Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 23

Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 23
(2007) og mynd Dags Kára, Fúsa (2014) Ilmur hefur fengist nokkuð við handritaskrif og á hún stóran þátt í handritaskrifum í sjónvarpsþátt- unum Stelpunum og Ástríði 1 og 2 en þar var hún einnig meðframleið- andi og lék aðalhlutverk. Ilmur er varaborgarfulltrúa frá 2014 og formaður velferðarráðs Reykjavíkur frá 2015. En hvað er í gangi núna og hvað er á döfinni? „Nú er ég eiginlega að ljúka tveimur „bókarköflum“ í senn: Það standa enn yfir tökur á Ófærð 2 en þeim líkur í byrjun maí. Síðan tekur við frumsýning í október og sýn- ingar á þáttunum fram yfir áramót. Allt mjög spennandi. Auk þess er ég að hætta í borgarpólitíkinni í vor. Hún hefur líka verið spennandi og kitlar svolítið. Kannski verð ég með „kombakk“ seinna í borgar- pólitíkinni. Hver veit? En þetta er allt mjög gott – og ég elska að lifa og leika.“ Ilmur var sæmd Eddunni fyrir leik í Stelpunum 2005, og stelp- urnar fengu Edduverðlaun fyrir samnefndan þátt sem besta ís- lenska leikna sjónvarpsefnið en Ástríður 2 hlaut einmitt sömu verð- laun 2014. Þá fékk Ilmur Grímutilnefningar sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir Ausu, Sölku Völku, Ófögru veröld og Fólkið í kjallaranum og hlaut verðlaun fyrir aukahlutverk í Ívanov 2008 og tilnefningu fyrir Jón Grindvíking. Hún fékk Eddu- tilnefningar sem besta leikkonan fyrir Dís, Brúðgumann, Ástríði 1 og 2. Fjölskylda Maður Ilmar er Magnús Viðar Sigurðsson, f. 6.1. 1966, yfirmaður framleiðslu hjá RVK studios. For- eldrar hans eru Sigurður Þ. Árna- son, f. 15.3. 1928, fyrrv. skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og k.h., Halldóra Edda Jónsdóttir, f. 8.7. 1933, húsfreyja. Fyrri maður Ilmar er Ari Sig- valdason, f. 4.10. 1966, ljósmyndari, kaupmaður og fyrrv. fréttamaður Dóttir Ilmar og Ara er Auður Aradóttir, f. 23.5. 2006. Sonur Ilmar og Magnúsar er Hringur Viðar Magnússon, f. 1.1. 2014. Börn Magnúsar og stjúpbörn Ilmar eru Kristján Magnússon, f. 30.3. 1985, hestatamningamaður í Svíþjóð, en sonur hans er Óskar Er- ik, f. 2010; Birna Sif Magnúsdóttir, f. 24.7. 1987, útsendingastjóri hjá 365, búsett í Reykjavík en maður hennar er Þorsteinn Atli Georgsson og er sonur þeirra Unnsteinn Arn- ar, f. 2013; Birgir Viðar Magnússon, f. 19.5. 1991, flugvirki í Reykjavík. Systkini Ilmar eru Lísa Krist- jánsdóttir, f. 18.3. 1974, aðstoðar- maður forsætisráðherra, búsett í Reykjavík, og Sverrir Kristjánsson, f. 25.4. 1980, kvikmynda og sjón- varpsklippari, búsettur í Osló. Foreldrar Ilmar eru Kristján El- berg Guðmundsson, f. 31.10. 1944, fyrrv. framhaldsskólakennari, bú- settur í Berlín, og Margrét Sigurð- ardóttir, f. 10.2. 