Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 26. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Svaf aftur í þegar mamma …
2. Leyndur galli í lóð …
3. Hvað yrði um flokkinn þá?
4. Klámmyndaleikkona í …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Blúshátíð Reykjavíkur hófst á laug-
ardaginn og fyrstu stórtónleikar há-
tíðarinnar fara fram annað kvöld kl.
20 á Hilton Reykjavík Nordica-
hótelinu við Suðurlandsbraut. Á þeim
koma fram Laura Chavez og Ina Fors-
man, Beggi Smári og Nick Jameson
og blúsaðasta band nýafstaðinna
Músíktilrauna.
Fyrstu stórtónleikar
Blúshátíðar
Djasskvartett
söngkonunnar
Marínu Óskar Þór-
ólfsdóttur kemur
fram á Kex hosteli
annað kvöld kl.
20.30. Efnisskrá
tónleikanna er
samsett úr húm-
orískum standörd-
um, léttleikandi bossanóvum og
hnyttnum vókalísum. Með Marínu
koma fram Rögnvaldur Borgþórsson á
gítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og
Matthías Hemstock á trommur.
Djasskvartett Marínu
Óskar á Kex hosteli
Listviðburðahópurinn Huldufugl
stendur fyrir ljóðakvöldi undir yfir-
skriftinni Rauða skáldahúsið í Iðnó á
skírdag milli kl. 20 og 23. Ljóðskáld
bjóða upp á einkalestra, tvær hljóm-
sveitir leika tónlist og boðið er upp á
tarotspá og ýmis skemmtiatriði.
Þema kvöldsins er
dauðasyndirnar sjö.
Rauða skáldahúsið er
sett upp á um þriggja
mánaða fresti og
ávallt er eitt aðalskáld,
sem að þessu
sinni er Sjón.
Sjón aðalskáld næsta
Rauða skáldahúss
Á þriðjudag Hægt minnkandi suðaustan- og austanátt. Talsverð
slydda og jafnvel snjókoma um landið sunnanvert en rigning við
ströndina. Þurrt að mestu norðantil. Hiti 0-4 stig við ströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 15-25, hvassast í grennd við fjöll
sunnan- og suðvestantil. Slydda eða rigning með köflum um landið
sunnanvert, annars úrkomulítið. Aukin úrkoma vestast í kvöld.
VEÐUR
„Sigurinn kom okkur sjálf-
um mest á óvart þótt við
hefðum trú á verkefninu all-
an tímann. Við vorum níu
mörkum yfir þegar fjórar
mínútur voru eftir og við
enduðum á því að vinna
með sjö,“ sagði Tandri Már
Konráðsson, handknatt-
leiksmaður hjá Skjern í
Danmörku, sem vann ung-
verska stórliðið Veszprém
óvænt í Meistaradeildinni í
handbolta í gær. »1
Skelltu Veszprém
með sjö mörkum
Kári Kristján Kristjánsson og félagar
í deildar- og bikarmeistaraliði ÍBV í
handknattleik unnu sannfærandi
sigur á SKIF Krasnodar í fyrri viður-
eign liðanna í Áskorendakeppni Evr-
ópu í handknattleik í gær, 25:23.
Eyjamenn eiga þar með góðan mögu-
leika á að feta í fótspor Valsmanna,
sem komust í undanúrslit í keppn-
inni fyrir ári. Síðari leikur ÍBV og
Krasnodar
verður í
Vest-
manna-
eyjum á
laugar-
daginn.
»4
ÍBV stendur vel að vígi
eftir sigur í Krasnodar
ÍR tryggði sér sæti í undanúrslitum
Íslandsmótsins í körfuknattleik karla
í gærkvöldi. ÍR lagði Stjörnuna með
tveggja stiga mun, 71:69, í fjórðu
rimmu liðanna í 8-liða úrslitum sem
fram fór í Ásgarði. ÍR vann þar með
þrjár af fjórum viðureignum liðanna.
Óvíst er enn hverjum ÍR mætir í und-
anúrslitum en aðeins eitt einvígi er
eftir í 8-liða úrslitum. » 2
ÍR-ingar eru komnir
áfram í undanúrslit
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Aníta Daðadóttir vann Söngkeppni
Samfés á laugardagskvöld fyrir
hönd félagsmiðstöðvarinnar Fönix í
Kópavogi. Hún hefur sungið allt frá
því að hún man eftir sér og hefur alla
tíð verið umkringd tónlistarfólki.
