Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 ✝ Kristján Gunn-laugsson fædd- ist í Reykjavík 30. maí 1952. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 7. apríl 2018. Foreldrar Krist- jáns voru hjónin Gunnlaugur Hall- grímsson frá Dag- verðará, f. 30. júní 1930, d. 1989, og Kristín Lilja Kristjánsdóttir frá Bárðarbúð, f. 10. febrúar 1928, d. 1988. Systkini Kristjáns eru Þor- varður Gunnlaugsson, f. 1957, Ólína Gunnlaugsdóttir, f. 1962, og Elín G. Gunnlaugsdóttir, f. 1964. Árið 1970 eignaðist Kristján Barðastöðum, f. 21. janúar 1953. Giftu þau sig 3. apríl 2018. For- eldrar Sigríðar eru Einar Jón Pétursson frá Stykkishólmi, f. 6. júlí 1920, d. 1998, og Helga S. Bjarnadóttir frá Skagafirði, f. 26. apríl 1930, d. 1988. Börn Sig- ríðar eru Pétur Þórðarson, f. 30. nóv. 1972, kvæntur Bryndísi Evu Sigurðardóttur, f. 19. júní 1979. Saman eiga þau þrjú börn. Þórhallur Þórðarson, f. 25. maí 1975, kvæntur Írisi Aðalsteins- dóttur, f. 17. maí 1979. Þau eiga þrjú börn. Kristján fæddist í Reykjavík en flutti ungur á Hellna á Snæ- fellsnesi þar sem hann bjó alla sína tíð. Hann lauk námi við Reykholt og lærði pípulagnir við Iðnskólann í Borgarnesi. Megnið af sinni ævi var hann til sjós. Árið 1997 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Fjöru- húsið á Hellnum sem þau ráku til hans síðasta dags. Útför Kristjáns fer fram frá Hellnakirkju í dag, 14. apríl 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Lindu Hrönn, f. 25. júlí, með Klöru Sig- ríði Sigurðar- dóttur. Sambýlis- kona Lindu Hrannar er Harpa Elísa Þórsdóttir, f. 15. apríl 1978. Kristján kvænt- ist 1976 Sigríði S. Helgadóttur, f. 28. janúar 1955. For- eldrar hennar eru Helgi Ormsson, f. 15. ágúst 1929, og Hulda Sveinsdóttir, f. 25. ágúst 1930. Saman eiga þau Karen H., f. 6. nóvember 1976. Eiginmaður hennar er Gunn- laugur Hjörtur Gunnlaugsson. Þau eiga þrjá drengi. Sambýliskona Kristjáns til 25 ára er Sigríður Einarsdóttir frá Þegar Snæfellsnesið skartar sínu fegursta og jökullinn logar í roða kvöldsólarinnar leitar hugurinn jafnan vestur til Hellna og þeirra mörgu glöðu stunda sem ég og vinafólk nut- um sumar eftir sumar í fé- lagsskap Kristjáns og fjöl- skyldu hans og vina. Undir rólyndu yfirbragði Kristjáns bjó glettni og glaðlyndi. Hann var hjálpfús og vinafastur, ör- látur og gestrisinn; hús hans stóð alltaf öllum opið. Það var þetta þel hans ekkert síður en náttúrufegurðin undir Jökli sem dró vini og ættingja vestur hvert sumar. Árin líða, nýjar annir taka við og samfundum fækkar en alltaf er það á dagskrá að fara vestur þegar sumrar og rifja upp gamla tíma. Það er alltaf ætlunin. En tíminn er hinn mikli meistari blekkingarinnar; hann líður hratt og það sem við oft ætlum að gera en látum bíða verður einn daginn orðið of seint. Fyrirvaralaust. Það ætti að kenna okkur að grípa lífið meðan það gefst og fresta því ekki. Kallið á það til að koma óvænt. Ég kveð kæran félaga og minnist ánægjulegra samveru- stunda sem lifna í minningunni í hvert sinn sem ég lít til Snæ- fellsnessins og sé jökulinn loga. Bjarni Sigtryggsson. Þar féll frá hornsteinn