Morgunblaðið - 26.03.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vorhreinsun stendur nú yfir á götum og stígum í Reykjavík. Morgunblaðið greindi frá því fyrir helgi að fyrst verði ráðist í að hreinsa fjölförnustu leiðir, stofnbrautir og tengigötur, auk helstu göngu- og hjólastíga. Að því loknu verði húsagötur hreinsaðar. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins kemur fram að Reykjavík- urborg hreinsar um 400 kílómetra af götum og um 800 kílómetra af stíg- um. Þá eru ótaldar stofnbrautir innan borgarmarkanna sem eru á forræði Vegagerðarinnar, svo sem Mikla- braut, Sæbraut og Kringlumýrar- braut. Reykjavík hreinsar götur og stíga kerfisbundið tvisvar á ári. Flestar götur eru þvegnar einu sinni á ári, stígar eingöngu sópaðir. Auk þess er kallað út sérstaklega ef með þarf. „Heilbrigðiseftirlit kallar út í ryk- bindingu, sem að mestu er fram- kvæmd á þjóðvegum í þéttbýli,“ segir í skriflegu svari Reykjavíkurborgar. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að miðað væri við að göt- ur væru hreinsaðar fjórum sinnum á ári. Þar með talin séu þrif á gatna- mótum, og hellum og umferðareyj- um, sem farið sé um í annarri hreins- un hvers árs. „Fjárveitingarnar miðast við þessi fjögur skipti en það væri auðvitað æskilegra að gera þetta oftar,“ segir Bjarni Stefánsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni. Vega- gerðin hófst handa við að sópa götur í síðustu vikur. „Við erum heldur fyrr á ferðinni en venjulega en tíðin hefur verið góð. Þetta voru kjöraðstæður til að byrja,“ segir Bjarni. Svifryksmengun í höfuðborginni hefur ekki farið fram hjá íbúum. Há- vær gagnrýni hefur verið sett fram á ástand gatnakerfisins og umhirðu þess. Morgunblaðið beindi þeirri spurningu til Reykjavíkurborgar hverjar væru niðurstöður svif- ryksmælinga fyrir og eftir þrif á göt- um. Sumsé, hverju skila þrifin? „Talað er um að rykbinding vari í hvert skipti 1-3 daga allt eftir aðstæð- um. Veðurfar hefur mjög mikil áhrif á niðurstöður hverju sinni og stundum er erfitt að segja til um það hvort sóp- un/þvottur hafi haft áhrif tiltekna daga. T.d. þegar rykbundið var 5. mars sl. var norðaustanátt ríkjandi og þá gerðist það að frá svæðinu við Skeifuna rauk yfir mælistöðina við Grensásveg. Þann dag voru einungis Bústaðavegur, Grensásvegur og Suð- urlandsbraut rykbundin og Mikla- braut og svo hluti af Sæbraut frá Holtagörðum út að Mjódd. Veðurfar hafði einnig áhrif á mæl- ingar þegar Miklabraut og Hring- braut voru rykbundnar aðfaranótt 10. mars. Stöðin við Hringbraut var í vari af húsum sem standa norðan við stöðina sem staðsett er inni í húsa- garði og því erfitt að fullyrða um áhrif,“ segir í svari Reykjavíkurborg- ar. Aukinni umferð um að kenna Það vakti mikla athygli þegar efna- greining á svifryki í borginni fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að eld- fjallaaska mældist þar í nokkru magni. Sú er ekki lengur raunin. Samsetning svifryks hefur reglu- lega verið könnuð í gegnum tíðina. Nýjustu mælingar voru kynntar í skýrslu Eflu verkfræðistofu sumarið 2017 en þær eru frá árinu 2015. Þar kom í ljós að svifryk í Reykjavík (PM10) skiptist í malbik 48,8%, sót 31,2%, jarðveg 7,7%, bremsur 1,6% og salt 3,9%. „Stór hluti, eða yfir 80% af svif- rykinu, stafar af bílaumferð þar sem stærsti hlutinn kemur frá malbiki. Í samanburði við mælingar sem gerð- ar voru árin 2003 og 2013 sést að eld- fjallaaska er ekki lengur til staðar sem hafði mælst í töluverðu magni 2013. Hlutfall jarðvegs fer minnk- andi sem helst í hendur við lítil um- svif byggingarframkvæmda á höfuð- borgarsvæðinu á þessum tíma. Einnig er áberandi hátt hlutfall sóts sem mældist svipað og árið 2013 en mun lægra árið 2003. Niðurstöðurn- ar styðja eindregið þann grun að vægi sóts í svifryki hafi vaxið mjög á síðustu árum sem má sennilega rekja til mikillar aukningar í bílaumferð og hækkandi hlutfalls díselbíla,“ segir í skýrslu Eflu. Páll Höskuldsson, efnaverkfræð- ingur hjá Eflu, staðfesti við Morg- unblaðið að vilyrði hefði fengist fyrir framhaldsrannsókn og væri hún í undirbúningi. Vonast er til að mæl- ingar geti hafist í sumar. Í þessari rannsókn verði einblínt á fínna svif- ryk en áður. Það sé í takt við erlend- ar rannsóknir enda þykir fína svif- rykið, PM2,5, valda meiri heilsuskaða en hið grófa sem áður hefur verið prófað. 80% svifryks koma frá bílaumferð  Veðurfar hefur áhrif á mælingar á því hverju götuþrif skila  „Æskilegra“ að þrífa göturnar oftar, segir Vegagerðin  Aukin umferð og díselbílar skýra aukið sót  Rannsaka á fínna svifryk í sumar Morgunblaðið/Hari Svifryksmengun Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa þurft að búa við að- stæður sem þessar reglulega að undanförnu. Sót 31,2%Malbik 48.8% Jarðvegur 7,7% Bremsur 1,6% Salt 3,9% Óvissa og óskil- greint 6,8% Heimild: Uppruni svifryks í Reykjavík. Rannsóknarverk- efni Vegagerðarinnar 2015. Unnið af Eflu verkfræðistofu Svifryk í Reykjavík BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Alvöru atvinnubíll Dacia Dokker Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl. Dacia Dokker er með 1,5 l, 90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,5 l í blönduðum akstri*. Dacia bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri. Verð: 2.340.000 kr. m. vsk. Verð án vsk.: 1.887.000 kr. * V ið m ið u n a rt ö lu r fr a m le ið a n d a u m e ld s n e y ti s n o tk u n í b lö n d u ð u m a k s tr i. / B ú n a ð u r b íls á m y n d k a n n a ð ve ra fr á b ru g ð in a u g lý s tu ve rð i E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 6 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.