Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Rússlandi vöruðu í gær
við því að flugskeytaárás, sem Don-
ald Trump Bandaríkjaforseti hefur
hótað vegna meintrar efnavopna-
árásar sýrlenska hersins, gæti leitt
til styrjaldar milli landanna tveggja.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kom saman í gær að beiðni Rússa til
að reyna að leysa deilu þeirra við
vestræn ríki vegna ásakana um að
her einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi
hefði beitt efnavopnum í árás á íbúa
bæjarins Douma á laugardaginn var.
„Mestu máli skiptir að forðast van-
hugsaðar og hættulegar aðgerðir
sem væru hróplegt brot á stofnsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og myndu
hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar,“
sagði í yfirlýsingu frá Vladimír Pútín
Rússlandsforseta í gær eftir að hann
ræddi í síma við Emmanuel Macron,
forseta Frakklands.
Trump hótaði flugskeytaárás á
skotmörk í Sýrlandi í tísti á Twitter
fyrr í vikunni en í yfirlýsingu frá
Hvíta húsinu í gær sagði að ekki
hefði verið tekin ákvörðun um
hvernig bregðast ætti við efnavopna-
árásinni. Forsetinn ræddi málið við
forseta bandaríska herráðsins, Jos-
eph F. Dunford, og varnarmálaráð-
herrann James N. Mattis á fundi í
Hvíta húsinu í fyrrakvöld. Mattis
beitti sér þá fyrir því að aflað yrði
fleiri gagna til að styrkja ásakanirn-
ar um að sýrlenski stjórnarherinn
hefði beitt efnavopnum í Douma.
Skella skuldinni á Breta
Macron sagði í sjónvarpsviðtali í
fyrradag að hann hefði fengið „sönn-
un“ fyrir því að stjórnarher Sýrlands
hefði gert efnavopnaárás á Douma
og að gripið yrði til aðgerða vegna
hennar „þegar þar að kemur“. Hann
bætti þó við að mikilvægt væri að
koma í veg fyrir að aðgerðirnar
leiddu til stríðs við Rússland. Mattis
tók í sama streng á fundi með þing-
mönnum í Washington og sagði að
þótt stöðva þyrfti dráp á saklausu
fólki í Sýrlandi þyrfti einnig að taka
tillit til hættunnar á því að íhlutunin
yrði til þess að stríðið stigmagnaðist.
Frönsk freigáta, breskir kafbátar
og bandaríski tundurspillirinn Don-
ald Cook eru á austanverðu Mið-
jarðarhafi. Skipin eru búin stýri-
flaugum sem hægt væri að skjóta á
skotmörk í Sýrlandi.
Her Rússlands sagðist í gær hafa
fengið sönnun fyrir því að andstæð-
ingar stjórnarinnar í Sýrlandi hefðu
sett efnavopnaárás á svið í Douma að
fyrirmælum bresku stjórnarinnar.
Segja árás
geta leitt
til styrjaldar
Rússar reyna að afstýra flugskeyta-
árás vestrænna ríkja á Sýrland
Flugbrautir
fyrir flutningavélar
200 km
(Skv. upplýsingum
frá 30. mars)
50 km
TYRKLAND
LÍBANON
JÓRDANÍA
ÍRAK
Deir
Ezzor
Raqa
Aleppó
Afrin
Homs
Palmyra
Al-Tanf,
herstöðDAMASKUS
Deraa
Tyrkneskar
hersveitir
Sveitir
Kúrda
Stjórnarher
Sýrlands
Uppreisnar-
menn og
íslamistar
Ríki íslams, sam-
tök íslamista
*Sameinuðu arabísku furstadæminHeimildir: Syrian Observatory for Human Rights, AFP
Miðjarðarhaf
Svartahaf
ÍRAN
ÍRAK
TYRKLAND
SÝRLAND
KÝPUR
Bandaríkin
Rússland
Frakkland
Hermenn og ráðgjafar
(aðeins í Sýrlandi)
Helstu herflugvellir
Flotastöðvar
Herskip
Tartus
Stöðvar Rússa
með loftvarna-
búnað og
sérsveitir
Khmeimim
Latakía
JÓRDANÍA
SAF*
KATAR
Bretland
Herafli Bandaríkjanna, Rússlands og fleiri ríkja í Mið-Austurlöndum
8 Tornado GR4-orrustuþotur,
6 Typhoon-orrustuþotur
1 T-45 tundurspillirReaper-drónar sem Bretar
nota til njósna
2 C130-vélar til að flytja
hermenn
2 eftirlitsflugvélar
Akrotiri-herflugstöðin 6 Rafale-þotur
6 Rafale-orrustuþotur
Al Dhafra, herflugvöllur
M-de-
Marsan
S-Dizier
H5, herflugstöð
FRAKKL .
