Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og á geoSilica.is
Kísil STEINEFNI
Hágæða 100% náttúrulegt steinefni, þróað og framleitt
á Íslandi úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun.
Getur meðal annars stuðlað að:
• Fyrirbyggingu við beinþynningu
• Styrkingu á hjarta- og
æðakerfi líkamans
• Heilbrigði húðar og hárs
• Sterkari nöglum
• Góðri heilsu
• Losun áls úr líkamanum
• Aukinni upptöku annarra steinefna
• Örvun kollagen myndunar
Inniheldur engin aukaefni.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég var fimmtán ára þegarég fluttist til Íslandsmeð foreldrum mínumen ég hef á mínum full-
orðinsárum búið annars staðar en á
Íslandi, ég bjó í fjögur ár í Noregi
og í Kanada af og til,“ segir Mon-
ika Dagný Karlsdóttir, höfundur
nýrrar barnabókar sem heitir Hófí
er fædd, ævintýri íslenskra fjár-
hunda, en aðalpersónan þar er
hundurinn Hófí. Bókin er byggð á
sönnum sögum af tíkinni Hófí sem
Monika eignaðist fyrir þrjátíu ár-
um.
„Hófí var fyrsti hundurinn sem
ég eignaðist af íslensku fjárhunda-
kyni, en ég ólst upp með hundum
heima í Kanada á bernskuárunum
svo hundar hafa alltaf verið partur
af lífi mínu. Ég eignaðist Hófí eig-
inlega óvart, því þegar ég frétti að
íslenski fjárhundurinn væri í út-
rýmingarhættu fannst mér spenn-
andi að fá mér tík. Hófí varð hluti
af fjölskyldunni og í framhaldi af
tilkomu hennar á heimilið varð ég
það ástfangin af tegundinni að ég
ákvað að reyna að fara að rækta ís-
lenska hunda til að sporna gegn
þessari hættu. Ég fékk ræktendur
til að leiðbeina mér og þetta gekk
vel. Svarti liturinn í Hófí var sér-
stakur, því hann var mjög sjald-
gæfur í íslenska fjárhundinum þá
og því var tilvalið að halda honum
við með ræktun. Hófí átti þrjú got
og nokkrir einstaklingar undan
henni bæði hér heima og erlendis
áttu afkvæmi og út frá þeim hefur
bæst í stofninn.“
Monika segir að Hófí hafi ver-
ið yndislegur hundur. „Hún var
Enginn kemur í
staðinn fyrir Hófí
Monika Dagný Karlsdóttir ólst upp með hundum í Kanada en féll fyrir íslenska
fjárhundakyninu þegar hún eignaðist Hófí. Henni varð hugsað til langveikra
barna þegar hún sjálf varð veik og rúmföst og vildi gefa út bók fyrir börn í þeirri
stöðu. Hún gekk með söguna um Hófí lengi í huganum, en nú er hún komin út á
bók. Og þær verða fleiri bækurnar sem segja frá lífi hundsins.
Ljómynd/Árni St. Árnason
Monika og Hófí Mynd sem var tekin árið 1989 þegar Hófí keppti í hlýðni
yngst allra aðeins ellefu mánaða og lenti í 3. sæti.
Myndskreytingar Moniku finnst eins og myndskreytirinn, Martine Jaspers-Verslujs, hafi lesið hugsanir sínar.
Katla er eldstöð undir Mýrdalsjökli
sem nýtur þess vafasama heiðurs að
vera eitt hættulegasta eldfjall lands-
ins. Ástæður þess eru meðal annars
jökulhlaupin sem oft fylgja Kötlu-
gosum og nálægð hennar við byggð.
Menn eru búnir að bíða þess nokkuð
lengi að eldfjallið bæri á sér, en eitt
hundrað ár eru frá síðasta Kötlu-
gosi.
Í hádeginu á morgun, miðvikudag-
inn 28. mars, kl. 12.15-12.50, segir
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur frá
Kötlu og duttlungum hennar í húsa-
kynnum Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs, Hamraborg 6a. Erindið er í
dagskrárröðinni Menning á mið-
vikudögum á vegum Menningarhús-
anna í Kópavogi og er styrkt af
nefnd um fullveldisafmæli Íslands.
Kötlugos hafa að meðaltali orðið
á fimmtíu ára fresti og hafa 16 eld-
gos verið skráð í eldstöðinni frá því
menn settust að á Íslandi en þau
eru þó líkast til fleiri eða að
minnsta kosti 20 talsins
Við eldgos undir jöklinum bráðnar
mikill ís á skömmum tíma og fylgja
gosunum jökulhlaup sem sum hver
hafa verið gríðarmikil. Jökulhlaupin
ryðjast til sjávar með tilheyrandi
sand- og jakaburði. Í aldanna rás
hafa jökulhlaupin lagt byggðir í
auðn, auk þess að mynda mikil
sandflæmi umhverfis Kötlu og færa
út strandlengju landsins. Gjóska úr
Kötlu hefur lagst yfir stóra hluta
landsins og jafnvel borist til annarra
landa. Þá hafa Kötlugosum fylgt
mikill ljósagangur og skruggur.
Menning á miðvikudögum í Kópavogi
Morgunblaðið/RAX
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. Katla er ein frægasta eldstöð á Íslandi
og alræmd fyrir hinar miklu hamfarir í kjölfar eldgosanna.
Katla og duttlungar hennar
Mikið var um dýrðir víða á Indlandi
um helgina þegar hindúar héldu
svokallaða Rama Navami-vorhátíð til
að fagna fæðingu guðsins Rama.
Rama er hetjan í hinu forna
sagnaljóði Ramayana og á að hafa
fæðst um þetta leyti árs. Á mynd-
inni hér til hliðar er ungur indversk-
ur listamaður í Bangalore sem af
mikilli kostgæfni hefur búið sig upp
á og skreytt sem guðinn Hanuman í
tilefni hátíðahaldanna. Samkvæmt
goðsögninni er Hanuman apaguð,
tákn styrks og orku, og ein af aðal-
hetjunum í fyrrnefndum sagna-
ljóðum. Hann er sagður hafa vald
yfir steinum, geta fært fjöllin, teygt
sig til skýjanna og breytt sér í
hvaða form sem er. Þá er hann yfir-
leitt sagður tengdur töfrum og
hæfileikum til að sigra illa anda.
Hindúar dýrka Hanuman vegna
ótakmarkaðrar hollustu hans við
guðinn Rama en hann stýrði apaher
sínum gegn djöflakonunginum Rav-
ana til að hjálpa Rama að endur-
heimta eiginkonu sína Situ. Í þakk-
arskyni gaf Rama honum eilíft líf og
lofaði því að hann yrði tilbeðinn
samhliða sér.
Hindúar fagna Rama Navami-vorhátíðinni
Apaguðinn Hanuman sagður geta fært fjöll
AFP