Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Ármúli 40 // 108 Reykjavík
Sími 534 2727 // www.alparnir.is
www.alparnir.is
Góð gæði
Betra verð
20 - 50% afsl.
af skíðavörum til páska.
Skíðahjálmar og
bakhlífar 20 - 30% afsl.
Gönguskíðabúnaður 30% afsl.
Svigskíðabúnaður
30% afsl.
Fjallaskíðabúnaður. Tilboð á pakka 199.995 kr.
Skíðafatnaður 20 - 50% afsl.
Snjóbrettabúnaður 30% afsl.
Skíðapokar og skótöskur 30% afsl.
PÁSKAÚTSALA
TAKMARKAÐ
MAGN
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það kom glöggt fram á fundinum
að fólk kann að meta sinn landbúnað
og veit að hann er í fremstu röð,“
segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins og
landbúnaðarráðherra, um fund ríf-
lega 200 Íslendinga á Kanaríeyjum
um helgina. Fundir af þessu tagi
eru ekki nýir af nálinni á Kanarí-
eyjum, en Guðni segir að um fimm-
tán ára gamla hefð sé að ræða.
„Maður að nafni Sturla Þórðarson
hefur haldið uppi pólitískum fund-
um alla laugardagsmorgna hér á
Kanarí í um fimmtán ár. Fundina
kallar hann oft framsóknarfundi í
syðsta kjördæmi. Það er yfirleitt
mjög fjölmennt á þessum fundum,
en hér geta menn tekist á og rætt
málin,“ segir Guðni.
Ræddu íslenska landbúnaðinn
Nú um helgina var yfirskrift
fundarins, íslenskur landbúnaður,
en Guðni auk annarra hélt erindi á
fundinum. „Hér voru hörkumenn
með framsögur. Björn Sigurðsson,
bóndi í Úthlíð í 65 ár og sjálfstæðis-
maður, hélt ræðu. Þá var Örn Guð-
jónsson, þekktur vinstrimaður frá
Hveragerði, með erindi og að lokum
hélt ég örstutta tölu. Framsaga okk-
ar þriggja spannaði því í raun
stjórnarflokkana þrjá,“ segir Guðni
og bætir við að ræðumenn hafi tæpt
á helstu hættum sem nú steðja að
íslenska landbúnaðinum. „Erlendis
sprauta menn lyfjum og hormónum
í dýrin, en lyfjaónæmið er að verða
eitt stærsta vandamál landbúnaðar-
ins. Við fórum yfir þá sérstöðu sem
Ísland býr við, að eiga þessa stór-
kostlegu auðlind og heilbrigðustu
búfjárstofna heimsins og töldum að
aldrei mætti flytja inn hrátt kjöt til
landsins,“ segir Guðni.
Að ræðum loknum var haldin
kosning meðal fundargesta um
hvort leyfa ætti innflutning á hráu
kjöti til Íslands.
Mikil andstaða við innflutning
Guðni segir niðurstaða kosning-
arinnar hafa verið afgerandi. „Það
voru allir nema einn fundargestanna
á móti innflutningi á hráu kjöti. Þá
ákváðum við að spyrja fundargesti
hvort menn aðhylltust þá stefnu að
allar mjólkurvörur, allt grænmeti og
allt kjöt yrði framleitt á Íslandi. All-
ir greiddu atkvæði með því á fund-
inum,“ segir Guðni og bætir við að
áhugavert væri að sjá niðurstöð-
urnar ef íslenska þjóðin yrði spurð
sömu spurninga í skoðanakönnun.
Í framhaldinu risu fundargestir á
fætur og hrópuðu þrefalt húrra fyrir
íslenskum bændum. „Þetta var al-
gjörlega mögnuð stund enda sam-
koman fjölmennari en landsfundir
margra flokka heima á Íslandi,“
segir Guðni sem fer nær árlega til
Kanaríeyja og dvelur þar í um mán-
uð í senn.
Vettvangur fyrir skoðanaskipti
Hann segir fundina hafa verið
misfjölmenna í gegnum tíðina, yfir-
leitt sé mætingin þó góð. „Á fund-
unum í ár hafa verið á þriðja hundr-
að manns. Mestur var fjöldinn
þegar ég sat sem ráðherra en þá
voru um 450 manns sem mættu á
fundina. Fundirnir eru samt ávallt
vinsælir enda fá menn hér tækifæri
til að ræða málin við samherja jafnt
sem mótherja í pólitíkinni,“ segir
Guðni.
Spurður um hvort mikil andstaða
við innflutning á hráu kjöti hafi
komið honum á óvart segir hann svo
ekki vera. „Fundargestir voru,
þvert á flokkslínur, sammála um að
innflutning á hráu kjöti mætti aldrei
leyfa. Læknar og sérfræðingar hafa
margsinnis varað við þessari opnun
fyrir innflutning á erlendu kjöti sem
nú á að framkvæma. Íslenski land-
búnaðurinn er auðlind sem mun ein-
ungis verða verðmætari þegar fram
líða stundir enda mun eftirspurn
eftir hreinni matvælaframleiðslu og
fæðuöryggi aukast mikið á næstu
árum,“ segir Guðni.
Staða íslensks landbúnaðar rædd
Guðni Ágústsson meðal gesta á fjölmennum fundi Íslendinga á Kanarí Kalla samkomuna fram-
sóknarfund í syðsta kjördæmi Mikil andstaða meðal fundargesta við innflutning á hráu kjöti
Félagar Guðni ásamt Birni Sigurðssyni, bónda í Úthlíð og sjálfstæðismanni. Báðir héldu þeir tölu á fundinum.