Morgunblaðið - 13.03.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 13.03.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 AF DANSI Nína Hjálmarsdóttir ninahjalmars@gmail.com Únglingurinn í Reykjavík er dans- og sviðslistahátíð sem nú er haldin hér í borg. Það er Reykjavík Dance Festival sem stendur að baki hátíð- inni og er hún þróuð í samvinnu við listrænt teymi ungmenna á aldr- inum 16-25 ára. Fjölbreyttir við- burðir eru í boði – sýningar, vinnu- stofur, umræður, gjörningar og útgáfur. Hátíðin er rými fyrir ungt fólk að tala saman, og tækifæri fyrir þau að skapa vettvang sem er algjörlega þeirra. Unglingar eru á sviðinu, baksviðs, í áhorfendahópnum, í partíum, í sundlauginni, og um alla borg. Stelpur taka pláss Stemningin í Vesturbæjarlaug á föstudagskvöldið var öðruvísi en fastagestir eiga að venjast. Í sund- laugapartíi Únglingsins dillaði fólk sér í lauginni við japanska tóna plötusnúðsins SAKANA og svalaði þorstanum með djús eftir gufuna. Það væri ekki vitlaust af sundlaug- inni að gera þetta að mánaðarlegum viðburði, fleyta fólki inn í helgina með góðu partíi. Verkið „Les Coquettes“ var frumsýnt á fimmtudaginn í Lista- safni Reykjavíkur, en það er samið og flutt af níu stelpum. Það tekur á staðalímyndum í nútímasamfélag- inu, þar sem feðraveldið er sífellt að reyna að stjórna konum, segja þeim hvernig þær eiga að vera. Stelp- urnar mynda sterka heild, í rauðum fötum með svarta hárkollu og sól- gleraugu – og hafa hnefann á lofti. Kóreógrafían, tónlistin og lýs- ingin minnir á klúbba og tónlistar- myndbönd og passar við veruleika ungmenna í dag. Heim þar sem ein- staklingurinn kemur sér á framfæri með líkamanum og með því að búa sér til ímynd og safna ,,lækum“. Í hljóðmyndinni má heyra ljóð Mayu Angelou „Still I Rise“ sem setur verkið í stærra sögulegt samhengi og þá sérstaklega í ljósi femínískra byltinga síðustu ára. Í verkinu velta stelpurnar upp spurningum um kynþokka kvenna og bjóða áhorfendum að fara í sjálfsskoðun á eigin fordómum. Þær sviðsetja atriði úr kvikmynd þar sem konur heilla karlmenn, endur- taka og ýkja, og brátt verður það sem þótti eðlilegt í kvikmynd óþægilegt á sviði. Þessar stelpur eru komnar til að taka pláss, vera eins og þær vilja, vera druslur ef þær vilja og dansa eins og þær vilja. Þær lýsa yfir heilögu systralagi og gefa feðraveldinu fingurinn. Tengslin einlæg og sterk „Allar mínar systur“ “ var einnig frumsýnt síðasta fimmtudag Halló, við erum hér! í Listasafni Reykjavíkur. Verkið er eftir Önnu Kolfinnu Kuran og er flutt af FWD Youth Company, sex stelpum á menntaskólaaldri. Verkið er einskonar athöfn, innblásið af femínískri útópíu og hugmynda- fræði nornamenningar. Áhorfendur ferðast frjálsir um rýmið á meðan dansararnir leiða þá inn í hug- leiðslu. Afstaða áhorfandans er í fyrirrúmi, dansararnir leika sér með meðvirkni hans, og maður spyr sig hvað þýðir að vera áhorfandi. Í slíkum aðstæðum fær hver gjörð meira gildi, maður fylgist með öll- um í salnum og hegðun þeirra, og því verða áhorfendur á einhvern hátt líka flytjendur. Danshópurinn stóð sig ákaflega vel og náði að skapa áhrifarík augnablik – þar sem hápunkturinn var öskurkór, tónverk úr hyldýpum kvenlegra barka. „Hlustunarpartý“ er verk þar sem unglingar bjóða áhorfendum í partí í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu. Þar er hlustað á uppáhaldslögin þeirra og hafa þau samið atriði fyrir hvert lag. Höfundur verksins er Ásrún Magnúsdóttir, ásamt hópnum. Í verkinu hverfur áhorfandinn inn í heim flytjendanna og finnur fyrir fortíðarþrá eftir eigin unglings- árum. Krakkarnir eru hispurslausir, eru ekki feimin að tjá skoðanir sín- ar og óumræðilega svalari en „full- orðna fólkið“. Heimurinn sem þau skapa er afslöppuð partístemning, fjórði veggurinn brotnar og tengslin milli áhorfanda og flytjenda verða einlæg og sterk. Tónlist opnar dyr beint að hjartanu og þegar við bæt- ist orka þrjátíu unglinga hrífur „Hlustunarpartý“ áhorfandann sannarlega með sér í dansi, söng og stuði. Mörkin þurrkast út milli tón- listar og sviðslistar, leikara og ung- lings að vera hann sjálfur á sviði, skáldskapar og raunveruleika. Það dregur fram samkennd og lætur okkur hugsa um hina innstu mann- legu þörf – að tilheyra. Kraftmikil og meðvituð Hátíðin Únglingurinn í Reykja- vík skapar margvísleg hugrenn- ingatengsl, sem er gott. Hver er ábyrgð listamanna, er það að gefa þeim rödd sem ekki hafa? Ungling- ar hafa ekki kosningarétt og eiga að lúta valdi fullorðinna. Sumir halda því fram að unglingar séu límdir við símaskjáinn og eigi eftir að öðlast getu og vit til þess að vera virkir samfélagsþegnar. En unglingarnir á Únglingnum eru kraftmiklir og meðvitaðir, virtust vera lausir við fordóma og vinsældakeppnir. Krakkar í dag eru að alast upp í krafti mikilla samfélaglegra breyt- inga, þar sem sannleikurinn skiptir ekki lengur máli heldur hvernig ein- staklingurinn framsetur sig. Um leið eru þau, og við öll, að upplifa stórkostlegar femínískar byltingar sem og endurskoðun á orðræðu og hegðun. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi kynslóð kemur til með að verða. Það er aðdáunarvert að fylgj- ast með því hvernig Reykjavík Dance Festival hefur á undan- förnum árum sýnt frumleika í verk- efnavali, lagt áherslu á samfélags- sviðslistir og gefið ungu fólki rödd. Hátíðin sýnir vel hvað sviðslistir eiga auðvelt með að ná til mismun- andi hópa, gefa þeim rödd og pláss. Ungt fólk hefur mikið að segja og það er mikilvægt að gefa þeim vett- vang til þess að tjá sig – og að á þau sé hlustað. Hátíðinni lýkur 17. mars. » Það er aðdáunar-vert að fylgjast með því hvernig Reykjavík Dance Festival hefur á undanförnum árum sýnt frumleika í verkefnavali, lagt áherslu á sam- félagssviðslistir og gefið ungu fólki rödd. Sundlaugarpartí Les Coquettes flytja samnefnt verk á bakka Vesturbæjarlaugar. Þar var „öðruvísi stemning“. Ljósmyndir/Owen Fiene Nornamenning „Allar mínar systur“ eftir Önnu Kolfinnu Kuran í Listasafni Reykjavíkur var innblásið af „hugmyndafræði nornamenningar.“ Atvinnublað alla laugardaga mbl.is Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.