Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 23
safni Veðurstofu Íslands. Hann var bæjarbókavörður í Kópavogi 1977- 2015. Hann fékk ársleyfi 1998 og var þá sölustjóri tölvukerfisins Fengs hjá SKÝRR. Hrafn sat í stjórn Bókavarða- félags Íslands og var formaður þess í tvö ár, sat í stjórn Norræna félags- ins í Kópavogi og í Sambandsstjórn Norræna félagsins á Íslandi, sat í nefnd sem samdi reglugerð með lögum um almenningsbókasöfn 1977-78, átti sæti í nefndum um bókasafns- og upplýsingamál, m.a. í tölvunefnd bókasafna og í ritnefnd Bókasafnsins og Íslenskri mál- nefnd. Hrafn var formaður Sögufélags Kópavogs, sat í safnaðarstjórn Kársnessóknar, í stjórn Leikfélags Kópavogs, var formaður Starfs- mannafélags Kópavogs í fjögur ár, stóð að stofnun ýmissa félaga, s.s. Golfklúbbs Kópavogs, Vináttufélags Íslands og Norður-Kóreu og Ís- lands og Lettlands. Hann var einn af frumkvöðlum Ritlistarhóps Kópa- vogs, sem gaf út ljóðasöfnin Glugga 1996, Ljósmál 1997, Sköpun 2001 og Í augsýn 2009. Hrafn var í Samkór Kópavogs, Kirkjukór Kópavogskirkju, Óperu- kór Hafnarfjarðar og nú í Söng- sveitinni Víkingum í Garði. Hann er félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga, stjórnarformaður Stofnunar Wil- helms Beckmann, formaður U3A Suðurnes, á sæti í stjórn Norræna félagsins í Garði og er einn af frum- kvöðlum Bryggjuskáldanna þar. Hrafn hefur skrifað smásögur og fjölda blaða- og tímaritsgreina um bókasöfn, bækur og menningarmál. Ljóð hans hafa birst í tímaritum, blöðum og safnritum hér heima og erlendis. Hann gaf út ljóðabæk- urnar Fyrrvera, 1982, ásamt þeim Magnúsi Gestssyni og Þórhalli Þór- hallssyni; Þríleik að orðum 1990, Tónmyndaljóð, ásamt Grími Marinó Steindórssyni myndlistarmanni og Gunnari Reyni Sveinssyni tón- skáldi, 1992, ensk útgáfa 1993 (end- urprentuð 1994); Hafið brennur, með þýðingum á ljóðum lettnesku skáldkonunnar Vizmu Belsevica 1994, og Hlér 1995. Úr viðjum, Ljóðmyndir með Grími Marinó 1999. Vængstýfðir draumar, ljóð 11 lettneskra skálda 1999 og Leður- blökuheilkennið eftir Ingunu Jan- sone 2011, Glerleikur að orðum 2004, og Vermsl 2008. Þá kom út í Frakklandi bókin Lífið sjálft/La Vie Meme, 2011, og í Póllandi, Wyspa, Chwila, þýðingar ljóða pólsku skáld- konunnar Jolöntu Baziak. Hann var ritstjóri 4. heftis Andblæs 1996. Gunnar Reynir Sveinsson samdi tvo ljóðaflokka við ljóð Hrafns, Hlér og Tónmyndaljóð, og ástralska tón- skáldið Rosalind Page samdi sjö- ljóðaflokk, Ravensongs, sem voru frumfluttir í Conservatorium of Music í Sydney 2005 og komu út á diski með heitinu Cool Black í flutn- ingi Halcyon. Hrafn var skáld Ferskra vinda, alþjóðlegu listahátíðarinnar í Garði sem haldin var í fimmta sinn 15.12. 2017-17.1. 2018. Í tengslum við hana vann hann að þrítyngdri listrænni ljóðabók með frönsku listakonunni Danielle Loisel og heitir hún Dreams from Garður, Danielle gerði slíka bók með Sigurði Páls- syni heitnum á fjórðu Ferskum vindum. Fjölskylda Hrafn var kvæntur Önnu Sigríði, f. 14.8. 