Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is 2018 Í efstu sætum Frambjóðendur í efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Árborg. Eggert Valur Guðmundsson, versl- unarmaður og bæjarfulltrúi, leiðir lista Samfylkingarinnar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí. Í öðru sæti er Arna Ír Gunnars- dóttir, félagsráðgjafi og bæjar- fulltrúi, Klara Öfjörð, grunnskóla- kennari, náms- og starfsráðgjafi, er í þriðja sæti, Viktor S. Pálsson lögfræðingur er í 4. sæti, Hjalti Tómasson eftirlitsfulltrúi er í fimmta sæti, Elsie Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og leiðbein- andi í grunnskóla, er í 6. sæti, Sandra Silfá Ragnarsdóttir, há- skólanemi og skrifta á RÚV, er í 7. sæti, Sigurður Andrés Þorvarð- arson byggingarverkfræðingur í áttunda sæti og Ólafur H. Ólafs- son, verkamaður og háskólanemi, er í 9. sæti. Eggert leiðir lista Samfylkingar í Árborg Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Ísafirði og bæjarfulltrúi, skipar efsta sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokksins á Ísafirði fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 26. maí og er bæjarstjóraefni hans. Í næstu sætum eru Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðumaður og varaþingmaður, Sif Huld Alberts- dóttir, framkvæmdastjóri og vara- bæjarfulltrúi, Jónas Þór Birgisson, lyfsali og bæjarfulltrúi, Steinunn Guðný Einarsdóttir gæðastjóri, Þóra Marý Arnórsdóttir, deild- arstjóri málefna fatlaðra hjá Ísa- fjarðarbæ, Aðalsteinn Egill Traustason framkvæmdastjóri, Hulda María Guðjónsdóttir geislafræðingur og Högni Gunn- ar Pétursson vélvirki. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur komi úr öllum byggðarkjörnum Ísafjarð- arbæjar. Frambjóðendur Fólkið sem skipar efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokks í Ísafjarðarbæ. Daníel bæjarstjóraefni D-lista á Ísafirði Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknar- flokks í sveitarstjórnarkosning- unum í maí. Framboðslistinn var sam- þykktur einróma á fundi full- trúaráðs framsóknarfélaganna í síðustu viku. Í næstu sætum eru Helga Hauksdóttir lögfræðingur, Baldur Þór Baldvinsson, formaður FEBK, Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona, Sverrir Kári Karls- son verkfræðingur, Helga María Hallgrímsdóttir sérkennari, Gunn- ar Sær Ragnarsson háskólanemi, Björg Baldursdóttir skólastjóri, Hjörtur Sveinsson rafvirki og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kennari. Í framboði Frambjóðendurnir í efstu sæt- um á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. Birkir Jón efstur á B-lista í Kópavogi Sara Dögg Svan- hildardóttir skólastjóri er oddiviti Garða- bæjarlistans, sem er nýtt framboð í bæjarfélaginu fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar. Í næstu sætum eru Ingvar Arnarson framhaldsskólakennari, Harpa Þorsteinsdóttir lýðheilsufræðingur, Halldór Jörgensson tölvunarfræð- ingur og Valborg Ösp Á. Warén stjórnmálafræðingur. Í tilkynningu segir að Garðabæj- arlistinn leggi áherslu á velferð og menntun barna og ungmenna, at- vinnutækifæri starfandi kynslóða, lýðheilsu ungra sem eldri og gæði nærsamfélagsins. Sara Dögg oddviti Garðabæjarlistans Sara Dögg Svanhildardóttir Stefán Vagn Stefánsson yfir- lögregluþjónn er í efsta sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Sveit- arfélaginu Skagafirði fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Í næstu sætum eru Ingibjörg Huld Þórðardóttir talmeinafræð- ingur, Laufey Kristín Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri, Axel Kárason dýralæknir, Einar E. Einarsson bóndi, Sigríður Magn- úsdóttir sérfræðingur, Jóhannes Ríkharðsson bóndi, Atli Már Traustason bóndi og Eyrún Sæv- arsdóttir, verkefnastjóri á héraðs- skjalasafni. Stefán Vagn leiðir B-lista í Skagafirði Stefán Vagn Stefánsson Ferðafélag Fljóta stendur fyrir ár- legu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa, 30. mars næst- komandi. Mótið fer nú fram í fimmta sinn. Keppendur verða ræstir út kl. 13 og gengnar verða fjölbreyttar leiðir við allra hæfi, eins og segir í tilkynningu ferðafélagsins. Er þetta með stærstu gönguskíða- mótum landsins en keppendur hafa jafnan verið í kringum 100. Vegalengdir eru allt frá 1 km fyrir þá yngstu og upp í 20 km fyrir þá hörðustu í greininni. Skráning fer fram á vefsíðunni fljotin.is en þátt- tökugjaldið er 4.000 kr. fyrir full- orðna og 2.000 kr. fyrir börn. Inni- faldar í mótsgjaldi eru veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljóta- manna, Ketilási. Einnig fer fram veglegt happ- drætti að verðlaunaafhendingu lok- inni. Yngri keppendur fá páskaegg og veitingasala er í boði fyrir fjöl- marga gesti mótsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fimmta mótið í Fljótum  Gönguskíðafólk fjölmennir á föstudeginum langa Ljósmynd/Fljotin.is Fljótin Trausti á Bjarnargili (fyrir miðju) var meðal keppenda í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.