Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
● Bandaríska skutlmiðlunin Uber hefur
fallist á að selja starfsemi sína í Suð-
austur-Asíu til singapúrska keppinaut-
arins Grab. Fyrirtækin tvö hafa háð
harða og dýra baráttu um yfirráð yfir
helstu markaðssvæðum í þessum
heimshluta
Snjallforrit Grab hefur verið sótt um
86 milljón sinnum og er fyrirtækið með
ökumenn á sínum snærum í 190 borg-
um í Singapúr, Indónesíu, Filipps-
eyjum, Taílandi, Víetnam, Míanmar og
Kambódíu. Er Grab í dag metið á um
það bil sex milljarða dala.
Bloomberg og Reuters greindu frá
fyrirhugaðri sölu á sunnudag og hafa
eftir ónafngreindum heimildarmönnum.
Hvorki Uber né Grab vildu tjá sig um
tíðindin en búist er við að tilkynnt verði
formlega um söluna á mánudag.
Uber mun halda eftir um 25-30%
eignarhlut og eignast Grab því 70-75%
hlut í bæði skutlþjónustu Uber og mat-
arheimsendingarþjónustunni Uber-
Eats, að sögn Bloomberg.
Það þótti benda til þess að yfirtaka
gæti verið í spilunum þegar japanska
samsteypan SoftBank fjárfesti í Uber
fyrir marga milljarða dala fyrr á þessu
ári. SoftBank hefur einnig fjárfest í
Grab og í kínversku skutlþjónustunni
Didi Chuxing sem árið 2016 keypti
rekstur Uber í Kína. ai@mbl.is
Grab kaupir rekstur
Uber í Suðaustur-Asíu
Slagur Uber hefur mætt harðri sam-
keppni á skutlmarkaðinum í Asíu.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á föstudag var efnt til samkomu í
Salnum í Kópavogi til að marka lok
viðskiptahraðalsins Startup Tour-
ism. Casey Fenton, stofnandi gisti-
miðlunarinnar CouchSurfing.com,
hélt erindi á samkomunni en fyrir-
tæki hans hefur verið þakkað að hafa
rutt brautina fyrir deilihagkerfis-
sprota á borð við Airbnb með því að
hjálpa ferðalöngum að finna ódýra
gistingu hjá ókunnugum.
Casey var staddur hér á landi
bæði til að veita íslenskum ferða-
þjónustusprotum leiðsögn og einnig
til að kynna nýjasta verkefni sitt
Mastly (http://mast.ly) sem auðveld-
ar starfsfólki að hafa yfirsýn yfir
hlutafjáreign sína í fyrirtækjunum
þar sem það starfar. Um Mastly seg-
ir Casey að það hafi sýnt sig að þegar
starfsmenn geta séð í einföldu mæla-
borði hvernig hlutur þeirra vex og
dafnar þá tvöfaldist og jafnvel þre-
faldist afköst þeirra.
Lítill árangur með litlu trausti
Í erindi sínu fjallaði Casey um
mikilvægi trausts fyrir nýsköpun.
Hann segir bæði sprotum og rót-
grónum fyrirtækjum vegna betur ef
meira traust ríkir á milli starfs-
manna, rétt eins og þjóðfélög njóta
aukinnar hagsældar ef traust í garð
meðborgaranna er meira frekar en
minna. Hann segir lítið traust hefta
boðskipti innan fyrirtækja og standa
í vegi fyrir dreifstýrðri ákvarðana-
töku sem síðan verður til þess að þau
dragast aftur úr keppinautum sínm.
„Í grófum dráttum má skipta fyr-
irtækjum í þrjá flokka. Í fyrsta
flokknum, þar sem lítið sem ekkert
traust ríkir, snúast dagleg störf fólks
iðulega um eigin lífsbaráttu. Viðhorf
starfsmanna og stjórnenda einkenn-
ist af bölsýni og óánægju með eigið
hlutskipti, og sama sem engir hvatar
eru til að leita nýrra leiða til að gera
betur,“ segir Casey og nefnir banda-
rísku póstþjónustuna sem þekkt
dæmi um svona vinnustað. „Í öðrum
flokknum ríkir meira traust, en þó
ekki meira en svo að fólk hamstrar
upplýsingar og deilir ekki með öðr-
um nema það þjóni þess eigin hags-
munum. Eru það aðallega æðstu
stjórnendur sem hafa heildarsýn yfir
reksturinn og þurfa því allar skip-
anir og ákvarðanir að koma að ofan.“
Í þriðja flokknum, þar sem mikið
traust ríkir, flæðir þekking og upp-
lýsingar greiðlega á milli starfs-
manna. Allir eru á sama báti, og geta
unnið samhentir að sama markmiði.
„Það sem gerist um leið er að
ákvarðantakan getur verið dreif-
stýrð að því marki að hver starfs-
maður getur í dagsins amstri tekið
alls kyns minniháttar ákvarðanir
sem hámarka getu heildarinnar til
að ná settu marki. Áhrif margra
smárra en góðra ákvarðana safnast
upp og gera fyrirtæki samkeppnis-
hæfari.“
Að skapa vinnustað þar sem ríkir
gott traust er hægara sagt en gert.
Casey segir að vissulega hjálpi til ef
almennt ríkir mikið traust í sam-
félaginu þar sem fyrirtæki starfa,
líkt og á við um mörg lönd N-Evr-
ópu, en það hvíli á stjórnendum að
bæði sýna gott fordæmi og ýta undir
traust á milli starsfsfólks. Þá verði
líka að vera á varðbergi og forðast að
ráða inn fólk sem fellur illa að hópn-
um og dregur úr traustinu frekar en
að auka það.