Hellnamanna, það er að segja maður sem fæddist, átti alla sína æsku, ólst upp og hafði alla tíð heimilisfesti á þessum stað. Hann undi sér hvergi bet- ur en á Hellnum, og gat ekki hugsað sér að yfirgefa hann. Nafni minn átti góða æsku, ólst upp með ömmu og afa, og átti yndislega foreldra, Stínu og Lauga, ásamt þremur systkin- um. Hann ólst upp við mikla hlýju foreldra sinna, sem hann endurgalt þeim með dugnaði til búverka, enda var hann ein- staklega laghentur maður. Á unglingsárum að haustlagi lagðist hann út í berjatínslu til að hafa fyrir skólavist í Reyk- holti, seldi Berja-Þórði í Kópa- vogi öll berin. Við nafnarnir áttum margar góðar æsku- stundir, mörg uppátækin voru ekki til eftirbreytni um með- ferð vopna og sprengjugerð en nóg var til af púðri og öðru til- heyrandi, en auðvitað áttum við líka til marga saklausa leiki. Þetta voru árin milli 1960 og 1970. Hver biður um meira, ár umbreytinga, byltingar í klæða- og hártísku unga fólksins. Ég verð að segja það að nafni minn var alger kvennaljómi þegar kom að unglingsárunum og hann hélt þessum sjarma alla tíð. Þú varst ekki allra en varst næmur persónuleiki. Hafðir einstakt lag á börnum, talaðir alltaf við þau á jafningjagrund- velli. Sonur minn Leifur var hjá þér í nokkur sumur, þau voru ekki hefðbundin fyrir hann en óborganlegfyrir hann út í lífið. Þú hafðir þann eiginleika að tala jafnt við unga sem eldri, Leifur mátti róa með þér þegar hann treysti sér, en hann var mjög veikur á sjó og þá varð að samkomulagi á milli ykkar að þú nafni minn gætir skutlað honum stystu leið til lands og hann labbaði heim þótt það væri nokkuð drjúgur spotti enda mátti nafni ekki missa af róðri, en alltaf hafði hann þol- inmæði fyrir Leif og var ynd- islegur við hann, hafðu þakkir fyrir. Eftir að við Kolbrún fór- um að byggja á Hellnum kom nafni minn alltaf öðru hvoru við til að fá einn kaffibolla eða einn kaldan, ef hann hafði ekki tíma fyrir stopp þá komu þrjú flaut og handleggurinn út um hlið- argluggann á bílnum, þegar hann fór fram hjá fann maður fyrir nálægð hans, þetta var persóna Kristjáns Gunnlaugs- sonar. Þessi elskulegi frændi minn kom til okkar, hjálpaði til við að negla þakið á Melabúð. Krist- ján og Sigga hans hafa rekið Veitingastaðinn Fjöruhúsið í allmörg ár, kom þar vel í ljós hve samhent og samstiga þau voru alla tíð, því það þarf dugn- að og útsjónarsemi til að svona rekstur gangi vel, til að gleðja erlenda sem innlenda gesti sem heimsóttu Fjöruhúsið. Þegar við hjónin fréttum af andláti frænda, sem við vissum þó að væri nærri, setum við plötuna Wish You Were Here með Pink Floyd á fóninn og tendruðum kerti um alla íbúð í minningu hans. Hvíl í friði, kæri frændi. Elsku Sigga okkar og öll fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Kristján Hafsteinn Leifsson. Kolbrún Aðalsteinsdóttir. Kristján Gunnlaugsson ✝ Ragnar Lýðs-son fæddist 24. nóvember 1952 á Gýgjarhóli. Hann lést 31. mars 2018 á Gýgjarhóli. For- eldrar hans voru Helga Karlsdóttir, f. 9.7. 1928, d. 15.6. 1997, og Lýður Sæmunds- son, f. 1.7. 1904, d. 22.6. 1979. Bræður Ragnars eru Guðni Lýðsson, f. 5.11. 