Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Gæðafiskur
Kæliþurrkaður
harðfiskur sem
hámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur
84%prótein.
Einfaldlega hollt og
gott snakk
84% prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að kunna að meta það
góða við vináttuna, því engu eigum við að
taka sem sjálfsögðum hlut. Sem betur fer
þekkirðu marga sem gjarnan vilja hjálpa
þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er kominn tími til að bregða á
leik og þú ert til í slaginn. Þú ert með
hjartað á réttum stað. Ekki er allt gull sem
glóir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki tilfinningaköst annarra
setja þig út af laginu. Mundu að aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Fáðu þér göngutúr nú
þegar sólin er farin að hækka á lofti.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur einbeitt þér að andlegri
líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn.
Þú hefur óbeit á leti og leyfir engum að
komast upp með hana í þinni návist.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Dagurinn hentar vel til að ræða fjár-
mál innan fjölskyldunnar. Gleymdu því ekki
í hugrenningum þínum að hamingja verður
ekki fengin fyrir fé.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ýmsir möguleikar eru í stöðunni svo
þú skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú
hefur kynnt þér alla möguleika. Veislur,
sem haldnar eru í dag, verða óvenju
ánægjulegar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að komast hjá því að munn-
höggvast við samstarfsmenn þína. Finndu
þér eitthvert áhugamál því þá er möguleiki
á að kynnast nýju fólki með nýja sýn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Álit annarra á gjörðum þínum
skiptir engu máli því þú veist að þú ert að
gera rétt. Sjaldan veldur einn þá tveir
deila.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki fordóma hafa áhrif á
hvernig þú metur tilboð sem þér berast.
Fáðu þér göngutúr og láttu hreina loftið
feykja öllum leiðindum á bak og burt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vertu varkár í næsta skrefi og
viðbúin/n breytingum á seinustu mínútum.
Ekki hlaupa á eftir tískustraumum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Lífið á það til að stokka hlutina
upp, svo þú raðir þeim aftur í rétta for-
gangsröð. Þér finnst hlutirnir ekki ganga
eins og þú ætlaðir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er ekki eðlislægt að taka
nokkra áhættu svo þú skalt láta það eiga
sig, svona í flestum tilfellum. Vinir koma
saman og gleðja þig.
Áþriðjudag talaði Pétur Stef-ánsson um aprílhret:
Veturinn engin virðir grið,
víða er snjór og klaki.
Á því verður einhver bið
að hér vora taki.
Sigmundur Benediktsson taldi
þetta „aðeins venjulegt páskahret“:
Þó að sjáist fannafjúk
feilar ekki spori.
Peysugreyi byrgi búk,
bíð svo eftir vori.
Fía á Sandi tók undir með sínum
hætti:
Nú er gola og næstum hríð
nú er úfinn sjór.
Bráðum kemur betri tíð
og bjór.
Og enn orti hún:
Heldur kalt og hríðin vex
hér er lífið ekkert grín.
Ætti ég að yrkja um sex
eða kannske brennivín?
Sigurlín Hermannsdóttir bætti
við:
Blessuð sólin elskar allt,
var einu sinni sprokið.
Fallegt veður, fjári kalt
því flýtir sér nú rokið.
Karlinn á klöppinni var ein af
þeim vættum sem börn voru hrædd
á í fyrri daga. Helst mun hafa borið
á honum við Eyjafjörð:
Karlinn stóð á klöppinni,
kemur neðan hólinn,
ekki mjór á úlpunni;
eltir Móri skottlausi.
Karlinn uppi í klöppinni
keipabörnin tekur,
lemur þau með löppinni
og litla Jónka hrekur.
Sr. Jónas Guðmundsson á Staðar-
hrauni orti þannig um köttinn:
Öll er skepnan skemmtigjörn;
skoðum litla stýrið.
Malar sinni kjaftakvörn
kringluleita dýrið.
Stefanía Siggeirsdóttir kveður
við son sinn Ólaf Sæmundsson, síð-
ar prest í Hraungerði:
Tunglið má ei taka hann Óla
til sín upp í himnarann.
