Morgunblaðið - 13.03.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Furðu lítilumræðahefur átt
sér stað um þá erf-
iðu stöðu sem uppi
er í íslenskum
sjávarútvegi.
Raunar tala sumir stjórn-
málamenn eins og ríkissjóður
geti sótt þangað enn meira fé
en gert er í dag. Óábyrgur
málflutningur af því tagi er
hættulegur og dapurlegt að
honum skuli jafnvel haldið
áfram þegar fyrir liggur
skýrsla, sem kom út í liðinni
viku, sem sýnir svart á hvítu
þann samdrátt sem orðið hef-
ur.
Skýrsluna vann Deloitte að
beiðni atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytisins og í
henni má sjá þróunina á síð-
ustu árum. Mat endurskoð-
unarfyrirtækisins er að af-
koma fyrir afskriftir,
fjármagnsgjöld og skatta, svo-
kölluð EBITDA, hafi dregist
saman um 42-59% á árunum
2015 til 2017. Eins og fram
hefur komið í fréttum hefur
ástandið verið erfitt áfram á
þessu ári.
Morgunblaðið ræddi við
Guðmund Smára Guðmunds-
son, framkvæmdastjóra sjáv-
arútvegsfyrirtækisins G.RUN
á Snæfellsnesi, eftir útkomu
skýrslunnar og hann benti á
að verkfall sjómanna í fyrra
hefði komið gífurlega illa við
sjávarútveginn og að ekki
væri búið að bíta úr nálinni
með það hvað markaðinn varð-
aði. Hann sagði gengisþróun
einnig hafa verið óhagstæða
og launahækkanir miklar. Svo
sagði hann: „Stjórnvöld eru að
skattleggja sjávarútveginn og
landsbyggðina í drep. Og ef
þau fara ekki að átta sig á því
þá lendum við í djöfullegum
málum.“
Guðmundur Smári sagði
nauðsynlegt að endurskoða
fyrirkomulag veiðigjalda og
benti á að nú væri svo komið
að ákveðnar fisktegundir
borgaði sig ekki að sækja í:
„Það er of dýrt að veiða þær
og það fæst of lítið fyrir þær,
og ofan á það þurfum við að
borga háa skatta.“ Hann tók
ufsa sem dæmi: „Hann mun
ekki verða veiddur nema fyrir
hluta af kvótanum. Að byggja
upp auðlindir, passa þær og
skattleggja þær, með þeim af-
leiðingum að enginn getur
notfært sér þær, það er mjög
sérstök pólitík.“
Hann sagði að útgerðin ætl-
aði ekki að sækja neitt til
stjórnvalda, en þau þyrftu að
átta sig á því að aðgerðir
þeirra hefðu afleiðingar víða.
„Einhverjir standa þetta af
sér en aðrir ekki. Smærri
byggðir og smærri
fyrirtæki munu
fara í kaf, það er
ekki flóknara,“
sagði fram-
kvæmdastjóri
G.RUN.
Morgunblaðið ræddi af
sama tilefni við Jens Garðar
Helgason, formann Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi,
SFS, og hann sagði alla staði á
landinu hafa „fundið fyrir lé-
legri afkomu burðarfyrirtækja
í sínu sveitarfélagi. Þegar við
bætist að verið er að greiða
veiðigjald, sem byggist á af-
komu ársins 2015, sem var
gott ár í sjávarútvegi, er aug-
ljóst að það mun mörgum
blæða víða um land. Veiði-
gjaldið er orðið hættulegt
mörgum útgerðum. Það er
bara staðreynd sem ágætt
væri að stjórnvöld færu að
taka tillit til.“
Jens Garðar benti á að rúm-
lega 98% af sjávarafurðum
væru fluttar út á alþjóðlegan
markað. „Á þeim markaði
stjórnum við ekki verðinu og
getum ekki einfaldlega hækk-
að verð í samræmi við kostn-
aðarhækkanir hér heima, eins
og hækkun veiðigjalds, hækk-
un launakostnaðar, hækkandi
olíuverð og helmings hækkun
kolefnisgjalds svo nokkrir lið-
ir séu nefndir,“ sagði hann.
Formaður SFS benti einnig
á að stjórnvöld þyrftu að hafa
á bak við eyrað að það væri
ekki bara sjávarútvegurinn
víða um land sem liði fyrir
þessa stöðu, heldur treysti
mikill fjöldi annarra fyrir-
tækja á stöndugan sjávar-
útveg. Hann sagði að samtökin
hefðu margoft varað við þeirri
þróun sem orðið hefði vegna
hærri veiðigjalda. Héldi svo
fram sem horfði myndu veiði-
gjöldin bíta enn fastar „og
hvað þá mun gerast held ég að
sé öllum ljóst sem á annað
borð vilja vita það,“ sagði
hann.
