Morgunblaðið - 09.04.2018, Side 17

Morgunblaðið - 09.04.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 Snjóbrettamót Margir af færustu snjóbrettamönnum Íslands kepptu við erlenda kappa á snjóbretta- og tónlistarhátíðinni AK Extreme á Akureyri á laugardag. Keppendurnir sýndu góð tilþrif. Tomas Hrivnak Enn einum hlýj- um vetri á norður- slóðum lýkur með fréttum af frost- leysi á sjálfum norðurpólnum nú í mars. Hafísþekjan stefnir í að verða sú næstminnsta síðan heildrænt eftirlit með henni hófst. Íbúum jarð- ar gengur of hægt að minnka árlega losun margra milljarða tonna af gróðurhúsaloftteg- undum (GHL). Íslendingar ná of litlum árangri enn sem kom- ið er. Minni losun GHL vegna notkunar kolefniseldsneytis úr jörð er önnur af aðalmótvægis- aðgerðum gegn hlýnun lofts- lagsins. Hin er kolefnisbind- ing. Hún leysir okkur hér ekki undan því að minnka losunina um 40% fyrir 2030, úr um fimm milljónum tonna á ári í um þrjár milljónir tonna á ári. Bindingin bætir einfaldlega um betur með því að við græð- um upp auðnir og illa farið gróðurlendi, endurheimtum og verndum votlendi og stund- um skógrækt. Aðgerðir við bindingu kolefnis eiga að lúta heildrænu skipulagi. Þær ber að vinna hratt og á vísinda- legum grunni. Markmið alls skógræktargeirans er fjórföld- un nýræktar á næstu árum miðað við núverandi nýrækt en tvöföldun miðað við nýrækt fyrir hrun. Af þessu hlýst veruleg binding kolefnis, eins þótt skógur þeki þá aðeins 2-3% af flatarmáli landsins. Skógrækt styðst við innlendar tegundir, enda mynda birki- skógar aðalskóglendi Íslands, en líka við erlendar tegundir til að nýta með sjálfbærum hagrænum hætti. Ég lagði fram á Alþingi, í tilefni af 100 ára full- veldi Íslands, hugmynd um veglegt átak í skógrækt til landgræðslu. Stakk upp á nýj- um sjóði, sjálfs- eignarstofnun með tilhlýðilegri stjórnun, stofn- samningi og markmiðum. Við getum t.d. nefnt hann Græðum Ísland eða Yrkju. Hann væri ígildi þjóðarátaks með framlögum ríkis og sveitarfélaga, fyrir- tækja, stofnana, félaga og al- mennings. Ágreining milli stofnana og félaga um áhersl- ur á einstaka þætti verður að lina með málamiðlunum. Fyrst í stað gæti megináhersla verið á framleiðslu trjáplantna til gróðursetningar og fræöflun. Stór samstarfsverkefni stofn- ana og félaga (sbr. Heklu- skóga og Þorláksskóga) og efl- ing Bændaskóga fylgja með. Um leið verður að efla frekar landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis innan ramma ríkisfjárlaga. Stofnun votlendissjóðs að tilstuðlan áhugafólks vekur líka vonir um frekari árangur í þeirri endurheimt. Eftir Ara Trausta Guðmundsson »Ég lagði fram á Alþingi, í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands, hugmynd um veglegt átak í skógrækt til land- græðslu. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. Þjóðarátak Nú vega ís- lensk stjórnvöld í annað sinn á stuttum tíma í sama knérunn. Að þessu sinni eru kokgleyptar fullyrðingar Breta um að banatilræði með eiturefnum gagnvart rússneskum manni í Eng- landi sé stjórnvöldum í Rúss- landi að kenna og að undir- lagi Vladimírs Pútíns. Nú er komið á daginn að ekkert er sannað í þessum efnum. Auðvitað stekkur ESB á vagninn og styður Bretland í von um að Bretar snúi aftur í hið brothætta Evrópusam- band. Og Trump fylgir með, væntanlega í von um að áróð- urinn minnki heima fyrir um að hann hafi orðið forseti Bandaríkjanna út af rúss- neskum stuðningi í kosninga- baráttunni. En það ræð ég af við- brögðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- ráðherra, sem undirrituðum er hlýtt til, að hann hafi ekki með öllu gleymt þeim efna- hagslega skaða sem Ísland varð fyrir vegna vanhugsaðra viðbragða Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, út af Úkraínu og deilunni um Krímskaga. Guðlaugur Þór virðist vilja forðast að ganga eins langt og mörg önnur bandalagsríki Breta því enginn skal hér rekinn úr landi. En svo stígur utanríkis- ráðherra okkar mjög sérstakt skref og bannar sjálfum sér, for- seta Íslands og mennta- og menningar- málaráðherra að fara á HM í sumar í Rúss- landi til að fylgja eftir glæsilegum íþróttasigri strákanna okkar, þeim merkilegasta í okkar íþróttasögu. Þessi ákvörðun minnir á Jón sterka: „Sástu hvernig ég tók hann?