Móðir Anítu er söngkonan Regína
Ósk Óskarsdóttir og því á hún ekki
langt að sækja sönghæfileikana.
„Ég hef alist upp við tónlist á báð-
um heimilum. Mamma og pabbi eru
ekki saman en báðar fjölskyldurnar
mínar eru á kafi í tónlist. Pabbi er
hljóðmaður og stjúpmamma mín er
menntaður tónlistar- og söngkenn-
ari og svo er stjúppabbi minn líka
söngvari og trúbador, svo hvert sem
ég fer er tónlist í kringum mig. Ég
fæ þetta svolítið úr umhverfinu og
mér finnst þetta alveg geggjað,“
segir Aníta í samtali við Morgun-
blaðið.
Er alltaf stressuð á sviði
Hún segist vön því að syngja op-
inberlega, en meðal annars hefur
hún farið í jólatónleikaferðalag um
landið með móður sinni. Samt var
hún þónokkuð stressuð er hún kom
fram á Samfés á laugardag. „Ég er
alltaf stressuð þegar ég kem svona
fram, en það er bara partur af
þessu,“ segir Aníta sem flutti lagið
„Gangsta“ eftir amerísku söngkon-
una Kehlani, sem er í uppáhaldi
hjá henni. Lagið er að finna í
kvikmyndinni Suicide Squad
og þar heyrði Aníta það
fyrst, en síðar heyrði hún
órafmagnaða útgáfu af lag-
inu á YouTube, féll fyrir
henni og ákvað að þetta
lag myndi hún taka.
„Ég ákvað að æfa
það betur og söng svo
bakraddir sjálf inn á
„playbackið“ svo ég
gerði það eiginlega
bara að mínu, sem mér finnst rosa-
lega gaman,“ segir Aníta.
Skólafélagar Anítu í Salaskóla eru
að hennar sögn himinlifandi með að
félagsmiðstöð þeirra skuli hafa borið
sigur úr býtum, en þetta er í fyrsta
sinn sem félagsmiðstöðin Fönix
vinnur keppnina.
„Það eru allir súper ánægðir, allir
bara í skýjunum,“ segir Aníta, en til
þess að komast í lokakeppni Samfés
þurfti hún fyrst að tryggja sig áfram
með því að lenda í einu af þremur
efstu sætunum í sameiginlegri und-
ankeppni níu félagsmiðstöðva í
Kópavogsbæ. „Það fyndna er að ég
lenti í þriðja sæti í Kópavogs-
keppninni, en vann svo aðalkeppn-
ina. Það er dálítið merkilegt,“ segir
söngkonan unga í léttum tón.
Skólafélagarnir í skýjunum
Aníta vann
Söngkeppni Sam-
fés á laugardag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Efnileg Aníta Daðadóttir segist hafa mikinn áhuga á að semja og gefa út eigin tónlist í framtíðinni og vonar að hún
fái tækifæri til þess. Sjálf segist hún hlusta mest á popptónlist og rapp, þá sérstaklega íslenskt rapp.
Um 3.000 manns fylgdust með
Söngkeppni Samfés í Laugardals-
höll á laugardag, þar sem Aníta
Daðadóttir varð hlutskörpust, en
þrjátíu atriði tóku þátt í loka-
keppninni.
Í öðru sæti varð Benedikt
Gylfason úr félags-
miðstöðinni Bústöð-
um í Reykjavík og í
þriðja sæti Elva Björk
Jónsdóttir frá félags-
miðstöðinni Eden í Grundarfirði.
Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá
félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafn-
arfirði var valin bjartasta vonin og
Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég
vil þig sem var valið besta frum-
samda lagið.
Dómnefndin var skipuð þeim
Aroni Hannesi Emilssyni, Degi Sig-
urðssyni, Hildi Kristínu Stefáns-
dóttur, Rögnu Björgu Ársæls-
dóttur og Rakel Pálsdóttur.
Margt í Laugardalshöll
SÖNGKEPPNI SAMFÉS 2018
Benedikt
Gylfason