1952, ferðamála- fræðingur í Reykjavík. Ilmur Kristjánsdóttir Sólveig Jónsdóttir húsfr. á Munaðarnesi og víðar Þórður Þórðarson Grunnvíkingur fræðim., skáld og bókbindari á Ísafirði og í Bolungarvík Sigurður Gíslason verkam. í Rvík Margrét Sigurðardóttir ferðamálafr. í Rvík Svava Jónína Sigurðardóttir húsfr. á Sundabakka í Viðey Gísli Gíslason b. á Litlu-Þúfu á Snæfellsnesi og verkstj. í Viðey Guðmundur Guðmundsson b. í Lág í Eyrarsveit Sigrún Sigurðardóttir húsfr. í Kópavogi María Erna Sigurðardóttir fyrrv. starfsm. RÚV Aðalheiður Sigurðardóttir b. í Svefneyjum Gísli Sigurðsson tæknifr. í Mosfellsbæ Lárus Guðmundsson vélsmiður og útgerðarm. Kópavogi Emil Lárusson eigandi Serrano- skyndibitastaðanna Guðbjörg Guðmundsdóttir leikskólastjóri Ólafur Guðmunds son steypu stöðvarstj. í Grundarfirði Brynhildur Ólafsdóttir fyrrv. fréttakona á Stöð 2 og leiðsögum. Þórhildur Ólafsdóttir útvarpskona á RÚV María Magnúsdóttir flugumferðarstj. Í Grindavík Jósefína Guð munds- dóttir saumakona í Grindavík Jóna Guð munds- dóttir hjúkrunar- fræð ingur á Spáni Sif Traustadóttir dýralæknir á Ítalíu Freyja Jónu- og Barkar- dóttir kynjafræðingur Jósefína Ragnheiður Jóhannesdóttir húsfr. í Gálutröð og Vík Björn Jónsson sjómaður og b. í Gálutröð og Vík í Grundarfirði Guðrún Björnsdóttir húsfr. í Grundarfirði Guðmundur Bjarnason bátasmiður og b. í Lág í Eyrarsveit Herdís Einarsdóttir húsmóðir í Suður-Bár í Eyrarsveit Bjarni Jónsson sjóm. og b. í Suður-Bár í Eyrarsveit Úr frændgarði Ilmar Kristjánsdóttur Kristján E. Guðmundsson fyrrv. framhaldsskólakennari, búsettur í Berlín Alda Sigurvinsdóttir húsfr. í Rvík Kristín Unnur Þórðardóttir húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Albert Martínus Kristinssonfæddist 19. mars 1881 í Húsa-bakka í Seyluhreppi í Skaga- firði. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmundsson, f. 1852 á Steins- stöðum í Tungusveit, og Dagbjört Anna Jónsdóttir, f. 1846 á Reykjar- hóli, bæði vinnuhjú í Húsabakka. Ekki er vitað um afdrif Dagbjartar Önnu, hún var ógift en átti sex börn. Ein heimild segir að hún hafi flutt til Vesturheims. Dánardags Kristins, föður Alberts, er ekki getið í Íslend- ingabók. Albert ólst upp í Valagerði í Vatns- skarði og var í vinnumennsku í sinni sveit. Hann yfirgaf Norðurlandið ár- ið 1907 og fór í Flensborgarskólann sama ár. Að loknu námi í Flensborg 1909 fékkst hann við kennslu, en árið 1912 fluttist hann til Reykjavíkur og fór að læra múrverk og var það síðan aðalstarf hans. Albert var virkur í verkalýðsbar- áttunni og var einn af stofnendum Hlífar árið 1907. Þegar hann bjó í Reykjavík var hann virkur í Dags- brún og einn af stofnendum Múrara- og steinsmiðafélags Reykjavíkur árið 1917. Þegar Albert flutti til Hafnar- fjarðar á ný árið 1930 varð hann aftur öflugur félagi í Hlíf, var ritari þess í nokkur ár og endurvakti tímarit fé- lagsins, Hjálmar, og var ritstjóri þess í nokkur ár. Hann var einnig aðal- maðurinn í fræðslustarfi félagsins. Albert var gerður að heiðursfélaga Hlífar og stofnaður var sérstakur sjóður sem bar nafn hans og hafði það verk að efla og styrkja fræðslu- starf meðal verkamanna. Eiginkona Alberts var Guðleif Bergþórsdóttir, f. 1870, d. 1943. Dæt- ur þeirra voru Vigdís, f. 1910, d. 2007, húsfreyja í Grimsby á Englandi, en maður hennar var Þorsteinn Ey- vindsson togaraskipstjóri, og Hrefna, f. 1912, d. 1913. Fyrir átti Guðleif soninn Bergþór sem lést þrítugur að aldri. Barnsmóðir Alberts var Guð- rún Sigurðardóttir og sonur þeirra er Reynir, f. 1937, fyrrverandi verka- maður í Hafnarfirði. Albert lést 