Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 2 6. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  72. tölublað  106. árgangur  MÁLNOTKUN UNGLINGA SKOÐUÐ HEILAHREYSTI OG LÍKAMS- HREYSTI HLJÓMSVEITIN ATERÍA VAR SIG- URVEGARINN BRYNHILDUR OG MARÍA 12 MÚSÍKTILRAUNIR 29HELGA HILMISDÓTTIR 26 „Við teljum okkur vera búin að finna lausnina á því hvernig við getum lagað hana þannig að þetta gerist ekki aftur og horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Ólöf Nordal myndlistarmaður og höfundur listaverksins Þúfunnar, sem stendur á útivistarsvæðinu við Norðurgarð á Granda. Ólöf segir að sér hafi þótt leiðinlegt að sjá hvernig verkið skemmd- ist eftir miklar rigningar í febrúarmánuði, en þá rann vatns- ósa jarðvegurinn fram á austurhlið þess. Grjótuppbyggingin sem sést hér á myndinni er að sögn Ólafar fyrsta skrefið í að laga sárið. „Við vonumst til þess að við getum klárað þetta fyrir vorið, svoleiðis að hún verði orðin góð í sumar,“ segir Ólöf, en Þúfan var reist árið 2013 og er í eigu HB Granda. Vongóð um að Þúfan verði orðin góð í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg  Innan bæjarstjórnar Seltjarnar- ness hefur verið rætt um að setja hámarkshraða á hjólastíga í bæn- um, en íbúar þar hafa að undan- förnu lýst áhyggjum af miklum hjólreiðahraða. „Hjólandi latexgallar með straumlínuhjálma þeysa framhjá manni algjörlega hljóðlaust í hóp- um í friðsælli náttúrunni svo maður hrekkur í kút og missir andann,“ skrifar íbúi nokkur á umræðuvett- vangi þeirra á Facebook. »9 Hjólandi latexgallar með straumlínu- hjálma þeysa hjá Seltirningar Hafa áhyggjur af hjólum.  Fjarðabyggð kemst yfir 5.000 íbúa markið þegar sameining við Breið- dalshrepp, sem samþykkt var um helgina, tekur gildi í sumar. Skóla- hald á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, þorpum sem nú verða í sama sveitar- félagi, verður sameinað og svo farið í ýmsar framkvæmdir á Breiðdals- vík. Þess er kostur núna því samein- ingu fylgir um 700 millj. kr. framlag frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. »11 Fjarðabyggð yfir 5.000 íbúa markið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Meðalaldur íslenskra sjúkraliða er 47 ár og hækkar ár frá ári. Rétt um helmingur þeirra 60-80 sem útskrif- ast úr sjúkraliðanámi á ári hverju fer til starfa við fagið, sjúkraliðar eru einn stærsti hópurinn sem nýtir sér úrræði VIRK starfsendurhæfingar- sjóðs, en áður hefur verið greint frá því að örorka meðal sjúkraliða hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Meðaltal veikindadaga sjúkraliða á ári eru 20,5 dagar, sem samsvarar um einum mánuði í vinnu. Verði ekkert að gert mun hátt í 900 sjúkraliða vanta til starfa á næstu árum, en nú eru um 2.000 starfandi sjúkraliðar á landinu. Þetta segir Gunnar Örn Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjúkraliða- félags Íslands. Unnið að mannaflaspá Nú er unnið að gerð svokallaðrar mannaflaspár innan heilbrigðisráðu- neytisins, þar sem spá á fyrir um þörfina á heilbrigðisstarfsfólki, þar með talið sjúkraliðum, á næstu ár- um. Þá er þar einnig unnið að stefnu í mannaflamálum og skoða á mönn- unarviðmið í heilbrigðisþjónustu í samráði við Embætti landlæknis. Gunnar segir að ein ástæða þess að þeir sem læri til sjúkraliða skili sér ekki inn í starfið gæti verið mikil umræða um hversu mikið álag fylgi störfum í heilbrigðiskerfinu. Álagið segir hann vera eina ástæðu þessarar háu tíðni örorku og veikinda. „Við heyrum það a.m.k. hjá okkar félagsmönnum,“ segir Gunn- ar. 900 sjúkraliða vantar til starfa  Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer í önnur störf M50% sjúkraliða starfa ... »16 Morgunblaðið/Golli Sjúkraliðar Það stefnir í verulegan skort á sjúkraliðum verði ekkert að gert. Margir þeirra sem útskrifast úr sjúkraliðanámi fara í önnur störf. Þverpólitísk samstaða er meðal ung- liðahreyfinga stjórnmálaflokkanna um að samþykkja frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ára ald- ur. „Okkur þykir óttalega sorglegt hvernig þetta fór; stöðvað af nokkr- um miðaldra körlum,“ segir Þór- arinn Snorri Sigurgeirsson, formað- ur Ungra jafnaðarmanna. „Það er leiðinlegt að þingmenn hafi með málþófi komið í veg fyrir að frum- varp, sem nýtur stuðnings mikils meirihluta Alþingis, fengi afgreiðslu fyrir páska,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hreyfingarnar sendu í samein- ingu bréf til þingmanna þar sem þeir voru hvattir til að samþykkja frum- varpið. »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Ungliðar eru ósáttir við af- greiðslu kosningaaldursfrumvarps. Ungliðar sammála um frumvarp  Stöðvað af nokkr- um miðaldra körlum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.