Kristján Þór Júlíusson sjáv-
arútvegsráðherra hefur
brugðist við skýrslu Deloitte
með því að segja að taka verði
niðurstöður hennar alvarlega.
Nauðsynlegt sé að horfast í
augu við þessa þróun, „annað
væri ábyrgðarlaust“.
Óhætt er að taka undir þau
orð, en þeim verða að fylgja
athafnir af hálfu stjórnvalda.
Þau verða að standa af sér
ábyrgðarlaust tal þeirra sem
lengi hafa haft horn í síðu
sjávarútvegsins og lands-
byggðarinnar og tryggja sjáv-
arútveginum það umhverfi að
hann geti dafnað og verið
áfram sá máttarstólpi í at-
vinnulífinu sem hann hefur
verið.
Ofurskattur á sjáv-
arútveg er farinn að
ógna fyrirtækjum
og landsbyggð }
Samdráttur
M
argaret Thatcher hafði einu
sinni á orði að alvöruleiðtogi
þyrfti ekki að ganga um og
segja öllum að hann væri leið-
togi, meinti að verkin myndu
tala ef um alvöruleiðtoga væri að ræða.
Þetta á ágætlega við um stjórnmálin. Þeir
eru til sem hafa mótað sér sterka hugmynda-
fræði, vinna eftir henni og láta verkin tala. Síð-
an eru þeir sem nota frasa, tala mjög mikið um
hvernig þær sjái hlutina fyrir sér, hvernig þeir
ætli sér að gera hitt og gera þetta, hvernig þeir
sjálfir séu í raun betri en allir aðrir og þannig
mætti áfram telja. Það þarf varla að taka fram
að þeim síðarnefndu verður alla jafna lítið úr
verki, jafnvel þótt þeir látið mikið fyrir sér fara
í umræðunni.
Það er til að mynda mjög auðvelt að tala fyr-
ir svokölluðum kerfisbreytingum án þess þó að
lyfta litlafingri í því að taka á kerfinu þegar þess þarf eða
stuðla að umfangsmiklum breytingum. Það er líka mjög
auðvelt að segja sjálfan sig tala fyrir „almannahags-
munum“ en ekki „sérhagsmunum“ og reyna þannig að
stilla þeim sem kunna að vera ósammála þér upp við vegg.
Enn auðveldara er að tala fyrir frjálslyndi án þess þó að
vera sérstaklega frjálslyndur í verki.
Þeir sem tala fyrir hærri sköttum, auknum umsvifum
hins opinbera, auknum eftirlitsiðnaði og auknu reglu-
verki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. Jafn-
vel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem
kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skugg-
ann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum
degi.
Frasinn um almannahagsmuni gegn sér-
hagsmunum er ekki jafn innihaldsríkur og
hann er langur. Eru það almannahagsmunir
að hækka skatta á tilteknar atvinnugreinar ef
ske kynni að þeim gengi vel? Eru það almennt
almannahagsmunir að hækka skatta og halda
að ríkið geti varið fjármagninu betur en þeir
sem á hverjum degi vinna hörðum höndum að
því að skapa verðmæti? Eru það almanna-
hagsmunir að auka skriffinnsku, fjölga reglu-
gerðum og auka afskipti ríkisins af daglegu
lífi bæði almennings og atvinnulífisins?
Með einföldum hætti mætti skipta stjórn-
málaviðhorfum upp í tvennt; annars vegar þá
sem vilja háa skatta og aukin umsvif hins
opinbera og hins vegar þá sem vilja lækka
skatta og minnka umsvif hins opinbera. Þetta er vissu-
lega einföldun því stjórnmálin fjalla um margt annað, en
engu að síður er tekist á um þessi grunnatriði með reglu-
bundnum hætti. Þá kemur í ljós hverjir það eru sem eru
frjálslyndir í raun og hverjir segjast bara vera frjáls-
lyndir. Og þá kemur líka í ljós hverjir hafa talað í innan-
tómum frösum án nokkurrar innistæðu.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Innantóm orð
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ekki kemur til greina aðleggja á ný samræmdkönnunarpróf á vegumMenntamálastofnunar
fyrir þá nemendur Garðaskóla í
Garðabæ sem upplifað hafa tvö mis-
lukkuð próf undanfarna daga. Stjórn-
endur skólans áskilja sér jafnframt
rétt til að meta það í næstu atrennu
hvort þeir taki þátt í að leggja sam-
ræmd könnunarpróf fyrir nemendur
skólans. Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu sem Brynhildur Sigurðardóttir
skólastjóri hefur birt á vef skólans.
