Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 16
BAKSVIÐ
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Það hefur sýnt sig reglulegaað í kjölfar alvarlegra at-vika þegar mikil þörf skap-ast eftir blóði, s.s. eftir
rútuslysið skammt frá Kirkjubæjar-
klaustri í desember síðastliðnum,
bjóðast margir til að gefa blóð – bæði
einstaklingar sem ekki hafa gefið í
langan tíma og nýir blóðgjafar,“ seg-
ir Jón Svavarsson, formaður Blóð-
gjafafélags Íslands (BGFÍ), í samtali
við Morgunblaðið, en fjöldi virkra
blóðgjafa hér á landi er á bilinu 8-10
þúsund og safnast árlega un 13-15
þúsund einingar af blóði á landsvísu.
Eitt af markmiðum BGFÍ, sem
formlega var stofnað árið 1981, er að
hvetja til nýliðunar í röðum blóð-
gjafa, en á árlegum aðalfundum fé-
lagsins eru blóðgjafar heiðraðir fyrir
áfanga sína í blóðgjöfum. Framan af
voru þeir heiðraðir fyrir 25 til 50
blóðgjafir, en nú hafa tveir fengið
viðurkenningu fyrir 200 blóðgjafir.
„Það er ekki langt liðið frá því
að við heiðruðum fyrsta blóðgjafann
fyrir 155 gjafir. En á síðasta aðal-
fundi, sem haldinn var 8. mars síð-
astliðinn, heiðruðum við í fyrsta sinn
fyrir 200 blóðgjafir eða meira,“ segir
Jón og bætir við að þeir sem einu
sinni hafa ákveðið að gefa blóð eru
mjög líklegir til að halda því áfram.
18 ára og eldri geta gefið
Spurður hvort einhver munur
sé á milli kynjanna þegar kemur að
blóðgjöf svarar Jón: „Konur eru í
auknum mæli farnar að gefa blóð, en
þær mega hins vegar bara gefa á
fjögurra mánaða fresti því þær
ganga í gegnum mánaðarlegar blæð-
ingar sem hafa auðvitað áhrif,“ en
karlar mega hins vegar gefa blóð á
þriggja mánaða fresti. Í hverri gjöf
eru teknir um 450 ml af blóði.
Að sögn Jóns geta allir þeir sem
náð hafa 18 ára aldri, eru yfir 50 kg
að þyngd og heilsuhraustir gerst
blóðgjafar. „Eftir 65 ára aldur kallar
Blóðbankinn ekki eftir viðkomandi,
en hann er hins vegar velkominn að
koma og verður þá að gera það í
samráði við heimilislækni sinn. Virk-
ir blóðgjafar geta gefið blóð til 70 ára
aldurs,“ segir hann. „Sá sem var
fyrstur til að gefa blóð 175 sinnum
varð sjötugur sama vor.“
Þá segist Jón vera handviss um
að blóðgjöf sé heilsustyrkjandi. „Ég
hvet alla þá sem hafa heilsu til að
gefa blóð reglulega. Sjálfur hef ég
gefið blóð frá 18 ára aldri – alls 153
blóðgjafir. Ég tel, án þess að það sé
vísindalega sannað, að þetta eigi
stóran þátt í ágætri heilsu minni. Og
það þrátt fyrir að mér þyki smjör og
rjómi herramannsmatur,“ segir
hann og hlær við.
Blóðgjafar hugsi til bankans
Sveinn Guðmundsson er yfir-
læknir Blóðbankans. Hann hvetur
fólk til að muna eftir bankanum. „Nú
nálgast páskar og þá er gjarnan mik-
il fjarvera fólks. Það er því alltaf gott
að láta minna á sig þó það sé ekkert
sérstakt sem steðjar að okkur eins
og stendur,“ segir hann og bendir á
að meira en 80% af blóði bankans fer
í notkun á Landspítalanum.
Blóðbankabíllinn hefur að und-
anförnu reynst mikilvægur liður í
starfsemi Blóðbankans og safnast
hátt í 3.000 blóðeiningar með hjálp
bílsins. Sveinn segist vonast til þess
að bankinn fái til liðs við sig annan
bíl á næstu árum sem starfa myndi á
Norðaustur- og Austurlandi. „Hann
gæti þjónað minni byggðarlögum og
yrði minni en sá sem við notum
núna,“ segir hann.
