Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 ✝ Grétar MagnúsGrétarsson fæddist í Reykjavík 3. júlí 1974. Hann lést í Kaupmanna- höfn 12. mars 2018. Foreldrar hans eru Bjarney Jónína Friðriksdóttir, f. 26. ágúst 1948, gift Magnúsi Thejll, f. 19. júní 1935, og Grétar Magnús Guðmundsson, f. 14. júlí 1944, giftur Katrínu Svölu Jensdóttur, f. 22. mars 1951. Systkini Grétars eru Sólveig Jóhanna Grétarsdóttir, f. 4. júlí 1966, maki Hörður Þór Harð- arson, f. 12. ágúst 1967, Sóley Dögg Grétarsdóttir f. 27. maí 1972, maki Egill Darri Brynj- starfaði á ýmsum auglýsinga- stofum við grafíska hönnun í nokkur ár ásamt skiltagerð. Ár- ið 2003 lærði hann dúklagningar sem hann starfaði við um tíma. Grétar fór í Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Útskriftarmynd Grétars var Sjúkdómarinn sem var valin á kvikmyndahátíðina Stockfish Film Festival og í framhaldi var hún sýnd víða í Bandaríkjunum. Eftir útskriftina gerði hann heimildarmyndina „Meistari Tarnús og hús“, sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg 2015. Grétar fékk styrk frá Mann- réttindaráði Reykjavíkurborgar 2014 fyrir stuttmyndina Sperðill sem sýnd var í Bíó Paradís sama ár. Grétar Magnús starfaði einn- ig mikið við tónlist, gaf út tvo geisladiska og var með þann þriðja í bígerð. Útför Grétars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. mars 2018, klukkan 13. ólfsson, f. 23. maí 1973. Friðrik Sig- mundur Grét- arsson, f. 27. maí 1972, maki Erla Ragnarsdóttir, f. 30. september 1979, Linda Ösp Grét- arsdóttir, f. 1. júní 1987, maki Svein- björn Rúnar Magn- ússon, f. 18. janúar 1987. Grétar Magnús sleit barns- skónum í Breiðholtinu og bjó í Rjúpufelli lengst af. Þaðan lá leið hans í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann bjó síðustu árin. Hann hóf skólagöngu sína í Fellaskóla og síðar í Iðnskóla Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á grafíska hönnun. Hann Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Jochumsson) Takk fyrir allt, hjartans barnið mitt. Þú verður alltaf í hjarta mínu, ég elska þig. Þín mamma og Magnús. Elsku besti litli bróðir minn, ég á erfitt með að koma tilfinningum mínum í orð. Óskaplega á ég eftir að sakna þín. Við sem vorum svo náin og þegar þú áttir erfitt fannst þér gott að eiga mig til að leita til. Það var gagnkvæmt, það var alltaf svo auðvelt að tala við þig, þú áttir svo auðvelt með að koma hlutum í orð og varst svo blíður og góður. Ég veit að það er reynsla sem aðr- ir hafa af þér og sérstaklega börn- in mín, þú varst með eindæmum barngóð og hlý manneskja. Mér þótti alltaf svo vænt um þegar þú gafst þér tíma til að mála sólkerfið á veggina í herberginu hans Há- konar Darra. Hann var afskap- lega ánægður með það og leit upp til frænda síns með stolti. Svo teiknaðirðu Pet Shop-myndir fyr- ir Andreu Dögg og varst enda- laust þolinmóður þegar kom að börnum. Enda löðuðust þau að þér og þeim fannst þú vera ótrú- lega skemmtilegur. Ég á svo margar skemmtilegar minningar frá okkar samveru sem ég geymi hjá mér og kem til með að minnast þín með bros á vör. Þó að tíminn nú sé erfiður og sérstak- lega fyrir móður okkar og föður þá er lífið eins og það er og minn- ist ég ánægjulegra samveru- stunda. En því miður verð ég að horfa á eftir þér í hinsta sinn. Elsku Maggi Mús eða Maggi sæti eins og þú varst oft kallaður, ég minnist þín með söknuði og sorg í hjarta. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (höf. ók.) Þín systir og „litla mamma“ Sóley Dögg Grétarsdóttir. Elsku yndislegi litli bróðir minn Maggi er dáinn, ég sit og stari á tölvuskjáinn minn og græt, get ekki hætt að gráta. Þetta er svo sárt og óraunverulegt. Við fáum að kveðja þig í dag, loksins ertu kominn heim aftur og það verður mjög erfitt. Ég skoða enn símann minn og bíð eftir skemmtilegu skilaboðunum þín- um sem þú sendir svo oft. Það sem þú gast bullað og grínast enda- laust, þetta er geymt á góðum stað í hjarta mínu. Þú ert staddur í Kaupmanna- höfn þegar þú kveður þetta jarðlíf, þitt fallega, góða og stóra hjarta hætti að slá, rúmum sólarhring áður en þú ætlaðir að koma heim. Þín biðu mörg skemmtileg verkefni sem þú varst svo ánægð- ur og spenntur með að fara að gera. Listsköpun var þín ástríða, hvort sem um var að ræða mynd- list, tónlist eða kvikmyndagerð, þarna varstu á heimavelli og blómstraðir. Maggi, þú varst með risastórt hjarta, og góður fjölskyldunni okkar, alltaf varstu til í að rétta hjálparhönd. Þú ert búinn að hjálpa stóru systur oft, þegar við tókum upp á því að flytja og ég þurfti að brjóta og breyta. Takk fyrir, elsku Maggi. Síðan ætluðum við saman að gera tennisvöll heima í sumar sem þú hafðir pantað í afmælisgjöf, allt í gríni að sjálfsögðu hjá okkur, en hefði samt verið skemmtilegt verkefni. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar saman systkinin úr Rjúpufellinu sem krakkar, ég er elst og passaði Sól- eyju, Frikka og þig . Þú og Frikki að leika slagsmál þar sem við átt- um að ná andartakinu á filmu þeg- ar þið voru að falla til jarðar, og svo biðuð þið eftir framkölluninni til að sjá árangurinn, við gátum endalaust brallað eitthvað saman og hlegið og rifist eins og stórum systkinahóp sæmir. En lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér, elsku Maggi, þú áttir einn óvin og það var fíknin, sem fór oft illa með líf þitt. Þú varst búinn að vera edrú í meira en eitt ár núna þegar þú féllst í Kaupmannahöfn sem varð senni- lega til þess að hjarta þitt gafst upp. Þig langaði svo mikið að kom- ast út úr þessari fíkn og stofna fjölskyldu, þú sagðir á gamlárs- kvöld núna síðast að þú ætlaðir að koma með fullt af börnum, helst þríbura. Góður varstu við mömmu, Magga Thejll og pabba sem og frændsystkinin þín, og hafðir mjög gaman af börnum. Elsku hjartans litli bróðir sem kveður okkur allt of ungur, ég á eftir að sakna þín á hverjum degi, takk fyrir alla þá gleði og vænt- umþykju sem þú áttir og gafst okkur. Megi guð gefa okkur styrk á þessari erfiðu stundu, núna þegar við kveðjum þig. Hvíldu í friði, elsku Maggi minn, og megi englar alheimsins vaka yfir þér. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði get- ur það rúmað. (Úr Spámanninum e. Khalil Gibran) Þín stóra systir, Sólveig Grétarsdóttir. Alltaf þegar ég hugsa um Magga finn ég fyrir ákveðnum gleðiyl og get oftast hlegið að ein- hverju sem hann fann upp á að gera. Það var einmitt markmið hans, að láta öllum í kringum sig líða vel, hlæja eða gleyma dagsins amstri í örlitla stund. Það spilaði litla rullu hvernig hann sjálfur hafði það, hann skemmti öllum í kringum sig af mikilli einurð og gerði það vel. Hann var áhuga- samur um margt og þar af leið- andi mjög