Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 14
Hátt yfirvinnukaup kann
að skýra langa vinnuviku
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa laus
hlutastörf á yfirvinnutíma er enginn skortur á um-
sóknum, en treglega gengur að manna fullar stöður
á hefðbundnum dagvinnutíma. Þetta segir Margrét
Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu,
en þetta fjallaði hún um á ársfundi SVÞ í síðustu
viku og benti þar á að fylgja mætti fordæmi Dana
þar sem yfirvinnukaup er hlutfallslega lægra en
grunnlaunin aftur á móti hærri.
„Á Íslandi er launakostnaður fyrirtækja hlut-
fallslega sá sami og á hinum löndunum á Norð-
urlöndunum, en samt eru hinar Norðurlandaþjóð-
irnar að borga töluvert hærri grunnlaun. Þá bjóða
hin löndin starfsfólki yfirleitt upp á meiri sveigjan-
leika svo það geti aðlagað vinnustundirnar betur
eigin þörfum,“ segir Margrét og bendir á að hátt
yfirvinnukaup kunni að skýra hvers vegna vinnu-
vikan er eins löng og raun ber vitni hjá meðal Ís-
lendingnum. „Íslendingar vinna 15% meiri yfir-
vinnu en Danir og hlýtur m.a. að stafa af því að
verið er að skapa ákveðna hvata þegar yfirvinnu-
greiðslur eru háar en grunnlaunin lág. Samt skilar
þessi ofuryfirvinna á Íslandi okkur ekki miklu, og
heildarafköstin eru svipuð og hjá hinum Norður-
landaþjóðunum þó að vinnuvikan sé mun lengri.“
Nútíminn kallar á sveigjanleika
Íslenska yfirvinnulaunakerfið, þar sem tiltölu-
lega ströng viðmið gilda um á hvaða tímum dags og
á hvaða dögum vikunnar á að borga yfirvinnu, kann
að vera barn síns tíma að sögn Margrétar, og hefur
kannski hentað best þegar yfirleitt var ekki nema
ein fyrirvinna á heimilum og líf fólks einfaldara og
fábrotnara. Í dag gæti verið öllum fyrir bestu að
innleiða nýja hugsun, þar sem fólk gæti t.d. ráðið
meira um það á hvaða tímum dagsins og vikunnar
það vinnur. „Það hentar ekki endilega öllum best að
vinna frá 8 til 4 eða 9 til 5. Ég sé fyrir mér að hjá
sumum fjölskyldum þætti foreldrunum eftirsókn-
arvert að geta skipt deginum á milli sín, þar sem
önnur fyrirvinnan hefur störf snemma og hin seint,
með betri tíma fyrir báða til að sinna börnum og
heimili á morgnana og kvöldin. Svo eru sumir sem
fagna því að eiga frí í miðri viku eða geta raðað
vöktum sínum þannig að falli að áhugamálum og
fjölskyldulífi.“
Segir Margrét að tæknin sé þegar til staðar til að
skapa þennan sveigjanleika með lítilli fyrirhöfn fyr-
ir alla og útbúa vaktakerfi þar sem starfsfólkið get-
ur ráðið meiru um vinnutíma sinn. „Vinnufyrir-
komulagið gæti verið að hluta fast, og að hluta
sveigjanlegt, en af hinu góða fyrir starfsmenn ef
hægt er að auka sveigjanleikann frá því sem nú er.
Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur þurfa að
standa saman að þessum breytingum.“
Starfsfólk haldi í við tæknina
Margrét segir einnig að tækniframfarir séu þeg-
ar farnir að valda miklum breytingum á vinnu-
markaði og áríðandi að vinnuveitendur hjálpi
starfsfólki sínu að aðlagast breyttum aðstæðum
með menntun og þjálfun við hæfi. Margir óttast að
störf í verslun og þjónustu séu í hættu og má t.d.
finna veitingastaði sem taka við pöntunum í gegn-
um tölvu, og matvöruverslanir þar sem viðskipta-
vinirnir afgreiða sig sjálfir. „Sum störf munu
hverfa, en það verða til ný störf í staðinn og þurfa
vinnuveitendur að hjálpa starfsfólki sínu að vera í
stakk búið fyrir breytingarnar.“
Margrét er með þessu ekki að segja að senda
þurfi hvern sölumann og þjón á námskeið í forritun,
heldur frekar að tryggja að fólk læri að taka
tæknina í þjónustu sína. „Það þarf ekki að umturna
störfum fólks og menntun, heldur einfaldlega
tryggja að sem flestir geti verið samstiga þróun-
inni, læri í vinnunni og bæti við sig færni jafn-
óðum.“
Hlutföll Margrét Sanders bendir á að fylgja
megi fordæmi annarra Norðurlandaþjóða.
Gæti verið gæfuspor að lækka yfirvinnukaup en hækka grunnlaun á móti
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
JÓN BERGSSON EHF
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM
Hentar þetta þínum garði, svölum,
rekstri eða sumarbústað?
konum 55,5%
lægra tímakaup
og konur sem
þar starfa fá að
jafnaði 72,2%
lægri bónusa.
Bendir Goldman
á að þessar töl-
ur taki ekki til-
lit til að mun
fleiri karlar en
konur eru í
hæst launuðu stöðum bankans.
