Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félagið Rauðsvík hefur samið um
rekstur hótels í nýjum íbúðaturni á
Skúlagötu 26.
Sturla Geirsson, framkvæmda-
stjóri Rauðsvíkur, segir trúnað ríkja
um rekstraraðila hótelsins. Greint
verði frá því á síðari stigum.
Skúlagata 26 er á horni Vitastígs í
Reykjavík. Byggingin hefur verið girt
af og er niðurrif hafið. Á grunni henn-
ar rís 16 hæða bygging, auk rishæðar.
Hún verður um 10 þúsund fermetrar
ofanjarðar og 3 þús. ferm. neðan-
jarðar, alls 13 þús. fermetrar.
Sturla segir verklok áformuð á
öðrum fjórðungi árið 2020.
„Áætlanir gera ráð fyrir 195 her-
bergjum í meginhluta byggingar-
innar. Um 28 íbúðir verða í suður-
hluta byggingarinnar en sá hluti mun
trappast niður að Bjarnaborg.“
Yfir 30 þúsund fermetrar
Alls er Rauðsvík með um 33 þús.
fermetra á ýmsum byggingarstigum.
Þar af eru samtals um 9.200 fermetr-
ar á Hverfisgötu 85-93. Íbúðir verða á
efri hæðum en þjónusta á jarðhæð.
Uppsteypa á þeim húsum er langt
komin og er áformað að taka þau í
notkun vorið 2019.
Við hlið fyrirhugaðs hótelturns á
Skúlagötu undirbúa rekstraraðilar
Kex hostels fjölgun herbergja. S28
ehf., eigandi Skúlagötu 28, hefur
látið vinna deiliskipulagsbreytingu
vegna lóðarinnar í samvinnu við um-
hverfis- og skipulagssvið borgar-
innar.
Deiliskipulagsbreytingin er nú í
umsóknarferli hjá embættinu. Magn-
ús Jensson arkitekt vinnur deiliskipu-
lagsbreytinguna fyrir S28.
Skipulagið barn síns tíma
Hann segir gildandi deiliskipulag
fyrir Barónsreit hafa verið barn síns
tíma hvað varðar Skúlagötu 28 og
Kex hostel. Nú hafi deiliskipulagið
verið lagað að gistirekstri og þjón-
ustu. Í grófum dráttum geri gildandi
deiliskipulag ráð fyrir tveimur inn-
dregnum hæðum ofan á bygginguna
(þeirri sjöttu töluvert minni), viðbót-
arbyggingarreit syðst á lóðinni á 4
hæðum ofanjarðar, auk stækkunar
jarðhæðar undir port og neðanjarð-
arhæð þar undir. Í deiliskipulags-
breytingunni hafi fermetrum verið
miðlað milli hæða og byggingarreitur
syðst á lóðinni lækkaður í eina hæð.
Þá stækkar 6. hæðin án þess að fer-
metrum ofanjarðar fjölgi.
Kaupa sig frá bílastæðum
Magnús segir breytinguna tryggja
að útivistarsvæði í Kexporti haldi há-
marksgæðum. Hann rifjar upp að
neðanjarðarrými séu skilgreind sem
bílastæði og stoðrými í gildandi deili-
skipulagi. „Við erum að breyta þessu í
almenn rými fyrir þjónustu við mið-
borgina. Við kaupum okkur frá bíla-
stæðum með greiðslu í bílastæðasjóð.
Þannig komumst við hjá því að hafa
bílastæðin. Þó er stefnt að því að hafa
eitt bílastæði á lóðinni fyrir fatlaða,“
segir Magnús.
1
10
45
3
6
7
8
9
2
Dæmi um hótelverkefni í miðborginni sem eru samþykkt eða eru hafin
Samkvæmt fundargerðum umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2017 til 21. mars 2018*
Staðsetning hótels Umsækjandi
Fjöldi
herbergja
Fjöldi
gesta
1 Skúlagata 26 Rauðsvík 195 390
2 Vegamótastígur 7-9 Reir 39 78
3 Laugavegur 55 L55 52 104
4 Skipholt 1 Skipholt ehf. 78 156
5 Snorrabraut 54 Reir 60-70 120-140
6 Hverfisgata 78 RR hótel ehf. 10 38
7 Austurvöllur (Iceland Parliament Hótel) Lindarvatn 145 290
8 Austurbakki (Marriott hótel)
Cambridge
Plaza Hotel
Comp ehf.
