Morgunblaðið - 26.03.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.03.2018, Qupperneq 21
einstök ánægja að aðstoða hann við að komast á völlinn eftir að hann varð seinn til gangs síðustu árin. Nokkrum vikum fyrir andlátið fékk hann í fangið fyrsta barna- barnabarnið. Langafi Maggi og Victor áttu samleið í rétta þrjá mánuði, og sú vinátta mun vafa- laust halda um ókomna tíð. Ekki veit ég hvort kenningin um „efra og neðra“ á við rök að styðjast, en ef svo er hefur Maggi átt bókað far að Gullna hliðinu. Ég sé hann fyrir mér á áfangastað, Lykla-Pétur opnar hliðið stóra og Maggi gengur inn, léttur í spori. En ef hann heyrir ískur í löm- unum gömlu fer hann ekki lengra, heldur finnur smurkönnu og reddar málinu. Því að þannig er Maggi. Þinn vinur, Björgvin. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þin er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Minningin um góðan mann á eftir að ylja okkur um ókomna framtíð. Elsku Lindu okkar, Björk Ingu, Ása og fjölskyldum sendum við hjartans samúðar- kveðjur. Steinunn og Erlendur. Látinn er í Reykjavík Magnús Ernst Ársælsson steinsmiður, eftir erfið veikindi. Í steinsmíðinni kom Maggi að framleiðslu margra fagurra muna, svo sem skírnarfonta sem skrýða kirkjur víða um land. Einnig annaðist hann vegg- og arinhleðslur, gosbrunna og ann- að sem prýðir stofnanir og heim- ili. Hann kom líka að uppsetn- ingu minningarsteins um Ásdísi móður Grettis Ásmundarsonar að Bjargi í Miðfirði. Maggi var mikill bílaáhuga- maður og var í essinu sínu í bíla- viðgerðum fyrir ættingja sína og vini, á kvöldin og um helgar, aldrei talið eftir sér. Allt gat hann gert, var þessi þúsund- þjalasmiður sem allt lék í hönd- unum á, stórgrýti sem smáskrúf- ur. Bílaútgerð stundaði Maggi eftir steinsmíðina og annaðist um tíma akstur fatlaðra barna, þar naut sín trúmennska hans og hlýja sem hann alla tíð var svo ríkur af. Þetta starf held ég að hafi veitt honum mesta gleði og ánægju af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur um ævina. Maggi var eftirsóttur starfs- kraftur, trúr og heill í öllu sem hann kom að. Við Maggi kynnt- umst fyrir 55 árum þegar Linda kom með hann í vinahópinn, sá hópur heldur saman enn þótt kvarnast hafi úr liðinu. Við Halla nutum vináttu og fé- lagsskapar Magga og Lindu sem ferðafélagar í fjöldamörgum akstursferðum um Evrópu á liðnum árum og aldrei bar skugga á. Kæri Maggi, nú ert þú kom- inn þar sem alltaf er sögð sól og blíða, en skyldi ekki þurfa að taka til hendi og gera við eitt- hvað? Ég veit að þú stendur klár að því. Góða ferð. Kæra Linda, við Halla send- um þér og allri fjölskyldu þinni okkar bestu kveðjur og samúð, megi sá er öllu ræður halda yfir ykkur sinni verndarhendi. Hafsteinn Vilhjálmsson Ísafirði. var í miklu uppáhaldi. Þegar við vorum búin að spila fengum við okkur ristað brauð og hann sagði mér sögur. Oft náði afi í mig í skólann og fagnaði mér í hvert sinn eins og við hefðum ekki sést í langan tíma. Afi var blíður og góður maður sem brosti með augunum og hló smitandi hlátri og hann var líka stríðinn. Einu sinni þegar afi og amma voru að tína rifsberin af trjánum á Hraunsveginum þá sagði ég við afa: „Ég skil ekki hvernig hún amma nennir að hengja öll þessi ber á trén á hverju ári.“ Þá var ég þriggja ára og í stað þess að leiðrétta mig sagði hann: „Nei, ég skil það ekki heldur.“ Þannig maður var hann. Kæri afi, ég þakka fyrir vinátt- una og allar góðu stundirnar, Þín Salvör Björk. Í dag kveðjum við kæran bróð- ur okkar, Pálma Viðar. Hann fæddist í Stykkishólmi 15. júlí 1935 og var elstur okkar systk- ina. Móðir okkar var ein þegar hann kom í heiminn og það var ekki auðvelt á þeim tíma að vera einstæð móðir. Hún lagði sig fram um að drenginn skorti ekk- ert og þá sérstaklega að hann væri fallega klæddur. Hann var fallegt barn og uppátækjasamt og eru ýmsar sögur til um æv- intýri hans. Það er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn en í tilfelli Pálma þurfti heilt þorp til að koma í veg fyrir að hann færi sér að voða. Pálmi var alla tíð léttur, spaugsamur og hugmyndaríkur og eigum við margar góðar minn- ingar um skemmtilegar sam- verustundir með honum. Hann hló smitandi hlátri, var sögumað- ur góður og það ríkti yfirleitt glaumur og gleði í kringum hann og líktist hann móður okkar að því leyti. Það væri hægt að skrifa langar sögur t.d. um skemmti- ferðir stórfjölskyldunnar í Stykkishólm sem lengi verða í minnum hafðar. Á yngri árum var Pálmi sjó- maður um skeið en starfaði síðan við ýmislegt, þ. á m. kaup- mennsku með tengdaföður sínum áður en hann gerði leigubílaakst- ur að ævistarfi og sinnti því fram á efri ár. Honum var margt til lista lagt, var góður teiknari og málaði myndir, skrifaði sögur og orti vísur. Þá naut hann þess að lesa og las mikið, ekki síst sögur þar sem saman fóru frásagnir um kynlega kvisti og þjóðlegan fróð- leik. Hann var því margfróður þó hann væri almennt ekkert að flíka því. Þá hafði hann yndi af ferðalögum bæði innanlands og utan og hafði gaman af fólki sem oft kom í ljós í hnyttnum sögum af starfinu og samskiptum hans við farþegana sem voru af ýmsu þjóðerni og sauðahúsi. Þau Pálmi og Dædý byggðu sér hús við Hraunsveg í Njarðvík á sjöunda áratugnum og hafa átt þar fallegt og hlýlegt heimili alla tíð síðan. Þau áttu 60 ára brúð- kaupsafmæli í febrúar sl. og seg- ir það sína sögu um samheldni þeirra. Á mynd frá þeim degi mátti glöggt sjá ástina og um- hyggjuna sem þau báru hvort til annars. Pálmi