Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 13
AFP Heimsvandamál Verkamenn í Shantou í Kína afferma flutningabíl með raftækjaúrgangi í ágúst 2014. Kína var árum saman helsta móttökuland heimsins fyrir endurvinnanlegt sorp, en í janúar sl. var bannað að flytja inn ákveðna gerð af sorpi og fengu evrópsk og bandarísk fyrirtæki aðeins hálfs árs svigrúm til að gera aðrar ráðstafanir til að finna nýja urðunarstaði fyrir sístækkandi ruslahauga. stundum finnst manni raunar að svo sé. Okkur er einfaldlega misboðið og hefur verið lengi,“ segir Hólmar og tal- ar fyrir sína hönd og annarra sjálf- boðaliða í viðgerðarbyltingunni, sem hann hefur forgöngu um og hefst með Restart vinnustofu í anda Restart Project vinnustofa í London og víðar í Evrópu. „Við bjóðum fólki að koma með biluð rafmagns- og rafeindatæki og fá leiðbeiningar sérhæfðra sjálfboðaliða um hvernig það getur sjálft gert við tækin. Markmiðið er að lengja líftíma tækjanna, en ekki síst að sporna gegn ótímabærri sóun. Raftækjaúrgangur í heiminum tvöfaldaðist á árunum 2009 til 2014 og hefur stóraukist síðan. End- urvinnsla flókinna snjalltækja, sem endast alla jafna ekki meira en tvö ár, er kostnaðarsöm og umhverfisálagið gríðarlegt. Til dæmis er talið að 13 tonn af vatni þurfi til að búa til einn farsíma – það eru býsna margar kló- settsturtanir.“ Restart Ísland hópurinn verður með vinnustofur þar sem FabLab hef- ur aðstöðu í Verkmenntaskólanum á Akureyri, en þær eru þó hvorki á veg- um VMA né Háskólans á Akureyri þar sem Hólmar er framkvæmdastjóri á háskólaskrifstofunni. „Sjálfur hef ég lítið vit á öllum þessum tækjum, en hef gaman af alls konar reddingum og vil geta bjargað mér með að gera við hlut- ina. Hins vegar eru sjálfboðaliðarnir, sem ég hef þegar fengið til liðs við mig sérfræðingar, hver á sínu sviði; tölv- unarfræðingur, rafvirki og sjálflærður snillingur, sem allt leikur í höndunum á,“ segir Hólmar og nefnir í framhjá- hlaupi að hópurinn vilji gjarnan fá fleiri leiðbeinendur, sem búi yfir tæknilegri hæfni á ýmsum sviðum, til að leggja góðu málefni lið. Einkaframtak og góðgerðarstarf Restart vinnustofan er einka- framtak og góðgerðarstarf sem hvorki Hólmar né hinir sjálfboðaliðarnir hagnast á um eina krónu. Þvert á móti gefa þeir bæði vinnu sína og tíma. Slíkt hið sama gerði sá sem hannaði vefsíð- una, www.restarticeland.org og allt kynningarefnið. Margir hafa lagt mál- inu lið. „Við fengum styrk frá Akur- eyrarbæ og Gámaþjónustunni og von- andi styrkja okkur fleiri stofnanir og fyrirtæki þegar fram líða stundir til að hægt verði að fjölga vinnustofum og breiða út boðskapinn. Við erum reiðubúin til að miðla þekkingu okkar og hjálpa til að koma á laggirnar sam- bærilegum vinnustofum hvar sem er á landinu,“ segir Hólmar, sem kynntist Restart verkefninu á Bretlandi í sum- ar og setti í samband við forsprakka þess til að forvitnast um fyrir- komulagið. „Vinnustofurnar eru ókeypis og öllum opnar. Sumt má laga í einni heimsókn en við gerum allt eins ráð fyrir að fólk komi í tvö skipti með hvert tæki. Annars vegar til að fá mat leið- beinanda og aðstoð við að panta vara- hluti, oftast á netinu, og hins vegar til að gera við tækin undir hans leiðsögn. Neytendur hafa áratugum saman fleygt biluðum raftækjum, enda borg- ar sig ekki að láta gera við þau þar sem tími iðnaðarmanns kostar einfaldlega of mikið. Öðru máli gegnir ef maður getur gert við þau sjálfur. Stundum