Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 32
MÁNUDAGUR 19. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Matur sem þú ættir aldrei að … 2. Áhugi á hraðhúsum hérlendis 3. Lýsa eftir 6 metra langri … 4. Ber ekki ábyrgð á Sigríði … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndin Adam í leikstjórn Mar- íu Sólrúnar verður lokamynd Alþjóð- legrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem fram fer í Bíó Paradís dagana 5.-15. apríl. Myndin fjallar um hinn tvítuga og heyrnarlausa Adam sem stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun þegar móður hans er komið fyrir á stofnun vegna heilabilunar. Hann hafði lofað henni að hjálpa henni að deyja ef það myndi gerast, en fer að efast um loforð sitt. Lokamynd barna- kvikmyndahátíðar  Ákveðið hefur verið að tónverk Áskels Mássonar, Frum, skuli vera skylduverkefni fyrir slagverksleikara í lokaáfanga keppn- innar BBC Young Musician of the year sem útvarpað verður beint á BBC Four 13. apríl. Keppnin hefur reynst ómetanlegur stökkpallur fyrir marga af dáðustu hljóðfæraleikurum Breta í dag. Þeirra á meðal er Colin Currie sem var fyrst- ur slagverksleikara til að vinna keppn- ina, en hann frumflutti slagverks- konsert Áskels í Finnlandi 2011. Frum skylduverkefni VEÐUR ÍBV, Selfoss og FH geta öll orðið deildarmeistarar karla í handknattleik fyrir loka- umferðina sem leikin verður á miðvikudagskvöldið kem- ur. Liðin þrjú eru með 32 stig eftir leikina í gær þar sem Selfoss sigraði FH 34:29 í Kaplakrika og ÍBV sigraði Stjörnuna í Eyjum, 29:28. Möguleikar ÍBV eru mestir og verður liðið efst ef liðin þrjú vinna öll í síð- ustu umferðinni. »4-5 Þrjú lið geta náð efsta sætinu Mo Salah, leikmaður Liverpool, er orðinn markahæsti knattspyrnumað- ur Evrópu eftir mörkin fjögur sem hann skoraði gegn Watford á laugar- daginn. Egyptinn hefur skorað 36 mörk í öll- um keppnum á leiktíð- inni. »2 Markavélin Mo Salah Sindri Hrafn Guðmundsson, spjót- kastari úr Breiðabliki, náði lág- marki fyrir Evrópumótið í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Berlín í ágúst þegar hann kastaði 80,49 metra á háskólamóti í Kaliforníu á laugardaginn. Rætt er við Sindra í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en hann er fimmti Íslendingurinn til að rjúfa 80 metra múrinn. »1 Sindri Hrafn á leið á stórmót í Berlín ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reið- tygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yf- ir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu. Þar ber að líta úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Ís- lands. Sýningarhöfundurinn er Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafnsins. Samnefnt rit kemur út samhliða sýningunni þar sem fjallað er um söðla og handverk tengt þeim. Konur sátu kvenveg í söðlinum „Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveittur fjöldi gripa sem tengjast hestinum. Mikið er til af reið- verum og búnaði sem notaður var við landbún- aðarstörf og flutninga, s.s. klyfberar og reiðingar, reipi og aktygi. Við val á munum á þessa sýningu var ákveðið fjalla um hluti sem væru vel skreyttir, eða prýðilegir, vönduð smíð og vandað handverk.