Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 21
hver einustu jól. Okkur sem
tengjumst Grænuborg þykir sér-
staklega dýrmætt að eiga lista-
verkin hennar og munum gæta
þeirra vel og njóta þeirra um
ókomna tíð. Við þökkum Pat fyr-
ir samfylgdina, gleðina og brosin
og vottum Snorra, Magdalenu og
öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúð.
Fyrir hönd vinnufélaga á leik-
skólanum Grænuborg,
Iðunn Vignisdóttir.
Elsku besta vinkona mín, sú
besta sem nokkur getur hugsað
sér. Nú hef ég fylgt þér þinn síð-
asta spöl hérna megin sem er
eins óraunverulegt og það hljóm-
ar. Þú barðist eins og hetja fram
á síðasta dag og við hvert bak-
slag sagðir þú „bölvað vesen á
mér“. Heim ætlaðir þú fyrir jólin
sem varð því miður ekki en ég
hef trú á því að þér líði betur
núna, laus við verki og vanlíðan.
Þið Snorri fluttuð síðast út ár-
ið 2011 sem ég var ekkert rosa
hrifin af að missa þig út aftur.
Þínir hæfileikar með pensilinn og
blýantinn voru ótrúlegir. Hvað
getur maður sagt, allt sem kom
frá þér var fullkomið. Pat, þegar
ég fékk þetta símtal sem upplýsti
mig um hvað væri í gangi fylltist
ég vanmætti og vantrú. Það er
ekki að ástæðulausu að mér
fannst ég þurfa að koma ein til
þín vorið 2016. Þá var vágest-
urinn væntanlega byrjaður að
krauma en þú vissir ekki af því.
Þar áttum við dásamlegar stund-
ir en ég fann að það var eitthvað
að gerast. Við vorum tengdar.
Loksins varstu búin að opna
gallerí sem þig hafði dreymt um
alla ævi og þið Snorri höfðuð
gert svo flott. Gallerí sem þú
varst svo hamingjusöm með.
Þetta leit dásamlega út hjá þér,
elsku vinkona mín, og þú varst
svo stolt. Þú varst svo ánægð
með það sem þú hafðir áorkað og
í gegnum netið hafði ég fengið að
fylgjast með. Ég var svo ánægð
og stolt af þér mín elskulega vin-
kona. Stuttu seinna kom í ljós að
að krabbinn hefði fest klærnar í
þig.
Í kjölfarið fluttuð þið heim til
Íslands til að takast á við veik-
indin hér og þið fluttust til Ak-
ureyrar eftir stutta dvöl á Suð-
urnesjum. Slagurinn var tekinn.
Ég er svo þakklát fyrir þau
skipti sem við hittumst á milli
stríða og sérstaklega þegar ég
kom til ykkar til Akureyrar í
haust. Þar eyddum við dýrmæt-
um stundum saman sem ég
gleymi aldrei. Ég klippti yndis-
lega Bangsa ykkar og ég snyrti
þitt hár sem hafði vaxið pínu eft-
ir pásu í lyfjameðferð en þú vildir
halda í síddina tókstu fram, þetta
lýsir þér svo vel, þú varst svo
mikill húmoristi að náði engri átt
stundum. Þú varst sko spontant!
Þú varst svo hress, jákvæð og
glöð og talaðir um hvað þig
dreymdi um eftir að þú hefðir
sigrast á þessum djöfli, þú ætl-
aðir að vinna! Ég var glöð í
hjarta eftir þessa heimsókn,
virkilega ánægð. „Dońt waste
precious moments,“ sagðir þú.
Takk fyrir að koma inn í líf
mitt sem systir. Fallega brosið
þitt og hlátur munu fylgja mér
um ókomna tíð. Takk fyrir að
vera þú og leiðbeina mér þegar
ég þurfti á að halda. Fyrir að
vera sú sem þú varst, elska eins
og þú gerðir, svo ósérhlífin og
mannelsk enda varstu elskuð af
öllum sem sem umgengust þig.
Hláturinn þinn og gleðin sem
upplýstu allt nærumhverfið hvar
sem þú varst stödd. Þú varst
virkilega elskuð. Af fjölskyldu,
vinum og öllum sem umgengust
þig ekki síst honum Snorra þín-
um sem dekraði þig og dáði.
Þú hefur yfirgefið þessa jarð-
vist en þú verður alltaf í hjarta
mínu, að eilífu.
Elsku Snorri, Magdalena og
fjölskyldan öll, ást og styrkur til
ykkar. Fallegasti engillinn er
kominn til himna.
Ég, „your sister from another
mother“, eins og þú kallaðir mig,
kveð þig með þessum orðum.
Ég elska þig.
Svanfríður (Svana).
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Auglýsing – íbúakosning
um fræðslustefnu
Fjallabyggðar
Íbúakosning um fræðslustefnu Fjalla-
byggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18.
maí 2017 fer fram laugardaginn 14. apríl
2018. Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnar-
lögum nr.138/2011 og verður staðarkosning
í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjalla-
byggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Spurt verður:
Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?