1948, bókasafnsfræðingi, kennara og bæjarbókaverði í Hafn- arfirði, en þau skildu 2015. Hún er dóttir Einars Sturlusonar óperu- söngvara og Unnar D. Haralds- dóttur bankafulltrúa. Börn Hrafns og Önnu Sigríðar: 1) Hörn, f. 15.9. 1972, messósópran söngkona og vatnsauðlindaverk- fræðingur hjá Verkís og aðjúnkt við HÍ, gift Þórði Ólafi Þórðarsyni lög- manni og eiga þau soninn Hrafn, f. 1995, læknakandidat, og 2) Leifur, f. 31.12. 1974, d. 11.8. 1975. Dóttir Hrafns er Ásta Sigríður, f. 26.1. 2009. Foreldrar Hrafns: Hörður Þór- hallsson, f. 5.7. 1916, d. 17.12. 1959, viðskiptafræðingur, kennari og ljóð- skáld, og Guðrún Ólöf Jónasdóttir Þór, f. 19.4. 1919, d. 2006, húsfreyja. Hrafn Andrés Harðarson Árni Pálsson útvegsb. og barnakennari í Njarðvík Sigríður Magnúsdóttir húsfr. í Njarðvík, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð Þórhallur Árnason sellóleikari í Rvík Hörður Þórhallsson viðskiptafr. og ljóðskáld í Kópavogi Abelína Andrea Gunnarsdóttir kaupkona í Rvík Gunnar Einarsson kaupm. í Rvík Jóhanna Friðriksdóttir húsfr. í Rvík, frá Hjalteyri Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup, Rvík Þórarinn Þór pr. á Reykhólum og Patreksfirði Arnaldur Þór garðyrkjub. á Blómvangi í Mosfellssveit Kristín Þór hjúkrunarkona í Reykjavík riðrik Gunnarsson forstj. smjörlíkisgerðarinnar ÁsgarðsF Gunnar J. Friðriksson forstj. og form.VSÍ í Rvík Höskuldur Þórhallsson trompetleikari í Rvík Margrét Þórarinsdóttir frá Veigastöðum Þórarinn Jónas Jónasson sundkennari og b. frá Sigluvík Jónas Þór (Þórarinsson) verksmiðjustj. á Akureyri Helga Sigríður Kristinsdóttir húsfr. á Akureyri Guðlaug Stefanía Benjamínsdóttir frá Stekkjarflötum Kristinn Jósefsson frá Krónustöðum í Eyjafirði Úr frændgarði Hrafns Andrésar Harðarsonar Guðrún Ólöf Þór (Jónasdóttir) skrifstofum. í Kópavogi ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi Ragnheiður Jónsdóttir fæddistá Stokkseyri 9.4. 1895. For-eldrar hennar voru Jón Sig- urðsson, kennari í Stokkseyrar- hreppi, og k.h., Guðrún Magnús- dóttir húsfreyja. Faðir Jóns var Sigurður Ívarsson, bóndi á Gegnisparti í Flóa. Eiginmaður Ragnheiðar var Guð- jón Guðjónsson, f. á Akranesi 1892, d. 1971, skólastjóri Barnaskólans í Hafnarfirði og forstöðumaður Fræðslumyndasafns Reykjavíkur. Þau eignuðust tvö börn, Jón Ragnar, f. 1920, sem var stýrimaður og skip- stjóri í Boston, Massachusetts, og Sigrúnu myndlistarkonu, Rúnu, f. 1926. Ragnheiður lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1923. Þá dvaldi hún við framhaldsnám á Eng- landi 1929 og kynnti sér þar smá- barnakennslu en einnig enskar bók- menntir. Auk þess dvaldi hún rúmt ár, 1946-1947, á Norðurlöndunum, við nám og ritstörf. Ragnheiður hóf kennslu 1914 og kenndi á ýmsum stöðum á Suður- landi og í Reykjavík. Síðast var hún kennari við Barnaskóla Hafnar- fjarðar. Fyrsta bók Ragnheiðar, Ævin- týraleikir, er leikrit ætlað bömum en hún mun vera fyrst íslenskra höf- unda til að gefa út leikrit fyrir börn. Hún skrifaði síðan jöfnum höndum skáldverk handa unglingum og full- orðnum. Af verkum hennar má nefna Arf (1941), Í skugga Glæsi- bæjar (1945), fjögurra binda þroska- sögu sem hófst með Ég á gull að gjalda (1954) Villieldur (1967) og smásagnasafnið Deilt með einum (1959). Hún er þó fyrst og fremst þekkt sem barnabókahöfundur en hún sendi frá sér tuttugu og eina barnabók, þ.