“ Um er að ræða hluta af reiðtygjum, beisli, söð- ulreiða, gjarðahringjur og söðla. Þeir elstu eru frá 17. öld og þeir yngstu frá 20. öld. Aðeins einn karl- mannshnakkur er á sýningunni en þeir eru mun sjaldgæfari, að sögn Lilju. Á fyrri öldum riðu kon- ur kvenveg, í söðli með báða fætur öðrum megin því þær klæddust síðum pilsum, en karlar riðu klofvega í hnakk, eins og tíðkast í dag. Konurnar sátu þvert á ferðaátt hrossins, sneru upp á líkam- ann. Á seinni hluta 19. aldar og á 20. öld þróaðist söðullinn svo að hægri fótur var hafður uppi á klakknum en sá vinstri hvíldi á fótafjöl svo ásetan varð þægilegri. Aðspurð segist Lilja sjálf aldrei hafa riðið í söðli, enda sé það afar vandasamt, bæði að komast á bak, halda jafnvægi og fá hest- inn til að ganga. Söðulvirkið var úr tré en löf úr sútuðu leðri og/ eða vaðmáli en skrautið úr kopar. Söðlasmíði var iðn og koparþynnurnar nálægt því að vera eins og gullsmíði. Konur riðu í söðlum eitthvað fram á tuttugustu öld. Lilja vill ekki meina að einhver gripur sé merkilegri en annar, þetta séu níu söðl- ar, en segir þó söðlana frá 17. öld vera áhugaverða og vitna um listfengi og handlagni hagleiksfólks. „Það er talað um albúinn hellusöðul, sem merk- ir að bríkin, bakið á söðli, var alsett drifnum málmþynnum. Ártöl og fangamörk eiganda eru stundum stönsuð í plöturnar.“ Söðuláklæðin eru ekki „teppi“ „Reiðar voru mjög skrautlegir, en þeir voru til að spenna söðulinn undir taglið á hestinum svo hann rynni ekki fram á makka hestsins. Söðul- áklæði voru höfð til að breiða aftur yfir söðul- sveifina sem er fyrir bakið á knapanum. Hlut- anum sem var ofan á setunni var vafið um fætur knapans. Áklæðin voru ýmist ofin eða saumuð,“ segir Lilja og bætir við að það sé alveg bannað að kalla þau teppi, eins og blaðamanni varð á að gera í samtalinu. Ein 15 söðuláklæði eru á sýningunni, sum með hefðbundnu mynstri en önnur óvenjuleg. Söðul- áklæðin eru ýmist útsaumuð glitspori eða glitofin, en gerð er grein fyrir aðferðunum í greininni Söðuláklæði í sýningarritinu. „Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands Morgunblaðið/Eggert Sýnir skreyttan söðul Lilja Árnadóttir er sýningarhöfundur sýningarinnar Prýðilegra reiðtygja.  Konur áður fyrr riðu kvenveg  Sátu í söðli með fallega skreytt reiðtygi  Megas og Krist- inn H. Árnason kynna gestum Mengis nýtt efni í kvöld kl. 21. Pró- grammið er safn af lögum sem eiga það eitt sameigin- legt að vera frjáls og ekki þrælar í nauðungarvinnu netsins. Þau eru ýmist ný eða nokkuð göm- ul, sum hafa heyrst á leik- eða list- sýningum en aldrei náð inn á þær slóðir sem netklærnar ná til. Nýtt efni í Mengi Lilja segir að í safnbúðinni séu til sölu ennis- lauf á beisli. Þau séu dæmi um hvernig hönn- uðir í dag sækja sér fyrirmyndir í varðveittan menningararf. Ekki þurfi að fjölyrða um mik- ilvægi hestamennskunnar hér á landi, sem sé bæði frístundasport en einnig atvinnugrein fjölda fólks. Reiðtygin prýðilegu á sýningunni eigi því erindi til okkar í samtímanum. Þau séu til vitnis um hagleik genginna kynslóða auk þess að varpa ljósi á hvernig ferðast var milli staða á fyrri tíð. Hagleikur geng- inna kynslóða REIÐTYGIN PRÝÐILEGU EIGA ERINDI SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 3-10, lítilsháttar væta sunnan- og vestanlands, en víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Á þriðjudag Suðaustan 8-15 og rigning sunnan- og vestanlands en suðvestan 8-13 síðdegis. Hægari og þurrt norðaustanlands. Á miðvikudag Sunnan 8-15 og rigning, en þurrt á norðaustan- verðu landinu. Hiti 2 til 8 stig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.