Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Reykjavík Rok og trampolín fara ekki vel saman. Það fékk fólk að reyna uppi við Elliðavatn í gær þegar stökkdýna tókst á loft í sterkri vindhviðu. Trampolínið var tekið í sundur á lendingarstað. Kristinn Magnússon Allir vita um hverja er verið að tala þegar við rætt er um „strákana okkar“. Í þessari grein ætla ég þó ekki að tala um fótbolta- eða hand- boltastjörnurnar okk- ar, heldur allt aðra stráka, stráka í vanda. Nokkuð hefur verið um það rætt hversu drengir eiga erfitt uppdráttar í skólakerfinu, hvar allir eiga helst að sitja kyrrir. Strákar eru órólegir og láta þar stundum illa að stjórn. Kennarinn er kona og drengurinn sér varla nokkurn tíma karl fyrr en hann fær góða-nótt-koss frá föður sínum um kvöldið. Þeir eru greindir með ofvirkni og brest á athygli. 12% drengja á aldrinum 5-9 ára eru á einhvers konar hegðunarlyfjum og eru þeir helmingi fleiri á þessum lyfjum en stúlkur. Hefur engum dottið í hug að einmitt svoleiðis eigi þeir hugsanlega helst að sér að vera? Náttúran útbjó þá ein- mitt þannig til að mannskepnan hefði meiri möguleika, þegar lífs- baráttan var öðruvísi og harðari en í dag. Þarf ekki að fara að koma á móts við þarfir þeirra, sem eru oft ólíkar þörfum stúlkna? Hugur og hönd! Er ekki nauðsyn- legt að blanda þessu örlítið meira saman? Þarf ekki að leggja meiri rækt við höndina líka? Margir strákar vilja gera og græja, eins og sagt er, keppa og kljást, rannsaka og uppgötva. Sumar stúlkur eru þannig líka. Er ekki einmitt tími til að tengja? Úr skólakerfinu kemur stór hluti pilta ólæs, þriðjungur drengja les sér ekki til gagns og þrefalt fleiri drengir en stúlkur fara ólæsir út úr því. Fleiri drengir ljúka ekki framhalds- skólanámi, færri fara í háskóla en stúlkur. Þeir finna sig ekki. Við tekur alls kyns óæskileg hegðun; áhættuhegðun, afbrot, vímuefni, iðjuleysi, þunglyndi, atvinnu- leysi og alls kyns óhamingja. Fleiri ung- ir menn falla fyrir eigin hendi en ungar konur og er sjálfsmorðstíðni ungra manna verulegt áhyggjuefni. Það er hæst á Íslandi af öllum Norðurlanda- þjóðunum. Hvað er til ráða? Þurf- um við ekki að fara að taka eitt- hvað til bragðs? Undanfarna mánuði hefur risið hér stórkostleg umræðubylgja og er enn í hávegum og kennd við #metoo, þar sem kastljósinu er beint að því sem allt of margar konur mega þola. Nú vil ég vil ræða þennan vanda í svolitlu sam- hengi við þá byltingu, ef svo má kalla. Ég legg til að við beinum kastljósinu einnig að ungum mönnum. Ræðum málið og finnum einhver úrræði. Hér þarf stórátak. Styðjum ekki bara „strákana okkar“ heldur líka aðra stráka, stráka í vanda. Eftir Karl Gauta Hjaltason »Úr skólakerfinu kemur stór hluti pilta ólæs, þriðjungur drengja les sér ekki til gagns og þrefalt fleiri drengir en stúlkur fara ólæsir út úr því. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins. Strákarnir okkar og aðrir strákar Þann 4. mars árið 2010 samþykkti Alþingi lög um kynjakvóta í stjórnum félaga. Lögin tóku gildi haustið 2013 og því góð þrjú ár sem atvinnulífið hafði til að- lögunar. Nú, átta árum eftir að lögin voru sam- þykkt, hefur hlutfall kvenna í stjórnum þó ekki enn náð því 40% marki eins og kveðið er á um. Tölur nýrrar skýrslu Hagstof- unnar, Jafnréttisstofu og Velferð- aráðuneytis, Konur og karlar á Ís- landi 2018, sýna að í flestum fyrirtækjum eru um 72-75% stjórn- armanna karlmenn. Aðeins stærstu fyrirtækin ná þessu hlutfalli niður fyrir 65%. Það eru fyrirtækin sem eru með 100 starfsmenn eða fleiri. Hæst er hlutfallið hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn eða fleiri. Þau fyrirtæki nálgast 40% hlutfall kvenna í stjórnum. Vandamálið er bara að stóru fyrirtækin eru svo fá, enda flest fyrirtæki sem teljast lítil eða meðalstór. Sögulegur fundur í Rúgbrauðsgerðinni Mig langar því að nýta tækifærið og rifja upp söguna á bakvið kynja- kvótalögin og aðdraganda þeirra. Það tímabil var á köflum frekar reyfarakennt. Ég