Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  66. tölublað  106. árgangur  NETIÐ BÆÐI HIMNASENDING OG SKAÐVALDUR HÚMORINN FLYTUR MANN LANGT FUNDUR UM ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ÞORSTEINN ÁRNASON 12 MÁLIN RÆDD Á KANARÍ 11JÓN HILMAR 26 Sjálfstæðismenn voru glaðir í bragði og sáttir eftir kraftmik- inn og jákvæðan landsfund sem haldinn var í Laugardalshöll um helgina. Konur létu að sér kveða og náðu góðri kosningu í málefnanefndir flokksins sem og forystu. Landsfundargestir höfðu það á orði að þetta væri jákvæðasti fundurinn eftir hrun. Nýhafið kjörtímabil á Alþingi og komandi kosningabar- átta á sveitarstjórnarstigi setur svip sinn á starf flokksins sem gengur jákvæður og bjartsýnn til kosninga að sögn Bjarna Benedikssonar, formanns flokksins. »4 og 16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjartsýni ríkir hjá yngstu forystusveit í sögu Sjálfstæðisflokksins „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand vega að undanförnu og segir ráðherra mikilvægt að tekið sé heild- sætt á málum en ekki með skyndiað- gerðum. Nú sé unnið að samgöngu- áætlun sem eigi að ríma við ríkisfjármálaáætlun. Samkvæmt gögnum sem liggi fyrir þurfi minnst 160-170 milljarða króna í nauðsyn- legar framkvæmdir og jafnvel meira. Sigþór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar Colas, segir í viðtali við Morgunblaðið að sér þyki sorg- legt að sjá hve bágt ástand sé víða og þar megi litlu viðhaldi kenna um. Krónunni hafi verið kastað fyrir aur- inn og dýrkeyptar afleiðingar þess séu nú að koma í ljós. »6 Vegakerfið þarf 170 milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Ákall um úrbætur víða frá. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við fram- haldsskóla að þeir sníði mæting- arreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki. Í tilkynningu frá skólaráði Menntaskólans við Reykjavík segir að nemendum yfir 18 ára verði ekki lengur gert skylt að framvísa læknisvottorði vegna veikinda sem vara í fimm daga eða skemur. Að- eins þurfi að hafa með sér miða „undirritaðan af aðstandanda“ sem staðfesti veikindin. Það sama gildi því nú um nemendur sem náð hafi átján ára aldri og þá sem yngri eru. Traust verði lagt á nemendur Óskar Sesar Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta engu breyta um að heilsu- gæslan skrifi vottorð fyrir þá sem telja sig þurfa og vottun alvarlegri veikinda breytist ekki. „Það er eðlilegt að fólk sé frá í nokkra daga á ári. Þetta er hósti, kvef og annað slíkt sem við erum að tala um. Við töldum að starf okkar væri kannski betur nýtt til annarra verka en að votta þessi veikindi og ræddum við skólayfir- völd hvort það væri ekki til betri leið, t.d. hvort það væri ekki hægt að treysta nemendum sjálfum fyrir þessu,“ segir hann, umrædd vott- orð njóti þó sérstöðu. „Það eru mörg vottorð sem er mikilvægt að aðeins séu gefin út af læknum en það eru einstaka vott- orð sem við teljum að annaðhvort þurfi ekki að gera eða að aðrir geti gert. Þetta er fyrst og fremst á hendi skólayfirvalda en við töldum að ef það væri hægt að gera þetta með einhverjum öðrum hætti, þá væri það kannski skynsamlegt. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, nýta starfskraftinn betur og sinna helst þeim sem þurfa mest á því að halda,“ segir Óskar og nefn- ir að ráðstöfunin sé beinlínis hluti af gæðastjórn heilsugæslunnar. Engin mótstaða hjá skólunum Spurður hvort beiðnin hafi mætt mótstöðu hjá einhverjum skóla- stjórnendum, segir Óskar að læknar hafi ekki heyrt nein mót- mæli. „Ég veit ekki hvernig þetta fer og hef ekki heyrt neikvæðar raddir úr þeirra röðum,“ segir Óskar. „Í okkar gæðavinnu höfum við gengið út frá því að vera allavega ekki að sinna verkefnum sem eru ónauðsynleg. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við töldum mögu- lega mega missa sín,“ segir hann. Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki  Heilsugæslan mælist til þess að skólarnir breyti reglunum Morgunblaðið/Eggert Heilsugæsla Hugmyndin er liður í gæðastjórnun heilsugæslunnar. Þegar verslunar- og þjónustufyrir- tæki auglýsa eft- ir starfsfólki í hlutastörf á yfir- vinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. Þetta kom fram í máli Margrétar Sanders, formanns Samtaka versl- unar og þjónustu, á ársfundi SVÞ í síðustu viku. Hún leggur til lækkun yfirvinnukaups gegn hækkun grunnlauna. »14 Leggur til lækkun yfirvinnukaups Margrét Sanders Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakka- sléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands um fuglamerkingar síðasta árs. Í skýrslunni er einnig fjallað um stormmáf sem fannst í Swampscott í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann hafði upphaflega verið merktur við Akureyrarflugvöll sumarið 2013. Hann hafði því ferðast 4.110 km að heiman þegar hann náðist. »10 Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.