Blóðgjafar hvattir til að
muna eftir bankanum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glerártorg Urður María Sigurðardóttir blóðgjafi og Hulda Tryggvadóttir
hjúkrunarfræðingur sjást hér í nýju aðstöðu Blóðbankans á Akureyri.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ForystaSjálfstæð-isflokksins,
að hluta til ný,
hlaut góða kosn-
ingu á 43. lands-
fundi flokksins sem fram fór
um helgina. Þetta er mikil-
vægt veganesti en það er líka
mikilvægt að forystan sé vel
nestuð málefnalega. Í álykt-
unum fundarins að þessu sinni
er að finna ýmislegt sem auð-
veldar forystu flokksins að
beita sér á jákvæðan hátt.
Nefna má að í ályktun fjár-
laganefndar er lögð áhersla á
að opinber útgjöld séu orðin
hátt hlutfall landsframleiðsl-
unnar og að nauðsynlegt sé að
draga úr útgjöldum og ná
þessu hlutfalli niður á næstu
árum. Þá segir í ályktun efna-
hags- og viðskiptanefndar að
stefna beri að því að „tekju-
skattur og útsvar einstaklinga
lækki í áföngum í samtals 25%
á næstu árum og að þessu
markmiði verði náð árið 2025.“
Þetta er metnaðarfullt mark-
mið sem sýnir að Sjálfstæðis-
flokkurinn telur að verulegt
svigrúm sé til skattalækkana.
Engin ástæða er til að efast
um það mat.
Annað sem nefna má og máli
skiptir er í ályktun allsherjar-
og menntamálanefndar þar
sem fjallað er um fjölmiðla.
Þar er bent á að endurskoða
þurfi hlutverk
Ríkisútvarpsins
„með það að mark-
miði að þrengja
verksvið þess í
ljósi breytinga
sem orðið hafa á fjölmiðla-
markaði.“ Bent er á að rekstur
ríkisins á fjölmiðlum megi
ekki hamla frjálsri samkeppni
og raska rekstrargrundvelli
annarra fjölmiðla, en ljóst er
að ríkisútvarpið gengur þann-
ig fram í sölu auglýsinga að
furðu sætir á markaði.
Í ályktuninni segir að horfa
þurfi meðal annars til ýmissa
tillagna sem koma fram í ný-
legri skýrslu um bætt rekstr-
arumhverfi einkarekinna fjöl-
miðla „og hrinda þeim í
framkvæmd“. Þá segir að af-
nema beri „virðisaukaskatt af
fjölmiðlum, bæði til að styrkja
rekstur þeirra og samræma
skattumhverfi“.
Það skiptir miklu máli að
nýkjörin forysta og aðrir
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
á Alþingi og víðar fylgi eftir
ályktunum á borð við þær sem
hér eru nefndar. Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins er ólíkur
samkomum annarra flokka,
sem þó bera sama nafn, vegna
mikils umfangs og þess fjölda
sem tekur þátt í fundarstörf-
um. Þann slagkraft sem í slík-
um fundi felst skiptir miklu að
nýta til góðra verka.
Mörg brýn verkefni
bíða að loknum
landsfundi }
Kraftur til góðra verka
Þær voru ófagr-ar lýsing-
arnar á vegakerfi
landsins í Morgun-
blaðinu á laugar-
dag. Rætt var við
nokkra bílstjóra og þá sem til
þekkja á vegum landsins og
ber þeim saman um að vega-
kerfið sé illa farið og ráði ekki
við þá miklu og þungu umferð
sem á það er lagt.
Vandinn er tvíþættur. Ann-
ars vegar þarf víða að ráðast í
nýframkvæmdir til að bæta
vegastæði og gera akstur
öruggari og greiðfærari allan
ársins hring. Hins vegar þarf
að halda við þeim vegum sem
þegar hafa verið lagðir þar
sem þeir eiga að vera, en
liggja undir skemmdum vegna
umferðarþunga.
Til nýframkvæmda á að
verja tæpum 14 milljörðum
króna á þessu ári og í viðhald
eiga að fara rúmir 8 milljarðar
króna. Þetta er umtalsvert fé
en dugar því miður ekki til.
Íslendingar eru svo lán-
samir að búa í tiltölulega stóru
landi með mikla náttúrufegurð
og náttúrugæði.
Og landsmenn
hafa líka verið svo
lánsamir að byggð
hefur haldist um
allt land. Þessu
fylgir að nauðsynlegt er að
vegakerfið geri landsmönnum
kleift að aka af öryggi um
landið. Vegirnir þurfa að vera
greiðfærir, traustir og eins
öruggir og kostur er á, en því
miður virðist slysum á vegum
fara fjölgandi, sem er hörmu-
leg þróun. Það stafar að vísu
aðeins að hluta til af vegakerf-
inu því að þættir eins og óvan-
ir erlendir ökumenn spila
einnig inn í. Þeir þættir munu
þó einnig hafa minni áhrif
verði vegakerfið bætt.
