Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 8
Ljósmynd/Umhverfisráðuneytið
Viljayfirlýsing undirrituð á Mývatni F.v. Magnús Jóhannsson, Guðmundur
Ingi Guðbrandsson, Bjarni Benediktsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra, og
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, rituðu í fyrradag,
ásamt fulltrúum Skútustaðahrepps
og fulltrúa Landgræðslu ríkisins,
undir viljayfirlýsingu um samstarf
við úrbætur í fráveitumálum við Mý-
vatn. Frá þessu segir í fréttatilkynn-
ingu.
Unnið verði að framkvæmd þró-
unarverkefnis, sem felst í því að taka
seyru úr skólpi í byggð við Mývatn
og nýta hana til uppgræðslu á illa
förnu landi á Hólasandi.
„Með þessari viljayfirlýsingu er
staðfestur ríkur vilji ríkisstjórn-
arinnar til að koma að þessu mikil-
væga verkefni með heimamönnum“
að sögn Bjarna Benediktssonar.
Koma að verkefninu
með heimamönnum
Ný lausn í fráveitu við Mývatn
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin
Eyesland býður mikið
úrval af gæðagleraugum
á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Jensen JNB400 umgjörð
kr. 18.900,-
Sigmundur Davíð Gunnlaugssonvar gestur Páls Magnússonar í
þættinum Þingvöllum á K100 í gær-
morgun. Þeir ræddu meðal annars
þingsályktunar-
tillögu „um órétt-
mæti málshöfðunar
Alþingis gegn ráð-
herrum og afsök-
unarbeiðni“.
Sigmundur Davíðer fyrsti flutn-
ingsmaður tillög-
unnar og hana flytja með honum
nokkrir aðrir þingmenn úr Mið-
flokki, Sjálfstæðisflokki og Flokki
fólksins.
Sigmundur Davíð sagði frá því íþættinum að hann hefði lengi
unnið að því að reyna að fá þingið
til að leiðrétta þau mistök sem það
gerði með pólitískri málshöfðun
haustið 2010.
Í greinargerð með tillögunni seg-ir að með henni álykti Alþingi
„að rangt hafi verið að leggja til
málshöfðun á hendur ráðherrum
vegna pólitískra aðgerða eða að-
gerðaleysis“ og að auki „að rang-
lega hafi verið staðið að atkvæða-
greiðslu um tillöguna og að rangt
hafi verið að samþykkja hana“.
Meðal þess sem bent er á í þessusambandi er að niðurstaða
landsdóms sýni að ekki hafi verið
tilefni til ákæru, auk þess sem at-
kvæðagreiðslan um ákæruna hafi
borið þess merki „að niðurstaða um
það hverja skyldi ákæra hefði ann-
aðhvort verið tilviljanakennd eða
skipulögð eftir flokkspólitískum
línum. Mikilvægt er að árétta að
dómsvaldi megi aldrei beita í póli-
tískum tilgangi“.
Full samstaða hlýtur að ríkja áAlþingi um að enginn vafi
megi leika á um þetta atriði.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Mistök sem kalla
á afsökunarbeiðni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.4., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 4 léttskýjað
Akureyri 2 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 3 léttskýjað
Ósló 6 súld
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 8 heiðskírt
Lúxemborg 24 þoka
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 12 skúrir
Glasgow 5 skýjað
London 10 rigning
París 19 rigning
Amsterdam 16 þoka
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 20 heiðskírt
Vín 19 heiðskírt
Moskva 8 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 12 skúrir
Barcelona 14 skýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg -6 léttskýjað
Montreal 0 rigning
New York 4 heiðskírt
Chicago 0 léttskýjað
Orlando 23 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:17 20:43
ÍSAFJÖRÐUR 6:15 20:55
SIGLUFJÖRÐUR 5:58 20:38
DJÚPIVOGUR 5:45 20:14
Breiðfylking kvenna hittist í gær
og ákvað að bjóða fram í borginni í
vor. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu, undirritaðri af
Kvennaframboði 2018. Markmið
framboðsins er sagt vera að setja
femínísk málefni á oddinn í Reykja-
vík. Þar segir að Kvennaframboðið
sé umfaðmandi afl sem muni styðja
við öll þau mikilvægu réttlætismál
sem teljast femínísk. Þar segir jafn-
framt að kvennaframboð sé ávöxt-
ur uppbyggingarvinnu eftir að bar-
áttufundur kvenna var haldinn á
Hótel Sögu í október sl. og að þær
séu innblásnar af hreyfingum eins
og #metoo, #karlmennskan, stétta-
baráttu og eigin reynsluheimi.
Laugardaginn 14. apríl verði
boðað til framhaldsstofnfundar þar
sem konur með áhuga á þátttöku í
sveitarstjórnarmálum eru hvattar
til að mæta.
Getty Images/Thinkstock
Innblástur #metoo-hreyfingin.
Kvennafram-
boð í vor