1941 (samfeðra), Örn Lýðsson, f. 14.5. 1948, og Valur Lýðs- son, f. 16.7. 1950. Fyrrverandi eiginkona Ragnars var Erla Káradóttir, f. 14.5. 1959. Ragnar og Erla eignuðust saman fjögur börn. Elstur þeirra barna er Ólafur Ragnarsson, f. 14.3. 1980, en ars er Ingi Rafn Ragnarsson, f. 5.1. 1991. Sambýliskona hans er Heiða Sigurðardóttir, f. 10.1. 1982, og þau eiga tvær dætur, þær eru: Dóróthea Huld, f. 27.3. 2006, og Iðunn Fjóla, f. 22.3. 2008. Yngsta barn Ragnars er Ellen Drífa Ragnarsdóttir, f. 27.4. 1993. Sambýlismaður hennar er Davíð Örn Friðriksson, f. 15.5. 1984. Þau eiga saman Ragnar Erik, f. 22.11. 2014, og Ey- rúnu Lindu, f. 7.12. 2017. Ragnar kom víða við í at- vinnulífinu. Hann var sjómað- ur, vélamaður, bústjóri, smið- ur o.fl. Árið 2006 kláraði hann meistararéttindi í húsasmíði og stofnaði sitt eigið fyrirtæki með elsta syni sínum, Ólafi, og síðar meir Hilmari, og starfaði sem húsasmiður til dauðadags. Útför Ragnars fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 14. apr- íl 2018, klukkan 14. Jarðsett verður í Haukadal. hann eignaðist þrjár dætur með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Kolbrúnu Örnu Villadsen, f. 9.2. 1974, þær Agnesi Ósk, f. 19.12. 2001, Helgu Sól, f. 8.5. 2004, og Mar- íu Von, f. 6.8. 2011. Núverandi sambýliskona Ólafs er Ragnhildur Hólm Sig- urðardóttir, f. 13.2. 1988. Næstelsti sonur Ragnars er Hilmar Ragnarsson, f. 17.2. 1982, sambýliskona hans er Elfa Björk Kristjánsdóttir, f. 16. 4. 1978. Þau eiga þrjú börn, þau eru: Lísa Katrín, f. 24.7. 2004, Greipur Guðni, f. 15.4. 2014, og Hallgrímur, f. 10.7. 2015. Þriðji sonur Ragn- Elsku pabbi. Nú um mánaðamótin, og hér eftir, mun ég ekki pirrast lengur yfir því að þú sért ekki búinn að skila inn vinnuseðlunum þínum, sem ég þurfti að gera hver einustu mánaðamót síðan við byrjuðum að reka saman fyrirtæki í janúar 2007. Stóru málin verða að smá- málum á einu augabragði þegar harmleikir eiga sér stað. Í 11 ár höfum við unnið sleitulaust að uppbyggingu í ótrúlega góðri sátt. Samstarfið frábært og árangurinn góður. Stærsta ástæðan fyrir því hversu vel gekk var æðruleysi þitt og þrautseigja gagnvart öllum verkum og samstarfinu, sem reyndi á á köflum. Það skipti engu máli við hvað þú varst að fást, allt var gert með svo vönduðu hugar- fari að stundum þótti manni nóg um. Ekkert var hægt að gera nema það væri gallalaust og flest gastu gert. Járnsmíði, trésmíði, pípulagnir, vélaviðgerðir, véla- vinna. Alls staðar varstu á heima- velli og vissir yfirleitt meira um málin en flestir. Það var bæði fyndið og skemmtileg að fylgjast með því eftir öll þessi ár hjá þér í bransanum hversu mikla tækja- dellu þú varst ennþá með. Ef ein- hvers staðar þurfti að hreyfa við gröfu eða öðru tæki iðaðir þú bók- staflega í skinninu að taka það að þér. Það kom manni líka oft skemmtilega á óvart hvað þú þekktir ótrúlega marga og alveg sama hvað maður var að spá var best að spyrja þig hvort þú hefðir einhverjar tengingar inn á hinn og þennan staðinn. Alltaf þekktir þú til. Allt sem þú gerðir gerðir þú eins vel og hægt var. Margar góðar minningar á ég af þér frá