Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
Niðurstöðurnar þóttu mjög sláandi
því þegar heilarnir voru krufnir
reyndust þeir vera stærri í rott-
unum, sem höfðu félagsskap hver
af annarri og lifðu fjölbreyttu og
skemmtilegu lífi,“ segir María og
lýsir því hvaða líffræðilegu skýr-
ingar liggja að baki.
Félagsleg virkni mikilvæg
Og vel að merkja – núna er
hún að tala um manneskjur: „Ef
við hreyfum okkur af ákefð eykst
blóðflæðið, viss efni losna í lík-
amanum, sem örva frumuvöxtinn
og stuðla að því að hluti heilans,
sem tengist minni, vex og dafnar.
Þess vegna er staðreynd að lík-
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Unga dama, heilinn breyt-ist ekki,“ var sagt yfir-lætislega við MarionDiamond, einn af helstu
frumkvöðlum í taugavísindum, þeg-
ar hún á sjöunda áratugnum
kynnti rannsókn sem sýndi fram á
hið gagnstæða. Heilinn getur
nefnilega breyst, raunverulega
stækkað ef fólk notar hann rétt –
ræktar hann með sama hætti og
það ræktar líkamann.
Heilahreysti og líkamshreysti
eru nátengd fyrirbæri, sem fólk
ætti að leggja áherslu á frá vöggu
til grafar var leiðarstefið í fyrir-
lestri, sem Háskólinn í Reykjavík
bauð eldri borgurum á í tilefni af
Alþjóðlegu heilavikunni 11. - 17.
mars síðastliðinn.
María K. Jónsdóttir, taugasál-
fræðingur og dósent í HR, og
Brynhildur Jónsdóttir, sálfræð-
ingur, sem báðar starfa á Minnis-
móttöku Landakots, fluttu í sam-
einingu fyrirlesturinn Að taka því
sem að höndum ber eða spyrna við
fótum?
María segir að alltof lengi hafi
verið ríkjandi viðhorf að minnistap
væri eðlilegur og óhjákvæmilegur
fylgikvilli hækkandi aldurs og ekk-
ert væri við því að gera.
„Eldra fólk á ekki að láta slík
viðhorf yfir sig ganga, enda ekki
alveg rétt. Fólk getur spyrnt við
fótum og notað ýmsar leiðir til að
halda sér andlega hraustu. Trikkið
er afskaplega einfalt; það sem
virkar vel á líkamann, virkar líka
vel á hugann. Hreyfing er ekki
bara góð fyrir skrokkinn, heldur
líka fyrir minnið og alla hugræna
getu. Þeir sem yngri eru ættu ekki
að hætta að gera kröfur til eldra
fólks frekar en til annarra, á þeim
forsendum að hann eða hún sé jú
orðin 75 ára og því auðvitað ekki
alveg með á nótunum,“ segir
María.
Flestir vilja lifa lengi en
ekki verða gamlir
Að spyrna við fótum er tví-
mælalaust rétta svarið. Engin
spurning. Þær Brynhildur komu
víða við í fyrirlestrinum. Meðal
annarra bar Sigmund Freud, upp-
hafsmann sálgreiningar, á góma.
Einnig Benjamin Franklin, sem
var forseti Bandaríkjanna á ár-
unum 1785 – 1788, en hann mun
hafa látið svo ummælt að öll vild-
um við lifa lengi en ekki verða
gömul. Sannleikskorn í því.
María kom inn á niðurstöður
rannsóknar fyrrnefndrar Diam-
ond, sem afsönnuðu þá kenningu
að okkur sé bara úthlutað
ákveðnum fjölda taugafrumna,
sem deyi og um leið rýrni heilinn.
„Hún sýndi fram á að heilabörk-
urinn þykknaði með aldrinum
vegna þess að tengingum milli
taugafrumna fjölgaði. Leiðin ligg-
ur því ekki bara niður á við,“ segir
María brosandi. Sjálf fékk hún
tækifæri til að hlýða á Diamond
þegar hún var í doktorsnámi í
klínískri taugasálfræði í Houston í
Texas og þótti mikið til um.
„Diamond, sem lést í fyrra,
háöldruð, var stórkostlegur fræði-
maður og mikils virt. Í rannsókn-
inni sem um ræðir notaði hún sem
tilraunadýr fullþroska rottur,
systkini úr sama goti. Hún skipti
þeim í tvo hópa, í öðrum voru þær
hver um sig í búri og höfðu hvorki
félagsskap af öðrum rottum né dót
til að leika sér með. Afskaplega
ömurlegt allt saman. Öfugt við
fjörið hjá rottunum í hinum hópn-
um sem voru margar saman í búri
og höfðu nóg af dóti. Báðir hóp-
arnir fengu nóg að borða og jafn-
mikla snertingu tilraunamanna.
Heilahreysti og líkamleg
hreysti fylgjast að
María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent í
Háskólanum í Reykjavík leggur áherslu á mikilvægi
þess að huga að heilbrigði heilans alla ævi með sama
hætti og fólk hugar að líkamshreysti. Hún segir ekki
eðlilegt að missa minnið með hækkandi aldri, enda
sé heilinn sveigjanlegur og geti breyst sé rétt að hon-
um hlúð. Hverjum og einum sé með lífsstíl sínum í
sjálfsvald sett að sporna við heilahrörnun.
Fyrirlesarar Brynhildur, t.v., og María að loknum fyrirlestri sínum í HR.
Getty Images/iStockphoto
Dr. Skúli S. Ólafsson, prestur í Nes-
kirkju, flytur erindi um sögur Bibl-
íunnar af fórnum kl. 20 - 22, annað
kvöld, þriðjudagskvöldið 27. mars. Af
nógu er að taka í Biblíunni af slíkum
sögum og má jafnvel segja að sumar
þessar frásagnir séu réttnefndar
hrollvekjur. Að minnsta kost kalla
þær margar hverjar fram sterkar til-
finningar og vekja margar spurn-
ingar.
Neskirkja við Hagatorg
Hrollvekjandi
fórnarsögur
Fórn Ísaks Málverk frá 1603 eftir
ítalska listmálarann Caravaggio.
Líkamsrækt Hugræn
heilsa eflist samfara
líkamsrækt þar sem
púlsinn fer almenni-
lega upp, t.d. í vask-
legu sundi.