Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 9 1 8 RENAULT KANGOO DÍSIL, 1,5 L, 90 HESTÖFL. NÚ Í FYRSTA SINN SJÁLFSKIPTUR Verð:2.379.000 kr. án vsk. 2.950.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT KANGOO RAFBÍLL NÝ STÆRRI RAFHLAÐA - 33 KWH UPPGEFIN DRÆGNI 270 KM** Verð:3.750.000 kr. *M ið að vi ð up pg ef na r tö lu r fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri / ** S am kv æ m tu pp ge fn um tö lu m fra m le ið an da um dr æ gn iv ið be st u m ög ul eg u að st æ ðu r (N E D C ). RENAULTKANGOO TVÆRNÝJUNGAR Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði og ríkulegum búnaði. Nú bjóðum við tvær spennandi nýjungar á þessum vinsæla sendibíl. Kangoo með dísilvél og sjálfskiptingu og Kangoo EVmeð stærri rafhlöðu. www.renault.is 100% RAFMAGN Alls bárust rúmlega 50 umsóknir um fjögur störf flugliða um borð í nýrri Dornier 328 vél, sem Flug- félagið Ernir hefur fest kaup á og er væntanleg til landsins upp úr miðjum apríl. Hörður Guðmunds- son, forstjóri Ernis, segist frekar vilja tala um öryggisverði en flug- freyjur eða flugþjóna í þessu sam- bandi þar sem engar veitingar verði til sölu um borð, enda flug- leiðir yfirleitt stuttar. Nýja flugvélin tekur 32 farþega og segir Hörður að samkvæmt reglugerðum bætist öryggisvörður eða flugliði við í áhöfn með 20. far- þeganum. Hann segir að nýja vélin kosti um þrjár milljónir dollara eða um 300 milljónir króna. Þegar búið verði að þjálfa mannskap á vélina og kaupa nauðsynlegan búnað í hana og á jörðu niðri verði kostnaður- inn hátt í 400 milljónir króna. Nú er Ernir með í rekstri fjórar Jet- stream- skrúfuþotur og taka þær 19 farþega. Hörður segir að í sumar verði þær vélar og Dor- nier-vélin reknar samhliða. Í haust verði staðan metin, en hugsanlega verði staðan þannig eftir tvö ár að fyrirtækið verði með tvær Dor- nier-vélar og tvær Jetstream. aij@mbl.is Dornier 328 Flugvél sömu gerðar og Flugfélagið Ernir er að kaupa. 50 umsóknir um 4 stöður flugliða  Ernir fær nýja Dornier 328 vél eftir mánuð  Kostnaður um 400 milljónir Hörður Guðmundsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna krefjast kerfisbreytinga við gerð nýrra kjarasamninga. Að öðrum kosti verði krafist sömu hækkana og hjá kjararáði. Dugi það ekki verði verkfallsvopnið dregið fram. Um þetta séu hann og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, og Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Efl- ingar, samstiga. Þau hafi rætt þessi sjónarmið á fundum undanfarið. Með kerfisbreytingum vísar Ragnar Þór í fyrsta lagi til grund- vallarbreytinga á vaxta- og lána- kerfinu. Með afnámi verðtryggingar og banni við jafngreiðslulánum verði sjálfkrafa stuðlað að vaxtalækkun. Almenningur muni ekki lengur hafa efni á vöxtunum og bankar því verða að lækka þá svo einhver eftirspurn verði eftir íbúðalánum. Í öðru lagi þurfi að taka upp þrepaskiptan per- sónuafslátt og réttlátara skattkerfi. Í þriðja lagi þurfi að stytta vinnuvik- una og auka framleiðni. Gætu skipt gríðarlegu máli „Þetta eru risastórar kerfisbreyt- ingar sem þurfa ekki að kosta mikið fé, sérstaklega ekki fyrir atvinnulíf- ið, en gætu skipt gríðarlega miklu máli fyrir fólkið okkar. Annaðhvort þarf að fara einhverja svona leið, og fá stjórnvöld og atvinnulífið í lið með okkur, eða fara þá einu leið sem okk- ur verður þá fær sem er að krefjast sömu hækkana og kjararáð og þá fer allt á hliðina. Ef menn eru til- búnir að setjast niður og ræða kerfisbreytingar væri það farsæl- asta lausnin. Best væri að gera lang- tímasamning,“ segir Ragnar Þór. Þarf ekki að kosta neitt Spurður hvort til séu fjármunir til að uppfylla kröfur verkalýðsforingja um grundvallarbreytingar á lána- kerfinu segir Ragnar Þór að „það kosti ekkert að lækka vexti“. „Það þarf heldur ekki endilega að kosta mikið að breyta skattkerfinu. Það er ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort hún vill breyta kerfinu og vinda ofan af þróun undanfarinna ára. Það er hennar að ákveða hvort hún vill fara í þessar skattkerfis- breytingar með 0-lausn eða setja eitthvað af afgangi af fjárlögum til að fjármagna innspýtingu í skattkerfið. Slík innspýting kæmi fyrirtækjum vel. Innspýting með vaxtalækkun myndi líka gagnast fyrirtækjum vel og gera þeim kleift að gera betur við starfsfólk,“ segir Ragnar Þór. Með 0-lausn vísar hann til aðgerða sem ekki kosta ríkissjóð fé. Ávinningur muni vega upp kostnað. „Með því að hækka persónuafslátt í þrepum munu lægri tekjuhópar fá hærri persónuafslátt en þeir hærri minni. Þeir tekjuhæstu engan en há- tekjufólk þarf ekki persónuafslátt. Með því að hækka persónuafslátt yfir línuna verður ríkið af miklum skatttekjum. Til að milda það og gera skattkerfið sanngjarnara má fara tvær leiðir,“ segir Ragnar Þór. „Annars vegar með tilfærslu í skatt- kerfinu með þrepaskiptingu. Hins vegar má fjármagna slíka aðgerð með öðrum leiðum eins og auðlinda- gjaldi, hátekju- og fjármagnstekju- skatti eða blanda þessu saman.“ Ferðaþjónusta hugsi sinn gang Haft var eftir Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni Íslandshótela, í Morgunblaðinu í gær, að launakröf- ur nýrra verkalýðsforingja væru óraunhæfar. Vegna aukins launa- kostnaðar væru sum hótel til dæmis farin að útvista ræstingu. Spurður um þetta sjónarmið segir Ragnar Þór að milliliðir hirði drjúg- an hluta launa starfsmanna hjá starfsmannaleigum sem taka að sér útvistun af þessu tagi. Slík starfsemi geti haft ýmis einkenni mansals. Hann segir aðspurður það geta verið jákvætt að stuðla að frjálsri för vinnuafls. Hins vegar verði réttindi vinnufólks að fylgja slíkum kerfis- breytingum. Nú sæti milliliðir lagi og selji út starfsfólk sem hefur tak- mörkuð réttindi. Slíka starfsemi þurfi að stöðva. Kerfinu verði breytt ellegar verði verkföll  VR krefst lægri vaxta  Tekið verði á starfsmannaleigum Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.