því við systkinin vorum að alast upp. Þú varst reyndar ekki mikið heima þegar við vorum ungir vegna vinnu en stundirnar voru góðar þegar þær gáfust. Fáir hafa sennilega búið eins lengi við jafn íþyngjandi og erfiðar heim- ilisaðstæður líkt og þú. Það bitnaði aldrei á okkur systkinunum hvernig við þig var látið. Aldrei léstu reiðina ná tökum á þér þegar erfiður skilnaður gekk yfir þar sem þú fórst út með tvær hendur tómar. Bara enn eitt verkefnið til að takast á við. Hugarfar þitt gerði þig að hetju í mínum huga. Ég gleymi því heldur aldrei hvers lags ógnarklettur þú varst á mín- um yngri árum er ég glímdi við erfið mál sem kölluðu á mikinn stuðning. Þvílíkur styrkur sem ég hafði í þér. Á síðustu árum hefur þér geng- ið allt í haginn, uppskorið ríku- lega. Þú naust lífsins með Sigur- laugu þinni og varst tilbúinn að njóta lífsins á seinni hlutanum. Við vorum nýbúnir að ná sátt um fyr- irkomulag um að Hilmar keypti þinn hlut í skrefum til að komast inn í fyrirtækið og það var gaman að sjá hvað þú varst stoltur af þessu. Pínu kvíðinn yfir því að draga úr umsvifum þínum því þú varst ekki tilbúinn að hætta að vinna. Þú hafðir orð á því sjálfur fyrir þremur vikum að þú vildir vinna í fimm ár í viðbót. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að níðingsverk skuli stýra því að jarðvist þinni sé lokið. Barna- börnin búin að missa tækifærið á að eiga þann frábæra afa sem þú varst. Takk, pabbi, fyrir að vera alltaf til staðar. Ég veit að þín bíð- ur besta pláss á himnum. Ólafur Ragnarsson. Elsku pabbi minn. Ég sit hér við tölvuna með tárin í augunum, orðlaus en með ótal spurningar sem ég mun líklegast aldrei fá svör við. Annað eins ein- tak og þig er ekki hægt að finna, ofboðslega ljúfur, góður, hjálp- samur, duglegur og ég gæti talið endalaust áfram. Það var alveg sama hvenær ég hringdi í þig þú varst alltaf tilbúinn að tala við mig, hlusta og koma að hjálpa mér. Ég vildi óska þess að þú vissir hve mörgum þótti og þykir vænt um þig. Ég vildi að þú vissir hve margir eru í djúpri sorg, við börnin þín, barnabörn, fjölskyldur okkar, samsveitungar, vinir, vinnufélag- ar og svona gæti ég áfram talið. Ég vildi að þú vissir hvað ég elsk- aði þig mikið. Ég vildi að þú vissir hve margir sakna þín og hvað þú varst elskaður af mörgum. Ég vildi að þú hefðir fengið að kynn- ast barnabörnunum betur, sér- staklega þeim yngstu, þú hafðir svo margt að kenna þeim. Ég hefði ekki getað átt betri pabba. Ég held fast í góðu minn- ingarnar, skemmtilegu sögurnar þínar og brandarana, minninguna um karakterinn þinn og myndirn- ar. Ég veit að þú heldur áfram að fylgjast með okkur, passa upp á okkur og ég held í vonina um að hitta þig aftur þó að það verði nú ekki alveg á næstu árum. Elsku pabbi minn, nú kveðjum við þig að sinni, ég óska þér góðrar ferðar og vona að þér gangi sem allra best með það sem tekur við hjá þér. Við sjáumst einhvern tím- ann aftur. Ég elska þig, vertu sæll að sinni pabbi minn. Ellen Drífa Ragnarsdóttir. Hinn 31. mars er pabbi minn myrtur. Dauðsfall hans kemur okkur í opna skjöldu og skilur eftir sig djúp sár. Pabbi var vel á