Morgunblaðið - 19.03.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Um 3000
þjónustufyrirtæki
eru á skrá hjá
finna.is
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ég er ekki mikið fyrir aðtaka sviðið en ég hefgaman af því að segja fráog þykjast vera númer,“
segir Þorsteinn Árnason sem tókst
að stela senunni þegar þyrla Land-
helgisgæslunnar sem var að sýna í
Bolungarvík daginn fyrir sjó-
mannadag flaug skyndilega í burtu
inn Ísafjarðardjúpið til þess að
sækja Þorstein sem í daglegu tali er
kallaður Steini. Hann hafði slasast
alvarlega í mótorhjólaslysi og var
fluttur með hraði á heilsugæsluna á
Hólmavík á meðan beðið var eftir
þyrlunni.
„Þetta var ekki í fyrsta sinn
sem ég slasast á mótorhjóli. Árið
2011 slasaðist ég illa á fæti, var í tvo
mánuði á spítala og fimm mánuði
frá vinnu,“ segir Steini og lýsir slys-
inu.
„Í augnabliks athugunarleysi
missti ég einbeitinguna og þá er
voðinn vís. Ég fór af stað á ljósum
og reiknaði með að næstu ljós væru
samtengd en svo var ekki. Ég var
kominn of nálægt öðru mótorhjóli
og lét mig detta frekar en að lenda í
árekstri.“
Afleiðing fallsins var sú að ann-
ar fóturinn á Steina klemmdist milli
hjóls og kantsteins. Ökklinn og öll
ristarbeinin brotnuðu. Um tíma var
tvísýnt um hvort Steini héldi fram-
hluta á hægri fæti.
„Afleiðingar slyssins eru þær
að ég þarf að ganga í sérsmíðuðum
skóm þar sem græða þurfti nýja
húð á ristina og hún er sérlega við-
Erfitt að reiða sig á
hjálp og missa frelsi
Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi.
Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein.
Steini eins og hann er kallaður ber heilbrigðiskerfinu vel söguna hvað varðar
þjónustu vegna meiðslanna sem hann hlaut í báðum slysunum. Steini segir að
góð samskipti skipti gríðarlegu máli í bataferlinu og gott sé að grípa til húmorsins.
Þrautseigur Steini með hönd í fatla nýkominn úr veiði með syni sínum.
Væntumþykja Dóttirin Þóra og dótturdóttirin Bergþóra Lind í heimsókn.
Sýnishorn fagna vorjafndægri annað
kvöld. þriðjudag. Á vorjafndægri eru
dagur og nótt jafnlöng um alla jörð.
Í tilefni vorjafndægurs heldur Sýn-
ishorn sitt fyrsta Heimshornakvöld í
samstarfi við Kakó með Kamillu.
Á Heimshornakvöldinu verður gest-
um undir stjórn Kamillu Ingibergs-
dóttur, boðið í kakóhugleiðslu með
kakói frá Gvatemala undir ljúfum tón-
um úr kristalsskálum og amalakrist-
öllum frá ýmsum heimshornum.
Kamilla Ingibergsdóttir jógakennari
hefur stundað jóga og hugleiðslu um
árabil . Hún kynntist kakóinu frá
Gvatemala fyrst 2016 og hefur síðan
farið fjórum sinnum til kakólands til
að kynna sér krafta kakóplöntunnar
betur. Hún skipuleggur endurnærandi
ferðir til San Marcos við Atitlan-
vatnið. Kamilla hefur notað kakóið til
að efla andlega og líkamlega heilsu,
dýpka hugleiðslu og í jógaiðkun.
Kakóið og amalakristallar eru talin
geta hjálpað til við að ná ró, tengingu
inn á við og opna hjartastöðina.
Heimshorn, Sýnishorn er röð við-
burða sem ganga út á að kynna menn-
ingu og vörur frá ólíkum heims-
hornum.
Orkusteinar og kristallar sem not-
aðir verða í kakóhugleiðslunni eru
fluttir inn frá fjölmörgum löndum af
fyrirtækinu Amala sem rekið er af
hönnuðinum og steinasafnaranum
Ragnheiði Ösp.
Í Heimshorni á morgun kynnir Ólöf
Erla Bjarnadóttir keramíker, bolla sem
hún vinnur sérstaklega út frá þema
kvöldsins, vorjafndægur. Bollarnir
verða í framhaldinu til sölu í Sýnis-
horni.
Á Heimshornakvöldi gefst þátttak-
endum tækifæri til að gefa sér tíma til
þess að slaka á og skilja verkefnin eft-
ir heima. Heimshornakvöldið hefst kl.
20 og stendur til kl. 21.30.
Kakó og Kristallar fer fram í Sýnis-
horni, Sundaborg 1, í Reykjavík og
kostar 2.900 kr. Til þess að tryggja
sér pláss er nauðsynlegt að skrá sig
með því að senda póst á netfangið,
synishorn.verslun@gmail.com eða
rosp@umemi.com
Í tilefni vorjafndægurs
Kristaltært Amalkristall og kristal-
skálar gefa frá sér ljúfa tóna.
Kakó, Keramík og Kristallar
Vorjafndægur Þegar dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörð er góður tíma-
punktur fyrir kakóhugleiðslu með kakói frá Gvatemala í keramíkbollum.
Ljósmynd/Birta Rán
Linda Hogan, prófessor í sam-
kirkjulegri guðfræði við Trinity-
háskólann í Dublin, er sjötti fyrirles-
ari í fyrirlestraröð RIKK – Rann-
sóknastofnunar í jafnréttisfræðum –
og Jafnréttisskóla Háskóla Samein-
uðu þjóðanna (UNU-GEST) vorið
2018.
Hogan flytur fyrirlestur sem hún
nefnir, Trú, kyn og stjórnmál í ljósi
mannréttinda. Sifjafræðileg greining.
Í fyrirlestrinum verður því haldið
fram að trúarbrögð geti verið mikil-
vægur bakhjarl í baráttu fyrir mann-
réttindum kvenna en því aðeins að
sifjafræðilegri gagnrýni sé beitt á
trúarbrögðin. Slík gagnrýni skori á
hólm eðlishyggjulegan skilning á
menningu, einsleitni samfélaga og
óbreytanleika hefða.
Fyrirlestraröð RIKK (UNU-GEST) er
tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna en 70 ár eru
síðan hún var samþykkt. Mannrétt-
indayfirlýsingin nær yfir grundvallar-
réttindi sem allar manneskjur eiga
tilkall til.
Fyrirlesturinn verður fluttur í Há-
tíðasal Háskóla Íslands í hádeginu í
dag mánudag.
Fyrirlestraröð RIKK
Trú og mannréttindi umdeild
Mannréttindayfirlýsing Linda Hogan, prófessor í samkirkjulegri guðfræði,
ræðir um trú, kyn og stjórnmál í hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í dag.