Þess verður ekki vart að
sérstakur pólitískur ágrein-
ingur sé um hvort bæta eigi
vegakerfi landsins. Um það
virðast allir sammála þó að
vissulega geti komið upp
ágreiningur um hvert skuli
beina takmörkuðu fjármagni.
Það er óhjákvæmilegt en
breytir því ekki að nú er lag til
að gera átak í vegabótum.
Ástand vegakerfis
landsins er orðið
óviðunandi}
Átak í vegabótum
N
emendum í 9. bekk gefst kostur á
að þreyta að nýju könnunarpróf
í ensku og íslensku en margir
þeirra tóku próf við óviðunandi
aðstæður fyrr í mánuðinum.
Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð
en þeir nemendur sem luku prófunum fá afhent-
ar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að
þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju í vor
eða haust enda er það lögbundin skylda
menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat
á námsstöðu sinni.
En þýðir þetta endalok rafrænna prófa? Það
kom ótvírætt fram á samráðsfundi í liðinni viku
með fulltrúum frá nemendum, Skólastjórafélagi
Íslands, Félagi grunnskólakennara, Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, félagi fræðslustjóra,
samtökunum Heimili og skóli, umboðsmanni
barna, Menntamálastofnun og sérfræðingahópi um fram-
kvæmd samræmdra könnunarprófa að rafrænar lausnir í
skólastarfi séu komnar til að vera þar sem þær bjóða upp á
marga kosti til að þróa skólastarf. Því er ég sammála.
Það er hins vegar eðlilegt í kjölfar mislukkaðrar fram-
kvæmdar líkt og um daginn, að staldra við og spyrja hvað
betur megi fara og hvað þarf að laga í stóra samhenginu.
Það er til dæmis ljóst að skiptar skoðanir eru um sam-
ræmd könnunarpróf, markmið þeirra og tilgang.
Það er því sjálfsagt að ræða um hugmynda-
fræðina sem liggur að baki lagaskyldunni um
samræmd próf, þótt hún tengist ekki fram-
kvæmd prófanna nú. Á fyrrnefndum samráðs-
fundi var ákveðið að setja á laggirnar vinnu-
hóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að
framtíðarstefnu um fyrirkomulag sam-
ræmdra könnunarprófa. Leitað verður eftir
tilnefningum í hópinn í vikunni og óskað verð-
ur eftir tillögum fyrir árslok.
Við eigum á hverjum tíma að rýna grunn-
skólalögin og raunar skólakerfið allt, og velta
því fyrir okkur hvernig við búum nemendur
sem best undir framtíðina. Samfélagið er að
breytast og það er fullkomlega eðlilegt að
skólakerfið breytist samhliða. Það er von mín
að aðkoma allra ofangreindra aðila verði til
þess að fundin verði farsæl lausn sem mun
gera menntakerfið betra til framtíðar.
Það er ríkur vilji í samfélagi okkar að bæta mennta-
kerfið og það er löng hefð fyrir því að leggja áherslu á gildi
læsis og menntunar á Íslandi. Tækifærið til að efla um-
gjörð menntakerfisins er núna, nýtum það til framfara og
höfum að leiðarljósi að menntun er fyrir alla.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Hagsmunir nemenda
hafðir að leiðarljósi
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
liljaalf@gmail.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Hinn 8. febrúar síðastliðinn
flutti starfsemi Blóðbankans á
Akureyri frá sjúkrahúsi bæjar-
ins og yfir í nýtt húsnæði á
efri hæð verslunarmiðstöðvar-
innar Glerártorgs. Sveinn Guð-
mundsson, yfirlæknir Blóð-
bankans, segir nýju aðstöðuna
hafa reynst vel og að Norð-
lendingar séu afar gjafmildir
þegar kemur að blóðgjöf.
„Á Akureyri söfnum við ár-
lega um 1.500 einingum. Í
stað þess að hafa blóðsöfn-
unina á sjúkrahúsi þá færðum
við hana nær fólkinu og okkur
finnst þetta merkileg og mik-
ilvæg tilraun. Það er tals-
verður fjöldi fólks sem heim-
sækir Akureyri af Norðaustur-
og Austurlandi og margir
þeirra fara á Glerár-
torg. Við teljum
þetta auka mögu-
leika á því að fá
fleiri blóðgjafa til
okkar.“
Gjafmildir
fyrir norðan
AKUREYRI