Morgunblaðið - 09.04.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
A
ð læra dýralækningar
hefur verið draumur
minn frá því ég var
barn. Ég hef alltaf ver-
ið mikið fyrir dýr, ólst
upp með köttum og hundum og er
sérlega mikil kattakona. Fyrstu ár
ævinnar átti ég heima bæði á Spáni
og Puerto Rico, því pabbi er þaðan,
og þá áttum við hunda og ketti. Fjöl-
skyldan fluttist til Íslands þegar ég
var átta ára og það bjuggu alltaf dýr
á mínu æskuheimili,“ segir hin hálf-
íslenska Veronica Monique sem hóf
nám í dýralækningum í Valencia á
Spáni síðast liðið haust. „Þetta er
þónokkuð erfitt nám, en ég er ánægð
með hversu mikil verkleg kennsla er
strax á fyrsta ári, við höfum til dæm-
is verið að kryfja og skoða líffæri
ólíkustu dýra, svína, kúa, hesta og
hunda.“
Mataði hana með sprautu
Veronica hefur djúpa samkennd
með dýrum og lætur velferð þeirra
sig miklu varða. Fljótlega eftir að
hún fluttist til Valencia tók hún eftir
hversu mikið var af götuköttum í
hverfinu hennar, Moncata. „Ég
heyrði eitt kvöldið sárt mjálm frá
kettlingi utan við blokkina þar sem
við búum og komst að því að hann
var fastur undir húddi á kyrr-
stæðum bíl. Ég reyndi að ná honum
og nágrannakona mín, gömul kona
sem talar enga ensku kom að hjálpa
mér. En það gekk ekki svo ég bank-
aði á útidyrnar í flestum húsum hér
nálægt til að finna eiganda bílsins,
og þá náðum við loks kettlingnum.
Hann reyndist mjög ungur, nokk-
urra vikna, var sótsvartur og van-
nærður. Ég tók hann heim og hlúði
að honum, kom honum til góðrar
heilsu og útvegaði honum gott var-
anlegt heimili hjá vinafólki.“
Þetta var aðeins byrjunin á
hlutverki Veronicu sem bjargvættur
illa haldinna dýra í hverfinu.
„Ég og fyrrnefnd nágranna-
kona mín skiptumst á að gefa
götuköttum hér að borða, við erum
með dall úti sem margir heim-
ilislausir kettir koma í. Eitt kvöldið
sá ég læðu með kettling sem var með
svo mikla augnsýkingu að bæði
augun voru lokuð. Ég tók hann heim
og hélt að hann myndi ekki lifa
fyrstu nóttina af, þessi litla læða var
svo veik. Ég gat ekkert sofið, ég var
alltaf að athuga hvort hún væri að
anda,“ segir Veronica sem gaf
læðunni nafnið Ronja og kom henni í
meðferð við augnsýkingunni.
„Ronja þurfti mikla aðhlynningu, ég
þurfti að mata hana með sprautu og
ég endaði á að taka hana að mér.
Þetta er þekkt fyrirbæri hjá dýra-
læknanemum og dýralæknum, að
taka sjúklingana með sér heim,“
segir hún og hlær. „Ég þekki dýra-
læknanema hér sem eiga sumir
fimm dýr, sem þeir hafa bjargað af
götunni.“
Sigur að ná kattakónginum
Veronica sætti sig ekki við að
götukettir í hverfinu hennar væru
látnir kveljast úr hungri og sjúk-
dómum og gekk því sjálf í málið til
að berjast fyrir þessi dýr sem hafa
engan talsmann.
„Hér eru margir með fordóma
gagnvart dýrum á götunni, fólki
finnst þau skítug og sjúk og lítur á
þau sem meindýr, svipað og við Ís-
lendingar lítum á rottur. En margir
þeirra götukatta sem ég gef að
Hún er bjargvættur
hunda og katta
Hún segir það þekkt fyrirbæri hjá dýralæknanemum og dýralæknum að taka
sjúklingana með sér heim. Sjálf er hún nýbyrjuð í dýralæknanámi og þegar búin
að taka að sér tvö dýr. Veronica Monique má ekkert aumt sjá og berst fyrir þeim
dýrum sem fáa málsvara eiga, götudýrunum. Þar sem hún býr í Valencia er litið
á heimilislaus dýr svipuðum augum og við lítum á rottur, sem meindýr.
Nánar Ronja kann vel við sig á öxlinni á Veronicu, þar sem hún sér vel yfir.
Ég er svo heppinn að eiga fjög-ur börn. Heppinn segi ég afþví að það gerði mig að betri
manneskju að eignast börn. Ég var
aldrei sérstaklega mikið fyrir börn
fyrr en ég eignaðist mín eigin og fæ
reglulega að heyra frá yngri systur
minni að ég hafi verið frekar leiðin-
legur stóri bróðir. Bið hér með opin-
berlega forláts á því, litla systir mín
kæra. En maður breytir ekki fortíð-
inni og það þýðir ekkert að velta sér
lengi upp úr því sem maður hefði
viljað gera öðruvísi. Málið er að læra
af mistökunum og gera betur næst.
Þetta er klisja en samt ekki. Þetta er
sannleikur og ef maður lítur á þau
mistök sem maður gerir – við gerum
öll mistök – með þeim augum að
læra af þeim, þá bætir maður bæði
sjálfan sig og aðra í kringum sig.
Ég áttaði mig fyrst á börnum þeg-
ar fyrsti sonur minn kom í heiminn
fyrir tæpum 22 árum. Það var stór
stund og nánast um leið fór mér að
finnast önnur börn áhugaverð og
skemmtileg. Það var eins og kveikt
hefði verið á einhverjum takka í
kerfinu hjá mér. Núna pæli ég mikið
í börnum sem ég rekst á og hef gam-
an af því sem þau eru að spá og
spekúlera í. Við sem erum orðin full-
orðin getum lært mikið af börnum.
Þau eru flest opin, óhrædd við að
prófa sig áfram og uppgötva nýja
hluti. Þau eru í núinu. Vilja leika sér,
hreyfa sig og hafa gaman af þeim að-
stæðum sem þau eru í. Þau eru,
mörg, ófeimin, forvitin og skemmti-
leg.
Yngsti sonur minn er sjö ára.
Hann er alltaf að bralla eitthvað
skemmtilegt. Syngur mikið, býr til
stórar og miklar íþróttakeppnir,
teiknar, skrifar sögur og spilar fót-
bolta svo fátt eitt sé nefnt. Hann
býður okkur foreldrunum nánast
alltaf að vera með í því sem hann er
að bralla. Stundum stökkvum við til
en stundum erum við – eins og full-
orðið fólk almennt – of upptekin. Ég
er markvisst að vinna í því að fækka
uppteknu stundunum og fjölga
leikjastundunum af því að ég veit að
það gefur okkur báðum mikið. Bæði
núna og í framtíðinni. Styrkir okkur
sem einstaklinga og sem fjölskyldu.
Njótum ferðalagsins!
Gaui.
Getty Images/iStockPhoto
Samvera Það er gaman þegar foreldrar og börn bregða á leik saman.
Fjölgum leikja-
stundunum
Hugleiðingar um heilsu og hamingju
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
gudjon@njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi, sem heldur úti bloggsíð-
unni: njottuferdalagsins.is
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!
Atvinna