Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Óratorían Edda II – Lífguðanna var heims-frumflutt fyrir fullu húsií Eldborg sl. föstudag, hálfri öld eftir andlát höfundar (1899-1968). Verkið var að sögn Jóns andsvar við Niflungahring Wagners er hefði misskilið ,norrænt eðli‘, og átti líkt og Hringurinn að taka fjögur kvöld í flutningi. I. þáttur þess (Edda I – Sköpun heimsins) var frumfluttur í Háskólabíói 2006, og er þá aðeins eftir liðlega 20 mín. langur fyrsti partur III. hlutans (Ragnarøkr), eða það sem Jóni auðnaðist að ljúka meðan honum entist aldur – að óhöfnum fjórða lokahluta (Endurreisn). Sköpunaraform tónskáldsins bar óneitanlega vott um tröllaukinn metnað. Sérstaklega við vonlausar íslenzkar aðstæður um miðja síð- ustu öld þegar listmúsík var hér enn í burðarliðnum og hvorki næg- ur mannskapur né kunnátta fyrir hendi til að uppfylla risavaxnar kröfur verksins, svo vægt sé til orða tekið. Þar við bættist gullrent gildi textaefnisins úr Eddukvæðum, einni merkustu bókmenntaarfleifð heimsins frá miðöldum á þjóð- tungu (og reyndar einstæðri, eftir að sonur Karlamagnúsar og arf- taki lét brenna germanskt hetju- kvæðasafn föður síns á 10. öld) – sem Wagner hafði áður notað ótæpilega í Hringnum eins og Árni Björnsson hefur nýlega staðfest ýtarlega í riti. Sem sagt ærin ástæða til að vekja eftirvæntingu, eins og að- sóknin bar raunar með sér – að ógleymdri ákvörðun sænsku BIS hljómdiskaútgáfunnar að gefa út öll tónverk Jóns Leifs í hljóðriti. Þá mun með tilkomu aukinnar víð- sýni og fjölbreyttari áhrifa frá m.a. ,heimsmúsík‘ nú af sú tíð þegar framsækin tónverk þóttu þurfa að sæta strangri stílögun. Stóra spurning kvöldsins var því hvort tónsköpun Jóns hlyti loks flutning og viðtökur í einhverju samræmi við vonir hans á tilurð- artíma. Sjálfum varð mér um og ó. Þeg- ar frá leið gat ég ekki varizt þeirri hugsun að e.t.v. hafi Jón verið sinn versti óvinur. Allavega tónverksins – með því að leyfa hvergi frumleg- ustu stöðum að njóta sín í umgjörð hæfilegra kontrasta. Þess í stað þjösnaðist verkið nær sífellt á út- opnum hamagangi án merkj- anlegrar framvindu, er hlaut fyrr eða síðar að valda leiðindum svo ekki sé meira sagt. Að auki slig- aðist heildin af dæmigerðum per- sónulegum klissjum á við trítónus (tónskratta), þríundaskyld hljóma- skipti og óreglulegar fítons- áherzlur, er hættu á svipstundu að koma neinum á óvart. Þá var, m.a. sakir vitaósöng- hæfra risatónstökkva, oftast ill- mögulegt að greina orðaskil kór- og einsöngvara. Harla undarlegt, hafi höfundur annars borið virð- ingu fyrir glæstum fornaldartext- anum sem varla er ástæða til að efast um. Læddist óhjákvæmlega að manni grunur um að meðvitað ,frumstætt‘ tónamál Jóns nyti sín bezt í styttri ósungnum verkum eins og Geysi og Heklu, en að sama skapi mun verr í lengri strúktúr sem þessum. Engu að síð- ur var 80 mín. langri óratoríunni fagnað að leikslokum með stand- andi klappi salargesta. Að lík- indum frekar fyrir sérlega ein- beitta frammistöðu flytjenda en verkið sjálft – enda tekur stjörnu- gjöfin einkum mið af henni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einbeiting Stjórnandinn Hermann Bäumer með einsöngvurum, kór og hljómsveit á æfingu fyrir flutninginn á Eddu II – Líf guðanna. „…var 80 mín. langri óratoríunni fagnað að leikslokum með standandi klappi salargesta. Að lík- indum frekar fyrir sérlega einbeitta frammistöðu flytjenda en verkið sjálft,“ skrifar rýnir. Norrænt eðli – með látum Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbn Jón Leifs: Edda II – Líf guðanna, órat- oría fyrir mezzósópran, tenór, bassa, blandaðan kór og hljómsveit Op. 42 (1951-66; heimsfrumfl.) Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturludóttir MS, Elmar Gil- bertsson T og Kristinn Sigmundsson B. Schola Cantorum (kórstj. Hörður Ás- kelsson) og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Hermann Bäumer. Föstu- daginn 23.4. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Fyrir sumarsýningu Skaftfells á Seyðisfirði í ár var tekið upp á þeirri nýbreytni að auglýsa eftir tillögum að sýningu. Bárust rúmlega 30 um- sóknir og valdi fagráð Skaftfells til- löguna K a p a l, en að henni standa Aðalheiður Valgeirsdóttir, myndlist- armaður, listfræðingur og sýning- arstjóri, og Aldís Arnardóttir, list- fræðingur og sýningarstjóri. Sýningin verður opnuð 16. júní og þá verður jafnframt haldið upp á 20 ára starfsafmæli Skaftfells. Á henni verður varpað ljósi á þær miklu breytingar og framfarir sem sam- skiptatæknin hefur haft í för með sér. Offlæði upplýsinga og sífellt hraðari samskipti nútímans vekja hugleiðingu um kapalinn – strenginn sem símasamskiptin fóru fyrst um á Íslandi fyrir rúmri öld og kom á land á Seyðisfirði. Á sýningunni verða ný og eldri verk eftir fimm íslenska listamenn, þau Sigurð Guðjónsson, Tuma Magnússon, Unnar Örn Auð- arson, Þórdísi Aðalsteinsdóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur. Sýningin verður unnin í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands, sem er til langs tíma samstarfsaðili Skaftfells. Í tilkynningu um valið segir að til- laga Aðalheiðar og Aldísar snerti á mörgum flötum sem hafa verið til tals í Skaftfelli. Samtímamyndlist er í fyrirrúmi og inntak sýningarinnar tengist bæði sögu bæjarins og bein- tengingu við meginlandið. Auk þess á heimalistamaður, Tumi, verk á sýningunni, ásamt listamönnum sem hafa ekki áður sýnt í Skaftfelli. Þá verða listaverk unnin á staðnum í samstarfi við Tækniminjasafnið. K a p a l l sumarsýning Skaftfells Morgunblaðið/Einar Falur Myndlistarmiðstöð AðalheiðurValgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir munu stýra sumarsýningu Skaftfells á Seyðisfirði, með verkum fimm listamanna. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Nýtt leikverk byggt á hrífandi skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Efi (Kassinn) Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Faðirinn (Kassinn) Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 33.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Þri 10/4 kl. 11:00 kirkjub.klaustur Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið) Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og úlfurinn Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og Siggi Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og Siggi Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get ð leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.