Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu óhræddur við að láta óskir
þínar uppi því eitt er að biðja fallega og
annað að heimta með frekju. Ef þú vilt frið
skaltu biðja um hann hreint út.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert kraftmikill þessa dagana og
kemur miklu í verk. Hlustaðu á innsæi þitt
en gleymdu því ekki að gjafmildi á einnig
að snúa að sjálfum þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að halda tilfinningum frá
allri ákvarðanatöku í dag og umfram allt
skaltu ekki láta mál ná tilfinningalegu taki
á þér. Félagsskapur vinnufélaga gerir vinn-
una skemmtilegri.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Innsæi þitt í það sem aðrir eru að
fást við hittir naglann algerlega á höfuðið.
Með rétta fólkið með þér verður stritið leik-
ur einn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir
bestu svo vertu óhræddur við að fara þínar
leiðir. Fólk leitar til þín til að fá góð ráð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þeir eru margir sem vilja veðja á
sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og ann-
að þess vegna. Hafðu gát á öllu, því þannig
kemstu hjá áföllunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sinntu þínum nánustu sérstaklega, því
þú hefur satt að segja látið þá sitja á hak-
anum að undanförnu. Vilji til breytinga er
fyrsta skrefið í rétta átt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu sérstaklega á varðbergi
gegn ýmsum sögum um menn og málefni
sem þér eru sagðar. Leggðu einn ósið á
hilluna eða taktu upp heilsubætandi sið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gerðu ekki meiri kröfur til ann-
arra en þeir geta staðist. Hæfileiki þinn til
að sjá vandamál frá báðum hliðum mun
koma ástvinum þínum mjög vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ekki nóg bara að vilja að
hlutirnir breytist heldur þarftu líka að taka
til hendinni til að svo verði. Mundu að vin-
átta snýst bæði um að gefa og þiggja.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt útlitið sé svart skaltu ekki
missa móðinn því þegar neyðin er stærst
er hjálpin næst. Leitaðu nýrra leiða og nýr
stíll fæðist.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Kannski er ekkert sem þú getur
gert til að breyta áliti einhvers á þér. Um
leið og þú áttar þig á því hvernig hlutirnir
hafa alltaf verið vilja allir styðja við bakið á
þér.
Sigmundur Benediktsson skrifaðií Leirinn á fimmtudag „hugleið-
ingu á tímamótum“ og kallar Elli-
viðmót: „Það getur verið ein-
staklingnum hollt að setjast niður og
hugleiða stöðu sína í lífinu. Bera
saman það betra og verra og hug-
leiða hvort það góða hefur ekki oft-
ar átt vinninginn, þegar öllu er á
botninn hvolft. Það er kannski mót-
sögn að amast við aldri sínum, því að
ef við værum ekki orðin svona göm-
ul værum við farin yfir landamærin.
Allir vilja verða gamlir, en enginn
vill vera það. Það er líka mótsögn!“
Aldur hækkar, ævi dvín,
elli stækka merkin.
Alltaf fækka afrek mín,
einnig smækka verkin.
Leturbrandinn lúna minn
leiði anda hálum.
Ást til lands og óðar finn
eyða vandamálum.
Vísna kynnin gleðja geð,
getu minni flíka.
Eg mun vinna elli með
einnig sinna líka.
Hún ei riftir hérlífs þrá,
heims svo skiptum renni.
Getu sviptur sjálfsagt má
seinast giftast henni.
Verði kyrrt hjá æviál,
ólag virt sem lamar.
Æðri birtu auðgast sál,
aldrei syrtir framar.
Hannes Hafstein orti í þingveislu
1911:
Sækja um styrki sagnaskáld,
sálmaskáld og þyrnaskáld,
vífaskáld og veðraskáld,
Vogaskáld og dalaskáld.
Það er gamla sagan – Karl Sig-
tryggsson orti:
Almenningur ekkert veit,
allt er á sandi kvikum
af því fögur fyrirheit
fara á undan svikum.
