Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Vörulyftur og varahlutir
frá sænska framleiðandanum
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mörg stór verkefni eru framundan
í hagsmunabaráttu okkar, segir
Elísabet Brynjarsdóttir, nýr for-
maður Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands. Húsnæðismál eru efst á
baugi og þó fjöldi íbúða hafi verið
byggður á vegum Félagsstofnunar
stúdenta er þörfin á meiru brýn.
Nú er verið að byggja fjölbýlishús
við Sæmundargötu í Reykjavík
með alls 244 íbúðum.
Fleiri íbúðir og
meira til LÍN
„Nú eru hátt í 800 stúdentar á
biðlista eftir íbúðum. Við þurfum
að byggja meira. Að mínu mati er
mikilvægt að byggja í nálægð við
háskólasvæðið fyrir stúdenta, því
það stuðlar að betra aðgengi að
námi sem og umhverfisvænni
skóla,“ segir Elísabet.
„Svo er mikilvægt að byggja
hér á landi upp raunhæfan leigu-
markað meðal annars fyrir nýút-
skrifað skólafólk. Jafnframt þurfa
að vera raunhæfir kostir á mark-
aði fyrir fyrstu kaupendur. Það er
hagsmunamál stúdenta að ungt
fólk eigi kost á að leigja eða kaupa
húsnæði eftir útskrift og ríki og
sveitarfélög þurfa að leggja mun
meiri áherslu á raunhæfan hús-
næðiskost ungmenna.“
Annað mál sem brennur á
stúdentum eru þær breytingar á
lögum um Lánasjóð íslenskra
námsmanna sem Lilja Dögg Al-
freðsdóttir, nýr menntamálaráð-
herra, boðaði í viðtali við Stúd-
entablaðið fyrir skemmstu að hún
myndi leggja fram frumvarp um á
haustþingi 2019. „Ef endurskoðun
á lögum LÍN á að fela í sér bættan
hag stúdenta þarf að verja meira
fé í málaflokkinn. Á sama tíma hef-
ur stjórn sjóðsins vald til þess að
breyta úthlutunarreglum sjóðsins
sem er gert árlega. Hækkun á
grunnframfærslu stúdenta sem og
frítekjumarks námslána eru mik-
ilvæg baráttumál sem hægt er að
bregðast við strax og ég vil þrýsta
á að það verði gert.“
Ytri aðstæður hafa
áhrif á geðheilsu
Um þriðjungur háskólanema
hér á landi er með klínísk einkenni
þunglyndis, samkvæmt rannsókn
sem gerð var meðal nemenda
þriggja íslenskra háskóla. Talsvert
var fjallað um þessa könnun á dög-
unum og segir Elísabet hana vera
mjög athyglisverða þó svo svar-
hlutfallið hafi ekki verið jafn hátt
og æskilegt er. Því beri að forðast
alhæfingar
„Vandinn er þó til staðar og
því hafa nemendur og háskólar
vissulega brugðist við. Undanfarið
starfsár höfum við í stúdentaráði
haldið á lofti háværri kröfu um
fjölgun úrræða í geðheilbrigðis-
þjónustu við nemendur og hefur
því verið svarað með til dæmis
hópnámskeiði í hugrænni atferlis-
meðferð, sem við þurfum að kynna
enn betur. Heilbrigðisþjónustan
þarf að geta tekið á móti þeim sem
þurfa á hjálp að halda og vísað ein-
staklingum innan háskólans á
rétta aðila ef þörf þykir. Við get-
um að auki gripið til fyrirbyggj-
andi ráðstafana af öðrum toga. Og
þar er mikilvægt að horfa á stöðu
háskólanemenda heildrænt,“ segir
Elísabet og minnir þar á að að-
stæður okkar í lífinu og heilsa
haldist jafnan í hendur.