var alla tíð heilsuhraust- ur en átti þó við heilsubrest að stríða síðustu ár. Þrátt fyrir það bar hann sig alltaf vel og hélt reisn sinni og gamansemi. Við kveðjum góðan bróður með söknuði og vottum Dædý, börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. (Stephan G. Stephansson) Elísabet, Martha og Jóhannes. Lífsgangan hans Pálma Viðars er á enda og spannaði sú ganga ansi fjölbreytta tíma. Við eigum öll ljúfar minningar frá samveru- stundum í hartnær 60 ár. Pálma sáum við fyrst þegar Dædý stóra systir kom með hann heim og kynnti hann sem kær- astann sinn. Hinn 22. febrúar 1958 giftu þau sig í stofunni á Völlum, og þann dag 2018 fögn- uðu þau 60 ára brúðkaupsafmæli sínu. Pálmi var vel gefinn, bók- hneigður, hagmæltur og er mörg vísan bráðskemmtileg eftir hann í gömlu gestabókinni á Völlum. Hann hafði húmorinn í lagi, var frábær sögumaður, hló manna mest sjálfur, og já, þvílíkur hlát- ur, það var nóg að heyra hann og allir tóku undir. Hann hafði einnig mikinn áhuga á fólki og lífinu sjálfu. Hann elskaði sína fjölskyldu sem hann var mjög stoltur af. Við erum þakklát að hafa átt Pálma að samferðamanni í lífinu, hans verður sárt saknað. Nú er ljós við bjarta beðinn þinn, birta himins lýsir til þín inn. Allar þrautir eru liðnar hjá, engill lyftir skuggataldi frá. (Þórunn S. frá Fossi.) Elsku Dædý okkar og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Sigríður og Þórhallur (Sigga og Halli), Smári og Jenný og fjölskyldur. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9, leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik- fimina, útskurður og myndlist kl. 13 í hreyfisalnum og félagsvist kl. 13 í matsalnum. Árskógar Smíðastofan er lokuð, ganga um nágrennið kl. 11, handa- vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16, félagsvist með vinningum kl. 13, myndlist með Elsu kl. 16-20, opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. Sími 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20, opin handverks- stofa kl. 13, botsía kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, bókabíllinn á svæðinu kl. 10-10.30, handaband, opin vinnustofa með leiðbeinend- um, ókeypis og öllum opið kl. 10-12, frjáls spilamennska kl. 13, bók- band kl. 13-17, söngstund við píanóið kl. 13.30- 14.15, kaffiveiting-ar kl. 14.30, handavinnuhópur kl. 15-19. Verið velkomin, sími 411-9450. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501, opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16, vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/11.30, kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05, stólaleik- fimi Sjálandi kl. 9.50, kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40, Tiffany nám- skeið Kirkjuhvoli kl. 13 páskafrí, Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15 páskafrí. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, útskurður með leið- beinanda kl. 9-16, línudans kl. 13-14, kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulíshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna / brids kl. 13, jóga kl. 18, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. opin handavinna kl. 9–14, bænastund kl. 9.30–10, jóga kl. 10.10–11.10, hádegismatur kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 14, kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga kl. 16 hjá Ragnheiði. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi, frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjendanám- skeið í línudansi með Ingu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs), myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30, handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13.15, eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir. Nánari uppl. s. 4112790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum. Postulínsnámskeið kl. 9 með Ástu, útskrift,´gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Grafarvogs- kirkju og inni í Egilshöll, félagsvist kl. 13 í Borgum, tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum, prjónað til góðs kl. 13 í Borgum, Korpusystkin kóræfing kl. 16.30 og minnum á gleðiríkan félagsfund Korpúlfa mið- vikudaginn 28. mars kl. 13 í Borgum, vonumst til að sjá ykkur öll. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja 9-12, listasmiðja kl. 9- 16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, samverustund með djákna kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum, hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og spiluð er félagsvist kl. 13, kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs- ingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilis Seltjarnarness kl. 9 og 13, leir Skólabraut kl. 9, billjad Selinu kl. 10, krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30, jóga Skólabraut kl. 11, handavinna Skólabraut kl. 13, vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. PÁSKAEGGJABINGÓ í safn- aðarheimili kirkjunnar kl. 19.30. Fólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stangarhylur 4, Dansleikur mánudagskvöld kl. 20, Hljómsveit húss- ins leikur fyrir dansi, allir velkomnir, Zumba kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun PL Crystal Line, heitustu úrin í París Með SWAROVSKI kristals-skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heima- landinu:16 til 23.000. GÞ Bankastræti, s. 5514007 ERNA Skipholti 3, s. 5520775 www.erna.is Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.