11. júlí 1961. Merkir Íslendingar Albert Kristinsson 90 ára Guðmundur Þorsteinsson Sigbjörn Jóhannsson 85 ára Guðlaug Helgadóttir 80 ára Anna Jónsdóttir Gísli Gunnarsson Jóhanna K. Bruvik Marsibil Jónsdóttir 75 ára Gylfi Már Guðjónsson Helga Haraldsdóttir Kristín E. Sigurðardóttir Matthildur Arnalds Sverrir Haukur Halldórsson Valgerður Þ. G. Landmark 70 ára Aðalheiður Nanna Ólafsd. Ásbjörg Poulsen Björk Gunnarsdóttir Drífa Helgadóttir Guðjón Skúlason Guðmundur Hall Ólafsson Guðrún Jóna Gunnlaugsd. Helgi Ívarsson Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Jónína Sesselja Steinsd. Sigurður Brynjólfsson Vigfús J. Björgvinsson Þorsteinn Ingólfsson 60 ára Ásbjörn Árni Valgeirsson Bjarnhildur Helga Árnad. Brynhildur Björnsdóttir Dagbjört Þyri Þorvarðard. Gunnar Helgi Kristinsson Helgi Rúnar Jónsson Herdís Kristjánsdóttir Jóna Sæmundsdóttir Józef Krzysztof Walczak Lára Ingibjörg Hilmarsd. Lilja Einarsdóttir Pétur Axel Valgeirsson Ragna Haraldsdóttir Sigríður Fanny Másdóttir 50 ára Anna Sigrún Rafnsdóttir Anna Sigurbjörg Þórisdóttir Ásgrímur Pálsson Bjarki H. Diego Helen Billington Ingibjörg S. Sæmundsd. Inita Lapina Jenný Eygló Benediktsd. Karl Ingiberg Emilsson Reimar Helgason Rósa Steinunn Hreinsdóttir Sigurður Fjalar Jónsson Sigurður Hinrik Teitsson Sjöfn Sóley Guðlaugsdóttir 40 ára Guðlaugur Mímir Brynjarss. Ilmur Kristjánsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Katarzyna Joanna Pokojska Michelle Hinay Marteinsson Ólafur Haukur Flygenring Pellumb Ndoka Stefán Ragnar Pálsson Þóra Ýr Sveinsdóttir 30 ára Aron Ómarsson Ásgerður Þórðardóttir Bjarki Þór Frímannsson Björn Páll Fálki Valsson Hafþór Ingi Waage Hugrún Björnsdóttir Hörður Páll Stefánsson Kristján Skúli Skúlason Linda Björk Rúnarsdóttir Lukasz Józef Sznerch Oddur Ari Sigurðsson Sandra Dögg Björnsdóttir Sonja Guðlaugsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Aron er Keflvík- ingur og býr í Garðabæ. Hann er flugvirki hjá Ice- landair og fyrrverandi Ís- landsmeistari á torfæru- hjólum. Börn: Ómar Aron, f. 2012. Foreldrar: Ómar Jóns- son, f. 1955, verslunar- stjóri hjá Samkaupum, og Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 1955, einnig verslunar- stjóri hjá Samkaupum. Þau eru búsett í Grinda- vík. Aron Ómarsson 30 ára Björn ólst upp á Akureyri en býr í Akrakoti í Hvalfjarðarsveit. Hann rekur Ferstikluskálann í Hvalfirði. Maki: Helena Þrastar- dóttir, f. 1985, sjúkraliði á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Börn: Fylkir Leó, f. 2011, Baltasar Freyr, f. 2013, og Kara Viktoría, f. 2015. Foreldrar: Valur Björns- son, f. 1960, bús. á Akra- nesi, og Bergþóra Páls- dóttir, f. 1962, bús. í Rvík. Björn Páll Fálki Valsson 40 ára Ólafur ólst upp í Mosfellsbæ en býr í Reykjavík. Hann er tölv- unarfr. hjá Símanum. Maki: Eva Rún Ingimund- ardóttir, f. 1980, kennari í Norðlingaskóla. Börn: Sindri Páll, f. 2010, og Lára Inga, f. 2014, Foreldrar: Páll Guð- jónsson, f. 1950, frkvstj. Sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, og Ingi- björg Flygenring, f. 1950, félagsfr. hjá Reykjalundi. Ólafur Haukur Flygenring

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.