„Grunnframfærsla lánasjóðs-
ins, sem á að vera jöfnunarsjóður
nemenda, er nú um 177 þúsund
krónur á mánuði, sem er undir ör-
orkubótum og lágmarkslaunum. Á
sama tíma og nemandi á að láta þá
upphæð koma sér áfram stendur
nemandinn frammi fyrir húsnæð-
isvanda þar sem aðeins 9-10%
nemenda komast að á stúdenta-
görðum og leigumarkaðurinn get-
ur verið erfiður og dýr. Sömuleiðis
gæti það ýtt undir einmanaleika
og félagslega einangrun að ein-
hverju leyti að búa ekki á stúd-
entagörðum eða við óviðunandi
húsnæðiskost. Þetta eru allt ytri
aðstæður sem við getum breytt og
haft áhrif á.“
Heillaði mig upp úr skónum
Heilbrigðismál eru Elísabetu
hugleikin, en hún er hjúkrunar-
fræðingur að mennt og brautskráð
frá HÍ. Hún segist alltaf hafa haft
mikinn áhuga á mannslíkamanum
svo og mannlegu eðli, samskiptum
og samfélaginu. „Maður þarf að
líta í svo mörg horn, taka allt með í
reikninginn á sama tíma og með-
ferð er veitt. Starfið er fjölbreytt,
býður upp á atvinnutækifæri á Ís-
landi og í útlöndum. Hjúkrunar-
fræðin heillaði mig upp úr skón-
um. Stéttin á mikið inni og eru
mörg sóknarfæri til þess að efla
heilbrigðisþjónustu á Íslandi í
gegnum hjúkrunarfræðinga. “
Húsnæðismál, LÍN og geðheilsa ofarlega á blaði hjá Stúdentaráði HÍ
Morgunblaðið/Hari
Háskólinn Hagsmunamál stúdenta að eiga kost á að leigja eða kaupa húsnæði, segir Elísabet Brynjarsdóttir.
Kostirnir séu raunhæfir
Elísabet Brynjarsdóttir er
fædd 1992 og útskrifaðist sem
hjúkrunarfræðingur frá Há-
skóla Íslands í júní sl. Hefur
starfað sem teymisstjóri hjá
heimahjúkrun Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins síðast-
liðið ár. Er formaður Hugrúnar
– geðfræðslufélags háskóla-
nema, sem stofnað var árið
2016 af nemendum í hjúkr-
unarfræði, læknisfræði og sál-
fræði við HÍ.
Hver er hún?
Ólöf Ragnarsdóttir
olofr@mbl.is
Þverpólitísk samstaða er á meðal
ungliðahreyfinga stjórnmálaflokk-
anna um frumvarp um lækkun kosn-
ingaaldurs til sveitarstjórnarkosn-
inga í 16 ár. Á föstudag var umræðu
um frumvarpið frestað fram yfir
páska. Nokkrir þingmenn voru gagn-
rýndir fyrir málþóf og sakaðir um að
hindra að vilji þingsins næði fram að
ganga.
Ungliðahreyfingar allra stjórn-
málaflokka sem hafa slíkar hreyfing-
ar innan sinna vébanda, sendu í sam-
einingu bréf til þingmanna þar sem
þeir voru hvattir til þess að sam-
þykkja frumvarpið. Í bréfinu segir
meðal annars: „Athygli vekur að yf-
irgnæfandi meirihluti þeirra styðja
málið, og öll samtök ungs fólks sem
sendu inn álit voru málinu fylgjandi.
Það væru því mikil vonbrigði ef Al-
þingi tæki ekki afstöðu með ungu
fólki sem vill hafa áhrif á samfélagið
sitt, og bæri fyrir sig ákvæði sem
ekki eiga við.“
Óánægja meðal formanna
Í samtölum við formenn hreyfing-
anna lýstu þeir allir yfir vonbrigðum
með að málið hefði ekki verið afgreitt
í þinginu. „Þetta eru ákveðin von-
brigði, hvernig framferði ákveðinna
þingmanna stöðvaði málið,“ segir
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, for-
maður Uppreisnar sem er ungliða-
hreyfing Viðreisnar. „Okkur þykir
þetta óttalega sorglegt hvernig þetta
fór, stöðvað af nokkrum miðaldra
körlum mestmegnis í þinginu,“ segir
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, for-
maður Ungra jafnaðarmanna. „Það
er leiðinlegt að þingmenn hafi með
málþófi komið í veg fyrir að frum-
varp, sem nýtur stuðnings mikils
meirihluta Alþingis, fengi afgreiðslu
fyrir páska,“ segir Ingvar Smári
Birgisson, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna. „Þetta er
frekar ömurlegt,“ segir Gyða Dröfn
Hjaltadóttir, formaður Ungra VG,
sem telur að frumvarpið hafi verið
stöðvað með málþófi þingmanna
þeirra flokka sem njóta minna fylgis
meðal ungs fólks. „Við erum auðvitað
bara mjög vonsvikin að þetta frum-
varp hafi ekki náð í gegn,“ segir
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður
Sambands ungra framsóknarmanna.