á m. bækurnar um Dóru og bækurnar um Kötlu sem margir muna sjálfsagt eftir. Ragnheiður sat í barnaverndar- nefnd Hafnarfjarðar, sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1958- 60 og var formaður þess frá 1964 og til dauðadags 9.5. 1967. Merkir Íslendingar Ragnheiður Jónsdóttir 85 ára Einar Kristinn Haraldsson Kjartan Bjarni Kristjánsson 80 ára Ari Eggertsson Sigurður Baldvinsson 75 ára Björn Levi Pétursson Helgi Jónas Helgason Hildur Gústafsdóttir Hilmar Sigurðsson Örn Björnsson 70 ára Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir Haraldur Bragi Ólafsson Helga Eygló Guðlaugsdóttir Herdís Zophoníasdóttir Hrafn Andrés Harðarson Ingibjörg Andrésdóttir Sigurður Kristjánsson 60 ára Ari Arason Bára Magnúsdóttir Friðrik Þorbjörnsson Marek Bozyk Wieslawa Maria Kluk Örn Sigurhansson 50 ára Andri Ragnarsson Guðjón Garðar Sigurðsson Gunnar Árnason Hanna Júlía Kristjánsdóttir Harpa Ríkarðsdóttir Hildur Loftsdóttir Karvel Halldór Árnason María Guðlaug Hrafnsdóttir María Lea Guðjónsdóttir Ólöf Ásta Karlsdóttir Óskar Páll Óskarsson Zoran Kesic 40 ára Davíð Þorsteinsson Heiðar Þór Eyþórsson Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir Irene Greenwood Krzysztof Marek Pieta Marcin Gawrylow Már Grétar Arnarson Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Patrycja Anna Hapter 30 ára Aldís Þóra Harðardóttir Atli Axfjörð Friðgeirsson Ásmundur Pálsson Daníel Örn Sigurðarson Erla Dögg Grétarsdóttir Eyrún Þorleifsdóttir Hafþór Ægir Guðmundsson Jörgen Sveinn Þorvarðarson Lukas Sirutis Máni Snær Larsen Ólafur Þór Sigurðsson Ríkharður Þór Brandsson Saga Steinsen Til hamingju með daginn 30 ára Ríkharður ólst upp í Kópavogi, býr þar, lauk fjórða stigi í vélstjórn frá Vélskólanum og starf- ar hjá Marel. Maki: Guðrún Lilja Sig- urbjörnsdóttir Cooper, f. 1992, nemi í hjúkr- unarfræði við HA. Sonur: Mikael Aron Rík- harðsson, f. 2016. Foreldrar: Brandur Stein- ar Guðmundsson, f. 1954, og Edda Guðrún Rík- harðsdóttir, f. 1958. Ríkharður Þór Brandsson 30 ára Máni ólst upp á Akureyri og í Reykjavík, býr þar, lauk stúdents- prófi frá FÁ og er veit- ingastjóri á Fresco við Suðurlandsbraut. Systkini: Ívar, f. 1983; Smári Freyr, f. 1992; Luese Larsen, f. 1992, og Karoline Larsen, f. 1994. Foreldrar: Thorden Lar- sen, f. 1958, fyrrv. ráðgjafi og stuðningsfulltrúi, og Rebekka Jónsdóttir, f. 1956, leikskólastjóri. Máni Snær Larsen 30 ára Jörgen ólst upp á Egilsstöðum, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði, meistararéttindum, er byggingafræðíngur og vinnur við húsbyggingar. Maki: Inga Lind Bjarna- dóttir, f. 1994, starfsm. við hjúkrunarheimili. Börn: Pétur Logi, f. 2012, og Ísabella Rún, f. 2014. Foreldrar: Sigríður Berg- þórsdóttir, f. 1950, og Þorvarður Stefánsson, f. 1939, d. 2016. Jörgen Sveinn Þorvarðarson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.