Þá fer mamma að gráta og góla
og gerir hann pabba sturlaðan.
Steingrímur Baldvinsson í Nesi
orti:
Allt, sem þjóðin átti og naut,
allt, sem hana dreymir,
allt sem hún þráði og aldrei hlaut
alþýðustakan geymir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Áfram ort um veðrið og
karlinn á klöppinni
Í klípu
„ÞÚ ERT HÉRNA, ER ÞAÐ EKKI? ÉG MYNDI
SEGJA AÐ DÓMARINN HAFI VERIÐ MEIR
EN SANNGJARN VIÐ ÞIG.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KANNSKI HEFÐUM VIÐ ÁTT AÐ SKOÐA
HVERFIÐ BETUR ÁÐUR EN VIÐ ÁKVÁÐUM AÐ
FLYTJA HINGAÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að reyna að ganga í
augun á henni með því
að vera „kúl“.
HVAÐ ERTU AÐ
SEGJA ELLEN?
ERTU MINNISLAUS OG
MANST EKKERT EFTIR MÉR? KÚL!
FÁTT ER SVO
MEÐ ÖLLU ILLT
AÐ EKKI BOÐI
NOKKUÐ GOTT!
VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ ÞÚ NOTIR
SKATTPENINGANA OKKAR FYRIR
FÁTÆKT FÓLK! ÉG ER
AÐ ÞVÍ!
ÉG ER AÐ SETJA HEILAN HELLING Í AÐ
GERA NÝJA DÝFLISSU!
Sautján ára strákur var förunaut-ur Víkverja suður í Rómarborg
fyrir nokkrum dögum. Ferðalagið
lukkaðist vel, sem meðal annars má
þakka hve snjall ferðalangurinn ungi
var við að afla allra upplýsinga og
skipuleggja þannig áhugavert borg-
arrölt. Allt var þetta honum leikur
einn; með símanum voru sóttar upp-
lýsingar um sögustaði, skyndibita-
búllur, verslanir, leigubíla og svo
mætti áfram telja. Allt var þetta
mjög fumlaust og eðlilegt fyrir
strákinn sem hefur enskuna full-
komlega á valdi sínu og eru því flest-
ir vegir færir. Og með símann og
netið hefur fólk heiminn bókstaflega
í hendi sér. Víkverja var kunnátta og
upplýsingalæsi ferðafélagans í raun
og veru talsverð opinberun.
x x x
Krakkar sem eru fæddir í kringumaldamótin eru af upplýsinga-
kynslóðinni sem Víkverji kallar svo.
Þau láta ekki mata sig á neinu, held-
ur einfaldlega kanna málin á eigin
forsendum og leggja sjálfstæðan
dóm á þau. Þetta fólk fer einfaldlega
þangað sem blær og stemning líð-
andi stundar ber það. Margir félags-
legir múrar hefða og siðvenja hafa
fallið á undanförnum árum, sem
skapar alveg nýja möguleika, svo
sem þá að krakkar í dag geta í miklu
ríkari mæli en áður verið höfundar
eigin lífs, sem er góð uppskrift að
hamingju og innihaldsríku lífi
þeirra. En til að svo megi verða þarf
undirstaðan sem er menntun og
þekking að vera góð.
x x x
Fyrir nokkrum dögum birtist hér íMorgunblaðinu grein þar sem
maður á Akureyri hneykslaðist á því
að unglingar hefðu aðspurðir í sjón-
varpi ekki vitað hvar Raufarhöfn
væri eða við hvaða fjörð Dalvík er.
Jú, vissulega er gott mál að fólk
þekki landið sitt, uppruna sinn og
sögu þjóðarinnar. En munum nú
samt að miklu meira máli skiptir að
fólk geti á staðnum og stundinni afl-
að sér þekkingar þegar hennar er
þörf. Hagað lífi sínu og ferðum eftir
upplýsingum rétt eins og hinn ungi
ferðalangur gerði í Róm, borginni ei-
lífu sem allar leiðir liggja til.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En Guð auðsýnir kærleika sinn til
okkar í því að Kristur dó fyrir okkur
þegar við vorum enn syndarar.
(Rómverjabréfið 5.8)