Valkostir:
Já, ég vil að fræðslustefnan sem var
samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar
18.05.2017 haldi gildi sínu.
Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var
samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar
18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri
fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi
á ný.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosninga
er ráðgefandi fyrir bæjarstjórn (107. gr.
Sveitarstjórnarlaga).
Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9,
leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik-
fimina. Útskurður og myndlist kl. 13. í hreyfisalnum og félagsvist kl.
13 í matsalnum.
Árskógar Smíðastofan er lokuð. Ganga um nágrennið kl. 11. Handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl.
13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S.
535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Spjallhópur Boðans kl. 15.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, Bókabíllinn á
svæðinu 10-10.30, Handaband, opin vinnustofa með leiðbeinendum,
ókeypis og öllum opið kl. 10-12, frjáls spilamennska kl. 13, bókband
kl. 13-17, söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15, kaffiveitingar kl. 14.30,
handavinnuhópur kl. 15-19. Velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450.
Garðabær Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Meðlæti með
síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.40. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40 /
8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjálandi kl.
9.50. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli
kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handa-
vinna / brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá
Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur
kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl.
8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjendanám-
skeið í línudansi með Ingu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf
fyrir kl. 9 samdægurs), myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd.
kl. 12.30-15.30, Handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13.15, eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og
leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10. er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15
og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl.
14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs-
ingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilis við Suðurströnd kl. 9.
og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Video upptökuvél
Glæný og ónotuð Canon EOS
C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-
legt verð (479.900). Selst á 330.000.
Vídeó upptökuvél Canon XA 35.
Stór rafhlaða. Upphaflegt verð
(319.900). Selst á 200.000. Keyptar í
Nýherja / Origo í Borgartúni 37.
Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma:
833-6255 og 899 8325
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Í dag kveðjum
við mömmu eða
ömmu Góu eins og
hún var jafnan köll-
uð en hún hefur verið stór part-
ur af lífi okkar alla tíð og minn-
ingarnar óteljandi. Amma Góa
var mikill dugnaðarforkur og
hafði að geyma alveg einstaka
persónu sem vildi öllum vel.
Amma Góa var alltaf til staðar
sama hvað gekk á, dag eða nótt, í
gleði eða sorg þá var hún alltaf
þarna, til að samgleðjast, hugga,
gefa góð ráð eða einfaldlega til
að knúsa. Hún hvatti okkur
áfram, hrósaði og leiðbeindi.
Þegar við förum að rifja upp
minningarnar sem við eigum
með henni þá kemur helst í hug-
ann einlægnin, nægjusemin,
handavinnan, bakkelsið og spila-
stokkurinn. Hjá ömmu voru
prjónarnir eða heklunálin aldrei
langt undan en handverkið henn-
ar var alveg einstakt og ef við
komum í heimsókn þá var viss-
ara að hafa matarlyst því ætíð
bauð hún upp á nýbakað brauð,
þá helst jólaköku, pönnukökur
eða kleinur og ískalda mjólk og
oftar en ekki var tekið eitt spil.
Við kveðjum elsku ömmu Góu
í hinsta sinn, minningin um hana
verður ávallt ljóslifandi í hugum
okkar. Við söknum hennar sárt
Guðlaug Jóhanna
Jónsdóttir
✝ Guðlaug Jó-hanna Jóns-
dóttir, Góa, fæddist
26. maí 1934. Hún
lést 25. febrúar
2018.
Útför Góu fór
fram 9. mars 2018.
en vitum að hún
hvílir nú í örmum
Guðs.
Mamma
Þú ert hetjan mín
þú fegrar og þú fræðir
þú gefur mér og
græðir,
er finn ég þessa ást.
Þá þurrkar þú tárin
sem mega ekki
sjást
mamma ég sakna þín.
Mamma
þú ert hetjan mín.
Þú elskar og þú nærir,
þú kyssir mig og klæðir,
er brotin ég er þú gerir allt gott
Með brosi þú sársaukanum bægir á
brott.
Mamma, ég sakna þín.
Ég finn þig hjá mér hvar sem er.
Alls staðar og hvergi, þú ert hér.
Þú mér brosir í mót,
ég finn þín blíðuhót.
Alvitur á allan hátt
þó lífið dragi úr þér mátt.
Við guð og menn þú sofnar sátt.
Þú vakir líka er ég sef
á nóttu og degi þig ég hef.
Þú berð ætíð höfuð hátt.
Veist svo margt en segir fátt,
kveður mig með koss á kinn
og mér finnst ég finna faðminn þinn
og englar strjúki vanga minn.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Megir þú hvíla í friði, elsku
mamma og amma Góa, við elsk-
um þig.
Regína, Tryggvi, Íris Ósk,
Ingólfur, Embla Lív,
Regína Mist, Hilmar Darri,
Aðalbjörn, Unnur Inga
og Góa Dröfn.