Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Hrein jógúrt
Ástæða þess
að þú átt að velja
lífræna jógúrt!
Engin aukefni
Meira af Omega-3
fitusýrum
Meira er af CLA fitusýrum
em byggja upp vöðva
g bein
kkert undanrennuduft
n manngerðra
ansfitusýra
biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur
•
•
•
s
o
• E
• Á
tr
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is
PUMA toppur kr. 3.850
PUMA nærbuxur kr. 2.550
Misty
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Buxur
Kr. 4.990.-
Str. 2-9 (38-52) • 5 litir
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Útvarp Akureyri sendi frá sér til-
kynningu í gær um að útvarpsstöðin
hygðist á næstunni hefja frétta-
útsendingar. Ekki útsendingar á
sínum eigin fréttum þó, heldur
fréttum frá fréttastofu RÚV og það
án nokkurs samráðs við Ríkis-
útvarpið.
Axel Axelsson er útvarpsstjóri
nyrðra. Hann segir í samtali við
Morgunblaðið að aðstandendum
stöðvarinnar, sem sendir einungis
út í Eyjafirði, þyki sjálfsagt að end-
urvarpa fréttum RÚV með þessum
hætti. Nauðsynlegt sé að hlustendur
þeirra heyri fréttirnar svo þeir séu
vel upplýstir og þurfi ekki að vera
að skipta um stöðvar til að nálgast
fréttir. Einnig muni endurvarpið
styrkja dreifikerfi RÚV, sem sé í
takt við markmið ríkisfjölmiðilsins.
„Þá tel ég að það sé skýrt í lögun-
um að við eigum þessa fréttastofu
öll saman. Ef Ríkisútvarpið er ekki
ánægt með þessa tillögu verða þeir
bara að hafa samband.“
Engin heimild til endurvarps
Líklegt er að einhver á vegum
Ríkisútvarpsins hafi samband innan
skamms. Magnús Geir Þórðarson
útvarpsstjóri segir í skriflegu svari
við fyrirspurn Morgunblaðsins um
málið að RÚV hafi ekki haft vitn-
eskju um hið fyrirhugaða endurvarp
og hafi ekki veitt svæðisstöðinni
neina heimild til þess.
„Eðli máls samkvæmt er óheimilt
að endurvarpa efni RÚV án sér-
staks samkomulags um slíkt. Verið
er að skoða málið og í framhaldinu
verður brugðist við,“ segir útvarps-
stjóri.
Hyggjast senda
út fréttir RÚV
Útvarpsstjóri segir það óheimilt
Fyrirbygjandi aðgerðum á konum
vegna fjölskyldusögu um krabba-
mein í brjóstum og eggjastokkum
hefur fjölgað verulega á Landspít-
alanum á síðustu árum. Þær voru
samtals 38 í fyrra, en 23 árið 2016.
Árið 2009 var aðeins ein slík að-
gerð framkvæmd. Þetta kemur
fram í svari Helgu H. Bjarnadótt-
ur á hagdeild Landspítalans við
fyrirspurn Morgunblaðsins um
efnið.
Stundum er aðeins um að ræða
brjóstnám eða eggjastokkanám
en stundum hvort tveggja í einu.
Eins og meðfylgjandi tafla sýnir
hófst fjölgun slíkra aðgerða að
marki árið 2014. Þá voru fram-
kvæmdar 12 aðgerðir á Landspít-
alanum, þar af 10 sinnum brjóst-
nám. Aðgerðum þar sem
eingöngu er um brottnám eggja-
stokka að ræða hefur fjölgað úr 4
árið 2015 í 12 í fyrra. Í fyrra voru
brjóstnámsaðgerðir 18 og 7 sinn-
um var um hvort tveggja að
ræða, brottnám brjósta og eggja-
stokka.
