
fyrramálið á Hilton Nordica. „Talað
hefur verið um að straumhvörf séu
að eiga sér stað í orkubransanum. Á
ógnarhraða á sér stað mikil gerjun
sem rekja má fjórðu iðnbyltingarinn-
ar sem fjölgar rafknúnum tækjum,
meðal annars rafbílum og tækjum
fyrir sjálfvirkni. Á sama tíma þurfum
við sem byggjum innviði töluvert
langan tíma til að bregðast við þróun-
inni.“
Guðmundur segir að Landsnet
muni bregðast við þessari þróun með
tvennum hætti. Annars vegar með
því að styrkja flutningskerfið svo það
geti mætt auknum kröfum um af-
hendingaröryggi. „Við munum fjár-
festa 7-10 milljarða á ári í flutnings-
netinu. Við höfum verið á því róli
undanfarin tvö ár.“
Hins vegar á að leita leiða til að
nýta mannvirkin og innviðina betur.
„Það er sú leið sem allar þjóðir í
kringum okkur eru að fara. Það er
gert með sveigjanleika í orkuvið-
skiptum. Einfaldasta dæmið er að
þegar heim er komið að loknum
vinnudegi á rafbíl er honum stungið í
samband, því næst er sett í þvottavél
og hafist handa við að elda kvöldverð.
Þetta reynir gríðarlega á innviðina.
Aftur á móti ef verðinu er stýrt mið-
að við álagspunkta, þá getur tæknin
séð til þess að rafbíllinn sé hlaðinn á
þeim tímum sem rafmagn er hag-
stæðast. Við það myndi draga úr
álagi á innviðina og neytendur
myndu spara,“ segir Guðmundur.
Umhverfisvæn viðskipti
Að hans sögn geta frjáls orkuvið-
skipti verið umhverfisvæn. „Ef það
tekst að nýta innviðina betur getur
það leitt til þess að það þurfi ekki að
reisa mannvirki til að mæta aukinni
notkun. Þau mannvirki sem þarf ekki
að reisa, vernda umhverfið best.“
Netþjónabú knýja áfram
vöxt í raforkunotkun
Orkufrek „Netþjónabú þarfnast mikillar orku og mikil eftirspurn eftir orku
er frá þeim,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Þrátt fyrir tafir í uppbyggingu kísilvera stóðst vöxturinn væntingar á síðasta ári
Guðmundur Ingi
Ásmundsson
13. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.84 100.32 100.08
Sterlingspund 137.96 138.64 138.3
Kanadadalur 77.55 78.01 77.78
Dönsk króna 16.479 16.575 16.527
Norsk króna 12.81 12.886 12.848
Sænsk króna 12.076 12.146 12.111
Svissn. franki 105.07 105.65 105.36
Japanskt jen 0.9352 0.9406 0.9379
SDR 144.6 145.46 145.03
Evra 122.76 123.44 123.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.2329
Hrávöruverð
Gull 1317.25 ($/únsa)
Ál 2078.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.93 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Sjálfkjörið er í
stjórn og vara-
stjórn Sjóvá-
Almennra trygg-
inga á aðalfundi
félagsins, sem
haldinn verður
fimmtudaginn 15.
mars. Samkvæmt
samþykktum
félagsins skal
stjórn skipuð fimm
mönnum og tveimur varamönnum.
Stjórnin er óbreytt en hana skipa
Erna Gísladóttir stjórnarformaður,
Tómas Kristjánsson varaformaður
stjórnar og meðstjórnendurnir Heimir
V. Haraldsson, Hjördís E. Harðardóttir
og Ingi Jóhann Guðmundsson. Vara-
menn í stjórn eru Garðar Gíslason og
Kristín Egilsdóttir.
Fyrir aðalfund verða lagðar fram til-
lögur stjórnar um að greiddur verði
arður sem nemur 1,05 krónum á hlut
fyrir rekstrarárið 2017, eða sem nem-
ur um 1,5 milljörðum króna, og að
hlutafé verði lækkað um 4,4%, auk
þess sem stjórn fái heimild til þess að
kaupa eigin hlutabréf sem nemur allt
að 10% hlutafjár á næstu 18 mán-
uðum.
Sjálfkjörið í stjórnina
hjá Sjóvá-Almennum
Erna
Gísladóttir
Viðskipti
Alls 8.162 gestgjafar buðu 14.088
nætur lausar til útleigu á Airbnb á
öllu árinu 2017 hér á landi, sam-
kvæmt rannsókn þeirra Lúðvíks
Elíassonar og Önundar Ragn-
arssonar sem báðir eru hagfræð-
ingar hjá Seðlabanka Íslands. Þeir
munu fjalla um rannsóknina á mál-
stofu um áhrif Airbnb á húsnæðis-
markað hér á landi, í Seðlabank-
anum í dag kl. 15.
Á árinu 2017 var heildarfjöldi
íbúða á Íslandi samkvæmt rann-
sókninni 134.000. „Ef gert er ráð
fyrir möguleikanum á því að hver
eign sé skráð oftar en einu sinni, þá
er hlutfall húsnæðis sem skráð er á
Airbnb allt að 10%,“ segir í skýrsl-
unni.
Fram til desember árið 2017
námu heildartekjur frá útleigu í
gegnum Airbnb um 32 milljörðum
króna, sem, eins og segir í skýrsl-
unni, samsvarar um 1,3% af þjóð-
arframleiðslu Íslands árið 2017.
Ennfremur segir í skýrslunni að
áætlað sé að um 1.676 íbúðir hafi
verið teknar frá fyrir Airbnb-útleigu
á árinu 2017, þar af 1.215 á höf-
uðborgarsvæðinu, en þar er miðað
við íbúðir sem eru leigðar í meira en
150 nætur á 12 mánaða tímabili.
Svarar til 15% hækkunar
Samantekt hagfræðinganna leiðir
í ljós að rekja megi um 2% hækkun
raunverðs íbúðarhúsnæðis á ári til
aukinna umsvifa Airbnb á síðustu
þremur árum, en það svarar til um
15% af þeirri hækkun sem orðið hef-
ur á íbúðaverði á þeim tíma.
tobj@mbl.is
14.088 Airbnb nætur í boði 2017
Allt að 10% íbúða skráð Rekja má 2% hækkun íbúðaverðs á ári til Airbnb
Morgunblaðið/Hanna
Airbnb Heildartekjur voru um 32
milljarðar íslenskra króna í fyrra.