250 500
9 Lækjargata 12 Íslandshótel 103 206
10 Laugavegur 95-99 CenterHotels 102 204
Samtals (minnst) 1.034 2.086*Fjöldi herbergja kann að taka breytingum.
Miðað er við tvo gesti á herbergi nema annað sé tekið fram.
Rauðsvík semur um
leigu á nýjum hótelturni
Hefur uppbyggingu 195 herbergja hótels á Skúlagötu
Teikning/T.ark arkitektar
Frumdrög Svona sáu arkitektar fyrir sér íbúðaturninn á Skúlagötu 26.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúðum sem eru í byggingu á Norður-
landi fjölgar mikið milli ára. Þannig
bendir talning Samtaka iðnaðarins til
að í mars hafi ver-
ið 87% fleiri íbúðir
í smíðum á Akur-
eyri en í febrúar í
fyrra. Þá hafði
fjöldi íbúða í smíð-
um á Húsavík þre-
faldast milli ára.
Samanlagt taldist
SI til að rúmlega
440 íbúðir væru í
byggingu á Norð-
urlandi.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir umsvifin hafa
aukist mikið á Norðurlandi.
Ferðaþjónustan hefur áhrif
„Það er greinilegt að vöxtur, bæði í
iðnaði og ferðaþjónstu, skilar sér í
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á svæð-
inu. Uppbyggingin er hlutfallslega
mest á Húsavík. Þar er um að ræða
samspil atvinnuuppbyggingar á
Bakka og vaxtar ferðaþjónustunnar.
Við sjáum mikla uppbyggingu á
fleiri stöðum á Norðurlandi sem
tengja má við þessa undirliggjandi
þætti,“ segir Sigurður.
Dæmi um uppbyggingu í ferða-
þjónustu á Norðurlandi er að Íslands-
hótel eru að breyta gamla Sjallanum í
hótel. Verður þar eitt stærsta hótel
landshlutans. Spurður hvernig bygg-
ingargeirinn sé undir það búinn að
mæta aukinni eftirspurn bendir Sig-
urður á að um 16 þúsund manns hafi
starfað í greininni árið 2008. Til sam-
anburðar hafi starfsmennirnir verið
um 12 þúsund í fyrra. Telur hann því
útlit fyrir frekari fjölgun starfa í
greininni á næstu árum.
Efna til fundar á Akureyri
Sigurður rifjar upp að byggingar-
geirinn búi við mun meiri sveiflur en
aðrar atvinnugreinar.
„Byggingargeirinn er sveigjanleg-
ur. Hann ætti því að vera vel í stakk
búinn til að mæta auknum umsvifum
á næstu árum,“ segir hann.
Í tilefni af degi byggingariðnaðar-
ins á Norðurlandi efna Samtök iðn-
aðarins til fundar í Hofi á Akureyri í
dag. Fundurinn stendur yfir frá kl.
10.30-12.00 og er með yfirskriftinni
Norðurland í brennidepli.
Íbúðir í byggingu á Norðurlandi
400
300
200
100
0
Akureyri Húsavík Eyjafjörður og
nærsveitir
Sauðárkrókur Dalvík Siglufjörður
Heimild: Samtök iðnaðarins
363
29 22 14 9 7
168
195
Akureyri
2017 og 2018
Norðurland mars 2018
Húsavík
2017 og 2018
400
300
200
100
0
30
20
10
0
Febrúar 2017 Mars 2018 Febrúar 2017 Mars 2018
363
194
10
29
168
195
113
81
26
3
4
6
Að fokheldu
Fokhelt og lengra komið
Stóraukin umsvif
á Norðurlandi
Sigurður
Hannesson
Akureyri Umsvifin eru að aukast.
Íbúðum í smíðum fjölgar milli ára
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is