Þessi staka Stefáns Ólafssonar er
klassísk:
Vandfarið er með vænan grip,
votta ég það með sanni,
siðuga konu, sjálegt skip
og samviskuna í manni.
Gömul vísa:
Skást af öllu skeiðandi,
skellir í fjöllum duna,
fram á völlinn freyðandi
faxatröllin bruna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hugleiðing á tímamótum
„HVERN GET ÉG TALAÐ VIÐ UM
FJÁRMÖGNUN Í SKYNDI?“
„HVAÐ GERIR GENAVERKFRÆÐINGUR
NÁKVÆMLEGA?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hún blikkar
þig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ÆTLA AÐ ÆFA NÆSTU
HEIMSÓKN TIL LÍSU
VIÐ ÆTTUM AÐ DEILA
TILFINNINGUM OKKAR
SJÁÐU HVERNIG ÉG FÓR EKKI AÐ
FLISSA ÞEGAR ÉG SAGÐI ÞETTA?
VEL GERT,
HERRA MINN
HUNANG BJÓ TIL KARTÖFLUMÚSINA!
NAMMI NAMM! ÉG ELSKA KARTÖFLUMÚS!
FRÁBÆRT! ÉG SKAL
HELLA SMÁ Í SKÁL
FYRIR ÞIG!
FJÁRMÁLA-
RÁÐGJÖF
Svo langt sem það nær er ágætt aðfólk geti sett vofveiflega atburði,
mannskæð slys og erfiðleika sem
fyrst aftur fyrir sig. Eigi að síður er
þó mikilvægt að læra af reynslunni
og halda í heiðri minningu þeirra
sem gengnir eru. Það gerir séra Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson prestur líka
með miklum ágætum í bókinni Allt
þetta fólk, þar sem hann rifjar upp
Þormóðsslysið 18. febrúar 1943, þar
sem alls 31 fórst. Víkverji las um
þennan atburð í annálabókum fyrir
margt löngu, en í bók Jakobs eru
þessu hrikalega sjóslysi gerð ítarleg
skil. Tíund íbúa á Bíldudal fórst með
skipinu, svo sem margir þeir sem
gegndu forystustörfum í þorpinu.
Minningu þessa fólks er sómi sýndur
í bókinni þar sem einnig kemur fram
sá einfaldi boðskapur að lífið verður
og heldur alltaf áfram, þótt á bratt-
ann sé að sækja.
x x x
Frasar, stikkorðastíll og myndir útí hið óendanlega eru áberandi á
fyrirlestrum í dag, jafnvel svo að er-
indið sjálf er borið ofurliði svo lítið
situr eftir í vitund þeirra sem á
hlýddu. Á Íslandi mælist alltaf vel
fyrir þegar fræðingar segja svo frá
flóknum hlutum að hvert mannsbarn
skilji, enda hafi þeir blæbrigðaríkan
stíl og geti kryddað mál sitt með til-
vitunum í til dæmis bókmenntir og
sögu og skírskotað til aðstæðna sem
almenningur samsamar sig við. Það
gerir Páll Bergþórsson í bókinni Um
loftin blá frá 1957. Flottur stíll og út-
skýrir vel þá virðingu sem Páll hefur
alltaf notið fyrir veðurspár sínar og
frásagnir.
x x x
Í þægilegu vasabroti er bókin 30áhrifarík ráð sem bæta tíma-
stjórnun eftir Thomas Möller, gefin
út árið 1995. Auðvitað hafa aðstæður
breyst mikið síðan þá en flestar að-
ferðirnar við að stjórna tíma sínum
sem Thomas nefnir standast þó enn.
Dæmi: Haltu öllum fundahöldum í
hófi, hafðu allt í röð og reglu á skrif-
borðinu og ekkert óþarfa dót þar.
Starfaðu eftir skýrum markmiðum
og helltu þér í krefjandi verkefni
snemma á morgnana því þá er hug-
urinn ferskur, líkaminn óþreyttur og
daglegt þvarg ekki komið í gang.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor-
ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort.
(Sálmarnir 68.20)
Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar