Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna ✝ Björn Her-mannsson fæddist á Ysta-Mói í Fljótum í Skaga- firði 16. júní 1928. Hann lést 13. mars 2018. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri, f. 1891, d. 1974, og Elín Lárusdóttir húsfreyja, f. 1890, d. 1980. Systkini Björns voru: Halldóra, f. 1912, Lárus, f. 1914, Níels, f. 1915, Rannveig, f. 1916, Hrefna, f. 1918, Sæmundur, f. 1921, Haraldur, f. 1923, og Georg, f. 1925. Þau eru öll lát- in. Björn kvæntist þann 5. júní 1952 Rögnu Þorleifsdóttur frá Hrísey, f. 3. apríl 1929, hjúkr- unarkonu, sem lifir mann sinn. Foreldrar hennar voru Þorleif- ur Ágústsson, fiskmatsmaður, f. 1900, d. 1984, og Þóra Magn- úsdóttir, húsfreyja, f. 1901, d. 1989. Börn Björns og Rögnu: 1) Þorleifur, f. 1952, d. 2002, m. Hlín Brynjólfsdóttir, f. 1953. Börn: a) Ragna Hlín, f. 1977, m. Guðmundur Jörgensen, f. 1975, þau eiga þrjú börn. b) Kári 1952, d. 2014. Barn: a) Kári Fannar, f. 1980, m. Eva Björk Heiðarsdóttir, f. 1983, þau eiga tvö börn. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 og embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 1955. Björn tók virkan þátt í félags- málum og var í stjórn Stúdenta- félags Akureyrar og á háskóla- árum m.a. formaður Stúdenta- ráðs. Hann varð héraðsdóms- lögmaður 1957 og hæstaréttar- lögmaður 1965. Björn var er- indreki Framsóknarflokksins á Norðurlandi 1955-57. Árið 1957 hóf hann störf í fjármálaráðu- neytinu, fyrst sem fulltrúi og síðar skrifstofustjóri, þar til hann var skipaður tollstjóri í Reykjavík frá 1973. Hann var jafnframt skipaður til að gegna starfi ríkistollstjóra frá 1987. Þeim embættum gegndi hann til starfsloka 1998. Hann var fulltrúi Íslands í Norrænu tollskrárnefndinni 1964-72 og formaður hennar 1967-68. Hann sat fundi Norræna tolla- samvinnuráðsins og var for- maður þess 1973 og 1980. Björn var fulltrúi Íslands í tollanefnd EFTA 1970-72. Hann var skip- aður af ríkisstjórn í sáttanefnd í vinnudeilum 1975-76. Auk þess átti hann sæti í fjölda nefnda um rekstur ríkisfyrir- tækja og um tollamálefni inn- anlands sem utan. Útför Björns fer fram frá Háteigskirkju í dag, 27. mars 2018, kl. 13. Björn, f. 1987, m. Kolbrún Ýrr Ronaldsdóttir, f. 1987. 2) Þóra, f. 1955, m. Jón H.B. Snorrason, f. 1954. Börn: a) Berglind, f. 1978, m. Emil Árni Vilbergsson, f. 1976, þau eiga þrjú börn. b) Olga Hrönn, f. 1984, s. Steindór Ellerts- son, f. 1985, þau eiga eitt barn. c) Elín Helga, f. 1990, s. Arnar Björgvinsson, f. 1987. 3) Gústaf Adolf, f. 1957, m. Guðrún Gunn- arsdóttir, f. 1957. Börn: a) Kristín Brynja, f. 1983, hún á tvö börn. b) Gunnar Óli, f. 1989. c) Ragnar Freyr, f. 1992, s. Daníel Ingi Þórisson, f. 1984. 4) Hermann, f. 1963, m. Eiríka Guðrún Ásgrímsdóttir, f. 1962. Börn: a) Björn Orri, f. 1989, b) Ásgrímur, f. 1992, s. Hrafnhild- ur Birta Valdimarsdóttir, f. 1998. c) Hjörtur, f. 1995, s. Bera Tryggvadóttir, f. 1997. 5) Jón- as, f. 1967, m. María Markús- dóttir, f. 1974. Börn: a) Björn Ísfeld, f. 2004. b) Bryndís Huld, f. 2008. Fyrir átti Jónas tvær dætur: a) Veronika Kristín, f. 1990. b) Hekla, f. 1995. Fyrir átti Björn soninn Lárus Má, f. Björn tengdafaðir minn átti langan og farsælan starfsferil að baki. Hann var góðum gáfum gæddur og gegndi störfum sínum og embættum sem honum var treyst fyrir af samviskusemi, vandvirkni og röggsemi. Björn speglaði sig þó alls ekki í emb- ættum og metorðum. Fjölskyldan var hans vettvangur og það sem allt snérist um hjá honum. Björn og Ragna voru einstak- lega samhent og samtaka. Þau voru gestrisin og rausnarleg og heimili þeirra opið ættingjum og vinum. Þangað lá leið afkomend- anna daglega. Þar var hverjum og einum tekið opnum örmum af ein- stakri gestrisni og örlæti. Stórhá- tíðum og öllum viðburðum í fjöl- skyldunni var fagnað á heimili þeirra lengi framan af. Þau voru afar náin börnum sínum, barna- börnum og barnabarnabörnum og voru fullir þátttakendur í lífi þeirra. Tengdabörnunum bættu þau við barnahópinn sinn. Þau Björn og Ragna lifðu lífinu lifandi og áttu sér margs konar tómstundir og áhugamál sem miðuðu öll að því að stórfjölskyld- an gæti tekið þátt með þeim. Við vorum með þeim á skíðum, ferða- lögum, veiðum og hestamennsku. Björn og Ragna smituðu alla af viðfangsefnum sínum og því sem þau tóku sér fyrir hendur. Börn- unum kenndi Björn að spila og tefla. Hann vakti með þeim áhuga á ljóðum og gerði þau að ljóðaunn- endum býsna ung. Fastur liður á hverju sumri var dvöl í Fljótunum. Þar var kastað fyrir lax og silung, tínd ber og not- ið samvista. Björn setti alltaf á flot bát sinn og réri út á Haganes- vík til að setja færi fyrir þann gula. Hann vissi nákvæmlega hvar fiskurinn mundi taka. Þetta var heimavöllurinn hans. Þessar veiðar hafði hann stundað frá því að hann var barn með föður sínum og heimilisfólkinu á Mói. Björn var bundinn heimahög- um sínum sterkum böndum. Í Skagafirði og á Siglufirði bjuggu flest systkini hans og fjölskyldur. Þeim einstaka systkina- og vina- hópi var Björn mjög tengdur. Björn hafði oft orð á því að aldrei hefði orðið úr skólagöngu hjá sér nema fyrir hvatningu systkina sinna. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og þakklæti. Björn var mér afar traustur vinur og sterk fyrirmynd. Hann vandaði ekki um, en ef eftir því var leitað var hann hollráður og alltaf til staðar. Jón H B Snorrason. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið. (Hannes Hafstein) Þetta var eitt af mörgum ljóð- um sem tengdafaðir minn fór með reglulega og lýsir honum vel, en hann var mikill unnandi íslenskr- ar tungu og náttúru landsins. Hann lést á 90. aldursári eftir langa og góða ævi. Við erum búin að fylgjast að í rúmlega 40 ár. Ég var ekki búin að vera lengi í fjöl- skyldunni þegar mér varð ljóst að Fljótin voru sveitin hans Björns. Þangað hefur verið farið á hverju ári í mörg ár og hann smám sam- an gert mig að Fljótakonu. Þar er farið í veiði, berjamó og sund á Sólgörðum og notið þess að vera í samneyti við ættingja hans og vini okkar. Varðandi veiðina var alltaf spenningur í gangi hjá Birni hvað veiddist og hvar. Alltaf bað hann okkur að veiða innan hóflegra marka. Systkinin á Mói voru níu og ættarmót hafa verið haldin annað hvert ár og segir það ým- islegt um samheldnina. Tengda- foreldrar mínir hafa lagt sig í líma við að halda fjölskyldunni sinni saman. Á hverjum laugardegi í rúm 30 ár höfum við börn, tengda- börn og barnabörn og hin síðari ár barnabarnabörn mætt í grjónagraut og slátur í Álftamýr- ina, en þar bjuggu þau hjón í 50 ár. Þá var rætt um allt mögulegt og vettvangur til að fylgjast með hvert öðru. Um tíma var það þannig að tengdapabbi valdi ljóð sem barnabörnin lærðu áður en þau komu í grautinn og fóru með fyrir hann og fengu að launum 100 kr. Stundum stóð þannig á að eitthvert þeirra var fjarverandi og var þá hringt til hans til að fara með ljóðið. Frábær leið til að kynna fyrir þeim ljóð og auka enn frekar við lestur. Björn var mikill áhugamaður um íþróttir, stundaði sund daglega, átti hesta í Víðidal um tíma, gekk til rjúpna, spilaði bridds og var skíðamaður. Þegar hann var áttræður fórum við flest öll til Mallorca í afmælisferð og vorum við saman í viku. Þar nut- um við stórfjölskyldan samvistar við leik og störf. Á afmælisdaginn var leigð rúta og keyrt um eyjuna með fararstjóra sem uppfræddi okkur um það sem fyrir augu bar. Einnig fórum við Gústi með þeim Birni og Rögnu í tvígang á þeirrar slóðir til Albír á Spáni sumarið 2014 og 2015. Þar gistum við á hótel Kaktus og þau leiddu okkur í gegnum allt þar. Það fór virki- lega vel um okkur og leigðum við okkur m.a. bílaleigubíl og keyrð- um um svæðið. Björn naut þess að vera í hitanum og ganga um stíg- inn meðfram sjónum og setjast þar á bekk og virða fyrir sér mannlífið. Tengdapabbi var fyrst og síðast traustur og góður og fylgdist vel með öllum sínum ætt- legg. Með tár á hvarmi en gleði í hjarta yfir öllum góðu minning- unum kveð ég nú með þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Guðrún Gunnarsdóttir. Þegar ég fyrst hitti þá tilvon- andi tengdaföður minn Björn Hermannsson stóð mér ekki al- veg á sama. Maðurinn var þéttur á velli, með þungar brúnir og afar alvarlegur í framkomu að því er mér fannst. Ég var hálffeimin og eiginlega smá hrædd við þennan ábúðarfulla mann sem bauð mig velkomna í kvöldmatinn í Álfta- mýri 39 einn sunnudaginn fyrir rúmum fjörutíu árum. Á minn mælikvarða var þetta stór fjöl- skylda, foreldrarnir, uppteknir í eldhúsinu, og þrír stálpaðir strák- ar sem heyrist nú töluvert í við matarborðið. Einkadótturina Þóru, þá tvítuga og nýgifta, hafði ég þá áður hitt. Ég sagði varla eitt einasta orð nema að ég væri ætt- uð úr Skagafirði að hálfu. Það féll vel í kramið hjá Birni þegar í ljós kom að afasystir mín og móðir til- vonandi tengdapabba voru bestu vinkonur í sveitinni fyrir norðan á sínum tíma. Við Þorleifur gift- umst og ég varð hluti af þessari einstöku fjölskyldu. Það kom fljótt í ljós að hræðsla mín við tengdapabba var alger- lega ástæðulaus. Þó að Björn væri oft alvarlegur í fasi dags daglega var augljóst að honum var mjög umhugað um fjölskyldu sína, sem ört stækkaði. Hann var ljúfur og umhyggjusamur um okkur öll og sérstaklega var honum umhugað um yngstu börnin. Hann var ein- staklega þolinmóður og laginn þegar hann kenndi Rögnu minni og Berglind bæði á skíði og mann- ganginn í skák. Einnig þegar hann passaði þær frænkur þegar tengdamamma var ekki heima til að hlaupa undir bagga með okkur ungu foreldrunum. Ekki reyndist hann síðri þegar við Þorleifur vor- um að kaupa okkar fyrsta hús- næði. Hann tók sér góðan tíma í að fara með okkur yfir allar hliðar slíkrar fjárfestingar og sá til þess að allt væri nú rétt gert í þeim efnum. Alla tíð frá upphafsfundum okkar Björns reyndist hann mér og fjölskyldu minni einstaklega vel. Alltaf var hægt að leita til hans með hin ýmsu mál sem á okkur hvíldu og þörfnuðust úr- lausnar. Björn tengdafaðir minn var umfram allt traustur maður, tryggur vinur og ósérhlífinn í öllu sem viðkom stórfjölskyldunni. Í þeim efnum voru þau tengdafor- eldrar mínir Björn og Ragna sam- hent sem ein manneskja. Ég þakka elskulegum tengda- föður mínum fyrir okkar góðu við- kynni í gegnum tíðina og góða ferð hvert sem för þinni er nú heitið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hlín Brynjólfsdóttir. Afi var okkur mikil fyrirmynd. Hann var ákveðinn, metnaðar- gjarn og umhyggjusamur maður sem alltaf hélt sér uppteknum og sinnti vinum og fjölskyldu vel. Afi var mikill sundmaður og hjólaði daglega niður í Laugardal með annan sokkinn utanyfir buxna- skálminni til þess að synda og slaka á í heita pottinum. Þar hitt- um við hann reglulega þegar við vorum í skólasundi og alltaf varð hann jafn glaður að sjá okkur. Daginn áður en afi lést fórum við í sund og sátum í heita pottinum saman og hugsuðum til afa. Fyrir okkur tókum við því afa með okk- ur í síðustu sundferðina í yndis- legu veðri, alveg eins og afi hefði viljað hafa það. Ómetanleg minning er graut- urinn í hádeginu í Álftamýri hvern laugardag þar sem fjöl- skyldan kom saman og borðaði grjónagraut og nýbakað brauð sem amma og afi dunduðu sér við að baka um morguninn áður en hjörðin mætti á svæðið. Við frændsystkinin fengum hundrað- kall til að kaupa bland í poka þeg- ar búið var að borða graut og stundum setti afi okkur fyrir að leggja á minnið og fara með vísu viku síðar til þess að fá krónurnar fyrir namminu sem við eyddum svo í sjoppunni í Mýrinni. Afi gaf okkur ekki bara hundraðkall með þessum leik heldur eitthvað miklu mikilvægara, eins og vinnusemi, kjark og metnað fyrir því að klára. Fljótin eru einn af okkar uppá- halds stöðum að koma á. Þar fór- um við út á vatn í kyrrðinni með afa og veiddum fisk, það er okkar dýrmætasta minning um elsku afa. Alltaf hló hann jafn mikið þegar við æptum: „Það er á!’’ og réttum honum veiðistöngina svo hann gæti dregið í land fyrir okk- ur. Hlýju hendurnar hans afa sem hann rétti til okkar þegar við sett- umst hjá honum endurspegluðu góðmennsku hans og umhyggj- una sem hann bar í garð okkar krakkanna. Eina vísu fór afi oft með fyrir okkur frá því við vorum börn: Farðu hægt við folann minn Fá’m hann reynist þægur: hann er eins og heimurinn hrekkjóttur og slægur. Elsku afi, við þökkum fyrir all- ar þær stundir sem við höfum fengið að njóta saman og allar þær minningar sem við eigum um þig, þær eru dýrmætar. Veronika Kristín, Hekla, Björn Ísfeld og Bryndís Huld. Í dag kveðjum við ástkæran tengdaföður minn. Minningarnar frá því ég kynntist honum eru um viljasterkan mann, gæddan mikl- um mannkostum. Þegar ég kom inn í fjölskylduna starfaði Björn sem tollstjóri og var afar farsæll í starfi. Í fríum innanlands fóru tengdaforeldrarnir undantekn- ingalítið á æskustöðvar Björns að Ysta-Móa í Fljótum. Það er skemmtilegt að rifja það upp að hjá þeim varð ég margs vísari um ýmis ættartengsl því þau þekktu vel til Ásgríms langafa míns frá Dæli og fleiri ættmenna minna bæði í Fljótum og á Siglufirði. Eftir að Björn lét af störfum féll honum sjaldan verk úr hendi. Hann var heilsteyptur maður, víðlesinn og fróður, og ávallt reiðubúinn til aðstoðar ef til hans var leitað. Hann kunni ógrynni af ljóðum og sögum sem hann kast- aði fram allt fram í andlátið. Björn var alla tíð mikill útivist- armaður, var með hesta, lagði stund á veiðar og renndi sér á skíðum. Hann var fastagestur í sundlaugunum, hjólaði og lagði stund á blak langt fram eftir aldri. Barnabörnum sínum hefur hann ávallt verið einstaklega góð- ur afi, kenndi þeim vísur og ljóð, að veiða í Fljótunum og renna sér á skíðum svo eitthvað sé nefnt. Barnabörnunum hafa alltaf staðið dyrnar opnar á heimili tengdafor- eldranna og hafa bæði Ragna tengdamamma og Björn ávallt reynst þeim einstaklega vel. Björn tókst síðustu mánuði æv- innar á við hrakandi heilsu af miklu æðruleysi og kvartaði aldr- ei. Það var oftar en ekki stutt í glettnina. Kærleika hans og um- hyggju fyrir öðrum skynjaði mað- ur í framkomu hans og fasi. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem ég á um sam- skipti við tengdaföður minn. Langri og farsælli ævi er lokið og í kjölfar hratt hrakandi heilsu undanfarna mánuði má að vissu leyti segja að hvíldin hafi verið kærkomin þó að söknuðurinn sé sár. Hvíl í friði og hjartans þakkir fyrir samfylgdina. Eiríka. Afi hefur nú fengið hvíld. Eftir sitja ljúfar minningar um góðan afa. Við héldum framan af að það ættu allir svona afa og ömmu eins og Björn afa og Rögnu ömmu. Að í hverri fjölskyldu væri afi í því hlutverki að kenna á skíði, að fara á hestbak, að veiða, að spila og að fara með ljóð. Afi sem bakaði heimsins bestu flatbrauð, afi sem þuldi upp ótal höfuðborgir og hjálpaði til með ritgerðaskrif. Amma sem hjúkraði, leiðbeindi, tæki til nestið á ferðalögum, að- stoðaði og hvetti til fatakaupa og gæti líka tekið þátt í vinkonu- og stelpuspjalli. Afi var einstaklega góður skíðakennari sem þeyttist um brekkur Bláfjalla með lítinn stubb á hvorum staf og fleiri í halarófu á eftir. Hann gaf ekki eftir og það þýddi ekki að gefast upp þótt fær- ið væri ekki gott og það hríðaði. Það þýddi ekki að biðja strax um að fara inn í skíðaskálann til að fá sér eitthvað þar. Það var reyndar aldrei farið inn í sjoppuna. Afi bauð upp á nesti þegar það pass- aði, einn mola í stólalyftunni og síðan var sest niður úti við og drukkið heitt súkkulaði og borð- aðar samlokur smurðar af afa og ömmu. Samlokur með rúgbrauði og heilhveitibrauði með kinda- kæfu á milli. Afi kenndi okkur að veiða og þar með þolinmæði. Það átti að bera virðingu fyrir nátt- úrunni og líka fiskunum. Afi bauð upp á greipgos og tópas i bátnum þegar hlé var tekið á veiðunum. Í nestis- og veiðihléi nutum við náttúrunnar allt um kring og hlustuðum á sögur og fróðleik úr Fljótunum og yfirleitt allt sem fyrir augu bar í náttúrunni. Afi var ekki þátttakandi í neinu gaspri eða léttúðugu spjalli. Hann stofnaði til frjórra og heimspeki- legra umræðna. Hann kenndi ljóð og hvatti okkur til þess að yrkja sjálfar ungar að aldri. Útkoman var oft mjög skemmtileg. Afa var umhugað um að töluð væri góð og vönduð íslenska. Í Álftamýrinni var alltaf heilsað og kvatt á hár- réttri íslensku, allar slettur voru leiðréttar um leið. Þau afi og amma tóku fullan þátt í uppeldi okkar og þroska. Afi var umhyggjusamur og sýndi hlýju og ómælda væntumþykju á sinn einstaka hátt. Hann var okk- ur góð fyrirmynd sem setti fjöl- skylduna alltaf í forgang og fylgd- ist af áhuga með öllu sínu fólki. Við kveðjum afa með söknuði en miklu þakklæti. Megi hann hvíla i friði. Berglind, Olga Hrönn og Elín Helga Jónsdætur. Elsku besti afi, núna ertu far- inn frá okkur. Það sem situr eftir eru allar yndislegu samveru- stundirnar og minningarnar. Ég var svo heppin að fá að njóta þess að vera mikið með þér og ömmu. Síðan ég man eftir mér hefur ver- ið grautur hjá ykkur ömmu alla laugardaga. Þú bakaðir oft brauð og við barnabörnin lærðum vísur sem við fórum með fyrir þig og fengum 100 krónur fyrir. Þú varst sá gáfaðasti sem ég þekki. Mér fannst þú vita allt. Enda þegar ég var í framhaldsskóla og síðar í há- skóla bað ég þig iðulega að lesa yf- ir verkefnin mín og ritgerðir. Ég mun seint gleyma því þegar ég og Olga frænka fórum með Björn Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.