fjölhæfur. Hvort það var að baka með mér pítsu, mála allar reikistjörnur sólkerfisins á veggina í herberginu mínu, kenna mér á gítar eða spila tölvuleiki með mér, þá hafði hann brennandi áhuga á því. Ég á eftir að sakna hans Magga á jólunum. Hann var svo oft hjá okkur og gerði í raun jólin að enn meira tilhlökkunarefni en þau eru nú þegar. Hann hafði í för með sér einhvern óútskýranlegan jóla- anda. Kannski var það það að maður þurfti að fullvissa hann um að það væru ekki sveppir í sós- unni, annars prumpaði hann allt kvöldið. Kannski voru það gjafirn- ar sem hann gaf, mispraktískar, en allar minna þær mann á Magga. Gjöfunum var alltaf pakk- að inn í dagblöð, helst með stórri mynd af Sigmundi Davíð ofan á, og gjafirnar voru vægast sagt frumlegar. Eftirminnilegasta jóla- gjöfin, og sú sem mér þykir vænst um, er sjálfsmynd sem hann teiknaði af sér og gaf mömmu. Hann sagðist ekki hafa tíma til að klára hárið, þannig hann notaði klipptu hárin úr jólaklippingunni og límdi þau á myndina. Magga fannst lögin í Söngva- keppni sjónvarpsins í ár frekar óspennandi og eftir smá spjall um lögin núna í febrúar ákváðum við að við skyldum senda lag inn á næsta ári. Ég fel mér það verkefni að klára lagið með þann litla grunn sem við ákváðum í minn- ingu hans. Ég hugsa til þín á hverjum degi, elsku besti frændi minn. Hvíldu í friði, ég sé þig hin- um megin, elska þig. Hákon Darri Egilsson. Elsku Maggi. Við kynntumst stuttlega í sum- arstarfi hjá Vatnsveitunni í gamla daga en leiðir okkar áttu eftir að liggja saman með öðrum og skemmtilegri hætti nokkrum ár- um seinna þegar ég kynntist syst- ur þinni. Síðan þá hefur þú verið skemmtilegi og uppátækjasami frændinn sem kom sífellt á óvart með óvæntum uppákomum. Ég minnist þess sérstaklega að hafa fengið krukku merkta DNA í jóla- gjöf. Sem betur fer var hún full af hári en ekki einhverju öðru. Ég þykist líka vita að þú hafir staðið á bak við það á einn eða annan hátt að fá þá félaga Geir Ólafsson og Herbert Guðmundsson til að syngja í brúðkaupi okkar systur þinnar. Þá var nú kátt á hjalla. Hugmyndaauðgi var aldrei vandamál hjá þér og listhneigður varstu með afbrigðum. Allt sem viðkom listum lék í höndum þér, myndlist, tónlist og kvikmynda- gerð. Við þá iðju undir þú þér best og þar fannstu þína ró. Það er gott til þess að hugsa að þú hafir skilið alla þessa list eftir þig og að þú hafir hlotið þó nokkra viðurkenn- ingu fyrir þín verk. Það var gaman að fylgjast með þér fara í gegnum kvikmyndaskólann og mér fannst sérstaklega gaman þegar þú varst að spyrja mig álits á hinum og þessum verkefnum sem þú varst að gera í tengslum við skólann, áhuginn og metnaðurinn var aug- ljós. Reyndar varstu áhugasamur um allt, þú varst mjög forvitinn um heiminn í kringum þig og sást yfirleitt spaugilegu hliðarnar á honum. Pælingarnar sem ultu upp úr þér voru oft á tíðum óborgan- legar og komu viðstöddum til að hlæja. Þú varst líka alltaf boðinn og búinn að hjálpa og aldrei fór mað- ur til þín bónleiður til búðar. Hvort sem það var að hjálpa til við flutninga eða meira krefjandi verk eins og að flota háaloftið eða að teppaleggja stigaholið. Þegar ég hugsa um þig á ég erf- itt með að ímynda mér betri manneskju. Auðvitað áttir þú þinn djöful að draga eins og við öll en góðmennskan, hjálpsemin og skemmtilegheitin gerðu það að verkum að ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og að hafa þekkt þig rúmlega hálfa ævina og ég veit að systir þín og börnin okk- ar eru sama sinnis. Elsku kallinn minn, mikið er erfitt að sjá á eftir þér og að geta ekki reitt sig á óstöðvandi hláturinn til að létta manni lífið, ég vona bara að þú sért á góðum stað, þú ert að minnsta kosti í hjarta mínu. Egill Darri Brynjólfsson. Grétar Magnús Grétarsson ✝ Dýrleif Jóns-dóttir fæddist 8. desember árið 1924 á Silfrastöð- um í Skagafirði. Hún lést 5. mars 2018 á dvalarheim- ilinu Hlíð. Foreldrar henn- ar voru hjónin Oddný Hjartar- dóttir, f. 24. sept- ember 1888, d. 2. maí 1963, og Jón Steinmóður Sigurðsson, f. 11. júlí 1877, d. 14. janúar 1932. Systkini Dýr- leifar voru: a) Guðrún, f. 8. des- ember 1908, d. 6. mars 1989, ógift og barnlaus. b) Brynhild- ur, f. 31. október 1910, d. 8. des- ember 1993, maki Jón Jónsson og átti hún þrjár dætur. c) Ein- ar, f. 13. október 1911, d. 7. mars 1965, ógiftur og átti eina dóttur. d) Jóhanna, f. 9. janúar 1919, d. 15. október 1987, maki Bjarni Stefánsson og eignuðust þau fimm syni. Dýrleif ólst upp í Grundar- koti í Skagafirði til sjö ára ald- urs en þá fluttist fjölskyldan til Akureyrar. Þar gekk hún í Barnaskóla Akureyrar en lengri varð skólagangan ekki heldur farið að vinna fyrir sér. Á Ak- ureyri kynntist hún svo manns- efni sínu, Friðriki Baldvinssyni, og gengu þau í hjónaband 8. desember árið 1946. Fyrst bjuggu þau í Oddeyrargötu 3 en eftir það í Norðurgötu 41b. Friðrik lést árið 1992 og eftir það fluttist Dýrleif í Lindarsíðu 2. Síðustu tvö árin hefur hún verið á dvalarheimilinu Hlíð. Dýrleif og Friðrik eignuðust sex börn: 1) Jón Smári, f. 16. desember 1943, d. 15. desember 2010. Eftirlifandi eiginkona hans er María Daníelsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, Dýr- leifu, Kolbrúnu, d. 2016, Guð- rúnu og Rúnar. 2) Númi, f. 2. mars 1945, kona hans var Svan- dís Stefánsdóttir, en hún lést 2012. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Elvu Dögg og Telmu Hrönn. Fyr- ir átti Númi dótt- urina Maríu Sif. 3) Oddný Guðrún, f. 29. júní 1946, gift Sverri Pálmasyni. Þeirra börn eru, Svandís, Friðrik Viðar og Guð- mundur Örn. 4) Sæ- mundur, f. 1. maí 1949, kvæntur Huldu Friðjónsdóttur. Þau eiga tvo syni Eggert og Hákon. 5) Magnea Sigurjóna, f. 2. júní 1958. Hennar dætur eru Katrín og Hildur Marín. 6) Þórey, f. 26. apríl 1964, gift Gunnari Torfa- syni. Þau eiga tvær dætur, Guð- nýju Björk og Berglindi. Barnabörn Dýrleifar eru 16 og er eitt þeirra látið. Lang- ömmubörnin eru 32 og er einnig eitt þeirra látið. Þá átti Dýrleif tvö langalangömmubörn. Á sínum yngri árum vann Dýrleif meðal annars við síld- arsöltun og á sláturhúsinu en síðan urðu ræstingar á ýmsum stöðum í bænum hennar að- alstarf. Um margra ára skeið sá Dýrleif um rekstur Alþýðuhúss- ins á Akureyri, eða Allans, eins og sá fornfrægi skemmti- og samkomustaður var jafnan kall- aður. Dýrleif lét að sér kveða á sviði félagsmála og vann mikið fyrir NLFA. Var hún þar í stjórn þegar uppbyggingin í Kjarnalundi stóð yfir. Var það Dýrleifu mikið hjartans mál. Síðar var Dýrleif virk í starfi Félags eldri borgara og var m.a. gjaldkeri félagsins. Ferðalög voru henni hjartfólgin og ferð- aðist Dýrleif töluvert bæði inn- an- og utanlands. Kanarí og Spánn voru í uppáhaldi en einn- ig fór hún víðar um Evrópu. Í þessum ferðum var hún gjarnan með vini sínum og ferðafélaga til tveggja áratuga, Ívari Hjart- arsyni. Útför Dýrleifar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jæja Dilla Jóns, þar kom að því að þú fengir ósk þína upp- fyllta varðandi lok jarðvistar þinnar. Oft kom hjá þér „Hvað er ver- ið að láta mig lifa svona lengi, gamla kerlinguna?