Morgunblaðið - 26.03.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 26.03.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Virkjun Tungufljóts í Biskupstung- um er mikilvægt samfélagsverkefni sem renna mun styrkari stoðum undir byggð og atvinnu í uppsveit- um Árnessýslu. Þetta segir Mar- geir Ingólfsson á Brú í Biskups- tungum í Bláskógabyggð. Sigurður Ingi Jóhannesson, sam- gönguráðherra tók á föstudaginn skóflustungu að byggingu Brúar- virkjunar í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum sem verður 9,9 MW rennslisvirkjun. Framkvæmd- in er samstarfsverkefni HS Orku og vatnsréttarhafa, það er Mar- geirs á Brú sem á land að Tungu- fljóti austanverðu og Skógræktar- innar sem á Haukadalsjörðina sem liggur að fljótinu í vestri. Nú í vikunni verður hafist handa um að setja niður vinnubúðir á virkjunarstað og strax eftir páska hefjast starfsmenn Ístaks handa um framkvæmdir, en áætlaður verktími eru tuttugu mánuðir. „Framkvæmdin mun hafa mjög lítil áhrif á umhverfið, en þetta verður rennslisvirkjun með litla inntaks- tjörn þar sem vatnið verður tekið í niðurgrafna fallpípu 1.700 m leið og síðan skilað aftur út í farveg Tungufljótsins ofan byggðar og al- faraleiða,“ segir Margeir. Í frétt frá HS Orku segir, haft eftir Ásgeiri Margeirssyni forstjóra fyrirtækisins, að virkjunin og raf- magn frá henni muni styrkja af- hendingaröryggi raforku í ná- grannabyggðum, þar sem til að mynda eru fjölmargar stórar garð- yrkjustöðvar. Stofnkerfi raforku styrkist á stóru svæði með lagningu háspennustrengs frá Brú, sem er skammt frá Geysi, í Reykholt. Þá muni þessar framkvæmdir skapa störf á svæðinu, bæði á bygging- artíma sem og þegar rekstur hefst. Atvinnulífið sé sjálfbært „Undirbúningur að þessu verk- efni hefur tekið mörg ár og var þess gætt að hvert stigið skref væri í sátt við náttúru og samfélag,“ seg- ir Margeir. „Virkjunin var ekki tal- in hafa slík áhrif á samfélagið að mat á umhverfisáhrifum væri nauð- synlegt en við einfaldlega óskuðum eftir því að Skipulagsstofnun tæki verkefnið inn í matsferli og við því var orðið. Fyrir atvinnulíf hér í uppsveitum Árnessýslu skiptir miklu máli að vera sjálfbært um orku, enda er það forsenda vaxtar og frekari framgangs. Staðir á landinu þar sem næg orka er ekki til staðar hafa lent í vanda, en hér á Suðurlandi erum við skrefi á und- an.“ Ljósmynd/HS Orka Upphaf Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Ásgeir Margeirs- son forstjóri HS Orku þegar fyrsta skóflustungan var tekin sl. föstudag. Virkjað í sátt við samfélagið  Tungufljót í Biskupstungum beislað Ljósmynd/Margeir Ingólfsson Virkjunarstaður Tungufljót, Haukadalsskógur og Bjarnafellið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur sameinast í vor skv. niðurstöðu kosn- inga í sveitarfélögunum sem efnt var til sl. laugardag. Í Fjarðabyggð, þar sem kjörsókn var rösklega 36%, sögðu 87% já og 85% í Breiðdal, þar sem 64% neyttu atkvæðisréttar síns. Stuðningur við sameiningu var því yfirgnæf- andi. Í Fjarðabyggð býr í dag 4.961 og í Breiðdalshreppi 183, skv. nýjustu tölum Hagstof- unnar. Samein- ingin tekur gildi eftir sveitarstjórnarkosningar í vor og þar með kemst íbúatala Fjarða- byggðar upp fyrir 5.000. Í Fjarðabyggð er Stöðvarfjörður syðstur staða en nú bætist Breiðdal- urinn við. Er ljóst að í framtíðinni verða gagnvegir milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar í þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Verður í fram- tíðinni sá háttur hafður á að skóla- hald á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði verður sameinað enda aðeins 19 kíló- metrar á milli. Verði kennt tvo daga í viku á öðrum staðnum og aðra tvo á hinum en fimmta daginn verði nem- endur í sínum heimaskóla. Leikskólar verða áfram starf- ræktir á báðum stöðum, að sögn Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og for- manns sameiningarnefndar. Framlag til innviða og lækkunar skulda Sameiningunni fylgir 698 millj. kr. framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga sem verður greitt út á næstu fjórum árum. Um 250 millj. kr. af því fari til innviðauppbyggingar á Breið- dalsvík, svo sem gatnaframkvæmda og umhverfisbóta, auk þess sem skerpa þarf á ýmsu í stjórnsýslu Fjarðabyggðar vegna sameiningar- innar. Annað af framlaginu úr jöfn- unarsjóði fer til þess að greiða niður skuldir bæjarsjóðs Fjarðabyggðar. Stuðningur íbúa við sameiningu sveitarfélaganna var meiri en Hákon Hansson, oddviti í Breiðdal, bjóst við. „Það hefur ekki verið neitt svig- rúm fyrir hrepppinn að fara í fram- kvæmdir sem kosta eitthvað að ráði. Ég tel sameiningu því hafa blasað við,“ segir Hákon um stöðu mála í Breiðdal þar sem sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru undirstöður atvinnulífs. Á síðustu misserum hafa svo nýir sprotar bæst við í krafti þróunarstarfs í samvinnu heimafólks og Byggðastofnunar. Yfirgnæfandi stuðningur  Sameining á Austurlandi var samþykkt  Fjarðabyggð fer yfir 5.000 íbúa markið  Nýir sprotar á Breiðdalsvík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðdalsvík Þorpið og dalurinn verða hluti af sameinaðri Fjarðabyggð.Jón Björn Hákonarson Þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa við Skúlagötu og nágrenni hefur borg- arstjórn samþykkt nýtt deiliskipulag á svæðinu. Skipulagið heimilar átta hæða byggingu á mótum Skúlagötu og Frakkastígs. Borgarráð samþykkti í fyrrahaust að þessi lóð yrði ein þriggja sem tækju þátt í verkefninu „Reinvent- ing Cities“ á vegum C40. Þar er kall- að eftir „framúrskarandi uppbygg- ingarverkefnum, bæði frá sjónar- miði borgarþróunar og loftslags- og umhverfismála“. Hinar tvær lóð- irnar sem um ræðir eru á Ártúns- höfða og við Lágmúla 2/Suðurlands- braut. C40 eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í barátt- unni gegn loftslagsbreytingum. Atkvæði um nýtt deiliskipulag fyr- ir Skúlagötureitinn féllu þannig í borgarstjórn að hún var samþykkt með tíu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar fram- tíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Svein- bjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa. sisi@mbl.is Umdeild lóð verður „græn“  Deiliskipulag samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.