Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 7

Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 Íslenskt barn mun verða bolta- beri á leik Íslands gegn Argen- tínu í fyrsta leik karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Rúss- landi í sumar. Börn á aldrinum 11-14 ára eru hvött til að senda myndband til bílaumboðsins Öskju, sem sýnir ástríðu barnsins fyrir knattspyrnu. Vinningshafi keppninnar mun vinna ferð með forráðamanni til Rússlands og um leið verða fyrsti boltaberi í sögu Íslands á heimsmeistaramóti. aronthordur@mbl.is Íslenskt barn verður bolta- beri á HM „Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið. Hann segir að það sem af er vertíðar hafi átta tegundir sést í flóanum, en það er met. „Það er ennþá mars og ég held að við höfum aldrei séð annan eins fjölda,“ segir Heimir, en í gær sáust höfrungar, langreyður, búr- hvalir og steypireyður í flóanum. Hann segir að búrhvalir séu afar sjaldgæf sjón í hvalaskoðun. „Ég fékk spurnir af þessu frá föður mínum þeg- ar ég var í siglingu á lítilli skútu, en ákvað að snúa af leið og ná nokkrum myndum af þessu sökum þess hversu sjaldgæf sjón þetta er,“ segir Heimir. Aðspurður segir hann aldrei hafa verið eins mikið að gera í hvalaskoðun á þessum árstíma. Mikil eftirspurn hafi verið það sem af er vetri, teg- undir aldrei verið fleiri og veðurskil- yrði mjög góð. aronthordur@mbl.is Hvalategundir hafa aldrei verið fleiri  Mikil eftirspurn eftir hvalaskoðun Hvalaskoðun Metfjöldi hvalategunda hefur verið í Skjálfandaflóa í mars. Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnsl- an tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. „Við vorum með norska skipið, Steinsund, hjá okkur í löndun á föstudaginn. Við fengum síðan eitt skip í gær, Slaaterrøy, og svo er enn eitt, Knester, væntanlegt í dag,“ segir Friðrik og bætir við að ástæð- an fyrir þessum mikla fjölda sé sú að loðnukvóti Norðmanna sé við það að klárast. Loðnuvinnslan hefur af þeim sökum tekið á móti um 10.000 tonnum af loðnu undanfarna daga. „Norðmenn eigi ekki nema 3.000 tonn eftir af um 122.500 tonn kvóta. Við höfum því tekið á móti þessum skipum í hrognatöku,“ segir Friðrik. Að löndun lokinni halda flestir bátanna að ströndum Írlands þar sem veiðar á kolmunna fara fram. aronthordur@mbl.is Taka á móti norsk- um skipum  Um 10.000 tonn af loðnu síðustu 11 daga Ljósmynd/Jónína G. Óskarsdóttir Steinsund Skipið var við höfnina á Fáskrúðsfirði seint í síðustu viku. Elsa Lára Arnar- dóttir, skrifstofu- stjóri og fyrrver- andi þingkona Framsóknar- flokksins, mun leiða lista Fram- sóknar og frjálsra í sveitarstjórnar- kosningunum á Akranesi í maí næstkomandi. Elsa Lára sat á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn á árunum 2013-2017. Hún tekur því við keflinu af Ingi- björgu Pálmadóttur sem verið hefur oddviti flokksins undanfarið kjör- tímabil. Tekur Ingibjörg nú heiðurs- sæti á listanum. Næst á eftir Elsu Láru á listanum koma svo þau Ragnar Baldvin Sæ- mundsson, verslunarmaður, Liv Åse Skarstad húsmóðir og Karitas Jóns- dóttir verkefnastjóri. Elsa Lára leiðir Fram- sókn á Skaga Elsa Lára Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.