Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 13

Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 13
Getty Images/iStockphoto amleg hreysti og heilahreysti fylgj- ast að. “ áréttar hún og jafnframt að ekki dugi að tvínóna við hlutina heldur þurfi að fá púlsinn almenni- lega upp. María getur í framhjáhlaupi um býsna undarlegar niðurstöður rannsóknar á leigubílstjórum í London. „Þær voru neikvæðar því svo virtist sem viss hluti af heil- anum minnkaði um leið og sá sem hefur með minni að gera stækkaði. Skýringin kann að vera sú að leigubílstjórarnir þurftu að inn- byrða ofboðslega mikið af upplýs- ingum og einbeita sér að því að rata og muna leiðir, en reyndu kannski ekki eins mikið á heilann á öðrum sviðum.“ Maríu finnst þó engin ástæða til að örvænta, rannsóknin hafi bara sýnt nauðsyn þess að fólk brjóti heilann um fjölbreytt mál. Að hennar sögn nær eldra fólk, sem stundar hreyfingu, betri ár- angri í ákveðnum hugrænum próf- um en þeir sem sitja bara heima og gera ekki neitt. Einnig hafi stórar faraldsfræðilegar rann- sóknir sýnt að félagsleg virkni er ekki síður mikilvæg en líkamleg. „Fólk þarf að eiga sér mark- mið, ögra kollinum, gera og læra stöðugt eitthvað nýtt, en ekki fest- ast í sömu rútínunni. Sudoku er til dæmis fínt með öðru, en voða ein- hæft eitt og sér þótt margir telji sér trú um að það dugi til að halda heilanum við. Betra er að fást líka við eitthvað flóknara, sem krefst þess að fólk þurfi að hugsa um margt í einu, og þá hugsanlega með öðrum.“ Þótt Maríu sé síður en svo í nöp við sudoku, nefnir hún að tafl, borðspil, krossgátur og lestur geti til dæmis verið gott í bland. Aðal- atriðið sé fjölbreytni, að ógleymdri jákvæðninni og góða skapinu sem vissulega stuðli að bættri hug- rænni heilsu. Og þá sé ekki síður mikilvægt að fá nægan og góðan svefn. „Fólk finnur náttúrlega fyrir líkamlegum breytingum með aldr- inum, en ef því tekst að minnka til dæmis áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma stuðlar það um leið að andlegu heilbrigði sínu. Ekkert kemur þó ennþá í veg fyrir að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn, en lífs- stíllinn getur seinkað því að ein- kennin komi fram. Enda hefur komið í ljós að einkennin hafa sést í heila látinna án þess að þeir hafi borið nokkur merki hans í lifanda lífi.“ Að safna heilaforða Og María víkur að heilaforða í þessu samhengi og mikilvægi þess að hefja söfnun í heilabankann á unga aldri til þess að fólk verði betur á sig komið en ella þegar aldurinn færist yfir. Líka til að eiga eitthvað upp á að hlaupa ef slys eða sjúkdóma ber að höndum á lífsins leið. „Sumir virðast hafa meira við- nám gegn Alzheimer-sjúkdómnum og heilabilun af öðru tagi og fá ein- kennin ekki eins snemma og aðrir. Í þeim hópi eru oft mikið menntað- ir og þeir sem sinnt hafa flóknum störfum um ævina. Gáfumenni eins og breska skáldkonan og heim- spekingurinn Iris Murdoch fékk heilabilun, en hefur ef til vill haldið lengur í við sjúkdóminn en aðrir hefðu gert,“ segir María og bætir við að fólk sé alla ævi til skiptis að taka út og leggja inn í heilabank- ann. „Á endanum speglar staðan allt okkar líf. Allt ber að sama brunni; með því að ástunda lík- amsrækt eflum við okkar hug- rænu heilsu og getum átt okk- ur áhyggjulaust, en erilsamt ævikvöld,“ segir María. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp film freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægu Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari u uh m v pplýsingum um áh us s. kra.is. töku, Panodil Br fyrir notkun lyfsin Panodil H ga upplýsi ættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjas ot mixtúruduft, ngar á umbúðum lausn til inn og fylgiseðli úðaðar töflur, P erkjum. Hitalækka anodil Junior mixtúra, dreifa, ndi. Til inntöku. Lesið vandle Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi Ágústa Kristófersdóttir, sagn- og safnfræðingur, flytur erindi í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 12 á morgun, þriðjudaginn 27. mars, þar sem hún rifjar upp söguna á bak við byggingu og skipulag Breiðholts- hverfanna. Sérstök áhersla er á löngu blokkina og Breiðholt III, en í ljós- myndasal safnsins er sýning David Barreiru, Langa blokkin í Efra Breið- holti. Að fyrirlestri loknum gefst kostur á að skoða sýninguna. Skoðað verður m.a. hvað leiddi arkitektana áfram í starfi þeirra við skipulagningu hverfanna og hönnun húsa og lóðanna umhverfis þau. Fjallað verður um hugmyndirnar á bak við skipulagið, útfærsluna og rætt almennt um hverfið – kosti þess og galla. Hádegisfyrirlestur Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Blokkir Breiðholtið árið 1974. Kostir og gall- ar Breiðholts Ungmennaráð UN Women heldur kahootkvöld kl. 20 í kvöld, mánudag- inn 26. mars, á Loft Hostel. Kahoot er spurningaleikur þar sem spurningum og svarmöguleikum er varpað upp á skjá. Þátttakendur nota snjallsíma til þess að taka þátt í leiknum og svara spurningum. Þeir sem ekki eiga snjallsíma geta verið í liði með öðrum með síma. Spurning- arnar verða tengdar afrekum kvenna og kynjatengdum málefnum. Veglegir vinningar í boði fyrir efstu sætin. Húsið verður opnað kl. 19:30. Ungmennaráð UN Women AFP Halló! Ekki þurfa allir þátttakendur að mæta með snjallsímana sína. Spurt um kon- ur í Kahoot María segir að á Íslandi sé engin heildstæð stefna í málefnum tengdum heilabilun, hvorki hvað varðar sjúklinga, fræðslu, forvarnir né umræðu. Að hennar mati ætti heilabilun að vera forgangsverkefni og lýð- heilsuverkefni allra landa. Hún bendir á að í niðurstöðum rannsóknar (Barn- ett o.fl., BMC Medicine) frá árinu 2013, þar sem reynt var að meta hversu stóran hluta heilabil- unaráhættu mætti rekja til áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma, hafi komið í ljós að:  13% mátti rekja til hreyfingarleysis,  5% til háþrýstings og  3% til sykursýki. Lýðheilsuverkefni allra landa HEILABILUN OG ÁHÆTTUÞÆTTIR Spyrnt á móti Algengi heilabil- unar tvöfaldast á hverju 5 ára bili frá 65 ára aldri til 85 ára aldurs, en hægt er að spyrna við fótum. „Fólk þarf að eiga sér markmið, ögra koll- inum, gera og læra stöðugt eitthvað nýtt, en ekki festast í sömu rútínunni.“ Getty Images/iStockphoto Fjölbreytni Til að bæta heilahreyst- ina er mikilvægt að fást við fjöl- breytt og flókin verkefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.