Sprengjuvélar, Tu-22
og Tu-160, með
bækistöðvar í Rússlandi
Stýriflaugar (geta
dregið 4.500 km)
Frönsk freigáta sem er
búin stýriflaugum
2.954 hermenn í Sýrlandi
Nokkrir tugir orrustuþotna
KÚVE IT
Bandarískur tundurspillir
2.000 hermenn sem berjast
gegn Ríki íslams
Idlib
James Comey, fyrrverandi forstjóri
bandarísku alríkislögreglunnar
FBI, segir í væntanlegri bók að
Donald Trump forseti sé eins og
mafíuforingi í Hvíta húsinu, krefjist
skilyrðislausrar hollustu, telji alla
heimsbyggðina á móti sér og víli
ekki fyrir sér að ljúga að þjóðinni.
Trump forseti svaraði fyrir sig
með tísti á Twitter í gær, sakaði Co-
mey um að hafa lekið leynilegum
upplýsingum og hvatti til þess að
hann yrði sóttur til saka fyrir að
ljúga að bandaríska þinginu í eið-
svarinni yfir-
lýsingu.
Lýsingarnar á
forsetanum koma
fram í bókinni A
Higher Loyalty:
Truth, Lies &
Leadership, sem
kemur út á
þriðjudaginn
kemur. Banda-
rísk blöð hafa birt útdrætti úr henni.
Trump vék Comey frá sem for-
stjóra FBI fyrir tæpu ári og rann-
sókn sérstaks saksóknara, Roberts
Muellers, beinist nú m.a. að því
hvort forsetinn hafi reynt að hindra
framgang réttvísinnar með brott-
vikningunni. Comey segir að Trump
hafi beitt hann þrýstingi fyrir brott-
vikninguna, reynt að fá hann til að
stöðva rannsókn FBI á máli Mike
Flynn, þáverandi þjóðaröryggis-
ráðgjafa forsetans. Flynn hefur ját-
að sig sekan um að hafa logið að
FBI um samskipti sín við sendi-
herra Rússlands við yfirheyrslur
vegna rannsóknarinnar á tilraunum
Rússa til að hafa áhrif á kosninga-
baráttuna í Bandaríkjunum árið
2016.
Sakaðir um lygar
Comey segir í bókinni að fundir
sínir með Trump í Hvíta húsinu
minni sig á hegðun mafíuforingja
þegar hann starfaði sem saksóknari
í baráttunni gegn skipulagðri
glæpastarfsemi. Samstarfsmenn
Trumps hafi slegið um hann varð-
hring þegjandi samþykkis, heitið
honum skilyrðislausri hollustu og
beygt sig algerlega undir vald hans.
Mennirnir í innsta hring leiðtogans
telji öll meðul leyfileg í baráttunni
við þá sem séu ekki liði með þeim,
víli ekki fyrir sér að ljúga um stórt
og smátt og setji hollustuna við leið-
togann ofar sannleikanum og siða-
lögmálum. Forsetinn geti ekki gert
greinarmun á réttu og röngu.
Stuðningsmenn Trumps hafa
svarað þessu með því að setja upp
vefsíðu, sem nefnist Lyin’ Comey,
þar sem þeir saka bókarhöfundinn
um lygar. bogi@mbl.is
Segir Trump líkjast mafíuforingja
James Comey
Comey skrifar bók um forsetann Trump hvetur til þess að Comey verði saksóttur fyrir meinsæri
Leyniþjónusta rússneska hersins
njósnaði um Sergej Skrípal, fyrr-
verandi rússneskan njósnara, og
dóttur hans, Júlíu, í að minnsta
kosti fimm ár áður en reynt var að
ráða þau af dögum með rússnesku
taugaeitri sem talið er að hafi ver-
ið komið fyrir á hurðarhúni á
heimili þeirra í Bretlandi.
Þetta kemur fram í bréfi þjóðar-
öryggisráðgjafa Bretlands, Marks
Sedwill, til framkvæmdastjóra Atl-
antshafsbandalagsins. Hann segir
að bresk yfirvöld hafi fengið upp-
lýsingar sem bendi til þess að sér-
fræðingar leyniþjónustu rússneska
hersins í tölvunjósnum hafi njósnað
um Skrípal-feðginin að minnsta
kosti frá árinu 2013. Ennfremur
hafi komið í ljós að rússneskir her-
menn hafi verið þjálfaðir í notkun
eiturefna, meðal annars með því að
setja taugaeitur á hurðarhúna.
Rússar neita ásökunum Breta
um að þeir hafi staðið fyrir árás-
inni.
Rússar njósnuðu um
Skrípal-feðginin
Bretland
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is