„Með þessu erum við ekki að taka
neinar varanlegar ákvarðanir til
framtíðar, en það er alvarleg staða
uppi sem nauðsynlegt er að lagfæra,“
sagði Brynhildur í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hún segir að sú
afstaða að prófin verði ekki lögð fyrir
nemendur að nýju í vor sé í samræmi
við ummæli Þorsteins Sæbergs, for-
manns Skólastjórafélagsins. Fullur
stuðningur sé við þessa afstöðu með-
al kennara, nemenda og foreldra.
„Að mínu mati og flestra kennara
eru þessi próf mjög mikilvæg og þau
ættu að gegna hlutverki á skilum
skólastiga,“ segir Brynhildur. Á því
hafi hins vegar verið misbrestur und-
anfarin ár að þau kæmu að nægilegu
gagni. Framhaldsskólarnir hafi verið
í vandræðum með að meta upplýs-
ingar frá grunnskólum og grunn-
skólar hafi ekki verið nægilega sam-
ræmdir varðandi það hvernig þeir
útskrifa nemendur.
Reiði, kvíði og óöryggi
„Viðbrögð nemenda í kjölfar þess-
ara samræmdu prófa einkennast af
reiði, kvíða og óöryggi. Nemendum
finnst illa farið með sig og tíma sinn
því margir hafa lagt mikið á sig við
undirbúning prófanna. Sumir nem-
endur þurfa nokkurra daga aðdrag-
anda að stórum verkefnum eins og
samræmdum prófum og þeir upp-
lifðu harkalegt skipbrot vegna þeirra
tæknilegu erfiðleika sem hindruðu í
tvígang töku prófsins,“ segir Bryn-
hildur.
Hún segir að stjórnendur Garða-
skóla geri kröfu um að nú sé staldrað
við og farið í róttæka endurskoðun á
framkvæmd rafrænna samræmdra
könnunarprófa Menntamálastofn-
unar. Í yfirlýsingunni á vef skólans
er einnig vísað til fyrri athugasemda
frá Garðaskóla um innihald og upp-
byggingu samræmdra könnunar-
prófa. „Við gerum alvarlega athuga-
semd við að ekki hafi verið tekið tillit
til þeirra athugasemda sem við send-
um Menntamálastofnun eftir prófin
vorið 2017,“ segir þar.
„Alræmd próf“
Brynhildur segir að mikil ólga sé á
meðal nemenda Garðaskóla og for-
eldra þeirra vegna þeirra mistaka
sem orðið hafa við framkvæmd sam-
ræmdu prófanna. Ólgan og óánægjan
virðist vera mjög útbreidd. Skiptar
skoðanir eru meðal kennara um
framhaldið. Sumir kennarar vilja al-
farið hætta við öll samræmd próf til
frambúðar. Einn þeirra er Ingvi
Hrannar Ómarsson sem birti pistil
um málið á bloggsíðu sinni þar sem
hann talar um samræmd prófi sem
„alræmd próf“.
„Það er mín trú að tæknin hafi
ekki brugðist nemendum við fyrir-
lögn samræmdra prófa, heldur
bjargað þeim. Fyrirlögnin á miðviku-
dag var dauði samræmdra prófa og
föstudagurinn var viðeigandi jarðar-
för,“ segir hann. Ingvi Hrannar segir
ennfremur að samræmdu prófin séu
hamlandi fyrir skólaþróun og þess
vegna eigi að leggja þau af. Treysta
eigi kennurum til þess að þróa
kennsluhætti til framtíðar en ekki
fortíðar.
Prófin ekki endur-
tekin í Garðaskóla
Morgunblaðið/Hari
Ólga Viðbrögð nemenda í kjölfar mistaka við samræmd próf í síðustu viku
inkennast af reiði, kvíða og óöryggi, segir skólastjóri Garðaskóla.
Tvö af þremur samræmdum próf-
um Menntamálastofnunar sem
lögð voru fyrir 4.300 nemendur í
9. bekk grunnskóla í vikunni sem
leið misheppnuðust og varð að
hætta við þau í miðjum klíðum.
Þetta voru prófin í ensku og ís-
lensku. Stærðfræðiprófið gekk
hins vegar hnökralaust fyrir sig.
Prófin voru rafræn þriðja árið í
röð. Menntamálastofnun sagði í
yfirlýsingu í gær að bandaríska
fyrirtækið Assessment Systems,
þjónustuaðili prófakerfisins, hefði
viðurkennt að mistök í uppsetn-
ingu evrópsks gagnagrunns
stofnunarinnar hefðu truflað
próftökuna. Gengið hefði verið frá
ráðningu óháðs aðila til að fara
yfir ferlið í heild sinni og leiða í
ljós hvort eitthvað í undirbúningi
stofnunarinnar hefði mátt betur
fara. Menntamálastofnun hefur
einnig lagt til að kallaður verði
saman sérfræðihópur sem hefði
eftirlit með framkvæmd sam-
ræmdra könnunarprófa.
Óháður aðili
kallaður til
SAMRÆMDU PRÓFIN