Gestrisnir Íslendingar
Casey bendir á að traust skipti
líka miklu máli fyrir árangur deili-
hagkerfissprota eins og CouchSurf-
ing.com. Varð það honum til happs,
þegar hann lét fyrst reyna á hug-
myndina á bak við vefsíðuna, að
hann valdi land þar sem ríkir mikið
traust: Ísland. „Mig hafði lengi lang-
að að heimsækja Ísland, og vildi
prófa á sem einfaldastan hátt hvort
fólk væri yfir höfuð fáanlegt til að
hýsa ókunnugan gest á sófanum hjá
sér,“ segir hann. „Ég fann um það bil
1.500 netföng í netfangaskrá Há-
skóla Íslands, og sendi af stað fjölda-
póst sem ég stílaði persónulega á
hvern viðtakanda og lýsti erindinu,
og lét fylgja með lítinn „prófíl“ um
sjálfan mig, með mynd og ýmsum
upplýsingum. Einum degi síðar
höfðu í kringum 50-100 manns boðið
mér pláss á sófanum sínum. Ekki
nóg með það heldur endaði ég hjá
gestgjafa sem var þekktur í íslenska
næturlífinu og sýndi mér hliðar á
borginni sem ég hefði annars aldrei
kynnst. Viðbrögðin voru betri en ég
hafði þorað að vona og upplifunin af
Íslandi sýndi mér að ég væri á réttri
leið með viðskiptahugmyndina.“
Lítið gerist ef traustið vantar
Morgunblaðið/Hari
Áskorun Casey Fenton á fundi Startup Tourism. Lítið traust heftir boð-
skipti á vinnustað en mikið traust hvetur til dreifðrar ákvarðanatöku.
Ef traust skortir á milli starfsfólks einkennist daglegur rekstur af lífsbaráttu frek-
ar en nýsköpun Stofnandi CouchSurfing prufukeyrði hugmynd sína á Íslandi
Matsfyrirtækið
Moody‘s hefur
hækkað lánshæf-
iseinkunn Lands-
virkjunar fyrir
óverðtryggðar
lánaskuldbind-
ingar án ríkis-
ábyrgðar úr
flokki Baa3 upp í
Baa2. Þetta kem-
ur fram í tilkynn-
ingu sem send var fjölmiðlum á
föstudagskvöld.
Lánshæfiseinkunn Landsvirkj-
unar með ríkisábyrgð helst óbreytt
í flokki Baa1 og metur Moody‘s að
horfur fyrirtækisins séu stöðugar.
Í umsögn sinni segir Moody‘s að
Landsvirkjun hafi sýnt fram á stöð-
ugan rekstur og að fyrirtækið hafi
getu til að standast breytingar á
hrávörumörkuðum án þess að
áhætta aukist. Þá muni sjóðs-
myndun draga verulega úr skuld-
setningu fyrirtækisins eftir að fjár-
festingum lýkur á árinu 2018.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir hafa verið
markvisst unnið að því að draga úr
markaðsáhættu fyrirtækisins. Þá
bendir hann á að Landsvirkjun gaf
nýlega út græn skuldabréf án rík-
isábyrgðar, fyrst íslenskra fyrir-
tækja. „Þar sýndi sjöföld eftirspurn
fram á að fyrirtækið hefur gott að-
gengi að lánsfjármörkuðum,“ segir
hann. ai@mbl.is
Lánshæfi Landsvirkjunar
batnar í mati Moody‘s
Hörður
Arnarson
Markaðsvirði Facebook hefur
lækkað um meira en 50 milljarða
dala eftir að í ljós kom fyrir röskri
viku að breska ráðgjafarfyrirtækið
Cambridge Analytica hefði brotið
gegn notendaskilmálum bandaríska
samfélagsrisans árið 2014 með því
að miðla persónuupplýsingum um
notendur til þriðja aðila og geyma
upplýsingar í leyfisleysi. Lækkaði
hlutabréfaverð Facebook um rösk-
lega 14% í síðustu viku og nam
lækkunin 3,3% á föstudag.
Kann það að skýra að einhverju
leyti hve sterk viðbrögðin voru við
fréttunum af broti Cambridge
Analytica að fyrirtækið aðstoðaði
bæði við kosningabaráttu Donalds
Trumps og við kosningaherferð
Brexit-sinna. Washington Post hef-
ur eftir heimild-
armönnum að
bandaríska sam-
keppniseftirlitið
hafi sett af stað
rannsókn á
starfsháttum
Facebook og
hafa bæði banda-
rískir og evr-
ópskir stjórn-
málamenn lýst
mikilli óánægju með málið.
Sumir undrast þó hve miklu upp-
námi brot Cambridge Analytica
hefur valdið og bendir t.d. miðillinn
Reason á að heiftin hafi ekki verið
sú sama þegar vitað var að sömu
aðferðir voru notaðar í kosninga-
herferðum Baracks Obama á sínum
tíma, og í það skiptið með vitund og
vilja Facebook. Þá var skilmálum
Facebook breytt árið 2015 og sett-
ar strangari reglur um öflun og
notkun persónuupplýsinga not-
enda.
Fjaðrafokið varð m.a. til þess að
stjörnufrumkvöðullinn Elon Musk
ákvað á föstudag að loka eigin face-
booksíðu og facebookreikningi raf-
bílaframleiðandans Tesla.
Reuters greinir frá því að Face-
book hafi birt heilsíðuauglýsingar
um helgina í breskum og banda-
rískum dagblöðum þar sem Mark
Zuckerberg, stofnandi fyrirtækis-
ins og einn af ríkustu mönnum
heims, baðst afsökunar á að hafa
„brugðist trausti“ notenda.
ai@mbl.is
Zuckerberg fullur iðrunar
Mark
Zuckerberg