sig kominn, raunar þekki ég engan 65 ára gamlan mann sem hefur unnið erfiðisvinnu síðan fyrir 10 ára ald- ur í betra formi en hann. Gaf eng- um manni eftir hvorki í vinnu né áhugamálum sínum. Hröð yfirferð á fjórhjóli með hóp áratugum yngri var ekki vandamál. Ómögu- legt var að sjá að hann væri 65 ára gamall og gaf hann mönnum á þrí- tugsaldri ekkert eftir í vinnu, þvert á móti bar frekar á því að honum þætti ekki mikið til yngri manna koma. Pabbi var verkstjóri af gamla skólanum. Ef einhvers staðar þurfti að streða við mokst- ur á möl eða steypu ofan í holu eða hreinlega rétta af steypumót með sleggju þá gerði hann það helst sjálfur. Það má vel segja að pabbi hafi orðið maðurinn sem hann hneykslaðist á 15 árum fyrr. Hann vann nefnilega fyrir Markholt í sex ár hjá Kristni Kristinssyni og Hreini Jóhannssyni. Eins og pabbi hneykslaðist mikið á þver- móðskunni og vinnusemi Hreins Jóhannssonar þegar kom að við- líka streði endar pabbi starfsfer- ilinn eins og hann. Þvermóðskast ofan í skurði með handskóflu af því honum fannst fara best á því. Þrátt fyrir að Ragnar faðir minn væri harður húsbóndi í vinnu og á köflum hreinlega erf- iður þá fór ekki fyrir því í frítím- anum. Ef einhver stóð í afspyrnu heimskulegum framkvæmdum eða hreinlega aðgerðum sem svör- uðu engan veginn kostnaði var hann allur af vilja gerður til að að- stoða án þess svo mikið sem ýja að því að það væru til skynsamlegri lausnir. Þetta gat verið í tengslum við ferðalög, lagningu silunganeta, leirdúfuskytterí, stangveiði, nið- ursetningu á kartöflum inni á Kili … Nefndu það; ef Ragnar fað- ir minn var í fríi þá var hann til í það og kom fyrir að hann tók sér frí úr vinnu einungis til að taka þátt í því. Ragnar faðir minn var einstak- lega verkefnamiðaður. Ef hann stóð frammi fyrir flóknu vanda- máli í vinnu var erfitt að ná sam- bandi við hann þar til hann var bú- inn að leysa það í huganum. Þrátt fyrir að Ragnar faðir minn hefði á sínum tíma fengið algjörlega nóg af vélamennsku hafði hann alltaf gaman af að geta gripið í vél. Hann fluttist til Reykjavíkur 2001 og líkaði veran ágætlega. Okkur systkinunum leyndist þó aldrei að hugur hans lá alltaf heim í Bisk- upstungur og sérstaklega heim að Gýgjarhóli. Hann bjó alltaf í Tungunum í huganum. Tengsl hans við fólkið þar slitnuðu aldrei og nýtti hann hvert tækifæri til að vera eins mikið þar og mögulegt var. Hann yrði sjálfur klökkur ef hann sæi hve mikið gengi á og hvað þurfti að gerast til að koma jarðarför hans saman. Kvenfélag Biskupstungna hefur ekki fram- kvæmt minna en kraftaverk og björgunarsveitin hefur líka verið innan handar. Einnig er næstum hver og einn einasti Tungnamaður búinn að bjóða okkur systkinum fram aðstoð með hvað sem er og hvenær sem er. Alveg er ég með það á hreinu að faðir minn yrði hissa og klökkur yfir samstöðunni og samhugnum sem gengið hefur yfir sveitina. Ingi Rafn Ragnarsson. Fyrir um það bil fimm árum fréttum við úti í bæ að líklega væri Sigurlaug systir farin að skjóta sér í strák í kórnum og hefði verið í nokkurn tíma. Þetta fór allt hægt og hljótt fram eins og þeirra takt- ur