nægir að ryksuga innan úr tölvunni eða skipta um kæliviftu til að hressa hana við og auka líftímann. Þá getur verið laus snúra sem þarf að lóða fasta. Í stuttu máli þá hjálpum við fólki að lífga tækin sín við, skipta um skjái, takka og tengi ásamt því að hreinsa til dæmis viftur og hleðslutengi. Einnig hjálpum við fólki að uppfæra harðan disk eða stækka minni svo fátt eitt sé talið,“ segir Hólmar um viðgerða- vinnu sem Restart hópurinn réttir fólki hjálparhönd við. Margþættur ávinningur „Við rennum eiginlega blint í sjóinn,“ svarar hann þeg- ar hann er spurður um hvers konar tæki séu líklegust til að rata inn á vinnustofurnar ásamt eigendum sín- um. Giskar samt á að töluvert verði um snjallsíma, en einnig alls konar minni heimilistæki eins og hrærivélar, kaffi- vélar, brauðristar og þvíumlíkt. „Bil- uðum þvottavélum, ísskápum og öðr- um stórum tækjum getum við því miður ekki sinnt, að minnsta kosti ekki til að byrja með.“ Hólmar ítrekar að ávinningurinn af að gera sjálfur við raftækin sín sé margþættur. Fyrir utan að spara pen- inga og stuðla að náttúruvernd sé bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í vinnustofum með fólki sem er ekki sama um umhverfi sitt. Sjálfur ætlar hann að mæta á með tiltölulega nýlegt samlokugrill og tveggja og hálfs árs gamlan snjallsíma með rafhlöðu sem er að syngja sitt síðasta. Langt um aldur fram eins og flest nútíma rafeindatæki. „Tími 50 ára raftækjanna kemur vafa- laust aldrei aftur en með því að gera við og láta framleiðendur vita að okkur er ekki sama og kaupa frekar ending- arbetri tæki leggjum við umhverfinu lið,“ segir Hólmar. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Þegar horft er fram á veginn má sjá að straumar nýrra tíma liggja í raforkumálum. Erum við tilbúin að takast á við áskoranir framtíðarinnar? Vorfundur Landsnets verður haldinn á Hilton Nordica, miðvikudaginn 14. mars kl. 09:00 - takið daginn frá. Nánar á www.landsnet.is NÝIR TÍMAR Á heimasíðu Restart Ísland, www.restarticeland.org, segir m.a.:  Rannsóknir sýna að margt af því sem við erum að henda er bil- að vegna minniháttar bilunar sem auðvelt er að gera við en borgar sig ekki að fara með á verkstæði til viðgerða.  Vinnustofur Restart Íslands eru í anda Restart Project vinnu- stofa í London, þar sem staðið er fyrir þriggja klukkustunda löngum vinnustofum þar sem sjálfboðaliðar með tæknilega hæfileika hjálpa þátttakendum við að viðhalda raftækjum, án nokkurs kostnaðar.  Verkefnið er algjörlega rekið á góðgerðarformi með styrkjum frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem líta jákvætt til áhrifa þess.  „Restart verkefni vinnur bæði að umhverfisvernd og einnig gegn sívax- andi tilhneigingu raf- tækjaframleiðenda sem gera vörurnar sínar úreltar og hvetja viðskiptavini sína til að endurnýja vörur sínar í sífellu.“ Tony Roberts, framkvæmdastjóri Restart Project UK. Vinna gegn sóun RESTART ÍSLAND Bilað Samlokugrill sem á erindi á Re- start vinnustofuna. „Fyrir utan að spara peninga og stuðla að náttúruvernd er bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt að taka þátt í vinnustofum með fólki sem er ekki sama um umhverfi sitt.“ Restart Ísland hópurinn verður með vinnustofu kl. 17 – 20 í kvöld, miðvikudaginn 14. mars, í FabLab- aðstöðu Verkmenntaskólans á Ak- ureyri. Næsta vinnustofa verður kl. 18 – 21, miðvikudaginn 11. apríl á sama stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.