Morgunblaðið - 26.03.2018, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
Reykjavík Um 100 manns gengu frá Arnarhóli á Austurvöll á laugardaginn var til stuðnings bandarískum ungmennum sem mótmæla skotvopnalöggjöfinni í heimalandi sínu.
Kristinn Magnússon
Stokkhólmur| Það var
fyrirframgefið að Vla-
dimír Pútín myndi ná
kjöri í fjórða sinn sem
forseti Rússlands.
Stjórnvöld í Kreml
skipulögðu án efa taln-
ingarsvik og fleira í
þeim dúr til þess að
tryggja að Pútín fengi
að minnsta kosti 70%
atkvæða í öllum kjör-
dæmum. Pútín hefði
þó líklega siglt öruggum sigri í höfn,
jafnvel án þess að gripið hefði verið
til slíkra bellibragða, á þeirri þjóð-
ernissinnuðu bylgju sem hann skap-
aði 2014 með því að innlima Krím-
skagann.
Það sem er óvissara en niður-
staða kosninganna er hvaða stefnu-
mál Pútín muni setja á oddinn
næstu sex árin. Rússneska hag-
kerfið sýnir ýmis teikn þess að það
sé að rétta úr kútnum, en hagvöxtur
er enn mun lakari en hann var á
uppgangsárunum á fyrstu fimm ár-
um Pútíns í embætti. Á sama tíma
eru skilin í alþjóðamálum á milli
Rússlands og vesturveldanna að
verða enn skarpari.
Pútín hefur sett saman nokkra
mismunandi hópa af hagfræðingum
sem eiga að leggja fram tillögur að
stefnu næstu ára, en fáir skýrendur
gera ráð fyrir að alvöru umbætur
fylgi í kjölfarið. Langtímahorfur
efnahagsins munu vera áfram dökk-
ar svo lengi sem öryggisríkið heldur
rússneskum fyrirtækjum og sam-
félagi í heljargreipum.
Þá er jafnframt erfitt að sjá
hvernig Rússland getur bætt efna-
hagsástandið án þess
að bæta fyrst sam-
skipti sín við vestur-
veldin. Það er erfiðara
að nálgast þær fjár-
festingar sem þarf til
að auka hagvöxt þar
sem aðgangur Rúss-
lands að lykiltækni og
alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum er tak-
markaður, og vegna
refsiaðgerða gegn
rússneskum fyrir-
tækjum og auðmönn-
um nákomnum Pútín.
Pútín virðist hafa trúað því að
viðbrögð vesturveldanna við aðgerð-
um hans í Úkraínu yrðu skamm-
lífar, líkt og þær voru eftir hern-
aðarinngrip Rússlands í Georgíu
árið 2008. Þegar það reyndist ekki
vera raunin og refsiaðgerðir vest-
urveldanna fóru að bíta æ meir,
fóru Kremlverjar að leita eftir fjár-
festingu og viðskiptatækifærum í
Kína.
En vonir þeirra um dýpri sam-
skipti við Kínverja brugðust þegar
Xi Jinping, forseti Kína, bauð
Donald Trump Bandaríkjaforseta til
opinbers kvöldverðar í hinni For-
boðnu borg í Peking – en leiðtoga
Rússlands eða Sovétríkjanna hefur
aldrei hlotnast sá heiður. Á sama
tíma hefur möguleikinn á bættum
samskiptum við Bandaríkin gufað
upp vegna uppljóstrana um mögu-
leg áhrif Rússlands á forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum 2016.
Þá hafa Kremlverjar heldur ekki
getað séð fyrir atburðarásina í
Úkraínu. Þrátt fyrir atlögu Rússa
að austurhluta Úkraínu hrundi rík-
isstjórn landsins ekki. Í staðinn
reyndi hún að koma á umbótum og
undirritaði samkomulag um aukin
tengsl við Evrópusambandið.
Að lokum í Sýrlandi hefur Pútín
lýst því yfir aftur og aftur að mark-
miðum Rússa þar hafi verið náð, en
samt halda rússneskir málaliðar
áfram að deyja þar. Vissulega hafa
Rússar getað prófað ný hergögn og
stutt við stjórn Bashars al-Assad
Sýrlandsforseta. En friður og stöð-
ugleiki eru enn víðsfjarri.
Pútín reyndi að sýna fram á
sjálfsöryggi sitt í árlegu ávarpi sínu
til rússneska þingsins í þessum
mánuði, en hann ljóstraði engu að
síður upp um ugg sinn gagnvart
framtíðinni. Til dæmis voru loforð
hans um hagvöxt kunnugleg, en
hann gekk mun lengra en venjulega
í að vara við því að Rússland gæti
dregist aftur úr öðrum ríkjum.
