Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 9

Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Eiríkur Bogason, fyrr- verandi framkvæmda- stjóri Samorku, lést föstudaginn 23. mars síðastliðinn, 71 árs að aldri. Eiríkur lætur eftir sig eiginkonu, Guðbjörgu Ólafs- dóttur, og tvö upp- komin börn. Eiríkur fæddist í Vestmannaeyjum þann 24. janúar árið 1947 og voru foreldrar hans Bogi Jóhannsson raf- virkjameistari og Hall- dóra Björnsdóttir ljós- móðir. Eiríkur lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1967 og síðar námi í raf- magnstæknifræði frá Árósaháskóla í Danmörku árið 1984. Eiríkur starfaði sem veitustjóri Bæjarveitna Vestmannaeyja á ár- unum 1985 til 1995 og leiddi þar sameiningu vatns-, hita- og raf- veitu bæjarins. Hóf hann síðan störf sem framkvæmdastjóri Samorku við stofnun samtakanna og starf- aði þar uns hann lét af störfum sökum veikinda árið 2013. Samhliða störfum sínum gegndi Eiríkur ýmsum félags- og stjórnunarstöðum og sat í nefndum og ráð- um á sviði orkumála og menntunar í tæknigreinum. Börn Eiríks eru þau Soffía Ei- ríksdóttir, sérfræðingur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði, og Karl Eiríksson, viðskiptastjóri hjá Sam- skipum. Andlát Eiríkur Bogason, fyrrv. frkv.stjóri Samorku Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íbúar á Seltjarnarnesi hafa að undanförnu lýst áhyggjum af framgöngu hjólreiðamanna í bæn- um. Kvartað er undan því að hjól- reiðamenn fari of geyst og taki ekki tillit til annarra vegfarenda. Þá þykir mörgum skjóta skökku við að hjólað sé á göngustígum þegar nýbúið sé að leggja nýja hjólastíga við hlið þeirra. „Hjólandi latexgallar með straumlínuhjálma þeysa framhjá manni algjörlega hljóðlaust í hóp- um í friðsælli náttúrunni svo mað- ur hrekkur í kút og missir and- ann,“ skrifar íbúi á umræðu- vettvangi þeirra á Facebook. Varabæjarfulltrúinn Karl Pétur Jónsson blandar sér í umræður um málið og segir: „Þar sem Sel- tirningar hafa af rausnarskap lagt sérstakan hjólastíg meðfram Norðurströnd, finnst mér nú sjálf- sögð kurteisi af hjólreiðafólki að nota hann, fremur en hinn þrönga stíg við sjóinn.“ Bendir Karl Pétur jafnframt á að hættulegasti kaflinn á göngu- stígakerfi Seltjarnarness sé frá Gróttuvita að golfvellinum. „Það er af hjólreiðafólki kallað Nes- spretturinn. Þar hafa til dæmis í dag 14 hjólreiðamenn farið um með kveikt á Strava tímatöku- forritinu sínu. Sá sem hraðast fór var 105 sekúndur að fara þessa 900 metra. Sem þýðir að hann hefur verið á rúmlega 30 km hraða á klukkustund. Metið á þessum kafla er 55 sek. – en sá hjólreiðakappi hefur verið á að meðaltali 60 km hraða á þessum þrönga stíg. Algengt er að fólk sé á yfir 50 km hraða á þessum stað.“ Ásgerður Halldórsdóttir, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, kann- aðist við þessa umræðu þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hennar. Hún sagði að þetta hefði verið rætt í nefndum bæjarins. Þegar hún var spurð hvort bæj- arfélagið myndi bregðast við þessum áhyggjum bæjarbúa sagði Ásgerður: „Já, við vorum nú að klára endurskoðun á umferðarör- yggisáætlun bæjarins sem fer í apríl fyrir bæjarstjórn. Þar eru ábendingar um hraðatakmark- andi þætti eins og upphleyptar línur, skilti og fræðsla.“ Kemur til greina að setja há- markshraða á hjólastíga í bæn- um? „Já, það hefur verið rætt en það hefur ekki verið tekin ákvörðun þar sem vinna við um- ferðaröryggisáætlun hefur verið í gangi. En þetta er í skoðun.“ Ásgerður segist ekki vita til þess að alvarleg slys hafi orðið á stígum bæjarins en nokkur slys hafa orðið þegar hjólreiðamenn hafa dottið. Bæjaryfirvöld hyggj- ast halda áfram að bæta hjóla- stíga í bænum á næstunni. „Það stendur til að breikka hjólastíg frá Gróttu að bílastæði við Suður- strönd/Bakkatjörn sem nú þarfn- ast viðhalds,“ segir Ásgerður en umræddur kafli er einmitt áður- nefndur Nessprettur, eins og hjól- reiðafólk kallar hann. Morgunblaðið/Hari Nesspretturinn Þarna er jafnan hjólað á 50 kílómetra hraða á göngustíg. Hjóla á allt að 60 kílómetra hraða  Áhyggjur af ofsahraða á Nesinu Framkvæmdir hefjast á næstu misserum við byggingu nýrrar verslunar Krónunnar í Norðlingaholti í Reykjavík. Henni er ætlað meðal annars að koma í stað verslunar fyr- irtækisins í Rofabæ í Árbæ. Sú bygging á að víkja fyrir íbúðarhúsnæði, samkvæmt þeim áformum sem fyrir liggja af hálfu borgaryfirvalda. Tímasetningar viðvíkjandi framkvæmdum í Norðlinga- holti liggja ekki fyrir, að sögn Kristins Skúlasonar, rekstr- arstjóra Krónunnar. Lóðin sem byggt verður á liggur að Breiðholtsbraut og er þar af leiðandi í alfaraleið og nærri stórum íbúðarhverfum. Búðin verður um 1.000 fermetrar og um margt sambærileg nýrri verslun Krónunnar á Arn- arneshæð í Garðabæ sem opnuð verður á næstu vikum. Krónan í Norðlingaholtið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Krónan Hverfisbúð í Árbæ þar sem margir kaupa inn.  Verslunin í Rofabænum mun víkja fyrir íbúðarbyggð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.