“ en hnýttir svo við „ég ætti nú samt ekki að vera að kvarta með ágætis heilsu og þó ekki vitlausari í hausnum en ég er – hvað með fólk sem er nánast ósjálfbjarga“. Þú sagðist vera í stöðugum samningaviðræðum við þann sem öllu ræður um að hann lof- aði þér að fara áður en þú yrðir ósjálfbjarga, en til þess gastu ekki hugsað. Þegar gengið er til samninga þurfa oft báðir að gefa eftir en ná samt ásættanlegri niðurstöðu eins og hjá þér. Mamma var kjarnakona sem ól upp okkur sex börnin með- fram því að ræsta skóla og fyr- irtæki, eins rak hún gamla „All- ann“ um árabil. Hennar kynslóð var í grunninn „heimavinnandi„ og hún sá um að útbúa nesti handa pabba í vinnuna og handa okkur krökkunum fyrir skólann og vinnu. Heitur matur í hádeg- inu og á kvöldin, annað þekktist vart, og svo kvöldkaffi. Þvo þvotta og þrífa heimilið. Með- fram þessu saumaði hún á okkur krakkana nálega allt sem við gengum í allt til unglingsaldurs, því hún var snillingur á sauma- vélina og nutu margir utan fjöl- skyldunnar þess líka. Það var oft þétt setið í Norð- urgötunni á þessum árum að meðaltali fimm börn, því þegar það yngsta fæddist flaug það elsta úr hreiðrinu. Til viðbótar var amma Oddný hjá okkur. Þegar amma svo dó kom Eyþór frændi til okkar og var þar til hann lést. Þessum fjölda þjónaði mamma svo að mörg voru nú handtökin. Oft komu svo gestir, bæði úr Fljótum og frá Siglufirði þar sem pabbi ólst upp og eins af heimaslóðum mömmu í Skagafirði og úr Keflavík. Ein- hvern veginn var alltaf hægt að koma öllum fyrir og í minning- unni var aldrei neitt plássleysi. Allt þetta þurfti svo að metta og ótrúlegt hvað mömmu tókst að gera til að allir fengju nægju sína. En eins og svo víða á þess- um árum var hagsýnin ótrúleg. Pabbi átti hlut í trillu og veiddi fisk í matinn, skaut svartfugl, rjúpu, sel og hnísu. Mamma tók slátur og þar var allt nýtt sem hægt var, saltað var kjöt í tunnu fyrir veturinn bæði hrossa- og kindakjöt. Þetta galdraði mamma svo fram í ljúffengum mat. Já Dilla Jóns, þú varst hörku- kerling áttir til að vera bein- skeytt og hvöss í viðmóti ef svo bar við en alltaf hreinskilin og sjálfri þér samkvæm. Hafðir sterkar skoðanir og alltaf varstu í liði með lítilmagnanum, það var þín lífsskoðun. Í félagsstörfum þínum í Náttúrulækningafélag- inu á Akureyri og í Félagi aldr- aðra naustu mikils trausts og hafði fólk á orði dugnað þinn og ósérhlífni. Okkar samskipti voru alltaf opin, hreinskilin og ynd- isleg. Við treystum vel hvort öðru og aldrei bar skugga þar á. Þú sagðir mér oft að ef þú værir ung í dag mundir þú vilja ferðast út um heim, læra tungumál og kynnast ólíkri menningu. Þar sem þú stóðst þig svo vel í samn- ingum við þann sem öllu ræður, geri ég ráð fyrir að þú sért orðin sérlegur sendimaður hans, gerir víðreist um gjörvalla heims- byggðina og ósk þín um ferðalög um heiminn rætist. Elsku mamma, farðu vel. Þinn sonur Sæmundur. Dýrleif Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.