„Þetta er eitthvað sem við styðjum
heilshugar og erum mjög döpur að
hafi ekki orðið að veruleika. Það eru
undarleg rök að segja að krakkar á
þessum aldri hafi ekki myndað sér
skoðun, af því það er kannski 60 til
70% kjörsókn að meðaltali, á þá að
taka kosningaréttinn af fullorðnu
fólki sem er ekki búið að mynda sér
skoðun?“ spyr Valborg Sturludóttir,
sem situr í stjórn Ungra pírata.
Þverpólitísk samstaða meðal ungliða
Styðja frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár Óánægja meðal formanna ungliðahreyfinga
Málþóf Umræðunni var frestað.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sú ákvörðun eigenda tölvubúnaðar,
sem stolið var úr gagnaveri á Suð-
urnesjum fyrir nokkrum vikum, að
heita 6 milljónum króna í fundar-
laun til þess sem getur gefið upp-
lýsingar um hvar búnaðinn er að
finna, á sér fá fordæmi hérlendis.
Ólafur Helgi Kjartansson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í
samtali við mbl.is í gær ekki minn-
ast þess að þessi leið hefði verið
farin áður í rannsókn sem hann
hefði tekið þátt í. Ákvörðunin væri
tekin að ósk þeirra sem eiga tölv-
urnar og aðspurður sagði hann
fundarlaunin vera eitt þeirra út-
spila sem talið er að geti skilað ár-
angri í leitinni.
Í tilkynningu, sem lögreglan
sendi fjölmiðlum í gær, segir að
fundarlaunin verði veitt þeim sem
geti veitt áreiðanlegar upplýsingar
og að þær verði að berast fyrir 12.
apríl næstkomandi. Fundarlaunin
verði greidd þeim sem lögreglu-
yfirvöld staðfesti að hafi fyrstur
komið á framfæri ábendingu um
hvar búnaðinn sé að finna.
Fyllsta trúnaðar gætt
Þá segir þar ennfremur að fyllsta
trúnaðar verði gætt við þá sem veiti
lögreglu upplýsingar um málið.
Í gærkvöldi sagði Ólafur að sér
væri ekki kunnugt um hvort ein-
hverjar ábendingar hefðu borist en
það myndi væntanlega liggja fyrir í
dag.
Búnaðurinn sem um ræðir er
metinn á um 200 milljónir króna.
Hann er afar sérhæfður og hann-
aður til að grafa eftir rafmyntum á
borð við Bitcoin. Þetta er eitt
stærsta þjófnaðarmál sögunnar hér
á landi og hefur lögreglan á Suður-
nesjum verið í samstarfi við
Evrópulögregluna, Europol, vegna
málsins. Yfir tuttugu hafa verið
handteknir vegna málsins, einn
þeirra er fyrrverandi öryggisvörður
hjá Öryggismiðstöðinni.
Ólafur sagði á mbl.is í gær að
mikil vinna hefði verið lögð í málið
og sagðist telja að náðst hefði góð
mynd af því þótt tölvurnar væru
enn ófundnar. Einn er í gæslu-
varðhaldi vegna málsins og verður
fram undir miðjan næsta mánuð.
Fá fordæmi fyr-
ir fundarlaunum
6 milljónir boðnar í verðlaun fyrir
upplýsingar um stolinn tölvubúnað
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglustjóri Ólafur veit ekki til
þess að þessi leið hafi verið farin.