„Hraði tækniframfara er að aukast
mikið,“ sagði hann. „Þeir sem geta
setið þessa tækniöldu munu skjót-
ast langt fram úr. Þeir sem gera
það ekki munu sökkva og drukkna.“
Það er lítill vafi á því að Rússland er
í hættu á því að drukkna.
Sömuleiðis eyddi Pútin megninu
af ræðu sinni í margmiðlunarsýn-
ingu af háþróuðum nýjum kjarn-
orkuvopnum: risastórum eld-
flaugum sem drífa milli heimsálfa,
hljóðfráum árásarvopnum, ofur-
vöxnum neðansjávartundurskeytum
með framtíðarbrag og kjarnorku-
knúnar eldflaugar sem geta drifið
hvert sem er. En í viðleitni sinni til
að sanna að Rússland geti sigrast á
öllum nýjum eldflaugavörnum
Bandaríkjanna, sýndi Pútín um leið
ótta sinn um það að kjarnorku-
vopnabúr Rússlands gæti orðið úr-
elt.
Fyrir utan kjarnorkuvopn Rúss-
lands og neitunarvald landsins sem
fastafulltrúa í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna er grunnurinn að
áhrifum Rússa á alþjóðavísu veikur.
Jafnvel þegar búið er að leiðrétta
fyrir muninn á kaupmætti er hag-
kerfi Rússlands nær hagkerfi Ítalíu.
Ef Pútín ætlar sér í fullri alvöru að
hefja vígbúnaðarkapphlaup við
Bandaríkin verður hann að neyða
aðra lykilgeira efnahagsins til þess
að færa fórnir – og um leið draga úr
lífskjörum venjulegra Rússa.
Á hinn bóginn lýsti Pútín nýlega
yfir að hann væri opinn fyrir að
Sameinuðu þjóðirnar sendu friðar-
gæslulið til Donbass-héraðsins í
Austur-Úkraínu. Og það er mögu-
legt að tæknisýningu hans hafi verið
ætlað að sýna fram á þörfina á frek-
ari afvopnunarsamningum og sam-
tali á milli kjarnorkuveldanna. Ef
svo er, valdi hann skrítna aðferð til
þess að koma þeim boðum til skila.
En jafnvel þótt Pútín vildi hefja
samtal við vesturveldin á ný, er ekki
hægt að líta framhjá eiturvopna-
árásinni á rússneska liðhlaupann
Sergei Skripal og dóttur hans í
Salisbury á Englandi í þessum mán-
uði. Eins og með árásina árið 2006
þar sem rússneski flóttamaðurinn
og fyrrverandi njósnarinn Alexand-
er Litvinenko var myrtur með
pólóníumi, hefur breska rík-
isstjórnin komist að þeirri nið-
urstöðu að stjórnvöld í Kreml hafi
fyrirskipað aðgerðina gegn
Skripal-feðginunum.
Öryggisstofnanir Rússlands hafa
kannski „leyfi til að drepa“ þá sem
flýja land með hvaða aðferðum sem
þeir geta fundið upp á. En, líkt og
með pólóníum-árásina fyrir áratug,
var notkunin í fyrsta sinn á háþró-
uðu taugaeitri, Novichok, nokkuð
sem ekki var hægt að líta framhjá,
og Kremlverjar beita nú grófum
lygum og veita rangar upplýsingar
til þess að hylja slóð sína. Það þarf
ekki að taka það fram að ríkisstjórn
sem myrðir og lýgur er ekki
heillandi samstarfsaðili.
En það dregur ekki úr þörfinni til
þess að Bandaríkjamenn og Rússar
tali saman. Bæði lönd eru að endur-
nýja kjarnorkuvopn sín, og sú hætta
er til staðar að hin nýja tækni gæti
grafið undan gömlum afvopnunar-
ráðstöfunum eða gert þær úreltar.
Framtíð veldis Pútíns til lengri
tíma er óvissu háð. Umbætur innan-
lands eru líklega ekki á borðinu, og
beiting Kremlverja á öryggis-
sveitum sínum erlendis hefur grafið
undan líkunum á því að sættir náist
við vesturveldin. Og á sama tíma og
nýtt vígbúnaðarkapphlaup felur í
sér talsverða hættu fyrir Rússland
– líkt og alla aðra – mun það einnig
nánast örugglega leiða landið til
glötunar, líkt og síðustu leiðtogar
Sovétríkjanna geta eflaust vitnað
um.
Eftir Carl Bildt » Það er erfitt að sjá
hvernig Rússland
getur bætt efnahags-
ástandið án þess að
bæta fyrst samskipti sín
við vesturveldin.
Carl Bildt
Höfundur er fyrrverandi forsætis- og
utanríkisráðherra Svíþjóðar.
©Project Syndicate, 2018.
www.project-syndicate.org
Pyrrosarsigur Pútíns