var. Síðan var Ragnar loksins kynntur fyrir okkur og stuttu síð- ar fórum við öll í áttræðisafmæl- isferð pabba. Þessa helgi náðum við að kynnast Ragnari sem þægi- legum í umgengni, viðræðugóðum við alla, hvort sem viðmælandinn var barn, unglingur eða gamal- menni, og sjaldan komu upp mál- efni sem hann sýndi ekki áhuga. Vegna vinnu þeirra var oft langur tími sem þau sáust ekki en stund- irnar á milli vel nýttar, oft með ferðum í bústað, til útlanda, á tón- leika eða bara í fjölskyldukaffi. Ragnar sýndi foreldrum okkar mikla virðingu og hafði pabbi gaman af því að spjalla við hann hvort sem var um húsbyggingar, framkvæmdir eða búskap, enda þekkti Ragnar vel þau málefni. Sigurlaugu systur, dætrum og fjölskyldum Ragnars vottum við okkar dýpstu samúð og þökkum fyrir að hafa kynnst hógværum og góðum manni sem Ragnar var. Svava, Erna Björk og fjölskyldur. Í dag kveð ég góðan vin minn, Ragnar Lýðsson. Við kynntumst í Brokkkórnum fyrir um 10 árum. Það var bjart yfir Ragnari þó að hann hafi verið frekar dulur mað- ur og ekki margmáll þá fann mað- ur hlýjuna og góðmennskuna sem einkenndi hann en það var einmitt notaleg nærvera Ragnars sem ég tók fyrst eftir. Síðar átti ég eftir að kynnast honum betur þegar hann og Sigurlaug vinkona mín og kór- félagi okkar Ragnars hófu sam- band. Það var bæði ljúft og gaman að fylgjast með því hvernig þau kynntust og náðu saman. Þau drógu fram allt það góða í hvort öðru og var umhyggjusemi þeirra í garð hvort annars einlæg og fal- leg. Fyrsta sumarið þeirra saman vann Sigurlaug sem skálvörður í Álftavatni. Ragnar gaf Sigurlaugu sinni hlýja dúnsæng áður en hún fór á fjöll svo henni yrði ekki kalt. Ragnar kom svo stuttu seinna í Álftavatn brunandi á fjórhjólinu með fullt af allskonar góðgæti. Það vakti sérstaka aðdáun kær- ustunnar hvað öllu var haganlega komið fyrir á hjólinu. Seinna áttu þau eftir að ferðast töluvert sam- an og þau höfðu stefnt að því að gera meira af því í framtíðinni en það var það sem Ragnar dreymdi um að gera meira af þegar um hægðist hjá honum. Hann langaði að ferðast meira um landið með Sigurlaugu og undirbjó hann sig í huganum með því að lesa Vega- handbókina. Eitt af því sem þau gerðu mikið af var að fara í sum- arbústað, tvö ein þar sem þau gátu átt sinn tíma fjarri öllu áreiti. Þar gátu þau notið samverunnar, borðað góðan mat, farið í göngur og lesið bækur. Eitt sinn voru þau veðurteppt í sumarbústað og þá notuðu þau tímann vel og komu hringtrúlofuð til baka og því var gifting á næsta leiti. Ég hef átt margar góðar stund- ir með Sigurlaugu og Ragnari. Í gegnum tíðina höfum við hist í morgunkaffi þar sem Ragnar fór á kostum við lummubakstur. Hann var einstaklega laginn við það að baka lummur eins og svo margt annað. Ragnar var mikill klettur í lífi vinkonu minnar og dætra hennar sem syrgja núna kæran vin. Elsku Sigurlaug, missir þinn er mikill. Ég vil votta börnum Ragnars og aðstandendum innilega samúð mína. Guð blessi minningu Ragnars Lýðssonar. Helga Björg Barðadóttir. Ragnar Lýðsson  Fleiri minningargreinar um Ragnar Lýðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.