vil hefja atburð- arrásina á aðalfundi FKA í maí 2009, sem þá var haldinn í húsakynnum Rúgbrauðsgerðarinnar. Þáverandi formaður FKA, Margrét Krist- mannsdóttir, hafði leitt það verkefni frá hruni að atvinnulíf og stjórnmál sameinuðust í átaki til að fjölga kon- um í stjórnum félaga. Á umræddum aðalfundi tók Hafdís Jónsdóttir við sem formaður auk þess sem félagið var að halda upp á 10 ára afmæli sitt. En fundurinn var líka sögulegur fyrir þær sakir að á honum samein- uðust atvinnulíf og fulltrúar stjórn- mála í því verkefni að fjölga konum í stjórnir. Markmiðið var að konur yrðu 40% stjórnarmanna fyrir árslok 2013 og engin stærðarmörk voru sett á félög. Undir vilja- yfirlýsingu um verk- efnið skrifuðu FKA, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, forystumenn allra þá- verandi þingflokka og undirrituð, fyrir hönd Creditinfo. Öll gögn voru dregin fram markmiðinu til stuðnings. Rannsóknir hérlendis sem erlendis sem sýna að aukinn fjölbreytileiki stjórna er aukinn styrkur fyrir fyr- irtæki og viðskiptalífið í heild. Hvat- inn til breytinga var því staðfestur með tölulegum gögnum og stað- reyndum. Í kjölfar undirritunarinnar var boðað til fjölda funda, viðburða, námskeiða og fyrirlestra. Allir sem að komu, voru sannfærðir um að markmiðinu yrði nú náð. Þegar stjórnvöld tilkynntu þá fyr- irætlun sína að festa 40% markmiðið í lög, mættu framangreindir aðilar þeirri fyrirætlan með algerri and- stöðu. Þar reyndum við hvað mest við máttum að skýra út mikilvægi þess að atvinnulífið fengi tækifæri á að fylgja viljayfirlýsingunni eftir, án afskipta löggjafans. Ætlar undirrituð ekki að draga úr sinni þátttöku í þessum rökræðum, hvort heldur sem er við þingmenn eða aðra. Fljótt dró þó úr andstöðunni. Það var einfaldlega vegna þess að endurtekið sýndu tölur að orðum og umræðu var ekki fylgt eftir í verki. Á endanum sofnaði meira að segja snigillinn úr leiðindum, svo mikill var hægagangurinn. Þegar ný ríkistjórn tók við í maí 2013, boðaði Ragnheiður Elín Árna- dóttir, þá nýskipaður viðskiptaráð- herra Sjálfstæðisflokksins, til fjölda- fundar með aðilum úr atvinnulífinu. Viðsnúningurinn í viðhorfum til lag- anna var þá orðinn alger. Flestum var nú orðið ljóst að án lagasetningar væru litlar líkur á breytingum. Með öðrum orðum: Atvinnulífið hafði fengið sitt tækifæri, án árangurs. Markmiðinu er ekki náð Nú virðist hið sama upp á ten- ingnum og því góð ástæða til að gefa nýjum tölulegum staðreyndum gaum. Tölurnar sýna ekki aðeins að 40% markmiðinu um blandaðar stjórnir er ekki náð, heldur snýst málið í þetta sinn um að fyrirtæki eru ekki að fylgja eftir lögum. Ég tel reyndar stutt í að hér verði breyting á. Það er vegna þess að í fyrsta sinn fara konur fyrir Atvinnuveganefnd Alþingis. Þetta þýðir aukið samtal FKA og þingheims enda eitt fyrsta verk nefndarinnar að boða FKA til fundar. Í kjölfar þess fundar, óskaði for- maður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, eftir því að FKA skil- aði tillögum um hvað þarf að gera þannig að 40% lágmarkinu verði náð og lögum um að stjórnir félaga með 50 eða fleiri starfsmenn, verði þar- með fylgt eftir. Tillögur FKA eru þar einfaldar og þekktar. Annars vegar tillögur um heimildir til viðurlaga, jafnvel sekta. Hins vegar einfaldar breytingar á eyðublaði hjá fyrir- tækjaskrá. En sorglegt er það í sjálfu sér, að alltaf þurfi það aðgerðir eða baráttu kvenna til. Ég geri mér því vonir um að einhver fyrirtæki lesi þá hvatningu úr þessari grein að nýta næsta aðalfund til að tryggja að halli á hvorugt kynið í stjórn. Til mikils er að vinna, eins og við höfum reyndar alltaf bent á. Eftir Rakel Sveinsdóttur »Mig langar því að nýta tækifærið og rifja upp söguna á bak- við kynjakvótalögin og aðdraganda þeirra. Það tímabil var á köflum frekar reyfarakennt. Rakel Sveinsdóttir Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) rakel@spyr.is Alþingi setur lög, hvað svo?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.