Frá því í fyrrahaust hafa fyrir-
byggjandi brjóstnám kvenna með
með BRCA-stökkbreytingu í gen-
um, sem eykur áhættu á að fá
krabbamein, einnig verið fram-
kvæmdar á Klíníkinni í Ármúla
með stuðningi Sjúkratrygginga.
gudmundur@mbl.is
Brjóstnám og eggjastokkanám á Landspítala
Fjöldi fyrirbyggjandi aðgerða vegna fjölskyldusögu um krabbamein
’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
2009 2010 2011 2012 2013 2013 2015 2016 2017
Brjóstnám 3 1 4 2 10 14 16 19
Brjóstnám og eggja-
stokka/eggjaleiðaranám 1 1 2 2 2 1 1 7
Eggjastokka/
eggjaleiðaranám 4 3 12
Samtals 1 4 1 6 4 12 22 23 38
Heimild: Landspítali
1
4
1
6
4
12
22 23
38Samtals fjöldi aðgerða
2009-2017
Brjóstnám og eggja-
stokkanám 38 í fyrra
Aðgerðum vegna fjölskyldusögu um krabbamein fjölgar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
lýsti í gær á málþingi Öryrkja-
bandalags Íslands (ÖBÍ), stuðningi
við markmið félagsins um nýtt
merki fyrir bílastæði hreyfihaml-
aðra.
„Það eru breyttir tímar og við-
horf gagnvart fötluðu fólki er eitt-
hvað sem við viljum að breytist.
Fatlað fólk í dag er margt hvert
mjög öflugt og virkt,“ segir
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for-
maður ÖBÍ, en merkið er þegar
komið upp á bílastæði félagsins.
„Gamla merkið sýnir stöðnun og
hjálparleysi og er svolítið dapur-
legt. Nýja merkið sýnir kraft, sjálf-
stæði, áræðni og virkni.“
Nýja aðgengismerkið hefur verið
innleitt í nokkrum ríkjum Banda-
ríkjanna, svo sem New York og
Connecticut, auk borga í Evrópu,
Kanada og víðar. Verði merkið inn-
leitt hérlendis, verður Ísland fyrsta
þjóðríkið til að taka það upp.
Nýtt og kraftmikið
merki hreyfihamlaðra
Bílastæðamerki Kraftur og sjálfstæði.
Ef verkefni Landbótasjóðs eru um-
reiknuð í flatamál kemur í ljós að
þau jukust verulega á árunum 2016
og 2017 samanborið við árin á und-
an, en framlög í sjóðinn hækkuðu á
liðnu ári. Á árinu 2017 var unnið á
6.998 hekturum sem er það mesta
frá því að sjóðurinn tók til starfa. Á
síðasta ári dreifðu styrkþegar tæp-
lega 1.000 heyrúllum á land sitt og
gróðursettu um 32.000 trjáplöntur,
að því að segir á heimasíðu Land-
græðslunnar.
Landbótasjóður Landgræðslunnar
var settur á fót árið 2003 og úthlutar
árlega styrkjum til bænda og ann-
arra umráðahafa lands til verkefna
er snúa að stöðvun jarðvegsrofs,
endurheimt gróðurs og jarðvegs. Ár-
ið 2017 bárust 90 umsóknir í sjóðinn
en styrkur var veittur til 87 verk-
efna. Á vegum sjóðsins var úthlutað
64,4 m.kr. í formi beinna styrkja auk
9,3 m.kr. í fræi sem var afhent
styrkþegum. Heildarstyrkur reynd-
ist því vera 74,8 m.kr. Landgræðsl-
an, umhverfisráðuneytið og Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins lögðu
sjóðnum til fjármagn.
Á vef Landgræðslunnar segir
m.a.: Árlega er auglýst eftir um-
sóknum um styrki úr sjóðnum og við
ákvörðun um styrkveitingu er eink-
um lögð áhersla á eftirfarandi:
Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og
gróðureyðingar, endurheimt gróðurs
og jarðvegs, sjálfbæra landnýtingu
og bindingu kolefnis í gróðri og jarð-
vegi. aij@mbl.is
Met í sögu Landbótasjóðs
Unnið var á tæplega sjö þúsund hekturum á síðasta ári
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Landbætur Heyrúllur gefast vel til
að græða land og hefta sandfok.
Atvinna