Mynda karlar 83% af hæst efstu
stöðunum en konur fylla 62,4% af
þeim stöðum sem lægst laun eru
greidd fyrir, að sögn Guardian.
Lloyd Blankfein og David Sol-
omon, æðstu stjórnendur bank-
ans, sendu frá sér yfirlýsingu þar
sem segir að Goldman greiði kon-
um í sambærilegum stöðum með
sambærilega frammistöðu sömu
laun og körlum. Sögðu þeir einn-
ig að þrátt fyrir þróun til betri
vegar ætti bankinn, líkt og mörg
önnur fyrirtæki, enn langt í land
með að ráða til sín fleiri konur
og jafna hlut kynjanna í efri
stjórnendalögum.
Hjá HSBC, sem birti jafnlauna-
könnun sína á þriðjudag, mældist
munurinn enn meiri, eða 60%,
körlum í hag. Hjá Barclays mæld-
ist 48% munur á launum
kynjanna, 32,8% hjá Lloyds og
30,3 hjá Co-operative Bank.
ai@mbl.is
Í jafnlaunakönnun sem banda-
ríski bankinn Goldman Sachs
birti á föstudag kemur í ljós að
verulegur munur er á launum
breskra starfsmanna bankans eft-
ir kyni. Skýrslan var birt vegna
nýrra laga sem skylda fyrirtæki
með starfsemi í Bretlandi og
meira en 250 starfsmenn þar í
landi til að upplýsa stjórnvöld um
mun á launagreiðslum eftir kyni.
Um 7.200 manns starfa hjá Gold-
man Sachs í Bretlandi, og flestir
þeirra á fjárfestingarbankasviði.
Að meðaltali greiðir bankinn
Goldman Sachs og HSBC
greiða konum mun minna
Lloyd
Blankfein
Aðrir bankar
eru litlu skárri
Ráðamenn í Kína hafa valið Yi Gang
til að taka við af Zhou Xiaochuan
sem stjórnandi Seðlabanka Kína.
Kínverska þingið mun þurfa að sam-
þykkja tilnefninguna í atkvæða-
greiðslu sem fram fer í dag, mánu-
dag, en að sögn Bloomberg er ekki
gert ráð fyrir að skipan Yi mæti
nokkurri andstöðu.
Yi Gang hefur starfað náið með
Zhou Xiaochuan í röskan áratug og
segir WSJ að valið sé til marks um
að Kína vilji gefa til kynna að áfram
verði haldið á sömu braut.
Zhou hefur stýrt kínverska seðla-
bankanum frá árinu 2002, lengur en
nokkur annar. Þau 15 ár sem Zhou
var seðlabankastjóri hafa verið gerð-
ar umfangsmiklar breytingar á þeim
úrræðum sem bankinn hefur yfir að
ráða til að stýra peningastefnu Kína.
Yi Gang Zhou Xiaochuan
Þá gerðist það líka í valdatíð Zhou að
kínverska yuanið varð hluti af SDR-
körfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Yi Gang, sem hefur verið aðstoð-
arseðlabankastjóri frá 2007, fæddist
árið 1958 og eftir útskrift frá Pek-
ingháskóla lauk hann viðskiptagráðu
frá Hamline-háskóla í St. Paul og
doktorsgráðu í hagfræði frá Illinois-
háskóla.. ai@mbl.is
Yi Gang tekur við
Seðlabanka Kína
Fimmta árið í röð sýna mælingar
hagrannsóknadeildar tímaritsins
The Economist að borgríkið Singa-
púr er dýrasta borg heims. Þar á
eftir koma París, Zürich, Hong
Kong, Osló, Genf, Seúl, Kaup-
mannahöfn, Tel Aviv og Sydney.
Reykjavík hafnar í 14. sæti en
deildi 16. sæti með Helsinki í
fyrra. Reykjavík deilir nú sæti með
Los Angeles og þykir litlu ódýrari
en New York sem er í 13. sæti
listans.
Mæling The Economist tekur
m.a. mið af húsnæðisverði, verði
helstu neysluvara og kostnaði við
að eiga og reka bíl.
Sveiflast með gengi
Gengisþróun getur haft töluverð
áhrif á það hvar lönd hafna á list-
anum, og lækkaði t.d. Tashkent,
höfuðborg Úsbekistans, um 35 sæti
eftir gengishrun seint á síðasta
ári. Kaíró í Egyptalandi lækkaði
um 22 sæti á milli ára, af sömu
ástæðu.
Styrking mexíkóska pesóans ýtti
Mexíkóborg upp um 23 sæti. Þá
hækkaði Santiago í Síle einnig en
þar hefur gjaldmiðillinn styrkst
vegna hækkandi koparverðs.
Hækkað olíuverð hefur líka styrkt
rúbluna og færðust Moskva og
Pétursborg upp um 12 og 14 sæti.
Neðst á listanum er Damaskus í
Sýrlandi, en einnig eru í tíu neðstu
sætunum borgirnar Caracas, Al-
maty, Lagos, Bangalore, Karachi,
Algeirsborg, Chennai, Búkarest og
Nýja Delí. ai@mbl.is
Singapúr
dýrust