“ Það eina sem sannað er í málinu er það að utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur sagt ósatt í beinni útsendingu. Hann sagði að sannað væri að efnið væri frá Rússlandi. Nú hefur það verið borið til baka af vísindastofnunum. Það á ekki að blanda póli- tík í íþróttaleika þjóðanna, þeir eiga að vera hafnir yfir öll stríð og viðskiptabönn eru úrelt og við þurfum alls ekki sem frjáls og fullvalda þjóð að elta skottið á ESB eða Bretum sem áður hafa op- inberað dómgreindarleysi sitt með setningu hryðjuverka- laganna alræmdu sem þeir settu á Ísland og ættu að vera öllum Íslendingum í fersku minni. En Rússar svara Trump og ESB í sömu mynt; reka emb- ættismenn úr landi en skamma Íslendinga eina og telja þá aftaníossa og varla fullvalda þjóð. Áðurnefndur Gunnar Bragi agtaði og talaði í Úkraínu eins og leiðtogi ESB, barði sér á brjóst og dreifði blómum. Fyrir vikið hafði Ísland hlutfallslega mestan skaða af við- skiptabanninu, þá var skellt á okkur. Afleiðingarnar eru mældar í milljörðum og sér ekki enn fyrir endann á af- leiðingunum. Vinnubrögð og stefnu- mörkun haldist í hendur Svo minnumst við þess að hér var höndin slöpp og lítið um viðbrögð þegar Bretarnir beittu Íslendinga eina hryðjuverkalögum í hruninu 2008, sem áður er vikið að, og munaði mjóu að öll viðskipti lokuðust og landið yrði gjald- þrota. ESB og Bandaríkin fylgdu þá einnig Bretum í níðingsverki gagnvart sak- lausri þjóð. Sú efnahagsárás á sér engan samanburð í sögu NATÓ. Þá minnir mig að einu þjóðirnar sem sýndu Ís- landi stuðning hafi verið Rússland, Pólland og að sjálf- sögðu frændur okkar í Fær- eyjum. Gæti verið að þessi ákvörð- un Bretanna sé af sama meiði nú og hryðjuverkaárásin á Ís- land var? Þeir séu nú eins og þá að slá sig til riddara heima fyrir, að þessu sinni vegna vandræða Theresu May for- sætisráðherra í Brexit? Í hruninu hafi það hins vegar verið kosningabarátta Gord- ons Browns sem hafi þurft að hressa upp á? Ég tel mikilvægt að rík- isstjórn og Alþingi skoði vel á nýjan leik verklag okkar í ut- anríkismálum. Við viljum vera hlutlaus þjóð og alls ekki þátttakendur í stríði og þannig var stefnan fram- kvæmd hér í áratugi. Hvað vináttu þjóða varðar þá hafa Rússar og hin föllnu Sov- étríki ávallt sýnt okkur stuðning. Þar minni ég t.d. á landhelgisbaráttuna sem var stríð við Bretana. Einum utanríkisráðherra tókst fyrir talsverða heppni að verða hetja í frelsisbaráttu þjóða. Það var Jón Baldvin Hannibalsson sem fyrstur lýsti yfir stuðningi við sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna. Það var vel heppnað og svo- leiðis heppni fellur ekki í hendur ráðherra nema á hundrað ára fresti. Jón Bald- vin kunni að grípa tækifærið og sýndi vissulega lofsverða djörfung. Utanríkisstefnan má ekki vera hipsumhaps í hendi ein- stakra ráðherra, sem sumir hverjir eru hvorki heppnir né úrræðagóðir. Þegar utanrík- isstefna þjóðar er annars vegar þarf að vanda sig. Stefnan verður að vera skýr og aðgerðir allar og málflutn- ingur á okkar forsendum, ekki annarra. Eftir Guðna Ágústsson » Gæti verið að þessi ákvörðun Bretanna sé af sama meiði nú og hryðjuverkaárásin á Ísland var? Þeir séu nú eins og þá að slá sig til riddara heima fyrir? Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingis- maður og ráðherra. Hvert stefna Íslendingar í utanríkismálum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.